Það er algerlega trúverðugt tel ég að meirihluti íbúa skagans hafi sagt "já" - við spurningunni um að verða hluti af Rússlandi að nýju. Á hinn bóginn finnst mér ekki endilega trúverðugt að svo hátt hlutfall kjósenda sem 95,5% með 83% þátttöku, hafi sagt "já." Einfaldlega vegna þess að þó meirihluti íbúa skagans séu Rússar þá búa þar einnig svokallaðir Krím tatarar og eru rúmlega 20% íbúa. Meðal þeirra virðist hafa verið víðtæk andstaða við þá tilhugsun, að verða að nýju hluti af Rússlandi. Sem þíðir ekki endilega að algerlega útilokað sé samt að þeir hafi ákveðið - að fylgja meirihlutanum. Kannski af ótta við afleiðingar síðar meir - að hafa ekki stutt ákvörðun meirihlutans. Hver veit.
Þannig að úrslitin geta a.m.k. verið algerlega sönn eins og sagt er frá þeim af yfirvöldum.
Crimea poll leaves Moscow isolated
Crimeans vote over 90 percent to quit Ukraine for Russia
Early Results: Crimeans Vote to Join Russia
"With over half the votes counted, 95.5 percent had chosen the option of annexation by Moscow, the head of the referendum commission, Mikhail Malyshev, said two hours after polls closed. Turnout was 83 percent, he added..."
- Eins og við mátti búast, þá sagði Hvíta húsið og stjórnarráð ráðamanna víða um hinn vestræna heim, að ekkert væri að marka þessi úrslit.
- Að kosningin væri ógild.
- Jafnvel brot á alþjóðalögum.
Mér finnst það reyndar - - stór fullyrðing, um brot á alþjóðalögum.
En þ.e. sjálfsagt rétt að skv. stjórnarskrá Úkraínu - - líklega er hún ólögleg. Og því lagalega séð, ógild.
- En ég held að það séu örugglega fá dæmi um það í heimssögunni, að þegar "landshluti" ákveður að segja skilið við það land er "áður réð yfir því" að það hafi verið gert í sátt og samlindi við það land.
- Eða að brotthvarf þess landshluta, hafi verið í samræmi við lög þess lands.
- Þegar Ísland einhliða ákvað að vera fullvalda 1944, þá var það sannarlega í óþökk Dana.
En vilji Íslendinga til fulls sjálfstæðis var líka einbeittur og ákveðinn, eins og fram kom í niðurstöðu þjóðaratkvæðis um hina nýju Lýðveldis-stjórnarskrá, er fékk samþykki einni mjög yfirgnæfandi meirihluta ísl. þjóðarinnar.
Það er líka rétt að halda til haga, að ákvarðanir Íslendinga í þorskastríðunum - - voru án nokkurs vafa. Brot á alþjóðalögum þess tíma. Þó síðar meir, hefði það farið svo, að aðrar þjóðir tóku líka ákvörðun. Og alþjóðalögum var breytt.
- Ég hef því nokkra samúð með "vilja" meirihluta íbúa Krímskaga, þó sú ákvörðun sé alveg örugglega ólögleg - frá lagalegu sjónarmiði.
- Ég aftur á móti tel, að Pútín sé ekki að standa í þessari baráttu, vegna Rússanna er byggja Krím-skaga, heldur vegna flotahafnarinnar í Sevastopol.
- Aftur á móti sé pólit. hentugt, að baða sig í því ljósi - að hann sé að vernda réttindi hluta af rússn. þjóð.
Eru vesturlönd að berjast fyrir réttindum Úkraínu? Eða er tilgangurinn sá að veikja Rússland?
Það sem oft villir um sýn - - er að aðgerðir geta þjónað fleira en einu markmiði samtímis, þess vegna mörgum á sama tíma.
Þannig t.d. - - er meginmarkmið Pútíns örugglega að tryggja að flotahöfnin í Sevastopol komist undir fullveldis yfirráð Rússlands. En það þíðir ekki að það markmið, að tryggja öryggi íbúa meirihluta af rússn. bergi - - skipti ekki máli. Eða að það geti ekki verið flr. markmið í gangi samtímis.
Sama um vesturveldi: Ég er eiginlega algerlega viss um, að barátta fyrir lýðræði í Úkraínu - - þó verið geti að það sé "eitt af markmiðum" þarf ekki að vera svo að það markmið sé það mikilvægasta. En mótmælin við yfirtöku Rússlands á Krím-skaga, grunar mig að standi einmitt í samhengi við það mikilvæga "strategíska markmið" sem flotastöðin í Sevastopol er. En ef Rússland hefði tapað henni, þá hefði þar með flotaveldi Rússa við Svartahaf og Miðjarðarhaf veikst umtalsvert. Og auðvitað hefðu vesturlönd séð gróða af veiktri stöðu Rússlands á þeim svæðum - - t.d. í Sýrlandi. En á sama tíma, sjálfsagt sjá vesturlönd langtíma hagnað af því, að fá Úkraínu til liðs við sig. Burtséð frá Krímskaga.
- En meginauðlynd Úkraínu er án vafa, að þar er að finna besta landbúnaðarland Evrópu.
- Og matvælaframleiðsla skiptir gríðarlega miklu máli.
- Landið er ekki kallað "brauðkarfa Evrópu" af ástæðulausu.
- Það hafa komið ár þegar nær 1/3 hveitis í heiminum hefur verið framleitt þar.
Ég veit að menn tala gjarnan um lýðræði sem málið - - en ég er töluvert viss um, að þó þau séu ekki rædd þau markmið.
- Þá skipti máli að án Úkraínu er Rússland veikara.
- Og ef það tækist, að svipta Rússland Krímskaga, þá mundi Rússland veikjast frekar.
En það þíðir ekki - - að uppbygging stöðugs lýðræðislegs stjórnarfars, sé ekki með í farteskinu sem markmið, sem hafi ekki endilega lítið mikilvægi.
Og það hentar auðvitað að - - tala mest um það markmið.
Eins og það hentar Pútín, að tala um aumingja rússn. íbúana á Krímskaga.
Það verður síðan að koma í ljós hvernig fer með Úkraínu sjálfa!
Það eru nú við völd töluvert róttækir þjóðernissinnar. Það verður að koma í ljós hversu róttækur Svoboda flokkurinn raunverulega er. Hvort þ.e. bara áróður að þeir séu ný nasistar. Eða fasistar. Eða hvort þeir eru einungis róttækir þjóðernissinnar. A.m.k. eru þeir það.
En landið mun á næstunni, ef allt gengur skv. áætlun - - hefja vegferð inn í "dæmigert" björgunarprógramm á vegum AGS.
Líklegt virðist að Bandaríkin og ESB, ásamt AGS - - muni veita sameiginlegt neyðarlán.
En enn eru a.m.k. 3-mánuðir til kosninga í Úkraínu. Og það er a.m.k. hugsanlegt að Pútín komi með útspil í millitíðinni.
Að auki hefur hann margvíslega möguleika til að beita flugumönnum á vegum rússn. ríkisins, til að skapa óróa í héröðum Úkraínu þ.s. rússn.mælandi fólk er fjölmennt. Jafnvel í meirihluta.
Og ekki síst, hann getur beitt Úkraínu - - "efnahagsþvingunum" ef hann vill auka sem mest á þann kostnað sem Vesturlönd munu þurfa að taka á sig, til að halda Úkraínu á floti.
En hagkerfi Úkraínu er enn - - stórum hluta gírað inn á Rússland, bæði útflutningsmegin og innflutnings.
Pútín getur því refsað Úkraínu - - harkalega með efnahagsþvingunum ef hann velur að gera svo.
Svo eru það refsiaðgerðir vesturvelda á Rússland!
Það virðist ekki líklegt að þær verði mjög grimmar - vegna þess hve kostnaðarsamar alvarlegar efnahagsaðgerðir mundu vera fyrir Evrópu sjálfa.
Markets on edge as Crimea votes to quit Ukraine
Einhver óróleiki virðist hafinn á mörkuðum út af þessu, en á móti áhættunni sem vesturlönd taka efnahagslega séð - - þarf einnig að vega og meta spurninguna um "trúverðugleika."
En vesturlönd fyrir um 20 árum, lofuðu um að ábyrgjast "territorial integrity of Ukraine" þegar samið var við stjv. Úkraínu þá, um að Úkraína afsalaði sé þeimkjarnavopnum - er höfðu endað á landi Úkraínu er Úkraína varð sjálfstæð við hrun Sovétríkjanna.
Það kemur í ljós á næstu dögum - - hvort vesturlönd tala sig upp í alvarlegri aðgerðir, en þær bitlausu sem fram að þessu hafa verið kynntar.
- Hvað Pútín varðar - - tel ég ólíklegt að hann geri tilraunir til að gleypa frekara landsvæði af Úkraínu.
- En hann gæti ákveðið að beita rússn.mælandi íbúum Úkraínu fyrir vagn sinn á næstunni, þegar áróðursstríðið milli Rússl. og Vesturlanda mun ná hámarki á næstu vikum.
Niðurstaða
Líklega hlotnast íbúum Krímskaga það sem þeir virðast hafa óskað sér fljótlega á næstunni. En ég reikna með því að Pútín muni ganga sköruglega til verks. Um að formlega innlima Krímskaga inn í rússneska sambandslýðveldið. En í kjölfar atkvæðagreiðslunnar má reikna með því að hin nýju rússl. vinveittu stjórnvöld Krímskaga. Muni formlega fara þess á leit við Rússland. Að Krimskagi gangi inn í rússneska sambandið. Og í kjölfar þess, má eiga von á því að rússneska Dúman muni í með drjúgum meirihluta formlega samþykkja af sinni hálfu, ósk Úkraínu um inngöngu í Rússland. Síðan væntanlega mun "leiðtogi" Krímskaga mæta á einhverja mjög formlega framsetta athöfn í Moskvu. Þ.s. öllu verður líklega tjaldað til - í formlegheitum, pomp og prakt. Þ.s. forseti rússneska sambandslýðveldisins mun formlega undirrita sáttmála milli Úkraínu og Rússneska sambandslýðveldisins um inngöngu Úkraínu.
Þessu gæti verið lokið áður en kosið verður til þings í Úkraínu eftir rúmlega 3 mánuði.
--------------------------------
Á meðan munu Vesturlönd horfa á og verða sífellt reiðari.
Spurning hvort þau tala sig upp í alvarlegar efnahagsaðgerðir fyrir rest?
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 11:37 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Samkvæmt sambandslagasamningnum 1918 mátti hvor þjóðin um sig segja honum upp frá og með 1. desember 1943. Að því leyti til var uppsögn Íslendinga ekki ólögleg að mati "hraðskilnaðarmanna".
"Lögskilnaðarmenn" töldu hinsvegar, að þetta væri ekki siðlegt, vegna þess að annar aðili samningsins, Danir, yrðu ekki sjálfum sér ráðandi fyrr en hernámi Þjóðverja yrði aflétt og rétt væri að bíða eftir því og ræða við Dani, þannig að báðar þjóðirnar gerðu út um þetta mál á jafnréttisgrundvelli.
Ekki skipti öllu máli, hvort lýðveldi yrði stofnað 1944 eða ári eða tveimur síðar, heldur að það yrði gert á sanngjafnan hátt gagnvart báðum aðilum.
Ómar Ragnarsson, 17.3.2014 kl. 11:07
OK, þetta er sjálfsagt rétt munað hjá þér.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 17.3.2014 kl. 11:36
Ég geri ráð fyrir að Úkraínumenn hafi ríkisfang í Úkraínu og Rússar í Rússlandi, eða er þetta flóknara en svo? Venjan er að skapist hætta, þá reina stjórnvöld að bjarga sínu fólki af svæðinu, en Pútín smalar sínu liði inn á svæðið, enda var svæðið ekki hættusvæði fyrr en Pútín sendi sitt lið.
Hrólfur Þ Hraundal, 17.3.2014 kl. 14:31
Það eru kannski óþarflega stór orð að kalla Krímskaga hættusvæði. Ég held að tök rússn. hersins þar séu það traust. Að hætta á bardögum eða óróa sé ekki mikil á skaganum sjálfum.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 17.3.2014 kl. 16:07
Hvernig væri að rifja upp Júgóslavíustríðið? Hverjir stóðu á baka við það ofbeldi, og hvers vegna?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 17.3.2014 kl. 18:00
Það voru ekki Rússar Anna mín.
Jón Steinar Ragnarsson, 17.3.2014 kl. 18:14
"Á hinn bóginn finnst mér ekki endilega trúverðugt að svo hátt hlutfall kjósenda sem 95,5% með 83% þátttöku, hafi sagt "já.""
Auðvitað ekki, þessar tölur eru falsaðar. Réttara er að þessar prósentur eiga aðeins við rússneska íbúa Krímskaga hliðholla Moskvu, en hvortki Tatara né Úkraínubúa, sem sniðgengu jú kosningarnar, því að valkosturinn "áframhaldandi tengsl við Úkraínu" var ekki á atkvæðaseðlinum, eins og fram hefur komið í fréttum. Rússnesk kosning.
Hvað nú tekur við, er ekki gott að segja. En það er ekki ólíklegt, að vesturhluti Úkraínu klofni frá austurhlutanum, nema ríkisstjórnin í Kiyv fái flýtiaðild að Nato.
Aztec, 17.3.2014 kl. 18:59
Jón Steinar. Ég er svo óralangt frá að trúa því að Rússar hafi verið að verki í Júgóslavíustríðinu. Það var nú það sem ég meinti með minni athugasemd.
En einhvernvegin hafa ábyrgir aðilar í því stríði sloppið við raunverulega rannsókn? Hvers vegna slapp það glæpsamlega hernaðar-hertökugengi við heimsveldis-alþjóðalaga-reglurnar margumræddu?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 17.3.2014 kl. 20:43
Aztec, já það getur verið að þannig hafi það verið, að menn láti vera að telja með þá sem ekki mættu.
En það þíðir samt sem áður að líklega var góður meirihluti kjósenda fyrir málinu. Meirihlutinn hafi verið nær 60-70% kjósenda.
Þ.e. auðvitað galli á kosningunum, að ekki hafi verið valkostur um óbreytt ástand - - síðan virðist ekki að málsstaðurinn á móti hafi fengið nokkra áheyrn - - að auki berast fregnir um að kosningin hafi ekki verið leynileg alls staðar.
Ah, ekki vanmeta úkraínska herinn - - en hann er alveg eins vel tæknilega séð búinn og sá rússn., fastaher milli 60-70þ., ekki þ.s. maður mundi kalla "walkover" fyrir rússn. herinn. Að auki hefur úkraínski herinn haft töluvert samstarf v. heri NATO seinni árin, til að færa þjálfunarstandard nær NATO standard, og gera sveitum Úkraínuhers það mögulegt að vinna með NATO sveitum t.d. við friðargæslu. Sem mér skilst að hafi verið nokkuð af.
Ég er því nokkuð viss að Pútín fer ekki að vaða inn í A-héröð Úkraínu með sinn her. Sem þíðir ekki að hann geti ekki beitt undirróðri og flugumönnum, til að æsa til óláta.
Miðað við það hvað Pútín líklega getur skaðað landið mikið með slíkum óbeinum aðgerðum, ekki má heldur vanmeta efnahagsaðgerðir sem hann getur beitt Úkraínu.
Held ég að Úkraína þurfi að semja við Pútín um einhvers konar lendingu á deilum landanna - - það gæti verið lending e-h á þá leið, að Rússland fái að halda Krímskaga. En það verði sátt á móti, um það að Úkraína fái að klára viðskiptasamn. v. ESB. Kannski að Pútín samþykki einnig að veita þá efnahagsaðstoð er hann áður hafði samþykkt. Úkraína kannski - - samþykki að ganga ekki í NATO. Að vera hlutlaust land.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 17.3.2014 kl. 21:00
Við höfum ekki hugmynd um hvort "uppreisnin" hafi stuðning landsmanna yfir höfuð.
Auðvitað er einhver hluti áhugasamur um að tengjast vestrinu ,en um meirihlutann vitum við ekki.
Það getur einnig verið að þjóðin sé klofin svæðislega. Þannig að þótt heildar kosning sýni einhvern meirihluta . Þá getur myndast ný spenna milli svæða evrópusinnaðra og rússaaðdáenda.
Við það að lesa það sem skrifað er um atburði síðust vikna þá finnst mér athyglisvert hvað kalda stríðið er enn mótandi í skoðana myndun. T.d. Hafa USA og ESB ekki verið með " undirróðurstarfsemi " ?
Snorri Hansson, 17.3.2014 kl. 23:41
Með því sem þú skrifar í enda athugasemdarinnar, þá ertu að spá því að Úkraínumenn lúffi algjörlega fyrir Rússum. Þá hafa margið látið lífið til einskis í uppreisninni. Ég veit, að Úkraína er mjög háð Rússum með gas, en það verður ekki þannig til eilífðarnóns.
Úkraínumenn hafa góða ástæðu til að horn í síðu Rússa, enda undir járnhæl þeirra frá 16. öld fram til tíunda áratugs 20. aldarinnar, einungis sjálfstætt ríki á þessu tímabili í þrjú ár (1917-1920). Ég er viss um að þeir muni ekki gefast upp fyrr en yfirgangi Rússa linni, þótt Putin ætli sér að ná pólítískum yfirráðum með hervaldi og koma á nýrri leppstjórn.
Aztec, 18.3.2014 kl. 00:09
Þ.e. rökrétt Aztec að þeir geri það. Því þ.e. ekki bara innflutningsmegin sem þeir eru háðir Rússum. Þ.e. einnig úflutningsmegin.
Rússar ef þeir vilja geta ítt Úkraínu í mjög djúpt efnahagslegt svað - meina gert þá virkilega fátæka. Og gert það því gríðarlega kostnaðarsamt fyrir Vesturlönd að halda uppi Úkraínu.
Besti sbr. sem ég hef við það, væri sameining A-Þýskal. v. V-Þýskal. En það tók rúmlega 20 ár fyrir Þýskaland að byggja upp A-héröðin þannig að þau væru sjálfbær efnahagslega séð.
Það gæti tekið eins langan tíma í tilviki Úkraínu, að skipta út hinu gamla "sovét" hagkerfi sem þar er enn til staðar að miklu leiti - - sem er gírað inn á Rússland.
Og reisa í staðinn nýtt hagkerfi er væri vestrænt miðað. Einhver þarf að skaffa það gríðarlega fjármagn sem til þar - - ég er ekki alveg að sjá Vesturlönd vera það mikið gjöful á fé.
Úkraína er nánast eina landið í A-Evr. sem er fátækara í dag en fyrir 20 árum. Það getur orðið miklu mun fátækara efnahagslega séð í ofan á lag.
-------------------------
Landið sé því knúið af aðstæðum, að leita að millilendingu. Aðstoð Vesturlanda veiti einhverja stoð, en hún verði alltaf takmörkuð og líklega ekki nægilega gjöful.
Til að forða því að landi færi langt niður í lífskjörum. Rökrétt séð, er að landið haldi Rússl. viðskiptunum, samtímis því að hægt og rólega sé byggt upp vestrænt hagkerfi, samhliða.
Úkraína gæti orðið visst hlið að Rússlandi.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 18.3.2014 kl. 18:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning