9.3.2014 | 02:22
Ég tel þrátt fyrir allt að vesturlönd og Rússland, ættu eigin hagsmuna vegna að vera bandamenn
En ef þ.e. eitthvert land sem er að tapa stórt á ört vaxandi veldi Kína. Þá er það Rússland. En Rússar eru í dag á hraðri leið með að tapa þeirri einokun á gasi og olíu frá Mið-Asíu er þeir hafa haft um áratugi. Það að gasið og olían frá Mið-Asíu hefur flætt í gegnum rússneskar olíuleiðslur. Og síðan á alþjóðamarkaði.
Hefur verið mikil gróðalind fyrir Rússland.
En þeir hafa keypt það mjög ódýrt, og selt mun dýrar.
Nú verða þeir að bjóða betri verð, og gróðinn minnkar - hverfur jafnvel.
Fyrir nokkrum árum tókst Rússum, að hindra tilraun Bandaríkjanna að öðlast aðgang að auðlindum Mið-Asíu, í gegnum Georgíu.
En Georgía liggur upp að Aszerbadjan, sem er olíuríki. Og Azerbadjan liggur að Kaspíahafi. Handan við það haf er hið olíu og gasríka Turkmenistan. Og landamæri að því landi á hið olíuríka og gasríka Usbekistan.
Nú eru Kínverjar á hraðri leið með að - - > hirða þessa olíu og gas af Rússum.
China asserts clout in Central Asia with huge Turkmen gas project
Chinas Unmatched Influence in Central Asia
China Pursues New Central Asian Gas Route
Construction on third line begins for Central Asia-China Gas Pipeline
Eins og kemur fram í fréttaskýringunum hlekkjað á að ofan, er Kína langt komið með að reisa gasleiðslur með nægu flutningsmagni. Til þess að megnið af olíunni og gasinu frá Usbekistan og Turkmenistan geti flætt til Kína.
Að auki er Kína farið að fjárfesta í nýtingu nýrra gaslinda á yfirráðasvæði Turkmenistan og í lögsögu Turkmenistan í Kaspíahafi.
Og þ.e. einungis spurning um tíma, hvenær Kína hefur náð að smíða nægar leiðslur til Kasakstan - sem einnig er olíu- og gasauðugt land.
- Það þarf varla að taka það fram, að þegar viðskipti þessara landa færast til Kína - - samtímis því að Kínverjar verða aðaleigendur smám saman helstu fyrirtækja í þeim löndum.
- Þá munu þessi lönd smám saman "færast af áhrifasvæði Rússlands" - - "yfir á áhrifasvæði Kína."
- Það verða örugglega ekki mörg ár í það, að þau lönd fari að óska eftir því, að rússneskum herstöðvum verði lokað.
Það er líka afskaplega líklegt, að efnahagsáhrif Kína verði afskaplega sterk - í héröðum Rússland austan megin, sérstaklega við Kyrrahaf.
Gríðarleg fjarlægð þeirra frá Moskvu, ásamt "lágum launum embættismanna" og "landlægri spillingu" gæti leitt til þess að ákvarðanir þeirra embættismanna fari smám saman að stjórnast af vilja kínv. peninga - nánast í einu og öllu.
Þ.e. alls ekki útilokað að Rússland mundi geta "misst þau héröð" tja eins og Rússland er í dag - - að taka "Krím-skaga" af Úkraínu.
Íhugum valkosti Rússlands á bandalögum; þ.e. við Vesturlönd vs. við Kína!
Ég held að í bandalagi við Kína, mundi Rússland hægt og rólega, en samt sem áður - örugglega. Verða dóminerað af Kína.
Mig grunar að á endanum mundi geta farið svo, að kínv. fjármagn mundi hafa meir um mál að segja á stórum svæðum innan Rússland, meiri áhrif á stjórnun mála þar; en stjórnin í Moskvu.
Hið gerspillta embættissmannakerfi, mundi smám saman - taka meir mark á vilja kínv. fjármagns, en stjórnvalda í moskvu.
Svæðum undir fullri stjórn Moskvu - mundi fækka jafnt og þétt.
Þannig gæti rússneska sambandsríkið, smám saman - fjarað út.
- Hættan sé að Kína gleypi Rússland, eða a.m.k. þ.s. Kína hentar að gleypa.
--------------------------------------------
Ég tel að bandalag við Vesturlönd sé miklu mun "minna áhættusamt" fyrir stjórnvöld í Moskvu. En rétt er að muna að Bandaríkin - - stjórna ekki Evrópu. Þó sannarlega taki Evrópa mjög mikið tillit til vilja Bandar. þegar kemur að öryggismálum, er það samt ekki svo að Bandaríkin geti skipað Evrópu fyrir verkum. En reynslan sýnir samt, að fátt kemst í verk - nema að Bandar. hafi frumkvæðið að því.
- Það áhugaverða er, að ef Rússland mundi gerast bandamaður Vesturvelda, þá væri allt í einu svo komið að til staðar væru 2-lönd innan bandalagsins er væru hernaðarlega sterk.
- En það þíddi, að allt í einu hefði Evrópa - - 2 valkosti með samstarf um ónefnd verkefni á öryggis sviðinu. Þ.e. ef Bandaríkin vilja ekki, gæti Rússland viljað, og öfugt.
- Þannig að Evrópa "tel ég" yrði þá nokkru sterkari vs. Bandaríkin en áður.
- Á hinn bóginn, þá gæti Rússland líklega einnig fært sér í nyt, líklegar tilraunir Evrópu til að spila á samstarf sitt við Bandar. og Rússland, til þess að tryggja - - að hvorugur aðilinn væri líklegur til að vera of ríkjandi í samskiptunum við Rússland.
Það sem ég er að meina, er að þetta mundi líklega þróast í samstarf, jafningja.
Evrópa - Bandar. - Rússland, þurfa ekki að vera nákvæmlega jöfn. Bandaríkin verða alltaf sterkust, en enginn hinna 3-ja væri gersamlega dóminerandi, tel ég.
- Síðan gæti náið efnahags samstarf Rússlands við Evrópu, stuðlað að frekari efnahags uppbyggingu Rússlands.
- Ríkara Rússland mundi frekar vera fært um að - halda í A-héröðin sín. Og hindra að Kína verði of ráðríkt innan landamæra Rússlands.
Niðurstaða
Ég tel að samvinna Rússlands og Kína - sé ólíklegt að enda vel fyrir Rússland. Aftur á móti sé ég mörg tækifæri í því fyrir Bandaríkin - Evrópu - og Rússland af samvinnu. Rússland er enn auðlindarýkt. Margt þar innanlands en vannýtt. Að auki þarf Rússland á því að halda. Að það sé fjárfest innan þar. Ekki síst í einhverju öðru en því sem tengist beinni "auðlindavinnslu."
Samstarf við Vesturlönd - sé líklegt að "styrkja Rússland."
Meðan að samstarf við Kína - sé líklegt að veikja það, reyndar sé ég fátt sem getur stöðvað þá veikingu ef hún á annað borð fer af stað að ráði; nema að Rússland taki upp náið samstarf við Vesturlönd.
Ég tel að það sé ekki raunhæfur valkostur fyrir Rússland, að standa "eitt og óstutt" gagnvart Kína - með sína 3000km. eða svo af landamærum við Kína.
----------------------------------
Vesturlönd og Rússland, ættu því að gæta sín á því að deilan um Úkraínu - hleypi ekki svo illu blóði í samskiptin. Að jafnvel geti þau skaðast í mörg ár á eftir.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 19:41 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Síðustu hundrað ár hefur ekkert eitt atriði stjórnað heimspólitíkinni eins mikið og olía og annað jarðefnaeldsneyti. Vangeta stjórnmálamanna heimsins til aðgerða vegna breytinga á samsetningu lofthjúpsins er alger gagnvart skefjalausri rányrkjusókn núverandi jarðarbúa í þessari orkuöflun.
Eftir því sem líða mun á þessa öld mun stríðshættan magnast í réttu hlutfalli við þá orkukreppu, sem mannkynið mun þá standa frammi fyrir.
Ómar Ragnarsson, 9.3.2014 kl. 13:58
Það kemur einfaldlega af því, að enn eru þeir kostir kostnaðarminni - sem þíðir að orkuverð getur verið lægra.
En þ.e. líklega rétt hjá þér að eftir því sem þeim hagkerfum fjölgar sem iðnvæðast - - því meiri verður samkeppnin um orkuna.
Þ.e. ekki bara orkan, eiginlega allar forgengilegar auðlyndir á Jörðinni - sem samkeppni mun aukast um.
Á hinn bóginn er almenningur ekki endilega að velja órökrétt, með því að velja þann kost að nýta forgengilegar auðlyndir í dag. En þ.e. engin leið að setja upp með óvéfengjanlegum hætti, hversu svartara þetta er líklegt að verða á morgun.
Ef við gefum okkur að það líði a.m.k. 25-30 ár áður en veruleg skorts einkenni koma fram, þá er enn sá tími til stefnu. Til að bæta þá tækni og þróa frekar, sem menn telja að eigi að taka við.
Alvarleg hætta á átökum ætti ekki að verða, fyrr en þau skorts einkenni fara að vera tilfinnanleg.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 9.3.2014 kl. 19:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning