1.4.2014 | 00:39
Þó að verðbólga mælist einungis 0,5% á evrusvæði, tekur Seðlabanki Evrópu sennilega enga róttæka ákvörðun
Þó að fljótt á litið virðist sem að lækkun verðbólgu úr 0,7% í 0,5% sé varasöm. En svokölluð kjarnaverðbólga virðist vera lítt breitt þ.e. 0,8%. En þá eru teknir út þættir sem hafa mikla verð-sveiflutíðni.
Þ.s. sennilega er varasamt, er hve lág verðbólga er í landi eins og Þýskalandi, þ.e. einungis 0,9%.
Myndin að neðan sýnir verðbólgu febrúar í ESB ríkjum - ekki nýjustu tölur
Þ.s. ég held að sé "varasamt" er hve lág verðbólgan er í löndum sem ekki eru í efnahagsvanda. Skv. tölum nú, mælist verðbólga í Þýskalandi enn lægri en þarna er sýnd. Eða 0,9%. Á Spáni lækkuðu verð um 0,2%.
Hún er alls staðar - - lægri en 2%. Og í mjög mörgum löndum, lægri en 1%.
Og í meir en helmingi landanna, lægri en 0,5%.
Euro area annual inflation down to 0.5%
Another Worrisome Drop in Euro Zone Inflation
Euro Area Inflation May Decline To New Low Of 0.5%
Þegar verðbólga er þetta lág, þá þarf líklega ekki neitt risa áfall, til þess að toga hana niður fyrir "0" í meðaltali landanna.
Það eru hættur þarna úti:
- US Federal Reserve - - ætlar að hætta prentun á árinu. Það má því búast við frekari flótta fjármagns frá "ný-iðnvæddum" löndum, og frekari gengislækkun gjaldmiðla þeirra landa. Möguleiki á kreppu í einhverjum þeirra landa er til staðar.
- Þ.s. síðan Kína, sem hefur verið að sýna bersýnileg einkenni þess, að þar sé að hægja á hagkerfinu. Og að stjv. séu að sprengja lánabólu - vísvitandi. Þ.e. raunveruleg hætta innan Kína á snöggri kreppu í einkahagkerfinu. Þó sennilegt sé að Kína detti ekki alla leið í samdrátt - - þ.s. stjv. Kína, eru líkleg til að auka framkvæmdir á móti. Þá mundi það samt sem áður leiða til þess, að verulega mundi hægja á hagvexti þar í landi heilt yfir litið.
- Svo má ekki gleyma deilunni við Rússa. En ef menn æsa sig upp í efnahagslegar refsiaðgerðir á Rússland sem bíta, geta þær einnig bitið á móti á Evrópu.
Þ.e. ekki síst út af þeim hættum -- sem hik "ECB" mánuð eftir mánuð, getur reynst áhættusamt.
En vísbendingar eru uppi um að "últra-lágverðbólgu ástand," sé a.m.k. að festa sig í sessi. Miðað við það hve lélegur framtíðar hagvöxtur verður sennilega í Evrópu - - gæti það verið staðan til framtíðar. Að verðbólga verði á bilinu 0-1%.
En þegar hún er það lág, verður það viðvarandi áhætta, að efnahagsáfall - - framkalli allt í einu verðhjöðnun.
Eins og Japan sýnir - - þá þegar væntingar um verðhjöðnun hafa fests í sessi. Er greinilega erfitt að snúa því ástandi við. Þrátt fyrir mikla peningaprentun í rúmt ár - - er verðbólga í Japan enn að mælast vel undir 2%.
Ef Evrópu tekst ekki að komast upp úr þeirri efnahaglegu nær kyrrstöðu, sem stefnir í - - þá mun líklega mikið atvinnuleysi einnig vera til frambúðar.
Niðurstaða
Þrátt fyrir að staðan á evrusvæði sýni að ástand mjög lágrar verðbólgu virðist ætla að festast í sessi. Sem er ekki beint í takt við peningamarkmið Seðlabanka Evrópu, að verðbólga eigi að vera sem næst 2%. Virðist ekki sérlega líklegt að "ECB" taki róttæka ákvörðun í peningamálum að sinni.
En líklega þarf verðbólga að lækka meir, niður undir "0" til þess að hreyfing komi á mál. Enda með vexti í 0,25%. Er talið þurfa fremur róttæka ákvörðun - ef á að skapa breytingu sem um munar. Tja, eins og peningaprentun.
Líklega sé það einmitt vegna þess, ef á að taka á málum, þarf það að vera róttækt - - að bankaráð "ECB" hikar mánuð eftir mánuð eftir mánuð.
Á meðan virðist mjög lág verðbólga stöðugt vera að festa sig betur í sessi. Þar með einnig sú hætta að magnast, að evrusvæði geti lent í verðhjöðnun.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 11:52 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég verð nú að segja að skoðanir þínar bygjjast á vankunnáttu. Þú ættir að trúa minna á orðagjálfur, og reyna að sjá það sem er að gerast í kringum þig í staðinn.
1. TIl dæmis Svíþjóð, verðbólga er miklu meiri en 0.1%. Hlutir sem eru nauðsynlegir fyrir samgöngur hafa hækkað í verði, svo um munar. En hluti verðbólgunar er "falinn", vegna þess að einstakar verzlanir geta ekki hækkað verð til almennings, þar sem almenningur hefur ekki efni á að borga hærra verð. Þetta þýðir það, að verzlanakeðjur hafa farið á hausinn í tugatali, í bókstaflegri merkingu.
2. Kína, þar eru ekki neinar sveiflur í gangi. Hagvöxtur í Kína, er meiri en áður ... en Kínverjar hafa ekki enn tekið upp "gerfi" bókfærslu, eins og hún gerist hér á vesturlöndum. Þess vegna hverfur hagvöxtur, vegna aukinna umsvifa innanlands. Þ.e.a.s. verð eykst, launakostnaður eykst, o.s.frv.
Hér á vesturlöndum, hefur maður gefið upp rangar vaxtatölur sem byggjast á verðbólgu en ekki raunverulegs hagvaxtar.
Bandaríkin eru á Hausnum, í bókstaflegri merkingu ... allar umræður þaðan, eru þess efnis að reyna að minka traust fólks á öðrum efnahagskerfum. Og beina athyglinni frá hins raunverulega vandamáls, sem er til staðar.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 1.4.2014 kl. 10:42
"En hluti verðbólgunar er "falinn", vegna þess að einstakar verzlanir geta ekki hækkað verð til almennings, þar sem almenningur hefur ekki efni á að borga hærra verð."
En þetta er einmitt meginástæða verðhjöðnunar hættunnar í Evrópu, að lækkandi lífskjör almennings eru að pína fyrirtæki til að lækka verð, og þ.s. þau þurfa þá að lækka kostnað á móti til að forðast gjaldþrot, pína þau laun enn frekar niður, sem aftur kallar á frekari verðlækkanir er kaupmáttur almennings lækkar frekar.
Þetta er dæmi um verðhjöðnunarhring sem erfitt er að stöðva þegar sá er af stað farinn.
"Bandaríkin eru á Hausnum, í bókstaflegri merkingu..."
Ha, ha - nei. Allt í þeirra eigin peningum. US FED getur prentað eins mikið af þeim og þarf, ef það þarf og mun gera það. Þetta getur ekki klikkað meðan að dollarinn er ca. 80% af heimsviðskiptum. Fátt sem bendir til þess að það hlutfall lækki að ráði í bráð.
"Kínverjar hafa ekki enn tekið upp "gerfi" bókfærslu, eins og hún gerist hér á vesturlöndum. Þess vegna hverfur hagvöxtur, vegna aukinna umsvifa innanlands. Þ.e.a.s. verð eykst, launakostnaður eykst, o.s.frv."
Þ.e. einmitt stór hl. ástæðu þess af hverju einkahagkerfið í Kína stefnir í kreppu. Aukinn launakostnaður er að minnka hagnað, á sama tíma og eftirspurn um heim hefur ekki verið að aukast eins hratt sl. misseri. Og áður var reiknað með.
Það þíðir að fyrirtæki sem hafa verið að veðja á hraðan vöxt, spennt bogann hátt, tekið há lán - - geta lent í vandræðum með þau lán. Og orðið gjaldþrota þó hagvöxtur nemi ekki alfarið staðar.
Hafandi í huga að skuldir einkahagkerfisins í Kína hafa a.m.k. 2-faldast sl. 5 ár, kínv. hagkerfið skuldar í kringum 220% af þjóðarframleiðslu, megnið skuldir fyrirtækja.
Það bendir til þess að til staðar sé klassísk lánabóla innan einkahagkerfisins, af því tagi sem heimurinn hefur svo oft áður séð - - hin klassíska lækning á slíku, er kreppa - sem stendur kannski í 2-3 ár.
Þ.s. kínv. ríkið er ekki gjaldþrota - ekki bankarnir sem kínv.ríkið á og rekur, þá mun þetta sennilega vera alfarið í stíl skammtíma kreppuatburða. Sem hagkerfi í örum vexti. Hafa hingað til alltaf orðið fyrir einhverntíma á sinni vegferð upp velferðarstigann.
Hagvöxtur í Kína ætti að hægja verulega á sér í 2-3 ár, síðan aftur ná dampi. Kínv.ríkið líklega á meðan heldur hagkerfinu uppi með miklum framkvæmdum víða um land, sérstaklega sennilega í V-héröðunum. Þ.s. enn vantar mjög margt að framkvæma.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 1.4.2014 kl. 11:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning