Varnarmálaráðherra Úkraínu - - afhjúpar grafalvarlega stöðu hersveita landsins

Það virðist vera að koma í ljós að líking mín um daginn er ég líkti Úkraínu við Afríkuríki. Sé ekki fjarri sanni - - sbr: Það verður að forða klofningi Úkraínu

Í Úkraínu virðist hafa verið sambærilegt "ræningjaræði" við það sem alltof lengi var til staðar í fj. Afríkuríkja.

En þ.e. dæmigert fyrir sögu fj. þeirra, að pólitík hefur lengi vel fyrst og fremst snúist um að komast að valdastólum, til að "ræna" landið - ekki til að byggja það upp.

En svo "advanced state of decay" verður vart til í einni forsetatíð er stóð í 3 ár, þ.e. vart unnt að skella skuld einungis á Viktor Yanukovych. Það þurfi líklega að skoða tíð Viktor Yushchenko. En hann var frá 2005 til 2010. Og kannski lengra aftur.

En eins og ég útskýrði um daginn, grunar mig að í Úkraínu sé "ethnic voting" þ.e. fólk greiði atkvæði að stórum hluta vegna "ethnicity" fremur en vegna pólit. skoðana eða prógramms viðkomandi um framtíð landsins.

Áherslan verði gjarnan á að ræna landið frekar en að byggja það upp, því áherslan sé hverju sinni á að hygla því fólki sem kaus þig - þ.e. hvort sem þ.e. "ethnic" Úkraínumenn sem kusu þig eða "ethnic" rússn.mælandi Úkraínumenn sem líta gjarnan fremur á sig sem Rússa en Úkraínumenn.

Stjórnmálin snúist þá frekar um niðurrif - - en uppbyggingu.

Úkraína er eina landið í fyrrum A-tjaldslöndum í Evr. sem er verulega fátækara í dag, en við endalok Kaldastríðs. Og þ.e. útlit fyrir að það verði umtalsvert fátækara til viðbótar.

 

Hvert er ástand hersins?

Ukraine Battles to Rebuild a Depleted Military

Ukrainian Armed Forces in Poor State of Readiness, Report

"According to Ukraine, the country today has about 140,000 military personnel. But only 6,000 of the country's 41,000 land troops were ready for combat, Ukraine's defense minister told parliament earlier this month. That has left the country unable to defend Crimea and vulnerable to further invasion."

  • "Acting Defense Minister Ihor Tenyukh.." - "...less than 20 percent of armored vehicle crews have sufficient training."
  • “Out of 507 combat planes and 121 attack helicopters, only 15 percent are serviceable,”
  • “Because of poor training of crews, only 10 percent of them are capable of performing combat tasks.”
  • "...only 10 percent of Air Defense Forces servicemen have mastered the required level of theory and practice,”
  • "Tenyukh describes the Soviet-made BM-27 Uragan and the BM-30 Smerch multiple rocket launchers as “the only effective means to deter aggression and guarantee the defeat of self-defense forces and illegal armed formations in Crimea.”"
  • "However, he opposes their use because of the “high possibility of inaccurate target engagement” and “numerous potential civilian casualties.”"

Sko eitt er að - - verja ekki peningum í endurnýjun tækjabúnaðar.

En þ.e. algerlega ófyrirgefanlegt, þegar þú ert með rússn.björninn þér við hlið, að rupla og ræna svo ríkiskassann - - að árum saman sé ekki varið nándar nægilegu fé til "viðhalds tækja hersins svo þau séu nothæf" eða "til þjálfunar starfsliðs hans svo það kunni að nota tækin."

-------------------------------

Skv. nýjustu fréttum hefur Ihor Tenyukh sagt af sér:

Ukraine’s acting defence minister Ihor Tenyukh resigns

Ukraine's Parliament Accepts Resignation Of Defense Minister Ihor Tenyukh

Hann virðist vera að segja af sér fyrir óhjákvæmilega ákvörðun - - að kveðja lið Úkraínu heim frá Krímskaga. Í kjölfar þess að Rússar hafa á undanförnum dögum tekið 3-herstöðvar Úkraínu þar að því er virðist algerlega án viðnáms. En ljóst virtist af því, að tilgangslaust væri með öllu - - að halda veru liðssveita til streitu. 

Svo veit hann nú hve alvarlegt ástand hersins er!

Map: Between East and West - the Strategic Importance of Ukraine

Á blaði er her Úkraínu sterkur!

Vopnaframleiðendur í Úkraínu seldu nýlega T84 skriðdreka til Malasíu. Þ.e. ný framleidda slíka. Vopnaframleiðendur í Úkraínu - bjóða einnig upp á sambærilega uppfærslu á T64.

Flugherinn á SU27 vélar og MIG29. Höfum í huga að tæknibúnaður rússn. hersins er ekkert - mikið betri. Úkraína ræður yfir þeirri hertækni sem þarf - þ.e. ekki vandamálið.

Um daginn sýndi Pútín fram á, er hann lét herinn framkvæma stóra heræfingu, að rússn. herinn getur mjög auðveldlega - - látið 140þ.manna her, framkvæma samhæfða aðgerð, ásamt flugvélum - skriðdrekum - þyrlum og öllu tilheyrandi.

  • Ef ástand úkraínska hersins er svo alvarlegt sem Tenyukh segir að einungis 6.000 af landhernum sé bardagafær.

Þá skiptir litlu máli að úkraínski herinn sé ekki endilega "tæknilega úreltur" samanborið við þann rússn., að rússn. herinn geti á sama tíma beitt 140-150þ. þíðir að þú átt ekki möguleika.

  • Skv. því getur Pútín í reynd hernumið þau héröð í Úkraínu þ.s. rússn. er töluð - - hvenær sem honum þóknast.
Viðbrögð Washington virðast benda til þess að Hvíta Húsið viti vel af þessu - - "President Barack Obama said the U.S. wouldn't get involved militarily in Ukraine. "Obviously we do not need to trigger an actual war with Russia," he said in a television interview. "
  1. "Republican Senator John McCain, who came to Kiev and met with top government officials earlier this month, said before he left that he would redouble efforts to get the White House to send arms to Ukraine."
  2. "He said the Ukrainians requested a variety of equipment, including small arms and antitank weaponry. "I asked the most senior defense guy in uniform 'What do you need?'" Mr. McCain said. "And he said, `Everything.'""

------------------------------------

Eina von stjórnvalda Úkraínu, væri að NATO mundi senda her til landsins - - og það mjög fljótlega.

Annars getur Pútín mjög auðveldlega - - nagað af Úkraínu rússn.mælandi héröðin.

Til þess þarf hann líklega ekki einu sinni að senda herinn inn, það gæti dugað að espa til uppreisnar í þeim héröðum þ.s. Rússar eru annaðhvort fjölmennur minnihluti eða í meirihluta.

Svo veikur er líklega úkraínski herinn miðað við ofangreindar upplýsingar - - að hann væri ófær um að berjast við slíkar uppreisnir. Og að tryggja varnir þess sem eftir er af landinu á sama tíma.

Fyrir utan, að ef her Úkraínu væri að berjast við rússn.mælandi íbúa landsins, mundi það veita Pútín hina fullkomnu afsökun - - að senda liðsveitir sínar inn "til að bjarga hinum rússn.mælandi íbúum."

Mér virðist eiginlega vegna þess ástands, að pólitíkusar landsins virðast hafa ruplað og rænt landið líklega frá stofnun þess 1991, að eina von landsins - - liggi í að semja við Pútín.

Pútín eigi nær allskostar við Úkraínu, ef stjv. Úkraínu gera tilraun til að veita vilja Pútíns mótsstöðu.

 

Niðurstaða

Miðað við nýjustu upplýsingar virðist staða Úkraínu nær algerlega vonlaus. En ef nothæfur her landsins er bara 6000. Á hann líklega eingöngu möguleika á að verjast ásælni Rússa. Í þeim héröðum þ.s. hann nýtur "velvildar íbúa." Sem mundi útiloka að verjast Rússum í þeim hluta Úkraínu, þ.s. rússn.mælandi eru annaðhvort fjölmennir eða í meirihluta.

Mig grunar að Pútín - - ætli að fiska inn hægt og rólega rússn.mælandi héröðin, með því að beita flugumönnum sínum til að æsa til uppþota og uppreisnar gegn stjv. Úkraínu.

Þegar hans menn eru við völd í rússn.mælandi héraði, sé það hægðarleikur að halda "almenna atkvæðagreiðslu um sameiningu við Rússland í því héraði" og rússn. herinn heldur þá innreið sína - - án þess að skoti sé hleypt af.

Pútín ætli líklega að taka rússn.mælandi héröðin, án þess að rússn.herinn þurfi að beita hernaði.

Svo veik sé staða úkraínskra stjv. að líklega eigi þau mjög fáar mögulegar varnir gegn slíkri ásælni.

-----------------------------------

Það verði þá af skiptingu Úkraínu - - Evrópa fái landbúnaðarhéröðin. En Rússland fái líklega til sín iðnaðarhéröðin.

Fátt bendi til þess að vesturlönd geri neitt í málinu sem dugar til að stöðva för Pútíns í málinu.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Einar, er ekki líklegt að þeir Úkraínu menn sem eru af Rússnesku bergi brotnir vilji heldur halla sér að Rússlandi?

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 26.3.2014 kl. 08:15

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Það getur auðvitað verið stór þáttur að þeir álíti sig Rússa ekki Úkraínumenn. Sem mun þá auðvelda Pútín verkið.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 26.3.2014 kl. 08:17

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband