1.4.2014 | 00:39
Þó að verðbólga mælist einungis 0,5% á evrusvæði, tekur Seðlabanki Evrópu sennilega enga róttæka ákvörðun
Þó að fljótt á litið virðist sem að lækkun verðbólgu úr 0,7% í 0,5% sé varasöm. En svokölluð kjarnaverðbólga virðist vera lítt breitt þ.e. 0,8%. En þá eru teknir út þættir sem hafa mikla verð-sveiflutíðni.
Þ.s. sennilega er varasamt, er hve lág verðbólga er í landi eins og Þýskalandi, þ.e. einungis 0,9%.
Myndin að neðan sýnir verðbólgu febrúar í ESB ríkjum - ekki nýjustu tölur
Þ.s. ég held að sé "varasamt" er hve lág verðbólgan er í löndum sem ekki eru í efnahagsvanda. Skv. tölum nú, mælist verðbólga í Þýskalandi enn lægri en þarna er sýnd. Eða 0,9%. Á Spáni lækkuðu verð um 0,2%.
Hún er alls staðar - - lægri en 2%. Og í mjög mörgum löndum, lægri en 1%.
Og í meir en helmingi landanna, lægri en 0,5%.
Euro area annual inflation down to 0.5%
Another Worrisome Drop in Euro Zone Inflation
Euro Area Inflation May Decline To New Low Of 0.5%
Þegar verðbólga er þetta lág, þá þarf líklega ekki neitt risa áfall, til þess að toga hana niður fyrir "0" í meðaltali landanna.
Það eru hættur þarna úti:
- US Federal Reserve - - ætlar að hætta prentun á árinu. Það má því búast við frekari flótta fjármagns frá "ný-iðnvæddum" löndum, og frekari gengislækkun gjaldmiðla þeirra landa. Möguleiki á kreppu í einhverjum þeirra landa er til staðar.
- Þ.s. síðan Kína, sem hefur verið að sýna bersýnileg einkenni þess, að þar sé að hægja á hagkerfinu. Og að stjv. séu að sprengja lánabólu - vísvitandi. Þ.e. raunveruleg hætta innan Kína á snöggri kreppu í einkahagkerfinu. Þó sennilegt sé að Kína detti ekki alla leið í samdrátt - - þ.s. stjv. Kína, eru líkleg til að auka framkvæmdir á móti. Þá mundi það samt sem áður leiða til þess, að verulega mundi hægja á hagvexti þar í landi heilt yfir litið.
- Svo má ekki gleyma deilunni við Rússa. En ef menn æsa sig upp í efnahagslegar refsiaðgerðir á Rússland sem bíta, geta þær einnig bitið á móti á Evrópu.
Þ.e. ekki síst út af þeim hættum -- sem hik "ECB" mánuð eftir mánuð, getur reynst áhættusamt.
En vísbendingar eru uppi um að "últra-lágverðbólgu ástand," sé a.m.k. að festa sig í sessi. Miðað við það hve lélegur framtíðar hagvöxtur verður sennilega í Evrópu - - gæti það verið staðan til framtíðar. Að verðbólga verði á bilinu 0-1%.
En þegar hún er það lág, verður það viðvarandi áhætta, að efnahagsáfall - - framkalli allt í einu verðhjöðnun.
Eins og Japan sýnir - - þá þegar væntingar um verðhjöðnun hafa fests í sessi. Er greinilega erfitt að snúa því ástandi við. Þrátt fyrir mikla peningaprentun í rúmt ár - - er verðbólga í Japan enn að mælast vel undir 2%.
Ef Evrópu tekst ekki að komast upp úr þeirri efnahaglegu nær kyrrstöðu, sem stefnir í - - þá mun líklega mikið atvinnuleysi einnig vera til frambúðar.
Niðurstaða
Þrátt fyrir að staðan á evrusvæði sýni að ástand mjög lágrar verðbólgu virðist ætla að festast í sessi. Sem er ekki beint í takt við peningamarkmið Seðlabanka Evrópu, að verðbólga eigi að vera sem næst 2%. Virðist ekki sérlega líklegt að "ECB" taki róttæka ákvörðun í peningamálum að sinni.
En líklega þarf verðbólga að lækka meir, niður undir "0" til þess að hreyfing komi á mál. Enda með vexti í 0,25%. Er talið þurfa fremur róttæka ákvörðun - ef á að skapa breytingu sem um munar. Tja, eins og peningaprentun.
Líklega sé það einmitt vegna þess, ef á að taka á málum, þarf það að vera róttækt - - að bankaráð "ECB" hikar mánuð eftir mánuð eftir mánuð.
Á meðan virðist mjög lág verðbólga stöðugt vera að festa sig betur í sessi. Þar með einnig sú hætta að magnast, að evrusvæði geti lent í verðhjöðnun.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 11:52 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur aðstreymi ...
- Úkraína og Donald Trump, virðast nærri samkomulagi um hernaða...
- Vekur undrun varðandi ákvörðun Trumps forseta um viðskiptastr...
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
Nýjustu athugasemdir
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur...: Þó ég muni ekki fyrir hvað Obama fékk friðarverðlaun Nóbels Þá ... 18.2.2025
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur...: Huh? Nei, flóttamannastraumurinn er hluti af Cloward-Piven plan... 17.2.2025
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur...: Grímur Kjartansson , - það hefur verið sannað að HAMAS hirti dr... 17.2.2025
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur...: USAID gat á engan hátt gert grein fyrir hvert allir þessir fjár... 17.2.2025
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
kallisnae
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.2.): 7
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 569
- Frá upphafi: 860911
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 511
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég verð nú að segja að skoðanir þínar bygjjast á vankunnáttu. Þú ættir að trúa minna á orðagjálfur, og reyna að sjá það sem er að gerast í kringum þig í staðinn.
1. TIl dæmis Svíþjóð, verðbólga er miklu meiri en 0.1%. Hlutir sem eru nauðsynlegir fyrir samgöngur hafa hækkað í verði, svo um munar. En hluti verðbólgunar er "falinn", vegna þess að einstakar verzlanir geta ekki hækkað verð til almennings, þar sem almenningur hefur ekki efni á að borga hærra verð. Þetta þýðir það, að verzlanakeðjur hafa farið á hausinn í tugatali, í bókstaflegri merkingu.
2. Kína, þar eru ekki neinar sveiflur í gangi. Hagvöxtur í Kína, er meiri en áður ... en Kínverjar hafa ekki enn tekið upp "gerfi" bókfærslu, eins og hún gerist hér á vesturlöndum. Þess vegna hverfur hagvöxtur, vegna aukinna umsvifa innanlands. Þ.e.a.s. verð eykst, launakostnaður eykst, o.s.frv.
Hér á vesturlöndum, hefur maður gefið upp rangar vaxtatölur sem byggjast á verðbólgu en ekki raunverulegs hagvaxtar.
Bandaríkin eru á Hausnum, í bókstaflegri merkingu ... allar umræður þaðan, eru þess efnis að reyna að minka traust fólks á öðrum efnahagskerfum. Og beina athyglinni frá hins raunverulega vandamáls, sem er til staðar.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 1.4.2014 kl. 10:42
"En hluti verðbólgunar er "falinn", vegna þess að einstakar verzlanir geta ekki hækkað verð til almennings, þar sem almenningur hefur ekki efni á að borga hærra verð."
En þetta er einmitt meginástæða verðhjöðnunar hættunnar í Evrópu, að lækkandi lífskjör almennings eru að pína fyrirtæki til að lækka verð, og þ.s. þau þurfa þá að lækka kostnað á móti til að forðast gjaldþrot, pína þau laun enn frekar niður, sem aftur kallar á frekari verðlækkanir er kaupmáttur almennings lækkar frekar.
Þetta er dæmi um verðhjöðnunarhring sem erfitt er að stöðva þegar sá er af stað farinn.
"Bandaríkin eru á Hausnum, í bókstaflegri merkingu..."
Ha, ha - nei. Allt í þeirra eigin peningum. US FED getur prentað eins mikið af þeim og þarf, ef það þarf og mun gera það. Þetta getur ekki klikkað meðan að dollarinn er ca. 80% af heimsviðskiptum. Fátt sem bendir til þess að það hlutfall lækki að ráði í bráð.
"Kínverjar hafa ekki enn tekið upp "gerfi" bókfærslu, eins og hún gerist hér á vesturlöndum. Þess vegna hverfur hagvöxtur, vegna aukinna umsvifa innanlands. Þ.e.a.s. verð eykst, launakostnaður eykst, o.s.frv."
Þ.e. einmitt stór hl. ástæðu þess af hverju einkahagkerfið í Kína stefnir í kreppu. Aukinn launakostnaður er að minnka hagnað, á sama tíma og eftirspurn um heim hefur ekki verið að aukast eins hratt sl. misseri. Og áður var reiknað með.
Það þíðir að fyrirtæki sem hafa verið að veðja á hraðan vöxt, spennt bogann hátt, tekið há lán - - geta lent í vandræðum með þau lán. Og orðið gjaldþrota þó hagvöxtur nemi ekki alfarið staðar.
Hafandi í huga að skuldir einkahagkerfisins í Kína hafa a.m.k. 2-faldast sl. 5 ár, kínv. hagkerfið skuldar í kringum 220% af þjóðarframleiðslu, megnið skuldir fyrirtækja.
Það bendir til þess að til staðar sé klassísk lánabóla innan einkahagkerfisins, af því tagi sem heimurinn hefur svo oft áður séð - - hin klassíska lækning á slíku, er kreppa - sem stendur kannski í 2-3 ár.
Þ.s. kínv. ríkið er ekki gjaldþrota - ekki bankarnir sem kínv.ríkið á og rekur, þá mun þetta sennilega vera alfarið í stíl skammtíma kreppuatburða. Sem hagkerfi í örum vexti. Hafa hingað til alltaf orðið fyrir einhverntíma á sinni vegferð upp velferðarstigann.
Hagvöxtur í Kína ætti að hægja verulega á sér í 2-3 ár, síðan aftur ná dampi. Kínv.ríkið líklega á meðan heldur hagkerfinu uppi með miklum framkvæmdum víða um land, sérstaklega sennilega í V-héröðunum. Þ.s. enn vantar mjög margt að framkvæma.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 1.4.2014 kl. 11:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning