6.4.2014 | 01:05
Friðartilraun Kerry varðandi deilu Ísraela og Palestínumanna, virðist farin út um þúfur
Ríkisstjórn Obama virðist hafa ákveðið að þvo hendur sínar af deilu Ísraela og Palestínumanna a.m.k. í bili. Að sögn talmsmanna Hvíta Hússins, er boltinn hjá leiðtogum Palestínumanna og Ísraels. Sem bendir til þess eindregið, að þátttöku ríkissstjórnar Bandar. undir forystu Obama - sé lokið.
Haaretz - Israeli, Palestinian leaders need to do some soul searching
Haaretz - Kerry: It's reality check time, U.S. will evaluate role in peace process
Haaretz - U.S.: Minister Uri Ariel sabotaged Israel-Palestinian talks
Wallstreet Journal - White House Signals Pause in Mideast Talks
Reuters - Kerry warns U.S. is evaluating role in Middle East peace talks
The Economist - You can lead a horse to the wadi
Bloomberg - Kerry Urges End to Rancor in Effort to Save Mideast Talks
Bloomberg - Israel-Palestinian Talks Stumble as Abbas Revives UN Bid
Lítill samningsvilji
Oft getur það skýrt margt - að horfa einfaldlega á gott kort. En það hefur blasað við lengi að Ísrael hefur engan áhuga á því að raunverulega heimila það, að til verði svokallað palestínskt ríki á Vesturbakkanum og Gaza.
Ef fólk ber kortin 2-saman, þá sér það að Vesturbakkinn svokallaði "gnæfir yfir láglendið í kring" þ.s. meginþorri gyðinga býr.
Frá hernaðarlegu sjónarmiði, ef maður eingöngu starir á málin frá þeim útgangspunkti, þá er "nauðsynlegt fyrir öryggi gyðinga" að stjórna hæðunum þ.s. Palestínumenn búa.
Einfaldlega vegna þess að frá hæðunum er unnt að halda uppi stórskotahríð á láglendið í kring. Höfum í huga að Ísrael er ekki það stórt. Vegalengdir eru litlar.
Síðan er næsta atriði, að hæðirnar veita mjög "verjanleg landamæri" fyrir Ísrael til Austurs - gagnvart hugsanlegri innrás úr þeirri átt.
Þ.e. til að komast inn í Ísrael þaðan, þarf þá að fara yfir opið svæði þ.e. Jórdanárdalinn, sjá á korti hve láglent og slétt það svæði er.
Þ.e. þá eiginlegur "killing field" fyrir hvern þann sem reynir að fara yfir, meðan að ísraelskt herlið stjórnar hálendinu á móti.
Lönd reyna yfirleitt að koma sér upp landamærum þ.s. náttúrulegar aðstæður auðvelda varnir - - ef þ.e. mögulegt.
Það skýrir t.d. líklega af hverju Kínverjar tóku Tíbet, en þá hafa kínv. hersveitir varnarlínu gegn hugsanlegri innrás frá Suðri læsta gagnvart hæsta fjallgarði heims.
Áhugavert er að Ísraelar hafa umborið það að Hamas hreyfingin stjórni svokölluðu Gaza svæði á landamærum við Egyptaland - - en ef þið horfið á kortið sjáið þið að það svæði er "láglent" - því sennilega ekki eins hernaðarlega mikilvægt fyrir Ísrael út frá öryggissjónarmiði að stjórna því svæði.
- Síðan Ariel Sharon var við völd á 10. áratugnum, hef ég verið þeirrar skoðunar að, tveggja ríkja hugmyndin væri dauð!
- Ég held að það sé alls enginn vafi á að það sé enginn möguleiki á tveggja ríkja lausn. Virkilega ekki nokkur möguleiki.
Hvað á þá að gera í staðinn?
Ég skrifaði um þetta 2012, og ég sé enga ástæðu til að endurtaka það allt, enda standa öll þau rök sem ég kom þá fram með - enn: Er friður í Ísrael mögulegur?
Í stuttu máli tel ég einungis eina leið tæknilega mögulega, þ.e. eitt sameiginlegt ríki.
Ég bendi einnig á áhugavert viðtal við Sari Nusseibeh, sem ég vitnaði þá í:
'The Pursuit of a Two-State Solution Is a Fantasy'
Ég er algerlega sammála honum.
Er á því að tilgangslaust sé að berja hausnum frekar við steininn.
Niðurstaða
Ég tel að tími sé til kominn að menn afskrifi formlega 2-ja ríkja lausnina. Enda sé algerlega öruggt að Ísrael gefur aldrei nokkru sinni upp það land sem Palestínumenn telja sig eiga. Á sama tíma virðist ekki vilji til staðar í svokölluðu heimssamfélagi, til að beita þannig þrýstingi að nokkrar líkur væru á því að unnt væri að þvinga slíka lausn fram.
Það gæti meira að segja verið að það væri snjallt af Palestínumönnum að leggja formlega af "heimastjórnina" þannig neyða yfirvöld í Ísrael til að formlega taka yfir alla stjórn mála á svæðum Palestínumanna - þar með allan kostnað.
Eftir það mundi baráttan snúast upp í beina réttindabaráttu, væntanlega leitast við að læra af átökum svartra við hvíta sem á endanum leiddi til sigurs í S-Afríku.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 13:36 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Einar, ég er nú sammála þér um að sameiginlegt ríki væri besta lausnin. En ég er ekki alveg sammála þér um hernaðarlegt gildi hálendis í þessu samhengi.
Fyrir það fyrsta þá þarf stórskotalið ekki sjónlínu og þó það gefi lengra færi að staðsetja sig hátt þá er Ísrael svo lítið land (eins og þú bendir á) að það skiftir eiginlega engu máli. Í stríðinu 1948 skipti hálendi verulegu máli og ísraelar náðu undir sig allar hæðir þaðan sem hægt var að skjóta með skammdrægum fallbyssum (t.d. skriðdrekar, "field"-byssur).
Nú veit ég ekki hvort þú hefur komið til Ísrael, en ég ferðaðist um á Vesturbakkanum í febrúar, fór t.d. til Hebron og Nablus. Þetta er mjög erfitt svæði hernaðarlega og erfitt að sjá að um hálendi sé að ræða, fyrst og fremst djúpir dalir milli afrúnnaðra hæðardraga. Þarna var líka mesta þéttbýli 1948 og Ísraelsmenn lögðu ekki í að hernema svæðið þó vilji hafi verið til.
En hálendið skiptir verulega miklu máli í trúar/þjóðernislegu samhengi. Norðurhluti svæðiðisins (sem Ísraelar kalla Samaríu) er hið eiginlega Ísrael, norðurríkið, í Biblíunni. Suðurhluti hálendisins er síðan suðurríkið Júdea. Hið eiginlega "heimaland" gyðinga, samkvæmt Biblíunni, er sem sagt hálendi Vesturbakkans - ekki láglendið meðfram ströndinni, ekki Jezreel eða Galílea.
Það er mjög ríkur vilji til þess, innan Ísraelska stjórnkerfisins, og meðal margra strangtrúaðra gyðinga, að leggja Vesturbakkan beint undir Ísrael. Einmitt í þeim tilgangi eru reistar landnemabyggðir um allan Vesturbakkan.
Ísrael er í talsverðum vanda verði ekki fundin lausn á deilumálum. Gyðingum fækkar í Ísrael hlutfallslega frá ári til árs (eru núna um 75% ísraelsmanna). Þessi breyting á sér stað meðal annars vegna þess að tilflutningur gyðinga er með öllu hættur, og ungt og menntað fólk búsetur sig erlendis í síauknum mæli. Ef Vesturbakkinn og Gaza er talinn með þá eru gyðingar í tæpum meirihluta, en það eru víst ekki nema tíu ár eða minna þar til gyðingar verða í minnihluta á Ísrael + Gaza + Vesturbakkinn. Ein afleiðing þessara fólksfjöldabreytinga er a Ísraelsher berst við að fullmanna sveitir sínar, en það er skýringing á bak við kröfuna um að strangtrúaðir gyðingar sinni herskyldu.
Stuðningur við Ísrael í Bandaríkjunum virðist á undanhaldi. Ungar kynslóðir gyðinga í USA eru ekki alveg eins ginkeyptar fyrir skilyrðislausum stuðningi við Ísraelsstjórn og AIPAC, lobbýstasamtök gyðinga til stuðnings Ísrael, hefur misst verulega ítök í Bandarískum stjórnmálum eins og kom vel fram í heimsókn Netanyahus til USA á þessu ári.
Loks er það fjármálin. Nýlendubyggðir og öryggisgæslan í kringum þær kostar óhemjufé, svo maður tali ekki um aðskilnaðarmúrinn en kostnaður við hann hleypur á milljörðum bandaríkjadala. Innan Ísrael er mikil óánægja með niðurskurð til velferðarmála og efnahagslega stendur landið höllum fæti. Svo virðist sem ríkisstjórn Ísraels hafi tekist að fela það fyrir almenningi hver hinn raunverulegi kostnaður við landnemabyggðirnar er, en það er í raun lítill minnihluti Ísraelskra gyðinga sem vill standa í þessu landnemastússi - líka meðal landnemanna sjálfra! Mikill meirihluti landnema býr í landnemabyggðum af fjárhagslegum orsökum: Íbúðirnar eru mjög ódýrar og allur tilkostnaður er niðurgreiddur af ríkinu. Sérstakir vegir hafa verið lagðir þ.a. íbúar landnemaþorpsins við Hebron geta keyrt til Jerúasalem á hálftíma og stundað vinnu þar.
Nýlegt viðtal við unga þingkonu, Stav Shaffir, sýnir svo ekki verður um villst að það er fjárhagshliðin á núverandi ástandi sem mun hreyfa við Ísraelsmönnum -
Palestínumenn fundu upp á þeirri aðferð, fyrir um áratug, að þrýsta á fyrirtæki og ríkisstjórnir um allan heim að hætta viðskiptum við fyrirtæki sem starfa á herteknu svæðunum (þ.e. utan 1967 vopnalínunnar). Þessi hreyfing, BDS (Boycott, Divestment and Sanctions), er farin að skila árangri, núna nýlega t.d. með því að danskir bankar hættu viðskiptum við ísraelska banka sem gátu ekki sýnt fram á að þeir höfðu ekkert með herteknu svæðin að gera. Sódastrím lætin eru annað dæmi. Ísraelsmenn eru afar stressaðir yfir BDS hreyfingunni og það varð allt vitlaust þegar Kerry benti þeim, réttilega, á að ef þeir ná ekki friðarsamkomulagi innan skamms tíðar, muni efnahagsleg áhrif verða alvarleg.
Satt best að segja virðist stefna í að Ísrael falli um sjálft sig: Ungt fólk flýr land, fjárhagurinn er í molum, stuðningur á Vesturlöndum í frjálsu falli og jafnvel Bandaríkjamenn eru farnir að draga í land.
Vil að lokum benda þér á þessa grein eftir rithöfundinn Ghada Karmi, ég er algjörlega sammála því sem hún segir.
Brynjólfur Þorvarðsson, 6.4.2014 kl. 07:42
"Fyrir það fyrsta þá þarf stórskotalið ekki sjónlínu og þó það gefi lengra færi að staðsetja sig hátt þá er Ísrael svo lítið land (eins og þú bendir á) að það skiftir eiginlega engu máli."
Þ.e. reyndar rétt, en fyrir varnarsveitir sem væru að verjast innrás sem ætlar beint yfir Jórdandalinn, þá held ég að enn þann dag í dag, þá gefi hálendi þér betri stöðu en það að koma þér fyrir á sléttu láglendi.
"Þetta er mjög erfitt svæði hernaðarlega....fyrst og fremst djúpir dalir milli afrúnnaðra hæðardraga."
Þ.e. einmitt stór kostur frá sjónarhóli varna. Því erfiðar yfirferðar því betra er landslag fyrir varnarlið. Ef svæðið er skorið í sundur eins og þú lýstir, getur varnarlið hopað frá einni hæð til annarrar - þá verður gilskorningurinn á milli að nýrri dauðagildru fyrir þá sem ætla að sækja að.
"En hálendið skiptir verulega miklu máli í trúar/þjóðernislegu samhengi."
Þ.e. rétt, en ég stórfellt efa hafðu í huga að trúarofstækismennirnir hafi þann stuðning innan Ísraels sem til þarf, ef svæðið væri ekki eins og ég benti á, nytsamt fyrir Ísrael frá öryggissjónarmiði.
Án stuðnings hersins og öryggissveita, hefðu sjónarmið trúarofstækismannanna sennilega ekki náð fram. Enda eins og þú lýsir, ber Ísrael mikinn kostnað af þessu öllu saman.
Ég er nærri því 100% viss, að ef einu sjónarmiðin væru trúarlegs, væri Ísrael búið að semja um skiptinu landisns. Gersamlega burtséð frá sjónarmiðum trúarhópanna.
Það sé mikilvægi svæðisins út frá vörnum og öryggissjónarmiðum er ráði úrslitum.
"Palestínumenn fundu upp á þeirri aðferð, fyrir um áratug, að þrýsta á fyrirtæki og ríkisstjórnir um allan heim að hætta viðskiptum við fyrirtæki sem starfa á herteknu svæðunum...."
Þ.e. snjöll aðferð.
Það verður áhugavert að sjá hvað gerist þegar Palestínumenn ganga formlega inn í sáttmálann, sem skilgreinir "Aljóða-glæpadómstólinn." En þá munu þeir geta kært einstaka ísraelska embættismenn, herforingja og að auki ráðherra.
- En ég er gersamlega viss að Ísrael mun aldrei gefa Vesturbakkan eftir, en það gæti verið að eftir því sem landið einangrast frekar, landflótti hæfileikafólks ágerist, og öðrum hópum fjölgar frekar á kostnað gyðinga.
- Að þá fari að skapast veruleg hreyfing á kröfuna um eitt ríki.
Kv.Einar Björn Bjarnason, 6.4.2014 kl. 13:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning