7.3.2014 | 23:36
Nýtt gas stríð milli Rússlands og Úkraínu að hefjast?
Það kom fram í frétt Wall Street Journal, að Gazprom hafi hótað að skrúfa fyrir gas til Úkraínu. Eins og gert var 2009. Það eru þó minni líkur á truflun á gasflutningum til Evrópu en þá. Þ.s. Gazprom hefur síðan þá lagt leiðslu eftir botni Eystrasalts til Þýskalands svokölluð "Nordstream" leiðsla. Skv. frétt er einnig birgðastaða gasdreifingarfyrirtækja í Evrópu góð - þessa dagana. Auk þess að versti hluti vetrar sé búinn svo að hápunktur notkunar sé liðinn.
Nordstream dugar þó ekki til lengdar, flutningsgeta ekki nóg. En það líklega þíði að Gazprom geti skrúfað fyrir gas til Úkraínu - án þess að skaða hagsmuni annarra kaupenda í a.m.k. -- nokkrar vikur.
Russian State Gas Company Threatens to Cut Supply to Ukraine
- Það getur þó leitt til þess, að fyrsta neyðarlánið sem ESB veitir Úkraínu - fari í það að greiða Gazprom, sem er í eigu Rússlands.
- Á sama tíma og hinir nýju stjórnendur Úkraínu, eru vægt sagt - ekki vinir Pútíns.
En haft var eftir forsætisráðherra Úkraínu:
Ukraine lays down conditions for talks with Russia
"Ukraine's Prime Minister Arseniy Yatsenyuk" - "Mr Yatseniuk said Ukraine had made clear its readiness to talk to Russia. But for this to happen our Russian neighbours, who should be our Russian partners had to meet conditions."
- First, they must pull out the troops.
- "Next, fulfil bilateral and multilateral commitments that Russia has signed."
- "Third, stop supporting separatists and terrorists, who are present in the territory of Crimea."
- "Fourth, we want to say to the world, that, yes, Ukraine and Russia have begun to build a new type of relationship.
----------------------------------
Þessi harða afstaða sem engin líkindi eru á að Pútín taki hið minnsta tillit til, er áhugaverð í því samhengi að Gazprom hefur nú hótað að skrúfa fyrir gas til Úkraínu.
Það hefur vakið athygli að róttækur flokkur þjóðernissinna er áberandi í hinni nýju stjórn Úkraínu
Þetta er flokkur er virðist líkjast nokkuð "Front National" hinum franska, með Marine Le Pen sem formanni.
Oleh Tyahnybok - sjá mynd - er leiðtogi Svoboda. Flokkur sem nú hefur 5 ráðherra-embætti, þar á meðal aðstoðarforsætisráðherra og ráðherra öryggismála. Oleh tók ekki sjálfur sæti í stjórninni.
Það virðast vera ýkjur - sem komið hafa fram að þetta sé fasistaflokkur. Á hinn bóginn, hafa þeir sem eru mjög andvígir "þjóðernishyggju" gjarnan þann ósið, að veifa fasista samlíkingum.
Og rússnesk stjórnvöld, hafa auðvitað beitt þeim áróðri - - að fasistar hafi tekið völdin í Úkraínu.
Það er líklegt að frumvarp er var lagt fyrir úkraínska þingið, um að lögleiða úkraínsku sem opinbert ríkistungumál, hafi átt rætur að rekja til flokksmanna Svoboda.
En rússn. stjv. hafa töluvert notað það mál, þegar þau hafa haldið því fram að þau séu að vernda rússn. mælandi íbúa Krímskaga fyrir ofsóknum fasistastjórnarinnar í Kíev.
Liðsmenn virðast hafa verið mjög framarlega í mótmælunum nýverið, þetta gefur ríkisstjórn Úkraínu bersýnilega - - töluverðan þjóðernishyggju andblæ.
Slíkur flokkur er líklegur að bregðast mjög harkalega við kröfum Gazprom.
Það getur verið áhugavert að fylgjast með því, hvað ríkisstjórn Úkraínu telur sig geta gert - sem mótleik.
En ég sé sosum ekki hvað það getur verið. Vart getur öll Úkraína farið að brenna eldiviði. Í staðinn að hita með gasi.
Niðurstaða
Það má sjálfsagt líta á þ.s. "escalation" að í farvatninu virðist nú önnur deila milli Úkraínu og hins risastóra ríkisgasfélags Rússlands, Gazprom. Fyrirtækið segir Úkraínu skulda 1,89ma.$. Ef skuldin verði ekki greidd innan 3-ja vikna. Verði skrúfað fyrir gasið - "The EU, U.S. and IMF have just about three weeks to resolve this,"
Það verður áhugavert að sjá, hvernig sú deila spilar inn í aðrar deilur nú í gangi milli Úkraínu og Rússlands. Og auðvitað vesturvelda og Rússlands. En ríkisstjórn Úkraínu, með sterkum þjóðerniskenndum lit - sé augljóslega líkleg að bregðast illa við þessum tíðindum. Og líkleg að leita logandi ljósi að einhverri gagnaðgerð/mótleik.
En skv. fréttum hefur Pútín formlega hótað því að beita refsiaðgerðum á móti, ef Evrópa og/eða Bandaríkin beita slíkum: Ukraine standoff intensifies, Russia says sanctions will 'boomerang'
Ég held að það sé "alls ekki" blöff hjá Pútín. Það verði að taka þá hótun "fullkomlega alvarlega."
Þ.s. hagvöxtur í Evrópu er bara milli 0,4-0,5%. Þá gæti alveg hugsast að "tit for tat" við Pútín, geti hugsanlega - - slökkt á þeim hagvexti. Auk þess að hugsanlega geta ýtt Evrópu í verðhjöðnun.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
Nýjustu athugasemdir
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: Ásgrímur - Evr. hefur hingað til fjármagnað stríðið að stærstum... 2.1.2025
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: Grímur Kjartansson , þess vegna mun NATO krefjast trygginga af ... 2.1.2025
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: https://www.youtube.com/watch?v=rkA7Fd8XNyQ Það sem líklega ger... 1.1.2025
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: Ég fylgist nokkuð með fréttum frá nýjasta NATO ríkinu Svíþjóð o... 1.1.2025
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: Grímur Kjartansson , meir en næg orka annars staðar frá. Frekar... 1.1.2025
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: En það gæti nú orðið ESB sem þvingar Selenski loks að samningar... 1.1.2025
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 3
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 95
- Frá upphafi: 858796
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 82
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Einar Björn
Þessi stjórn í Úkraníu er verri en þessi flokkur hennar Le Pen í Frakklandi því að þetta lið í þessari stjórn Úkraníu er Neo- Nazi : http://iacknowledge.net/nazis-come-to-power-in-europe-for-first-time-since-world-war-ii-where-is-the-outrage/
Pro-EU Neo-Nazi caught people and lynching them,Kiev, 22.01.2014 : http://www.youtube.com/watch?v=WytscKrZ7Is
NEWSNIGHT: Neo-Nazi threat in new Ukraine : http://www.youtube.com/watch?v=5SBo0akeDMY
The U.S. has Installed a Neo-Nazi Government in Ukraine : http://www.globalresearch.ca/the-u-s-has.../5371554
Videos From Ukraine that The U.S. Media Will Never Show You http://scgnews.com/videos-from-ukraine-that-the-us-media-will-never-show-you
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 8.3.2014 kl. 00:33
Og annað sem menn virðast alltaf gleima, er að á krímaskaga eru kjarnavopn sem mega ekki fara í hendurnar á hvorki evrópu né úkarínu. En síður í hendurnar á einhverjum nasista eða fasistaflokki, eða þá usbekistan (íran/tyrkland) vinalegum dólgum.
Síðan finnst mér að menn ættu að beita sér við það að leiðrétta ímislegt sem nær er, en að standa og klaga yfir þessu. Því við höfum nató, sem er með hernaðarbrölt og notar dróna til að drepa vegfarendur í afghanistan. Í landi sem meira að segja rússar höfðu vit á að koma sér í burtu frá, þar er Rassmus Fog Rasmussen í fararbroddi með að sýna myndir í dönsku sjónvarpi, sem fólk ætti að hafa vit á því að skammast fyrir. Þó ekki sé minna sagt.
Fólk, sem ekki mótmælir og ekki sér til þess að slíkum hörmungum sem írak, afghanistan, líbía, sýrland, sé stöðvað af hálfu Evrópu, á nákvæmlega ekkert að segja í þessu dæmi. Því að sannleikurinn er sá, að þið eruð meiri óþverri en pútin.
Hreinsið til heima fyrir, og komið síðan og kennið öðrum hvernig þeir eiga að lifa.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 8.3.2014 kl. 10:26
Það eru deildar meiningar um það hvort Svoboda sé flokkur róttækra þjóðernissinna, eða fasistar. En rússn. stjv. geta vel litið svo á að þau hafi hagsmuni af því að halda fram ýkjum, að sverta mannorð stjv. í Kíev., þ.e. því eðlilegt að setja fyrirvara við "fréttir" um Svoboda sem líklega eru komnar frá Rússlandi.
----------------
Ég er ekki alveg viss Bjane, hvað þú átt við - þegar þú segir að Evr. eigi að stöðva e-h í Sýrlandi. Þarna er borgarastríð. Þeir sem fremstir eru í flokki að dæla þangað vopnum eru Arabaríkin v. Persaflóa annarsvegar og hinsvegar Rússland og Íran. Ég tel rangt að taka hliðar í því máli - þarna er í gangi miskunnarlaust stríð. Sem erlend ríki á báða bóga eru að blanda sér í. Þ.e. ekkert vitrænna að styðja miskunnarlausa ógnarstjórn Assads. Heldur en uppreisnarhópa. Í reynd eru stjv. og uppreisnarhópar eingöngu "factions" í dag, ekki ósvipað og er stríðið í Lýbanon geisaði.
-----------------------
Varðandi Írak er þar í dag stjórn meirihluta shíta. Ertu þá að óska eftir því að við mótmælum þeirri stjórn?
------------------------
Í Lýbýu varð uppreisn gegn Gaddhafi. Vesturveldi þar aðstoðuðu uppreisnina. Og Gaddhadi var fyrir rest myrtur af uppreisnarmönnum. Hann eins og Assad var miskunnarlaus harðstjóri - - veröldin hefur enga ástæðu til að sakna hans. Vesturlönd á hinn bóginn hafa líklega ekkert grætt á því máli. En í dag er ástand mála mjög nærri stjórnleysi.
-------------------------
Varðandi Afganistan, tja þá gildir um það stríð - að því fyrr sem vesturlönd koma sér þaðan því betra. Talibanar munu sennilegast ná aftur stjórn á því landi fyrir rest. Þannig að það verði eins og fyrir Sovétríkin/Rússa - að gróði vesturvelda verði nákvæmlega enginn. Ég held að það verði næg lexía fyrir þau.
--------------------------
Reyndar virðast Bandar. vera aðeins byrjuð að læra sína lexíu - en Obama hefur eftir allt saman ekki enn a.m.k. látið undan þeirri kröfu Persaflóa-Araba, að senda fjölmennt herlið til Sýrlands. Virðist ekki líklegur til þess. Þess í stað valið að hefja samninga við Íran - - sem er virkilega áhugaverð stefnubreyting. En þ.e. margt sem Bandar. gætu grætt og Íran einnig af samstarfi við hvort annað.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 8.3.2014 kl. 10:56
Þetta er nú ekki allt frá Rússum, þó að menn vilja kenna þeim um að búa alltaf til lygar og áræoður, heldur er hægt að finna þetta hjá vestrænum fréttamiðlum eins og t.d. BBC, sjá hér "NEWSNIGHT: Neo-Nazi threat in new Ukraine" http://www.youtube.com/watch?v=5SBo0akeDMY
"Washington Collaborates with Ukrainian Neo-Nazi" http://www.globalresearch.ca/washington-collaborates-with-ukranian-neo-nazis/5367798
"Ukraine’s Fascist Neo-Nazi Color Revolution Backed by U.S." http://willyloman.wordpress.com/2014/01/24/ukraines-neo-nazi-color-revolution/
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 8.3.2014 kl. 12:34
THE AMERICAN MEDIA REFUSES TO REPORT ON THE VIRULENT ANTI-SEMITISM OF THE NEW KIEV REGIME http://www.antipasministries.com/html/file0000430.htm
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 8.3.2014 kl. 18:26
Eins og ég sagði, deildar meiningar um það hversu róttækur sá flokkur er. Það virðist töluvert ráða því - hvaða pólit. stefnu fjölmiðill hefur. Hvernig hann túlkar þann flokk.
En vinstri sinnaður fjölmiðill er líklegri að nota orðalagið "fasismi" yfir mjög hægri sinnaða flokka, en t.d. hægri sinnaðir fjölmiðlar. Ég efa t.d. að FoxNews mundi kalla þá "fasista" þó að kannski BBC fréttamenn séu annarrar skoðunar.
T.d. efa ég að hann sé í reynd róttækari, en t.d. hægri sinnaðir Repúblikanar í Bandaríkjunum.
Enginn efast um að hann sé róttækur. En þ.e. akskaplega stór fullyrðing - að nota orðalagið, fasískt.
Ég held að það sé réttmætara að kalla þá, róttæka þjóðernissinna. Séu sambærilegir við "Front Nationale" - hægri sinnaða Repúblikana í Bandar. - og margvíslega aðra hægri sinnaða jaðarflokka í Evrópu.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 9.3.2014 kl. 01:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning