17.3.2014 | 23:25
Rússneska þingið mun ræða beiðni Krímskaga um aðild að rússneska sambandslýðveldinu á þriðjudag
Þetta kemur fram í frétt Reuters um atburði dagsins og helgarinnar. En skv. því mun vera sérstakur fundur beggja þingdeilda um málið. Sem væntanlega þíðir að Dúman getur afgreitt málið með einni "sameiginlegri" atkvæðagreiðslu. Og því afgreitt formlegt samþykki sitt á aðild Krímskaga að rússneska sambandinu þegar á þriðjudag í þessari viku.
Eins og hefur komið fram í fréttum undirritaði Pútín þegar sl. nótt yfirlýsingu um viðurkenningu Rússlands á sjálfstæði Krímskaga frá Úkraínu.
Skv. því er rás atburða á nokkurri hraðferð!
Spurning hvort að Pútín mun jafnvel halda athöfn þ.s. sáttmáli um aðild Krímskaga að Rússlandi mundi vera formlega undirritaður af Pútín og leiðtoga Krímskaga, bandamanni Pútíns, nk. sunnudag?
U.S., EU set sanctions as Putin recognizes Crimea "sovereignty"
- "Within hours, the Crimean parliament formally asked that Russia "admit the Republic of Crimea as a new subject with the status of a republic"."
- "President Vladimir Putin signed a decree recognizing the region as a sovereign state."
- "Putin will on Tuesday address a special joint session of Russia's State Duma, or parliament, which could take a decision on annexation of the majority ethnic-Russian region."
Á sunnudag lagði rússneska utanríkisráðuneytið fram "sáttatillögu"
Það má segja að í þeirri tillögu komi fram skilyrði Rússa fyrir því, að Úkraína fái að halda Krímskaga.
First Russian overture since crisis erupted gets short shrift
Þessum tillögum hefur þegar verið hafnað af utanríkisráðherrum Evrópuríkja. Svo að þær eru ekki inni í myndinni - - en þ.e. samt áhugavert að nefna hver voru skilyrði Rússa:
- Úkraína verði hlutlaust ríki utan hernaðarbandalaga. Það kemur ekki á óvart.
- Að sjálfstæði einstakra héraða verði aukið stórfellt þ.e. að Úkraína verði "sambandsríki" þ.s. héröð hafa mikið sjálfforræði; sbr. eigin þing, eigin ríkisstjórnir, og rétt til að ráða eigin málum að miklu leiti hvað varðar efnahagsstefnu, og jafnvel þegar kemur að samskiptum v. útlönd. Þetta hljómar reyndar meir í þá átt, að hvert hérað væri nærri "fullvalda" eining. Þannig að Úkraína væri nær fyrirbærinu "Confederation" heldur en "Federation."
- Rússneska og úkraínska viðurkennd sem jafnmikilvæg mál.
- Vesturlönd ásamt Rússlandi, áttu að skipa sameiginlega nefnd, sem skv. orðanna hljóðan mundi "leiðbeina" Úkraínu, um það verk að endurskrifa stjórnarskrá Úkraínu í þátt átt sem væri ásættanleg fyrir alla aðila. "Það virðist eiginlega vísa til hinna erlendu ríkja."
- Að lokum mundu þau sömu ríki ábyrgjast sjálfstæði Úkraínu.
Viðbrögð ráðherra ESB lands: "It would be like Yalta all over again, said one EU foreign minister, referring to the second world war conference that divided the continent."
Ég held það sé alveg rétt hjá honum, tillagan virðist snúast um það - - að stórveldin ákveði eiginlega nýja stjórnarskrá fyrir Úkraínu - - sem þau geti sætt sig við.
En að vilja íbúa Úkraínu verði vikið til hliðar.
Markaðir hækkuðu á mánudag - - ég get ekki skilið það með öðrum hætti, en að þeir gefi frat í refsiaðgerðir ESB og Bandaríkjanna
Wall Street climbs as Ukraine worries ease, data improves
Bulls take Crimea vote in their stride
Enda eru þær aðgerðir sem hafa verið kynnt af ríkjum ESB ekki harkalegar, né eru aðgerðir Bandar. verulega harkalegri.
ESB aðildarríkin hafa ákveðið sameiginlega að setja 21 einstakling á bannlista, sem þíðir að þeir geta ekki ferðast til Evrópu og ekki náð í peninga sem þeir eiga á reikningum í aðildarríkjum ESB.
Áhugavert að það bann virðist ekki ná til fyrirtækja, sem þeir aðilar eiga hlut í.
Listinn kemur fram í eftirfarandi frétt: Divisions in Europe could limit sanctions scope
Fyrst er listi Bandaríkjanna yfir 11 einstaklinga:
- Andrei Klishas, viðskiptamógúll í nánum tengslum við Pútín.
- Leonid Slutsky, þingmaður í flokki Pútíns sem situr í áhrifamikilli nefnd um málefni Evrasíu, hefur ferðast til Krímskaga meðan á deilunum hefur staðið.
- Valentina Matviyenko, náinn bandamaður Pútíns, formaður neðri deildar Dúmunnar.
- Sergei Glaziev, einn af nánustu ráðgjöfum Pútins.
- Elena Mizulina, hefur verið einn helsti hvatamaður herferðarinnar gegn samkynhneigðum í Rússlandi, talin vera töluvert áhrifamikil í seinni tíð.
- Vladislav Surkov, sennilega helsti efnahagsráðgjafi Pútíns í gegnum árin.
- Dmitry Rogozin, aðstoðarforsætisráðherra Rússlands. Sennilega hæstsetti einstaklingurinn á listanum.
- Sergey Aksyonov, leppur Pútíns - forsætisráðherra Krímskaga.
- Vladimir Konstantinov, náinn samstarfsmaður Aksyonov, forseti þings Krímskaga.
- Viktor Medvedchuk, leiðtogi "Vals Úkraínu" flokks Rússavina í Úkraínu - það náinn Pútín, að Pútín er guðfaðir dóttur Medvedchuk.
- Viktor Yanukovich, fyrrum forseti Úkraínu - nú í útlegð í Rússlandi.
Listi ESB: Fyrstu 4 eru einnig á lista Bandar. og lýst að ofan. Alls 21 einstaklingur.
- Sergey Aksyonov.
- Vladimir Konstantinov.
- Andrei Klishas.
- Leonid Slutsky.
- Rustam Ilmirovich Temirgaliev, aðstoðarforsætisráðherra Krímskaga.
- Deniz Valentinovich Berezovskiy, yfirmaður úkraínska flotans - -en það hefur komið fram í fréttum að hann hefur líst yfir hollustu við rússn.vinveitt stjv. Krímskaga.
- Aleksei Mikhailovich Chaliy, nýlega skipaður borgarstjóri Sevastopol.
- Pyotr Anatoliyovych Zima, yfirmaður öryggislögreglu Krímskaga.
- Yuriy Zherebtsov, lögmaður forseta þings Krímskaga.
- Sergey Pavlovych Tsekov, aðstoðar forseti þings Krímskaga.
- Viktor Alekseevich Ozerov, formaður varnarmála- og öryggismálanefndar neðri deildar rússn. þingsins.
- Vladimir Michailovich Dzhabarov, varaformaður alþjóðanefndar neðri deildar rússn. þingsins.
- Nikolai Ivanovich Ryzhkov, áhrifamikill þingmaður í neðri deild rússn. þingsins.
- Evgeni Viktorovich Bushmin, aðstoðar forseti neðri deilar rússn. þingsins.
- Aleksandr Borisovich Totoonov, annar áhrifamikill þingmaður úr neðri deild rússn. þingsins.
- Oleg Evgenevich Panteleev, enn annar áhrifamikill þingmaður úr neðri deild rússn. þingsins.
- Sergei Mikhailovich Mironov, áhrifamikill þingmaður úr efri deild rússn. þingsins.
- Sergei Vladimirovich Zheleznyak, aðstoðar forseti efri deildar rússn. þingsins.
- Aleksandr Viktorovich Vitko, yfirmaður Svartahafsflota Rússa.
- Anatoliy Alekseevich Sidorov, yfirmaður herafla Rússa á svokölluðu Vestur-svæði.
- Aleksandr Galkin, yfirmaður herafla Rússa á svokölluðu Suður-svæði.
Eigum við ekki að segja að það að markaðir hækkuðu á mánudag, í kjölfar þess að aðgerðir Bandar. og ESB voru kynntar formlega á mánudag - - segi allt um það hve alvarlegar þær aðgerðir eru.
En markaðir hækkuðu í Bandaríkjunum - Evrópu og Rússlandi, og þar af náðu markaðir í Bandar. þeirri næst hæstu stöðu er þeir hafa náð þ.s. af er árinu.
Niðurstaða
Það verður forvitnilegt að fylgjast með deilunni áfram. En mér virðist það klárt að líkindi þess séu yfirgnæfandi að rússn. Dúman afgreiði með miklum meirihluta "Já" á þriðjudag beiðni stjv. á Krímskaga um aðild að rússn. ríkjasambandinu. Sem mun væntanlega þíða að það verður þaðan í frá líklega ekki löng bið eftir því, að Pútín haldi sína formlegu athöfn í Moskvu þ.s. væntanlega mun fara fram formleg sameiginleg undirritun sáttmála um aðild Krímskaga að Rússlandi af hálfu leppa Pútíns nú við stjórn á Krímskaga og Pútíns sjálfs.
Mér hefur dottið í hug nk. helgi - - en kannski vill Pútín það stóra athöfn, að lengri tíma tekur að undirbúa herlegheitin.
Tregðan innan Evrópu til þess að ákveða alvarlegar efnahagsaðgerðir er augljós - - t.d. hafnaði fulltrúi Finnlands að 4. nöfnum væri bætt við til viðbótar, kemur fram í frétt Financial Times. Sem Pólverjar lögðu til. En í kjölfar hruns Nokia - - er sagt í fréttinni að Finnland sé verulega háð að nýju viðskiptum við Rússland.
Eitthvað líklega stórt þyrfti að gerast - til þess að Evrópa geri meira. Líklega dugar ekki "formal annexation of the Crimea Peninsula" til.
Þannig að líkur virðast yfirgnæfandi á því að Pútín komist upp með málið.
-----------------------------------------
PS: Eins og komið hefur fram í fréttum hefur Pútín þegar undirritað samkomulag við "leiðtoga" Krímskaga um sameiningu við Rússland. Og einnig hefur komið fram að Pútín hvetur Dúmuna sem hittist að sögn frétta í dag á sameinuðum fundi deilda - til þess að staðfesta gerninginn.
Vladimir Putin signs treaty to annex Crimea
Heldur betur ætlar Pútín að hreyfa sig hratt!
Gerningurinn með er þá kláraður í dag, að Krímskagi tilheyri fullveldis yfirráðum Rússlands.
Heldur betur er Pútín að rétta fram fingurinn framan í mótmæli Vesturvelda!
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 18.3.2014 kl. 18:22 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Eru þetta ekki Íbúar á Krímskaga að ráða sínum málum sjálfir? það er algerlega augljóst að Rússar og Rússnesk ættaður meirihluti íbúa á Krímskaga mun aldrei eftirláta ESB ítök á krímskaga, Það sást vel á fréttmyndum frá Krím að þeir ásamt Rússum eru ekkert búnir að gleyma við hverja þeir börðust í heimsstyrjöldinni síðari.
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 18.3.2014 kl. 11:35
Kristján, ég held að Pútín hafi aldrei gefið nokkurn möguleika á annarri útkomu. Ef meirihluti íbúa er sammála - er það sjálfsagt kostur. En ég er viss að hann hefði ekki skirrst við að falsa úrslit kosninganna, þau meira að segja geta verið e-h fölsuð. En hlutfall kjósenda sem sagði "já" að sögn, er líklega heldur hærra en trúverðugt líklega er. Í ljósi þess að íbúar af rússn. bergi eru kringum 70%. Minnihluti íbúa að sögn frétta er ekki nærri eins áhugasamur um sameiningu og rússn. meirihlutinn virðist. Trúverðugar tölur hefðu kannski verið 70 til rúml. 70%, ef þátttaka væri 83% eins og hún er sögð hafa verið. Reyndar er sennilegra að þáttaka hafi verið nær 60-70%. Þá gæti það verið að 90% þátttakenda hafi sagt já. Það virðist einnig að framkv. kosningar hafi verið gölluð þ.e. ekki leynileg á öllum stöðum. Málsstaður andstæðinga hafi ekki fengið nokkra áheyrn, o.s.frv.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 18.3.2014 kl. 12:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning