Afskaplega varasamt getur verið fyrir Ísland að "skuldsetja íslenska ríkið fyrir kostnaði við haftalosun" eins og lagt er til í skýrslu Alþjóðamálastofnunar

Skýrsla Alþjóðamálastofnunar er að mörgu leiti merkilegt plagg, og hvet ég alla til að lesa hana: Aðildar- viðræður Íslands við ESB. Það sem ég hjó sérstaklega eftir. Er kaflinn þar sem rætt er um hugsanlegar leiðir til losunar hafta. Meginhugmynd þess sem ritar þann kafla. Virðist sú að Ísland mundi fara inn í - "annað björgunarprógramm." Hjá höfundi gætir þó finnst mér óhemju bjartsýni um það að tilboð ísl. ríkisins til aðila sem eiga fé hér um að fara af landi brott með það fé, mundi ekki vera tekið af mörgum - vegna hins meinta trúverðugleika sem fyrirheit um evruaðild og aðstoð "ECB" mundi skapa. En hver skuldsetning ríkisins verður stendur augljóslega og fellur á þeim punkti.

  • Höfundur telur að fyrirheitið eitt að ætla sér inn í evruna sé lykilatriði er muni hafa mjög jákvæð áhrif til þess að efla traust á innlenda fjármálakerfinu.
  • Svo mikil verði áhrif þess fyrirheits, að ofan í það traust - muni sennilega duga til að fá "lánalínur" frá AGS og ESB, tilvist þeirra ein og sér ofan í traustið vegna fyrirheits evrunnar, mundi duga til að skapa nægan trúverðugleika.
  • Þannig að það verði enginn umtalsverður fjármagnsflótti, ekki komi til nein umtalsverð viðbótar skuldsetning ríkisins.
Þetta tel ég algerlega órökrétt!

bls. 41.

"Sú aðstoð ESB sem skiptir langmestu máli felst annars vegar í þeim trúverðugleika sem stuðningur Seðlabanka Evrópu skapar og hins vegar í því fyrirheiti að íslenskar krónur breytist í evrur innan ákveðins tíma með aðild landsins að myntbandalaginu. Gjaldeyrismarkaðir eru í eðli sínu framsýnir og bregðast við um leið og aðildarsamningur hefur verið samþykktur, og þar með breytast allar forsendur til afnáms hafta á svipstundu til hins betra."

Vandamálið við þetta - sem kemur fram innan skýrslunnar, er að "höftin á Kýpur eru enn uppi."

Ef það eflir svo gríðarlega trúverðugleika ísl. fjármálakerfisins, fyrirheitið eitt og sér, að stefna að aðild að evru - - af hverju í andskotanum hafa höftin á Kýpur ekki farið af enn?

Þarna er augljóslega algerlega sannfærður evrusinni að skrifa - - ég ætla ekki að tína til margt. En í skýrslunni úir og grúir af "hæpnum" fullyrðingum - sem þessi að ofan er gott dæmi um.

Það áhugaverða er, að hann fjallar síðan sjálfur á öðrum stað um þann kostnað sem Ísland stendur frammi fyrir - - og í ljósi þess. Er ég algerlega gáttaður á því, að hann virðist virkilega halda. Að trúverðugleika vandinn sé leystur við það eitt. Að ætla inn í evruna og slá lán.

 

Færsluvandi Íslands!

Bls. 40.

  1. "Samkvæmt síðasta mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins frá ágúst síðastliðnum telja krónueignir erlendra aðila um 60-70% af landsframleiðslu þar sem bæði er um að ræða eftirstöðvar af eignum vaxtarmunarfjárfesta (20% af VLF) og síðan krónueignir þrotabúanna (40-50% af VLF).
  2. Færsluvandamálið er þó mun víðtækara en það, þar sem fjölmargir innlendir aðilar vilja einnig flytja verðmæti frá íslenska myntsvæðinu, svo sem til þess að ná fram áhættudreifingu með því að bæta erlendum eignum í eignasafn sitt.
  3. AGS metur það að svo að uppsöfnuð fjárfestingarþörf íslenskra aðila, s.s. lífeyrissjóðanna, nemi um 30-45% af landsframleiðslu Íslands. Samanlagt slagar færsluvandi Íslands upp í 100% af landsframleiðslu."

Takið eftir þessu gríðarlega umfangi "færsluvandans" sem er ágætt orð yfir vandamálið. Stærstu aðilarnir í lið 2-eru lífeyrissjóðir.

Munum að Kýpur lenti í færsluvanda, mér finnst merkilegt hversu "blasé" hann er með þá trú sína, að þessi vandamál verði ekki erfið úrlausnar - þegar Ísland hefur gengið inn í ESB, hefur ákveðið að taka upp evru, og fengið lánalínur frá AGS og Seðlabanka Evrópu. Þ.e. líka áhugavert, að hann talar seinna í skýrslunni, eins og að "færsluvandi" sé óhugsandi loks þegar inn í evruna sé komið - þó er Kýpur í færsluvanda sem enn er óleysanlegur. 

  • Mér finnst virkilega blasa við - sbr. vanda Kýpur þ.s. brast á fjármagnsflótti - að ef Ísland slær lán eins og hann leggur til, þ.e. fær lánalínur. 
  • Þá muni þeir sem eiga fé, notfæra sér málið - - til að taka sitt fé úr landi.

En ég sé ekki nokkra hvatningu fyrir þá aðila til að gera það ekki - - en það ætti að blasa við hverjum og einum að ef "færsluvandinn er" 100% af þjóðarframleiðslu, og á sama tíma skuldar landið þegar 100% af þjóðarframleiðslu. 

Þá brýst út allsherjar fjármagnsflótti - - um leið og gáttir eru opnaðar, eins og hann leggur til. En einmitt vegna þess, að aðilarnir munu vita, að Ísland er einungis fært um "takmarkaða skuldsetningu" og samtímis mun það væntanlega eiga við að þær "lánalínur munu í reynd vera takmarkaðar," þ.s. enginn mun augljóslega veita Íslandi "ótakmarkaða úttekt." 

Þá ertu þvert á móti með uppskrift af "fullkomnum fjármagnsflótta-stormi."

  • Sá mundi þá standa þangað til, að AGS og Seðlabanki Evrópu, annaðhvort - - klippa á lánalínurnar - eða takmarkaðar lánalínur þrjóta.

Þá veit ég ekki í hvaða skuldsetningu ísl. ríkið mundi vera statt í.

En líkur á þjóðargjaldþroti eftir slíka æfingu tel ég að væri yfirgnæfandi!

 

Niðurstaða

Ég mæli eindregið gegn þeirri hugmynd að losun hafta sem sett er fram í skýrslu Alþjóðamálastofnunar. En ég tel næsta fullvíst, að ef sú leið mundi vera prófuð - mundi það skila hvorki meira né minna, en landinu í þjóðargjaldþrot. 

Það er stórfelldur vandi fyrir alla kenninguna sem sett er fram í skýrslunni, þ.s. haldið er að evru-upptaka geti tekið 3 ár. Hlægilegt - brandari. Þ.s. fullyrt er að lágir vextir taki nánast við frá fyrstu dögum er evra væri upp tekin. Að höftin á Kýpur skuli enn vera uppi.

En það bendir til þess, að evruaðild sé ekki slíkt úrslita-atriði um trúverðugleika lands, og höfundur heldur fram. 

Ef skaflinn er 100% af þjóðarframleiðslu, á sama tíma og landið skuldar 100% af þjóðarframleiðslu. Þá er augljóslega algerlega ófært að ætla að losa höft með lánalínum, þ.s. aðilum er boðið upp á að flytja féð sitt héðan og skuldsetja ríkið samtímis. Lánalínurnar mundu að sjálfsögðu ekki skapa það ástand trúverðugleika, sem höfundur heldur fram. En líklega mundi AGS og "ECB" ekki treysta sér til að lána svo mikið þ.e. 100% til viðbótar vegna augljóss greiðsluþols vanda landsins. Þannig að líklega væri lánsfé í boði smærra en þau 100% sem til þarf ef féð á að duga til að hleypa út öllum skaflinum. Ekki síst þess vegna, yrði líklega sá snöggi fjármagnsflótti sem ég tel að verði ef þessi leið væri farin. Aðilar mundu keppast við að færa sitt fé þangað til að féð mundi klárast, eða erlendu aðilarnir mundu klippa á lánalínurnar. 

Auðvitað mundi þá haftavandamál Íslands hafa magnast um allan helming, með kannski skuldsetningu ríkisins á bilinu 160-180% jafnvel. Fer eftir hvenær "ECB" og AGS hefðu sett tappan í eða hve há lánin voru áður en þau tæmdust.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Hansson

Alþjóðamálastofnun er gríðarlega stórt nafn.

Er hún raunverulega til ?  Starfar hún samhvæmt einverjum lögum.

Hver eru takmörk á hennar valdi. Við höfum venjulega talað um utanríkismál og innanrikismál.

Hvaða ráðherra er fyrir henni. Eða er Háskólinn að slá um sig með nafngiftum og gerir sig að

algerum ómerking í staðin með slíkum rembingi. 

Snorri Hansson, 8.4.2014 kl. 05:08

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Í fljótubragði þá er ekki laust við að sú hugsun komi hjá mér að það sé ekkert skrítið að vandi Evrunar sé eins og hann er ef það er verið að fara eftir ráðleggingum Alþjóðarmálastofnunar.

Hver er það sem ráðleggur þetta, að koma með lausn sem svo augljóslega er til að auka vandann þegar í enda á að vera komið er mjög alvaralegt og þeir sem gefa svona ráð hafa mikla ábyrgð á herðum sínum...

Ég þakka þér fyrir pistla þína Einar Björn.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 8.4.2014 kl. 07:59

3 Smámynd: Kristinn Geir Briem

er samála við skuldum okkur ekki útúr gjldeirishöftum ef það tekur tíma þá tekur þsað tíma að afléta höftunum. ef þarf að taka slagi þá taka menn slagi við vogunarsjóði en reinum að semja við álvöru banka sem hugsanlega vilja lána okkur í framtíðini

Kristinn Geir Briem, 8.4.2014 kl. 11:23

4 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Einar og þakka þér fyrir þennan pistil - sem og aðra:)

Er þetta ekki orðin einhver lennska á Íslandi að til þess að öðlast traust þurfi að auka skuldir? Ef maður skoðar hrunið þá virtist það vera að þeir sem skulduðu mest voru taldir traustastir, hvort sem þessir aðilar voru bankar, fyrirtæki eða einstaklingar. Er ekki eitthvað stórlega brenglað við þessa mynd? Ég er ósköp lítill spámaður í efnahagsmálum, en ég get samt lagt saman tvo og tvo og fengið út fjóra, a.m.k. oftast;)

Kveðja frá Port Angeles, WA

Arnór Baldvinsson, 8.4.2014 kl. 19:23

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Takk fyrir vinir fyrir innlitið og jákvæð orð: tæknilega getur verið mögulegt að bjarga málinu fyrir horn - með stórum eignasölum af hálfu ríkisins. En þá þyrfti líklega að vera þegar búið að ganga frá a.m.k. einni risasölu svo ríkið geti ekki bakkað út. Þ.s. mér einna helst dettur í hug er Landsvirkjun, auk þess til að hámarka virði hennar væri gerður bindandi samningur um rafstreng. Þetta auðvitað hefði þann galla að þá nytu Íslendingar ekki lengur arðsins af orkuauðlyndunum, auk þess að rafmagnsverð mundi hækka um tugi prósenta til innlendra notenda hvort það eru einstaklingar eða fyrirtæki, það hefði auðvitað einhver neikvæð áhrif. Ef menn verða síðan virkilega örvæntingafullir, má selja eða setja í langtímaleigu - sjálft landið. Þ.e. bjóða út vinsælustu ferðamannastaði landsins, langtímaleiga t.d. í 99 ár - mundi tæknilega skila ríkinu stórum fjárhæðum í eitt skipti. Ég nefni þessa þætti eingöngu til að sýna fram á, hvað getur gerst ef menn mundi fylgja ofangreindri stefnu - yrði síðan ljósir þeir gallar sem ég nefni. En neiti að gefast upp á stefnunni, þess í stað fari að selja eða setja í langtímaleigu þær verðmætustu eignir sem ríkið og landið á. Alt á því altari að fá gjaldmiðilinn evru.

Ég fullyrði að sjálfsögðu ekki að þetta sé líklegt. Einungis bendi á þessa möguleika, þeir séu a.m.k. mögulegir.

Lofa lesendum sjálfum að meta líkindi.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 8.4.2014 kl. 20:50

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband