15.3.2014 | 21:43
Þá eru yfirvöld opinberlega búin að viðurkenna að malasísku flugvélinni hafi líklega verið rænt
Skv. fréttum er talið líklegast að vélin hafi snúið við yfir S-Kína hafi, eftir að slökkt var á svokölluðum "transponder" -tæki sem sendir gögn til nálægra radarstöðva sem þjónusta flugumferðareftirlit- tekið stefnu aftur til baka yfir Malakkaskaga, síðan út á svokallað Andamanhaf, síðan yfir það og út á Indlandshaf. Eftir það veit enginn hvað orðið hefur um hana.
"It appears to have first flown back across the South China Sea...before overflying northern Malaysia and then heading out towards India without any alarm being raised."
Malaysian plane saga highlights air defense gaps
Það vekur ekki síst athygli - að enginn skuli hafa skipt sér af. En ljóst er að fjölmargir radarar námu vélina, en hvort að þeir sem sátu við tækin tóku ekki eftir vélinni sem flaug án þess að láta nokkurn vita, eða hvort að menn leiddu hana hjá sér - því þeir mátu hana ekki sem ógn; er ekki vitað.
Það virðist hafa afhjúpast verulegt - andvaraleysi í löndunum á svæðinu, varðandi eftirlit með flugumferð.
"India's Andaman Islands, a defense official told reporters he saw nothing unusual or out of place in the lack of permanent radar coverage." - ""We have our radars, we use them, we train with them, but it's not a place where we have (much) to watch out for," he said. "My take is that this is a pretty peaceful place.""
- Líklegt er talið að einfaldlega hafi verið slökkt á radarstöð indverska hersins á Andamaneyjum. Þess vegna hafi enginn séð neitt - radararnir bara uppi þegar verið er að þjálfa starfsmennina.
- Fyrir hryðjuverkaárásirnar á turnana 2, þá hafði ríkt sambærilegt andvaraleysi innan Bandaríkjanna, það var ekki fyrr en eftir að tvær vélanna höfðu þegar flogið á Turnana 2, að gerð var tilraun til að "skrambla" orustuvélum, til að elta uppi 3-vélina. Þær komust hvergi nærri henni, áður en henni var flogið í jörðina - eftir þ.s. menn gruna að hafi verið uppreisn meðal farþega gegn hryðjuverkamönnunum um borð.
Þessi mál voru tekin föstum tökum í Evrópu og Bandaríkjunum, eftir árásina á World Trade Center turnana - og þess ótta sem skapaðist í framhaldinu, að hryðjuverkamenn gætu gert fleiri sambærilegar árásir.
Orrustuvélar eru hafðar í varðstöðu - til að fljúga til móts við vélar, sem ekki tilkynna sig.
Missing flight’s communications systems were ‘disabled’
Flight 370 Vanished Through 'Deliberate Action,' Malaysia's Leader Says
Malaysian PM says lost airliner was diverted deliberately
Athygli vekur að þ.e. sagt að ekki hafi einungis verið slökkt á "transponder" heldur einnig sjálfvirkum tilkynningarbúnaði "ACARS" sem reglulega sendir boð til næsta gervihnattar.
- "The Boeing BA +1.00% 777-200 plane with 239 people on board was carrying enough fuel to fly for eight hours, Malaysia Airlines confirmed on Saturday."
- "The routine messages sent by the aircraft show that Flight 370 was still airborne nearly six hours after it disappeared from Malaysian military radar."
Það virðist hafa verið slökkt á "ACARS" búnaðinum eftir 6 tíma flug.
En það eru nýjar og mikilvægar upplýsingar - - að vélin hafi haft eldsneyti til 8 tíma flugs. En þ.e. dálítið mikið þegar haft er í huga að 4.300km. eru á þann áfangastað þ.e. Peking. Sem var fyrirhugaður áfangastaður fyrir flug MH370 frá Kúala Lúmpúr.
Miðað við 900km. "cruise" hraða - - getur vélin flogið á bilinu 7000-8000km.
Meðvindur getur gert henni mögulegt hugsanlega að ná 8000km. - í mótvindi hugsanlega e-h minna en 7000km.
Þá virðist a.m.k. tæknilega mögulegt að hún hafi tekið stóran sveig eftir að hafa flogið út á Indlandshaf suður fyrir Indland, og þess vegna síðan alla leið yfir hafið - - þá má ímynda sér þann möguleika að hún hafi flogið t.d. til Afríkustrandar.
- Sómalía er t.d. löglaust land þ.s. ættbálkar og "warlordar" stjórna stórum svæðum - og halda uppi eigin lögum.
---------------------------------------
Eitt er þó klárt - - að þetta getur ekki hver sem er gert. En til að slökkva á "ACARS" búnaðinum, þarf líklega "þekkingu á því hvar hann er að finna um borð í vélinni" og "þekkingu til að vita hvernig á að slökkva á honum" og ekki síst "þarf þekkingu til að fljúga vélinni."
"Physically disconnecting communications systems would require detailed knowledge of the aircraft's internal structure and systems, aviation officials said."
Þess vegna er nú verið að rýna í feril annars flugmannsins, sem er maður á 5-tugs aldri.
"Mr. Robertsson, of Flightradar24, said a crash on land rather than into the sea was unlikely because the aircraft's emergency beacon would have automatically flashed its location via satellite or radio. The beacon's signals are less easy to find if an aircraft crashes into the sea."
Það bendir líklega til þess að annaðhvort hafi vélin lent - - eða hún hafi krassað í sjóinn. En krass á landi mundi leiða til þess að neyðarsendir mundi sjálfvirkt ná sambandi við gervihnött - láta vita um staðsetningu sína, en neðansjávar gæti verið að boðin nái ekki að berast upp á yfirborðið.
Niðurstaða
Mjög merkileg spennusaga - vonandi er fólkið enn á lífi. En þ.e. a.m.k. tæknilega mögulegt að vélin hafi lent heilu og höldnu. Þ.s. búið var að undirbúa móttöku hennar - af þeim sem voru þátttakendur í plottinu um að ræna þeirri vél. Slík vél getur þó ekki lent hvar sem er, þær eru ekki gerðar til að lenda á óundirbúnum brautum úr möl, sandi eða einhverju öðru náttúrulegu undirlagi. Best væri líklega gömul flugbraut - ekki lengur í notkun.
Spurning hvar slíkar geta verið mögulega til staðar, þ.s. ræningjaflokkar geta hafa náð fullri svæðislegri stjórn?
Mér finnst enn Sómalía koma einna helst til greina - - þó að hún hafi verið nú í mörg ár í upplausn, var hún það ekki alltaf. Einu sinni hafði landið ríkisstjórn og jafnvel flugher. Það geta því vel verið til flugbrautir sem ekki hafa verið notaðar í t.d. 30 ár, en eru af þeirri lengt sem til þarf.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 16.3.2014 kl. 12:30 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
Nýjustu athugasemdir
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: Ásgrímur - Evr. hefur hingað til fjármagnað stríðið að stærstum... 2.1.2025
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: Grímur Kjartansson , þess vegna mun NATO krefjast trygginga af ... 2.1.2025
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: https://www.youtube.com/watch?v=rkA7Fd8XNyQ Það sem líklega ger... 1.1.2025
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: Ég fylgist nokkuð með fréttum frá nýjasta NATO ríkinu Svíþjóð o... 1.1.2025
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: Grímur Kjartansson , meir en næg orka annars staðar frá. Frekar... 1.1.2025
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: En það gæti nú orðið ESB sem þvingar Selenski loks að samningar... 1.1.2025
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja...: Má orða það þannig. Gleðileg jól. Kv. 25.12.2024
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja...: Fljótt á litið er eins og við höfum farið úr öskunni í einhverj... 24.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.1.): 2
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 895
- Frá upphafi: 858703
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 784
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Semsagt viðurkenna að eitthvað sé ekki ólíklegt en þurfi ekki endilega að vera svo? Furðuleg fyrirsögn þetta.
Jón Steinar Ragnarsson, 16.3.2014 kl. 05:51
Það lá fyrir að vélinni hafði verið rænt þegar hún fannst á radar flughersins með norðvestur stefnu klukku tíma eftir að hún hvarf. Síðar er hún á vestur stefnu. Það er ekkert auðvelt að taka svona vél niður á flugvelli í þéttbýli án þess að sjáist. Og flestir flugvellir fyrir svona vélar eru við þéttbýli. Hvar eru brúklegir flugvellir á stefnu vélarinnar utan þéttbýlis? Farþega listinn?, var reyndur flugmaður á meðal farþeganna?
Mögulega hafa yfirvöld í Malasíu staðið sig með ágætum. En það hefur ekki verið staðfest en þá. Þakka þér upplýsingar og hugmyndir Einar B.B.
Hrólfur Þ Hraundal, 16.3.2014 kl. 09:46
Það er auðvitað leitun að löndum þ.s. "rænd" flugvél getur lent við aðstæður þ.s. ræningjaflokkur er ekki nær samstundis umkringdur þrautþjálfuðum öryggissveitum. Það voru til opinberir flugvellir í Sómalíu fyrir hrunið - en einnig herflugvellir. Herflugvöllur í yfirgefinni herstöð, sem gæti þá verið utan þéttbýlis - gæti verið besti kosturinn. Innan Sómalíu er a.m.k. hugsanlegt að slíkur völlur geti verið undir stjórn bandamanna ræningjahóps. Slíkur völlur gæti þó þurft nokkra viðgerð - - en þ.e. samt líklega betra "start" en að ætla að gera völl úti á víðum velli einhvers staðar.
---------------------
Hef ekki heyrt að það hafi verið reyndur flugmaður meðal farþega. Engin frétt erlendis a.m.k. um slíkt. Sem útilokar ekki endilega að svo geti verið, en yfirvöld hafi ekki sagt frá því.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 16.3.2014 kl. 12:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning