Forseti Tékklands hvetur NATO til að senda herlið til Úkraínu

Þetta gerist á sama tíma og Úkraínudeilan virðist vera að stigmagnast. En það berast fréttir af fjölmennum mótmælum í borgunum Luhansk og Donetsk, þ.s. opinberar byggingar voru teknar yfir af mótmælendum sem kröfðust þess að almenn atkvæðagreiðsla um stöðu héraðanna Luhansk og Donetsk fari fram. Síðan er skammt eftir af þeim tíma sem Gasprom gaf úkraínskum stjórnvöldum til að greiða 2 þúsund milljóna USD gasreikning, fyrir utan að Gasprom hefur tilkynnt að héðan í frá muni gasverð hækka 50% til Úkraínu - en skv. Gasprom falli niður afsláttur sem Úkraína hafi haft skv. samningi þjóðanna um leigu Rússlands á Sevastopol. Þ.s. Krímskagi tilheyri nú Rússlandi, sé samkomulagið um leigu og afslátt á gasverði - dautt. Eins og gefur að skilja eru úkraínsk stjórnvöld ekki par hrifin af þessu. En rétt er að muna, að skv. kröfu AGS - mun niðurgreiðslum á gasi til innanlands neyslu hætt í Úkraínu. Sem skv. áður fram komnum fréttum, mun hækka gasverð til neytenda um 50%. Nú ef hækkun Gasprom bætist við, erum við sennilega að tala um nær - - 100% hækkun til neytenda. Sem auðvitað aumingja almenningi í Úkraínu mun muna um heilt herfilega. Sérstaklega þ.s. lífskjör hafa þegar fallið verulega í landinu í seinni tíð. Fyrir utan að landið var fyrir eitt það fátækasta í Evrópu. Að auki bætist við, að 50% afsláttur stjv. náði einnig til atvinnulífs - - > sem sýnir eiginlega hve "heimskuleg hugmynd" þetta líklega var en þessar niðurgreiðslur hljóta að hafa verið mjög stór útgjaldaliður hjá ríkinu, kannski að verulegu leiti skýring skuldasöfnunar þess. En að niðurgreiðslur falla einnig niður til atvinnulífs, þíðir þá að þá fær almenningur 2-falt lífskjarahögg þ.s. fyrirtæki líklega þurfa að bregðast við kostnaðarhækkunum með uppsögnum og launalækkunum.

  • Eitthvað segir mér því að "gasverð" eigi eftir að vera virkilegt hitamál í kosningabaráttunni, sem nú fer fram í Úkraínu. En kosið verður síðustu helgina í máí.

Czech leader says NATO could offer troops to Ukraine if Russia goes beyond Crimea

Pro-Russia protesters seize Ukraine buildings, Kiev blames Putin

Stand-off over $2.2bn Ukraine gas bill

Ukraine raises fears of gas price war with Russia

Map: Between East and West - the Strategic Importance of Ukraine

Donetsk og Luhansk gætu verið næstu 2-héröðin sem ganga inn í Rússland

Það áhugaverða er - - að spurningin um lífskjör gæti verið drifkraftur fyrir íbúa Donetsk og Luhansk að vilja ganga í Rússland, í stað þess að tilheyra Úkraínu.

En líklega kostar gas minna Rússlandsmegin landamæranna, sérstaklega ef allar hækkanirnar sem eru í kortunum í Úkraínu ná fram.

Eins og sést á kortunum, þá eru þessi 2-héröð með meirihluta rússnesku mælandi, þ.e. ekki ólíklegt að íbúar héraðanna tveggja líti frekar á sig sem Rússa en Úkraínumenn. Enda er ekki lengra síðan en 1991, að allt landið tilheyrði Sovétríkjunum - þar á undan hafði það tilheyrt rússneska heimsveldinu.

Ekki nema 23 ár af sjálfstæði - - spurning hvort að einhver sjálfstæðisvitund hafi slæðst inn í rússn.mælandi hluta Úkraínu? Þó hennar virðist gæta í þeim héröðum sem hafa meirihluta úkraínskumælandi.

  • Þ.e. ekkert víst að Pútín þurfi neitt að gera, framkvæma nokkra beina augljósa aðgerð, til þess að héröðin 2-gangi inn í Rússland.
  • En í þeim héröðum virðist útbreidd andstaða við hina sterkt þjóðernissinnuðu stjórn sem nú er við völd í Kíev.
  • Það þarf ekki að vera, að Pútín sé að róa undir mótmælum, þó það geti sannarlega verið.

Miðað við þær upplýsingar að her Úkraínu hafi einungis 6000 manna bardagahæft lið, meðan að Rússar hafi meir en 30þ. manna lið nærri landamærunum. Vel yfir 100þ. á öllu svokölluðu "Vestursvæði." Sem unnt væri að færa upp að landamærum Úkraínu.

Þá ætti að vera ljóst, að aðstaða stjórnvalda Úkraínu - til að beita sér gegn hugsanlegri uppreisn innan Luhansk og Donetsk, er afskaplega takmörkuð.

En bardagar milli öryggissveita á vegum úkraínskra stjórnvalda og rússn.mælandi mótmælenda þar, gætu verið "casus belli" fyrir Pútín - að senda lið inn í þau héröð.

  • Það verður að koma því í ljós, hve mikið verður úr þessu á næstu dögum. En það mun líklega fara eftir því, hvort að baki þessum mótmælum er þung undiralda íbúa þessara héraða, eða hvort að baki þeim er bara fámennur hópur.

En úkraínsk stjv. líklega verða einnig að fara varlega vegna þess, að harkaleg viðbrögð einnig gætu æst upp fjöldann innan þeirra héraða.

 

Hvað með NATO herlið?

Ég er ekki í nokkrum vafa um. Að NATO getur sent herlið til Úkraínu. Það væri afskaplega ólíklegt að á það væri ráðist af heimamönnum - eins og verið hefur ástand mála í t.d. Afganistan. Á hinn bóginn, þá mundi það líklega einungis koma sér fyrir í héröðum þ.s. meirihluti íbúa er úkraínsku mælandi. En það síðasta sem líklega NATO herlið mundi hafa áhuga á. Er að blanda sér með beinum hætti inn í þjóðernisátök - í einu landinu enn. En með því að taka sér stöðu innan héraða með úkraínsku mælandi meirihluta. Væri a.m.k. staða þeirra héraða "tryggð."

Rússland mundi aldrei leggja beint í NATO herlið - og líklega á það sama við herlið NATO að enginn hefur áhuga á að leggja beint í Rússa.

Enda Rússland kjarnorkuveldi, bein átök við Rússland er atriði sem NATO mundi forðast í lengstu lög.

En staða innan úkraínsku mælandi héraða Úkraínu, væri sennilega ekki "of áhættusöm" og mundi senda mjög skýr skilaboð til Rússlands, og einnig til A-evr. aðildarríkja NATO. Að NATO standi að baki þeim.

Þá auðvitað gæti Úkraína gengið inn í NATO. Ef vilji aðildarríkja NATO stendur til þess. Með NATO herlið staðsett í Úkraínu, væri í reynd ekkert sem Rússland gæti gert - nema að mótmæla.

 

Niðurstaða

Það gæti verið sterkur leikur fyrir NATO að senda herlið til Úkraínu. Þannig mundi NATO sýna styrk sinn. Að NATO tekur varnir A-Evrópu alvarlega. Að auki mundi þá Úkraínu geta með skjótum hætti gengið inn í NATO. A.m.k. þau héröð sem væru meirihluta úkraínsku mælandi. En ég efa að NATO mundi leggja í að senda lið inn í héröð þ.s. rússn.mælandi eru fjölmennir. Það gæti verið þannig séð "tacit" viðurkenning á "skiptingu Úkraínu" þannig, að þau héröð þ.s. rússn.mælandi eru í meirihluta eða nægilega fjölmennur minnihluti - gangi inn í Rússland. Þá væru landamæri NATO og Rússland líklega endanlega mörkuð.

Ef Úkraína gengur í NATO meðan NATO herlið er til staðar, væri ekkert sem Rússland getur gert - - þá væri það komið að Pútín að vera í þeirri stöðu að geta bara mótmælt.

  • Það verður að koma í ljós hvernig þetta spilast - - en ef á næstu dögum það lítur úr að íbúar Donetsk og Luhansk eru að rísa upp, og líkur fara hratt vaxandi á að 2-héröð til viðbótar gangi úr Úkraínu í Rússland.
  • Gæti krafan um NATO aðild þess sem eftir væri af Úkraínu - - styrkst.
  • Einnig um það, að NATO grípi til beinna aðgerða.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Donetsk-"basin" eins og svæðið heitir upp á enska tungu, er mikilvægt iðnaðarsvæði, sem hart var barist um í heimsstyrjöldinni, að ekki sé nú talað um Krímskagann, en einmitt um þessar mundir eru liðin 70 ár síðan Þjóðverjar neyddust til að flýja þaðan og missa meira en 100 þúsund hermenn fallna.

Ómar Ragnarsson, 7.4.2014 kl. 00:13

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Já þ.e. rétt að þarna voru mjög harðir bardagar árin 1942 og 1943, með gríðarlegu mannfalli á báða bóga, og afskaplega miklu tjóni á innviðum svæðisins. Fyrir Rússland sjálfsagt hefði það verulega táknræna merkingu, ef þessi héröð ganga inn í Rússland að nýju. Þetta ýtir sennilega undir líkur þess að íbúar þeirra, sjái sig frekar sem Rússa en Úkraínumenn.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 7.4.2014 kl. 03:17

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband