Fljótt á litið virðist útkoman vera - ippon. Þ.e. kennarar hafi unnið fullkominn sigur. En ef marka má yfirlýsingar sigurhrósandi talsmanns kennara. Þá er um að ræða afskaplega "hressilegar hækkanir."
Þ.s. ég velti fyrir mér varðandi áhættu ríkisstjórnar er eftirfarandi:
- Ríkisstjórnin þarf að ná fram stöðu þ.s. verðbólgan er sem næst markmiðum Seðlabanka, og ekki síst að hún sé sæmilegs stöðug sæmilega nærri því markmiði.
- Ríkisstjórnin þarf að auki að ná fram markmiðum í því að koma hömlum á vöxt útgjalda ríkisins, vegna þess að það þarf að sína fram á að ríkisstjórnin, geti komið hömlum á vöxt skulda ríkisins.
- Hagvöxtur er mikilvægt atriði, en hin atriðin þurfa að vera með í lestinni.
Háar launahækkanir:
- Geta sannarlega skapað verðbólgu.
- Og þær geta sannarlega ógnað markmiði ríkisstjórnarinnar, varðandi stjórnun útgjalda og því tilraunum til að skapa tiltrú á getu ríkisins, við það að hafa stjórn á uppsöfnun skulda.
- Það þíðir, að háar launahækkanir - - geta grafið undan því höfuðmarkmiði ríkisstjórnarinnar að losa höft fyrir lok kjörtímabilsins.
Spennt og sátt með nýjan kjarasamning
Illugi Gunnarsson - Samningurinn stórt skref í rétta átt
Mér finnst viðtalið við Illuga áhugavert - en hann getur ekki neitað því að um "stórar launahækkanir er að ræða" en segist fagna því að tekist hafi að bæta kjör kennara.
Að auki getur hann ekki neitað því að útgjöld ríkisins aukist, en bendir á móti á markmið um endurskipulagningu skólastarfsins sem hafi að hans mati náðst.
Fram kemur í máli Guðríður Arnardóttur formanns félags Framhaldsskólakennara:
"Vinnufyrirkomulag kennara mun breytast, og það metið með allt öðrum hætti - í stað fastra tíma á bakvið hvern áfanga þurfi að meta hvern áfanga fyrir sig, t.a.m eftir fjölda nemenda og umfangi áfangans."
Í máli Gunnars Björnssonar samningamanns ríkisins kemur fram:
"Samningurinn nær til októbermánaðar 2016 og felur í sér sex prósent launahækkun." - "Aðrar hækkanir eru háðar nýju vinnumati, en þær geta gert það að verkum að hækkunin nemi samtals 29 prósentum yfir samningstímann..."
-------------------------------------
Bendi á að ríkisstjórnin gerði einungis skammtímasamning við ASÍ til eins árs.
Það verði í kjölfarið ákaflega forvitnilega að fylgjast með því, hvaða áhrif kjarasamningar við kennara munu hafa á kröfugerð almennt á vinnumarkaði.
Ég skal ekki neita því að kennarar eiga skilið hærri laun, að kennarastarfið er ákaflega mikilvægt. Að samfélagið líklega "græði á því" að launa kennarastarfið vel.
En það þarf líka að ná tilteknum "skemmri tíma" markmiðum um losun hafta, þá þarf eins og ég benti á að ofan, verðbólga að vera lág og ríkið búið með aðgerðum sínum í eigin rekstrarmálum að skapa það hámarks traust sem það framast getur náð fram.
Eru þau markmið samræmanleg? Eða þarf annað að láta undan?
Það verður því ákaflega áhugavert að fylgjast með næstu mánuðum, en það eru flr. kjarasamningar útistandandi. Síðan næsta hausti, en þá ættu samningar milli ASÍ og SA að hefjast að nýju.
Niðurstaða
Ef það hefst "stéttastríð" hér þ.s. hópar launamanna hver á eftir öðrum koma fram, og heimta tveggja stafa prósentu launahækkanir, þá gæti markmið ríkisstjórnarinnar um losun hafta fyrir lok kjörtímabils komist í mikla hættu. En þá gæti verðbólga farið í tveggja stafa tölu. Og útgjöld ríkis gætu farið illilega úr böndum.
Í ljósi þess hve mikilvægt þ.e. fyrir stjórnarflokkana að ná fram markmiðinu um haftalosun, hélt ég að ríkisstjórnin mundi vera til muna harðari á því markmiði sem var áður yfir líst. Að launahækkanir væru einungis upp á 2%.
En nú virðist búið að fleygja því markmiði út um gluggann? Hefur þá markmiðinu um haftalosun einnig verið fleygt?
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ríki, sem ekki virðir siðmenntaðan alþýðu-kaupmátt verkafólks innan ríkisins, og velferð heildarsamfélagsins, er einskis vert ríki, í samfélagi siðmenntaðra ríkja!
Frekar einfalt og skiljanlegt á 21. öldinni, árið 2014.
Flokksmafíu-kúgarar geta ekki breytt staðreyndum í raunheimum. Ekki einu sinni þó reynt sé að kúga varnarlausa einstaklinga til óhæfuverka, til stuðnings ábyrgðarlausra og siðblindra bankaræningja-ofurlauna-stjóra!
Lögmanna-mafían ver bara banka/lífeyrisjóða-mafíuna, sem er brot á mannréttindum siðmenntaðra réttarríkja!
Háskóli Íslands veitir þessum lögmanna-valdamönnum valdagráðurnar og stjórnsýslu-spillingar-brautargengi, beint til tortímingar almennings. Dómstólar eru bara stimpilpúðar heimsveldismafíunnar bankarænandi!
Lögmanna-samtryggingar-mafían er hvorki alvalds-almáttug né ábyrgðarlaus á jörðinni.
Tímabært að við skiljum staðreyndir.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 5.4.2014 kl. 01:51
Ánna, þ.e. ekki hægt að hafa hærri lífskjör á Íslandi en raunverulega er til peningur fyrir, algerlega burtséð frá því um hve mörg prósent laun eru almennt hækkuð. Ef peningurinn er ekki raunverulega til annað af tvennu lækkar gengið þangað til að dæmið gengur upp, eða að aftur eins og fyrir 1959 er skellt á innflutningshöftum. Launafólki hefur aldrei tekist að hækka kjör sín um tug prósenta eða meir yfir línuna hérlendis, nema það hafi gerst um svipað leiti að þjóðartekjur væru að hækka á móti ca. það mikið. Ef þjóðartekjur eru ekki að hækka eða þær hafa ekki hækkað, þannig skapast verulegt svigrúm er leyfir hækkanir. Þá skiptir engu máli um hve mörg prósent er hækkað - verðbólgan hækkar bara á móti. Eða þ.e. skellt á innflutningshöftum.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 5.4.2014 kl. 09:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning