Fríverslunarsamningur við Kína gæti orðið næsti fríverslunarsamningur Evrópuríkja, í kjölfar á fríverslunarsamningi við Bandaríkin. Ef forseti Kína, Xi Jinping fær einhverju um ráðið.
En í Evrópuför sinni virðast viðskipti hafa verið megin umræðuefnið, burtséð frá því hvaða ríki hann heimsótti, og einnig þegar hann átti fund í höfuðstöðvum Framkvæmdastjórnarinnar í Brussel.
Skv. því sem kemur fram í fréttaumfjöllun, er Evrópa mikilvægasta viðskiptasvæði Kína. Á sama tíma er Kína 2-mikilvægasta viðskiptaland Evrópu - á eftir Bandaríkjunum.
Þetta setur kjánalega neikvæða umræðu hérlendis - þ.s. leitast er við að varpa upp neikvæðri sýn á áhuga Íslands á auknum viðskiptum við Kína; í áhugavert samhengi.
En flest það fólk sem er háværast í gagnrýni á þennan áhuga ísl. stjv., virðist áhugasamt um aðild Íslands að ESB. Miðað hvernig umræðan hljómar, virðist nánast að þetta ágæta fólk hafi ekki nokkra hugmynd um gríðarlegt umfang viðskipta Evrópu og Kína. Né að það átti sig á því að milli Evrópu og Kína sé til staðar gagnkvæmur áhugi á að efla þau viðskipti -- enn frekar.
France strives to improve its trade position with China
Xi Wraps up German Visit with Economic Highlights
Xi Jinping brings panda diplomacy to Brussels
China's Xi receives royal welcome in Belgium before EU talks
France and China should take the lead in forging Sino-EU relations, says Xi Jinping during tour
Myndin sýnir þegar Filippus konungur Belgíu sæmir Xi Jinping heiðursriddaranafnbót. Þetta er dæmi um þann fáránleika sem gjarnan einkennir slíkar heimsóknir.
"In the palace's Empire Room, the king bestowed the Order of Leopold on Xi..."
Ekki þekki ég akkúrat hver er hefðin að baki Leopold orðunni, en skv. "Wikipedia" þá er erfitt að sjá að forseti Kína sé réttmætur orðuhafi sbr: Order of Leopold
- It is the highest order of Belgium and is named in honour of King Leopold I.
- "The decoration was established on 11 July 1832 and is awarded for extreme bravery in combat or for meritorious service of immense benefit to the Belgian nation.
- The Order of Leopold is awarded by Royal Decree."
Það næsta sem Ísland á skv. þessu, er Fálkaorðan. Ég man þess ekki dæmi, að þekkist að "Fálkaorðan" sé notuð í augljósum pólitískum tilgangi - - til að koma sér í mjúkinn hjá valdamiklum erlendum þjóðarleiðtogum.
- En þetta sýnir kannski - - hve örvæntingarfull a.m.k. sum Evrópuríki eru, í sókn þeirra eftir erlendum fjárfestingum.
Eitthvað hefði verið sagt hér á landi, ef Davíð og Dóri, hefðu fengið Vigdísi til að veita þáverandi forseta Kína, Fálkaorðuna - - fyrir að láta svo lítið að sjá sig á Íslandi.
Nægilega var það gagnrýnt á sínum tíma, þegar aðgengi mótmælenda að heimsókn kínverska forsetans, var takmörkuð - töluvert.
Ísland er ásakað fyrir að sleikja upp Kínverja - - hvað þá með Belgíu?
------------------------------------
Það er ekki bara Belgía, þ.s. mjúkum höndum var farið með forseta Kína, í Frakklandi þ.s. er við völd vinstri stjórn franskra krata. Þar var eftirfarandi ákveðið - "In its bid to catch up, France has noticeably dialled down the volume of its concerns about human rights in China and other diplomatic issues."
- "A collection of commercial deals, including for Airbus aircraft and Areva, the nuclear group, are set to be signed on Wednesday when President Xi visits Mr Hollande at the Elysée Palace."
- "Agreements will be signed to open Chinese markets to charcuterie ham, sausages and other delicacies and in areas from milk production to care of the elderly."
Það er algerlega ljóst - - hver var fókus heimsóknarinnar.
Franskir embættismenn virtust fara mikinn í því að sleikja upp forseta Kína "French officials have made much of what they insist is a relationship like no other country with China..."
Ef mátti marka franska embættismenn, er Frakkland vinur Kína í heiminum Nr. 1.
------------------------------------
Áhugaverð voru viðbrögð Merkelar - - en hún hafnaði beiðni Xi Jinping um sameiginlega heimsókn á þekkta minningarstaði um "helför gyðinga" og önnur voðaverk nasista í Seinni Styrjöld.
Talið er að þýsk stjv. hafi óttast, að forseti Kína mundi nota tækifærið til að gagnrýna Japan, sem einnig er mikilvægt viðskiptaland Þýskalands. Að Merkel hafi óttast að styggja Japan.
Þetta sýnir samt sem áður hvort landið er mikilvægara Frakkland eða Þýskaland - - í Frakklandi virtist að menn gengu mjög langt til að komast til móts við sérhverja ósk gestanna. Það sama í öðrum Evr.löndum, t.d. Bretlandi. Og þið sjáið fyrir ofan hvað Belgar gerðu.
Forseti Kína hélt áhugaverða ræðu í Þýskalandi sbr:
- "Economic and trade ties are the cornerstones and propellers of China-Germany relations. Multiple cooperation documents have been inked between Chinese and German authorities, which are a major positive signal to the enterprises of both countries. These deals will further promote economic cooperation, trade exchanges and mutual investment, and play an exemplary role in furthering economic and trade ties between China and Europe."
- "During his visit to Duisburg, the world's biggest inland harbor, Xi Jinping called on China and Germany to work together to build a modern-day Silk Road economic belt. The Silk Road refers to an ancient trade route connecting China and central Asia and Europe."
- The two countries are now linked by the Chongqing-Xinjiang-Europe international railway with Duisburg acting as its European terminus. The Chinese president witnessed the arrival of a cargo train at the railway station in Duisburg from the southwestern Chinese city of Chongqing.
Niðurstaða
Það er bersýnilega í gangi mjög hraður vöxtur gagnkvæmra viðskipta Kína og Evrópu. Áhugi Kína á fríverslun við Evrópu - er áhugaverður. Kannski kemur slíkur samningur í framtíðinni milli ESB og Kína.
En David Cameron sagði t.d. þegar Xi Jinping heimsókti hann, að Bretland styddi fríverslun milli Evrópu og Kína.
Ísland var því kannski einungis nokkrum árum á undan Evrópu með það að klára samning um fríverslun við Kína.
Miðað við augljósan áhuga Evrópuríkja á auknum viðskiptum við Kína, og ekki síst á auknum fjárfestingum kínv. fyrirtækja í Evrópu - - þá er áhugi Ísland á viðskiptum við Kína, og á kínverskum fjárfestingum. Einungis dæmi um venju Íslands og íslendinga, að fylgja sömu meginstraumum og skekja okkar nágrannalönd Austan megin við hafið.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:28 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning