Financial Times segir AGS nærri því búið að útbúa björgunarpakka fyrir Úkraínu

Skv. FT verður hann kynntur til sögunnar á næstu dögum. En ástæður þess að þetta sé gert löngu fyrir kosningar í Úkraínu. Sé ótti við það að úkraínsk stjórnvöld séu við það að verða "uppiskroppa" með fé. En það hefur komið fram áður að hratt gengur á gjaldeyrisforða landsins. Að ljóst væri að hann mundi ekki endast út árið, að meira að sega væri óvíst að hann entist fram að kosningum eftir 3-mánuði.

Að gengið sé frá björgunarpakka fyrir Úkraínu fyrir kosningar, þegar áður var talað um að ganga frá málinu eftir kosningar, sennilega sýnir fram á að ótti manna um það - að peningar úkraínskra stjv. væru brátt búnir. Hafa verið á rökum reistir.

IMF rushes through $15bn Ukraine bailout

"The International Monetary Fund is expected to announce a rescue package for Ukraine of about $15bn as early as Thursday in hopes that the initial aid payments could be made by the end of April, according to officials involved in the negotiations."

 

Það sem mér finnst áhugavert - - er sú mikla fjárhagslega áhætta sem verður tekin, með því að lána Úkraínu fé!

Það eru komnar nýlega fram upplýsingar þess efnis, að her Úkraínu sé nánast algerlega lamaður, eftir áralangt fjársvelti - spillingu og óstjórn:

Varnarmálaráðherra Úkraínu - - afhjúpar grafalvarlega stöðu hersveita landsins

  • Ef þ.e. satt að einungis 6000 manna lið sé bardagafært, meðan að Rússar hafa a.m.k. 150þ. manna lið, á svokölluðu "vestursvæði" sem unnt væri að kalla til með stuttum fyrirvara - og færa upp að landamærum Úkraínu. 
  • Þá sést hvað ég á við með - áhættu!

Skv. frétt Reuters, hafa Rússar ca. 30þ. hermenn við sjálf landamæri Úkraínu.

Western governments see continuing Russian buildup on Ukraine border

Pútín virðist í þeirri stöðu - vegna veikleika úkraínska hersins, að geta hvenær sem honum þóknast, ákveðið að taka A-héröð Úkraínu, þau héröð þ.s. rússn.mælandi eru fjölmennir.

  • Útreikningar á mögulegri sjálfbærni Úkraínu, út frá mati á greiðslugetu.
  • Hljóta að gera ráð fyrir að Úkraína haldi öllum "economic assets" en A-héröðin eru megin iðnhéröð landsins, þ.s. meir en helmingur þjóðarframleiðslunnar verður til.

Pútín getur einnig beitt vægari úrræðum - - "hækka gasverð" - "setja gjöld á innfluttan varning frá Úkraínu til Rússlands" - "setja skatt á fé sem 3 millj. Úkraínubúa sem vinna í Rússlandi en senda til Úkraínu þær peningasendingar eru áætlaðar ca. 10% af þjóðarframleiðslu Úkraínu" - "tímabundið stöðva einstakar vörur framleiddar í Úkraínu af heilsufarsástæðum."

Punkturinn er sá, að mér virðist það Pútín ákaflega auðvelt mál - - ef hann vill.

Að triggja það að AGS prógramm "geti ekki gengið upp."

En skv. FT mun það fela í sér "bilateral" þ.e. ekki bara lán AGS, heldur lán frá ESB og Bandar. Þ.e. samvinnu milli þessarra aðila um það að lána Úkraínu fé.

  • Manni dettur svona í hug - - að Pútín geti dottið í hug að bíða með aðgerðir, þangað til að Bandar. og Evrópa og AGS, hafa lánað umtalsvert fé til Úkraínu.
  • Áður en hann beitir aðgerðum til að tryggja, að það fé fái Evr. - Bandar. - AGS aldrei til baka.

 
Niðurstaða

Sjálfsagt er það tæknilega rétt - - ef menn láta svo að ekki sé hætta á innanlandsátökum í Úkraínu. Eða því að landið tapi rússn.mælandi héröðum, og þeim "economic assets" sem þar eru. Að með skynsamri hagstjórn - sé mögulegt að snúa efnahag Úkraínu við.

En eru einhverjar líkur á því að Pútín lofi málum að ganga þannig fyrir sig?

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Spilltar kolkrabbaklær AGS hertaka heiminn, og ESB/USA-þrælavæða hann, með frjálsum flutningum launasvikins verkafólks og burðardýra, þvert á landamerki.

Hvernig ætli staða Íslands sé, í þessu spillingardæmi?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 27.3.2014 kl. 02:46

2 Smámynd: Snorri Hansson


Ég tel afar líklegt að þær 3 austur "sýslur " eða hvað þær heita sem eru að mestu byggðar rússum vilji sameinast rússlandi og geri það.


Nú vita flestir að "byltingin" í KIEV var skipulögð og að mestu fjármögnuð af vesturlöndum.


Sem svar við því mun Putin aðstoða landa sína að komast undan óréttlætinu og alþjóða gjaldeyrirssjóðnum. Og gerast ekta rússa aftur. Ég sé ekki hvað ætti að koma í veg fyrir það.

 

Snorri Hansson, 27.3.2014 kl. 03:10

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ég er ekki sammála því, að vesturlönd hafi stutt byltinguna í Úkraínu með fé - þíði að hún sé algerlega búin til af vesturlöndum eða skipulögð þaðan. Vesturlönd séu tækifærissinnar, þau hafi gripið það tækifæri þegar þau sáu uppreisn hafna meðal "ethnic" úkraínumanna - að moka fé í þá uppreisn. Höfum í huga að Pútín var búinn að veita forseta Úkraínu 15ma.dollara lán. Og var Viktor Yanukovych búinn að veita ca. 3ma. af því fé viðtöku síðustu mámiðina.

Þetta hafi með öðrum orðum verið "reipitog" milli Rússlands og Vesturlanda. Það geti þó vel verið að meirihluta rússn.mælandi héröð í Úkraínu. Séu ekki áhugasöm að búa áfram innan Úkraínu.

Pútín getur sjálfsagt notfært sér þann áhuga þeirra, eins og að vesturlönd notfærðu sér áhuga úkraínsku mælandi Úkraínumanna, um að nálgast vesturlönd.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 27.3.2014 kl. 08:22

4 Smámynd: Snorri Hansson

Alveg áræðanlega rétt hjá þér Einar Björn. Það hafa verið nokkur þúsund manns sem byrjuðu "byltinguna" á Frelsistorgi án afskifta Vesturlanda.

Snorri Hansson, 27.3.2014 kl. 17:58

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband