4.3.2014 | 00:26
Hvað ef Rússar kaupa Krímskaga af Úkraínu?
Mér datt þetta í hug, þegar ég fór að rifja upp í huga mér alla stöðuna fram að þessum degi. En áður en byltingin í Úkraínu fór fram nýverið. Hafði Pútín boðið forseta Úkraínu 15 milljarða dollara aðstoð. Þetta er nú töluverð upphæð - þó skaginn sé sennilega meira virði fyrir Rússa en það.
Þá væri það sennilega meira virði fyrir Úkraínu, að fá fjármagn frá Rússum - - heldur en að standa í langri deilu við Rússa um Krímskaga.
Þá væri það ekki lán, eins og aðstoð Pútíns við Yanukovich - heldur greiðsla án nokkurra skuldbindinga annarra en þeirrar, að með viðtöku fjármagnsins mundi Úkraína þá fallast á það að Krímskagi tilheyri Rússlandi.
Endir væri formlega bundinn á þá deilu!
Þá þyrfti að prútta um upphæð, sem gæti verið hærri en 15 milljarðar dollara.
En höfum í huga að Úkraína er nærri því gjaldþrota, þarf á neyðarfjármögnun að halda - - það mundi því koma sér mjög vel að fá digra upphæð frá Rússum:
Samkv. skýrslu "I.I.F." getur Úkraína orðið gjaldþrota fyrir lok þessa árs
Áróðursstríðið í fullum gangi!
Nú eru vesturlönd að fókusa á hugmyndir þess efnis, að annaðhvort knýja Rússland til að skila Krímskaga, eða að refsa Rússlandi fyrir að hafa tekið Krímskaga.
Höfum í huga hve aðgerðir Rússa hafa í reynd verið "mildar" þ.e. enginn hefur fallið, enginn svo vitað til örkumlast eða slasast alvarlega, eða slasast yfirleitt.
Þ.e. enginn vafi á því, að íbúar skagans - vilja tilheyra Rússlandi.
------------------------------
Þ.s. menn eru að deila um, er aðferðin - - að Rússar hafi tekið skagann traustataki.
Ég held að það séu engar líkur á því, að Rússar hafi nokkurn hinn minnsta áhuga á að skila skaganum aftur, en þó svo að rússnesk stjv. tali um að þau séu að "vernda rússneskumælandi íbúa svæðisins."
Þá vita allir sem vita vilja - - að í reynd snýr taka Krímskaga af hálfu Rússa, um flotastöðina og flotahöfnina í Sevastopol. Sem er langsamlega besta höfnin við Svartahaf.
Þessi flotahöfn er meginatriði í flotauppbyggingu Rússa við Svartahaf, og auðvitað við Miðjarðarhaf.
Áhrif Rússa á því svæði - - mundu bíða verulegan hnekki, ef Rússar missa þessa mikilvægu höfn.
Og ég verð að segja eins og er, að það læðist að manni sá lúmski grunur, að baki yfirlýsingum vestrænna leiðtoga þ.s. þeir hóta Rússlandi refsiaðgerðum - liggi sú áhersla að vilja "veikja stöðu Rússlands á þessu svæði."
Dálítið sérkennileg atburðarás átti sér stað í gær, væntanlega liður í áróðurrstríðinu í gangi:
- "Ukraines defence ministry said its forces in Crimea had received an ultimatum from Russian forces to surrender to them by 5am local time on Tuesday or face military attack."
- "Russias defence dismissed the claims as This is utter nonsense, a spokesman for the defence ministry told Vedomosti, a Russian broadsheet.
Ég held að ég trúi Rússum - - því ég get með engu móti komið auga á nokkra skynsemi í því fyrir Rússa, að setja því herliði Úkraínu sem eftir er á Krímskaga úrslitakosti um að gefast upp fyrir kl. 3 í nótt. Eða það verði skotið á stöðvar þeirra af fullum þunga þangað til þeir gefast upp.
Pútín er margt - en heimskur er hann ekki.
En þetta væri algerlega úr takt við aðgerðir Rússa fram að þessu, þ.s. bersýnilega hefur þess verið gætt í hvívetna að forðast manntjón.
Enda er það einmitt - - meginstyrkur Rússa nú í áróðursstríðinu. Að aðgerðirnar hafa hingað til algerlega verið án nokkurs manntjóns.
Rússar mundu tapa stórfellt á því, að hefja hernaðarárásir af fyrra bragði - - ég held að það sé fullkomlega öruggt. Að Pútín ætlar að hanga á Krímskaga.
En að á sama tíma, ætli hann sér ekki að það verði rússneski herinn - sem fyrstur hefur skothríð.
-----------------------------------
Úkraínsk stjórnvöld hafa að sjálfsögðu ástæðu til að vilja sverta mannorð rússn. stjórnvalda.
Hótanir Bandaríkjanna um refsiaðgerðir hafa líklega nokkurn trúverðugleika!
- "President Barack Obama said on Monday that the US would take a series of diplomatic and economic steps to isolate Russia if it did not withdraw its military from Crimea.
- He warned that the intervention would be a costly proposition for Russia in the long term, but held open the prospect of Mr Putin defusing the crisis by accepting international monitors to ensure the security of Russians in Ukraine. Really there are two paths Russia can take at this point, he said."
Þarna er Obama greinilega að láta reyna á "bluff" Pútíns þess efnis, að aðgerðir rússn. hersins snúist um það, að vernda íbúa Krímskaga.
En að sjálfsögðu er það ekki - - meginástæðan.
Þó svo að Pútín sé sjálfsagt það alls ekki á móti skapi, að hafa fært ca. 3 millj. rússn. mælandi íbúa aftur undir rússn. yfirráð - - heldur snúist þetta um "flotastöðina" í Sevastopol. Það hernaðarlega mikilvægi er hún hefur.
- En tæknilega geta Bandaríkin beitt tegund af refsiaðgerð sem hefur reynst mjög áhrifarík, þ.e. að banna fyrirtækjum sem hafa viðskipti innan Bandaríkjanna, að eiga í viðskiptum við rússnesk fyrirtæki.
Þetta hefur virkað mjög vel í tilviki Írans. En það ber að muna eftir því, að Gasprom hefur mjög mikil viðskipti við Evrópu, eins og kemur fram í frétt - sér um 30% af heildareftirspurn eftir náttúrugasi innan Evrópu: Gazprom: in the pipeline
Deilan setur Gasprom í erfiða stöðu þ.s. stærsta gasleiðslan liggur í gegnum Úkraínu.
Tæknilega getur Úkraína lokað henni - - þó ekki án þess að skapa verulega mikil óþægindi fyrir Evr.ríki eins og Pólland, Slóvakíu, Tékkland o.s.frv.
Þannig að sennilega er það ekki sérdeilis líkleg aðgerð, þ.s. Úkraína er að leita eftir fjárhags aðstoð frá ESB aðildarríkjum.
--------------------------
En Gasprom er einmitt gott dæmi um það vandamál, að beita Rússland refsiaðgerðum.
Ef þeim væri beitt, yrði að undanskilja bersýnilega "Gasprom."
Hótanir ESB um refsiaðgerðir virðast á sama tíma, hafa nánast ekki nokkurn trúverðugleika!
EU tells Russia to withdraw troops or face possible sanctions
Frásögn Reuters - gefur mynd af ráðherrum aðildarríkja ESB, í bölvuðum vandræðum með málið.
- "At talks on the Ukraine crisis in Brussels, they agreed no deadlines or details about any punitive measures that could be put in place against Russia..."
- "In Monday's talks, EU governments sought to strike a balance between pressuring Moscow and finding a way to calm the situation."
- "Radoslaw Sikorski, the foreign minister of Poland - "The EU is saying that it will revise its relations with Russia if there is no de-escalation," he told reporters after the meeting."
- "One possible measure mentioned by the EU ministers after their meeting was a suspension of talks on visa issues with Russia."
- "Ministers also considered the possibility of imposing an arms embargo on Russia but after several hours of talks, no decision was taken on the issue after some governments expressed reservations."
Ég sé ekki eitt einasta atriði - sem líklegt er að láta kaldan svita renna niður bakið á Pútín.
Niðurstaða
Ég held að Rússland ætti að bjóða Úkraínu - - að einfaldlega kaupa Krímskaga af Úkraínu. Þ.s. Pútín þegar heldur Krímskaga. Er svigrúm Úkraínu til að prútta um verð - takmarkað. En á móti kemur, að nokkurs virði væri fyrir Pútín að fá formlega uppáskrift úkraínskra stjórnvalda og þings Úkraínu, að Krímskaga sé formlega afsalað til Rússlands.
Það væri a.m.k. held ég þess virði að borga Úkraínu 15 milljarða dollara. Þ.e. það fé sem Pútín hafði áður lofað Yanukovich.
Pútín getur sennilega boðið nokkru betur en það - ef þörf er á.
En þetta gæti verið góð lending fyrir Úkraínu, sem einmitt er í mjög alvarlegum fjárhagslegum kröggum. Og í reynd hefur alls ekki efni á því - að lenda í langvarandi deilu við Rússland.
Það mundi þá væntanlega þíða, að Pútín mundi ekki gera neinar frekari tilraunir til þess, að skapa óróa innan Úkraínu. Eða til þess að draga úr stöðugleika innan Úkraínu.
En þ.e. öruggt að ef Pútín vill, hefur hann margvíslega möguleika til þess að stuðla að innanlandsátökum í Úkraínu, milli rússneskumælandi íbúa og úkraínsku mælandi íbúa.
Úkraína mundi tel ég tapa til lengdar miklu meir á slíkum áframhaldandi átökum.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 11:34 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
Nýjustu athugasemdir
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: Ásgrímur - Evr. hefur hingað til fjármagnað stríðið að stærstum... 2.1.2025
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: Grímur Kjartansson , þess vegna mun NATO krefjast trygginga af ... 2.1.2025
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: https://www.youtube.com/watch?v=rkA7Fd8XNyQ Það sem líklega ger... 1.1.2025
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: Ég fylgist nokkuð með fréttum frá nýjasta NATO ríkinu Svíþjóð o... 1.1.2025
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: Grímur Kjartansson , meir en næg orka annars staðar frá. Frekar... 1.1.2025
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: En það gæti nú orðið ESB sem þvingar Selenski loks að samningar... 1.1.2025
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja...: Má orða það þannig. Gleðileg jól. Kv. 25.12.2024
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja...: Fljótt á litið er eins og við höfum farið úr öskunni í einhverj... 24.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.1.): 8
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 828
- Frá upphafi: 858755
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 749
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
þetað er hugmynd sem er vert að skoða. því ukraína mun ekki með góðu móti sækja að rússum á krím
Kristinn Geir Briem, 4.3.2014 kl. 10:33
Þetta væri náttúrulega lausn á öllum málum, en getur aldrei orðið að raunveruleika.
Þú gleimir í þessu sambandi, mikilvægasta þætti málsins.
1. Gasið sem flæðir í gegnum Ukraíun, og Ukraíumenn selja óspart til Evrópu, án þess að borga rússum fyrir. Og klaga rússa um að láta þá frjósa að vetri, ef þeir loka fyrir.
2. Krímskagi er mikilvæg aðstaða að Dauðahafinu, fyrir sjóherinn. Þarna eru gamlar Sovétskar káfbátalægi, kjarnavopn og kjarnatækni, ásamt öðrum búnaði.
Evrópa, með Bandaríkin í fararbroddi eru að reyna að drepa Rússneska björninn. Júgóslavía, Georgía og Úkraína eru Evrópa að búa till "lebensraum", þar sem þessar þjóðir eru notaðar sem einangrunarefni sem fyrst verður fyrir byssukúlum rússa ef í stríð fer. Rússar, hafa náttúrulega sömu hugmyndafræði og Evrópa ... þeir vilja nota sama svæði sem einangrun, sem fyrst verður fyrir byssukúlum Bandaríkjana, ef í stríð fer.
Og ég er alveg viss um að Pútin myndi borga miklu meir en nokkra miljarða fyrir Krímsskaga, en alveg öruggur á að handbendi Evrópu í Úkraínu, gangi aldrei að þeim skilmálum.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 4.3.2014 kl. 10:35
Lífskjör íbúa Úkrainu munu versna hratt á nk. mánuðum. Þegar dregur nær fyrirhuguðum kosningum eftir 4 mánuði. Ætti úkraínskur almenningur vera farinn að taka vel eftir því að þ.e. alvarleg kreppa. Hræðsla um framtíðar lífskjör vegna yfirvofandi gjaldþrots gæti þá hrist í fólki. Hræðsla um eigin hag er gjarnan öflugur drifkraftur. Pútín gæti komið fram með sitt tilboð þegar hann sér að Úkraínumenn eru farnir að deila innbyrðis um framtíðarefnahagsstefnuna. En slíkt gerist gjarnan þegar þjóðir stara inn í hyldýpi efnahagshruns. Vestrænar þjóðir eru ólíklegar að vera það gjöfular á fé, að þjóðin fari ekki að finna hratt fyrir versnandi hag á nk. mánuðum.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 4.3.2014 kl. 10:54
Ég spái því Einar, að Merkel, þessi gamla Stasi kerling. Muni koma með tilboð, opinberlega eða leynt, þar sem Ukraína fær peninga til að halda sér í andstöðu við Rússa. Það er ekki af ástæðulausu, sem Ukraína er að reyna að hreifa sig í þá átt ... en eins og máltækið segir, hundurinn býtur sjaldan í hendina sem brauðfæðir hann ... og gerir sér deilt við þann sem færir honum nammi.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 4.3.2014 kl. 10:59
gerir sér dælt ... ekki deilt ... ahhh
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 4.3.2014 kl. 11:00
Evr. + Bandar. í samvinnu við AGS, ætla að bjóða Úkraínu björgunarprógramm. Svo sannarlega er Merkel að sjóða saman prógramm ásamt Obama og yfirmanni AGS. Eins og kemur fram í skýrslu sem ég vitna til í eldri færslu sem hlekkjað er á að ofan. Verður Úkraína gjaldþrota á þessu ári án fjárhags aðstoðar. Land í slíku ástandi á enga góða valkosti. Þannig séð, gæti tilboð Pútíns, bætt samn.stöðu Úkraínu gagnvart Vesturveldum haft þau áhrif að Úkraína geti náð fram hagstæðari samn. um slíka aðstoð en annars. Með þeim hætti gæti tilboð Pútíns verið þáttur í valdatafli Pútíns og Vesturvelda um landið. Pútín væri snjall að koma fram með sitt tilboð rétt fyrir þingkosningar í Úkraínu, þegar líklega hugmyndir vesturvelda liggja fyrir nokkurn veginn. Þá gætu kosningarnar í landinu orðið áhugaverðar. Og farið kannski ekki endilega með þeim hætti sem menn reikna almennt með.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 4.3.2014 kl. 11:34
Sæll Einar Björn
Góð hugmynd hjá þér Einar Björn og ekkert að henni, en ég er hræddur um að þeir sem að skipulögðu þetta allt með að einangra Rússland svona yrðu alls ekki ánægðir með einhverja svona lausn á málinu, því þetta er algjörlega gegn þeirra stefnu.
Anonymous Ukraine releases Klitschko e-mails showing treason
- http://bit.ly/1cDAwzC
West controlling Ukranian opposition: "Hackers were simply telling the truth" - Expert says...
- http://bit.ly/MJxDnl
Ukraine: another piece in US-NATO-EU neo-con puzzle
- http://on.fb.me/1fmvf27
Israel ex-officer leads Ukraine unrest
- http://bit.ly/1h7TM9n
Washington Orchestrated Protests Are Destabilizing Ukraine
- http://bit.ly/1lHrXq4
McCain: America stands with Ukrainians
- http://cnn.it/1fNMEMb
McCain: '3 Nations visited, 2 nations already destroyed. Do you understand the message?'
- http://on.fb.me/1hVTWTD
John McCain accused of posing with Syrian rebels
- http://on.fb.me/1ja4mRj
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 4.3.2014 kl. 14:34
.. Already the war drums are sounding after Russia moved more troops into Crimea to protect its Navy base and the large pro-Russian population in the region. Writing yesterday in Foreign Policy Admiral James Stavridis (Ret) called for NATO to immediately increase” all intelligence-gathering functions through satellite, Predator unmanned vehicles, and especially cyber” and to sail “NATO maritime forces into the Black Sea and setting up contingency plans for their use.” This is full-blown war talk – with Russia. Admiral Stavridis was Supreme Allied Commander at NATO from 2009 to 2013. He is currently dean of the Fletcher School of Law and Diplomacy at Tufts University.
If Stavridis is saying these things you can just imagine what plans are underway inside the Pentagon and at NATO HQ in Europe.
The Russians know that they are being set up. Reporting for Asia Times, Pepe Escobar wrote,
” Even before neo-con Victoria ‘fuck the EU’ Nuland’s intercept, [Russian intelligence] had already identified the wider mechanics of the CIA-style coup – including Turkish intelligence financing Tatars in Crimea… And what will the Tatars in Crimea do? Stage a jihad? Wait: the “West” will surely try to FINANCE THIS JIHAD.”
It’s Syria all over again, this time right on the Russian border.
Except this time the US-NATO are messing with a country that has the capability to fight back. This is how world wars get started. The Russians are not going to idly sit by and watch US-NATO set up a right-wing fascist state right on their border. Hitler tried that during WW II and at least 20 million died defending the Soviet Union. Ever since then the Russian people have been ‘sensitive’ about defending their immediate borders...
(Inside the Pentagon: Preparing for War with Russia? http://www.globalresearch.ca/inside-the-pentagon-preparing-for-war-with-russia/5371673
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 4.3.2014 kl. 16:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning