2.3.2014 | 15:11
Rússland búið að taka Krímskaga - settur forsætisráðherra Úkraínu segir Pútín hafa lýst yfir stríði við Úkraínu
Rás atburða hefur verið hröð undanfarna Daga. Þ.s. sl. miðvikudag tóku rússneskir hermenn sér stöðu í þinghúsi og stjórnarbyggingum á Krímskaga. Innan við 12 kl.st. síðar, höfðu þingmenn á þingi Krímarskaga samþykkt með rússn. hermenn standandi vörð um þinghúsið að skipa bandamann rússn. stjv. leiðtoga sjálfstjórnarhéraðs Krímskaga. Svo á föstudagsmorgunn, tóku rússn. hermenn sér stöðu við flugvelli höfuðborgar héraðsins og við flugvöll við helstu hafnarborgina, þ.s. Rússar hafa haft herstöð í um 300 ár. Í gær þ.e. laugardag - - óskaði nýsettur landstjórnandi svæðisins, vinur rússn. stjv. formlega eftir aðstoð rússneska hersins, við það verk að gæta öryggis íbúa þess. Skv. fréttum Reuters í dag, hafa rússneskir hermenn nú "tekið allt héraðið herskyldi" og að auki hafa mestu "afvopnað liðsveitir úkraínskra stjv. á svæðinu" - - allt fór þetta fram án blóðsúthellinga.
Ukraine mobilizes after Putin's 'declaration of war'
- Fréttir berast nú af því að rússn. hermenn séu farnir að grafa "skotgrafir" og koma fyrir "víghreiðrum" á landamærum Krímskaga og Úkraínu.
- Bersýnilega farnir að búa til "varnarlínu."
"Russian forces have already bloodlessly seized Crimea - an isolated Black Sea peninsula where Moscow has a naval base. On Sunday they surrounded several small Ukrainian military outposts there and demanded the Ukrainian troops disarm. Some refused, although no shots were fired."
Þeir flokkar Úkraínskra stjv. sem neituðu að afvopnast, eru þá væntanlega umkringdir. Og fá ekki að færa sig úr stað, nema að afhenda vopn sín.
Viðbrögð úkraínskra stjórnvalda hafa eðlilega verið mjög harkaleg!
Ukraine mobilizes after Putin's 'declaration of war'
""This is not a threat: this is actually the declaration of war to my country," said Ukraine's Prime Minister Arseny Yatseniuk, head of a pro-Western government that took power when Russian ally Viktor Yanukovich fled last week."
Prime Minister: Ukraine on Brink of Disaster
"Ukrainian Prime Minister Arseniy Yatsenyuk said Sunday" - "If President Putin wants to be the president who starts the war between two friendly and neighboring countries, he has [almost] reached this target," - "We are on the brink of disaster. There was no reason for the Russian Federation to invade Ukraine."
Kiev accuses Moscow of declaring war
"Arseniy Yatseniuk, prime minister, said on Sunday, a day after Russias parliament gave the green light to President Vladimir Putin to deploy troops into Ukraine." - This is not a red alert . . . this is actually a declaration of war against my country,
"Oleksandr Turchynov, Ukraines acting president," - This is direct military aggression by the Russian military and leadership of the Russian Federation.
- Úkraínsk stjv. hafa óskað eftir aðstoð vesturlanda, við það að beita Pútín nægum þrístingi, til þess að hann hætti "innrás í úkraínskt land."
- Neyðarfundur NATO kvá vera í gangi í Brussel í dag, sunnudag.
Yfirmaður NATO: "Anders Fogh Rasmussen, the alliances secretary-general, said Russian actions in Ukraine violates the principles of the UN charter. It threatens peace and security in Europe. Russia must stop its military activities and its threats."
- "Mr Rasmussens claim that Russia is violating the UN charter laid the groundwork for possible sanctions against Moscow."
- "The UN charter allows for partial interruption of economic relations when its principles are breached."
Höfum samt sem áður í huga, að Evrópa sérstaklega löndin í Evrópu A-verðri eru ákaflega háð gasi frá Rússlandi.
Þau viðskipti geta augljóslega ekki stoppað - að auki "tollur" eða "gjald" sett á það gas, mundi einungis lækka lífskjör í þeim aðildarríkjum ESB sem eru mjög háð gasinnflutningi frá Rússlandi, með því að hækka verðlag þar á gasi.
Líklega eingöngu "táknrænar" aðgerðir af hálfu NATO - Þ.e. mótmæli væntanlega fremur harðorð, og einhverjar refsiaðgerðir sem væntanlega hafa ákaflega lítil áhrif á rússn. efnahag, að sjálfsögðu engir hermenn á vegum NATO til Úkraínu.
Ég á því von á því að Úkraína verði fyrir töluverðum vonbrigðum, með viðbrögð vesturlanda.
Her Úkraínu er samt sem áður öflugur
Ukraine Finds Its Forces Are Ill Equipped to Take Crimea Back From Russia
En eins og fram kemur í fréttaskýringu NYTimes, hefur liðstyrkur hans verið lítill á Krímskaga. Meðan að þar er að finna mjög fjölmenna rússn. herstöð.
Því var það sennilega alltaf mjög erfitt fyrir úkraínska herinn, að hindra yfirtöku Rússa á Krím.
Og nú þegar rússn. hermenn eru að taka sér stöðu á mjóum landbrúm sem tengja svæðið við meginlandið, og eru að setja upp "varnarlínur" á þeim landbrúm.
Er ljóst að úkraínski herinn á litla möguleika til að ná svæðinu til baka.
Percentage of native Russian speakers by subdivision according to the 2001 census (by Oblast)[f]
-------------------------------------------------
Aftur á móti væru möguleikar úkraínska hersins allt aðrir og mun betri að fást við Rússa, ef þeir gera tilraun til að taka eitthvað af öðrum svæðum þ.s. rússnesku mælandi íbúar eru í meirihluta.
- Skv. fréttum hafa úkraínsk stjv. fyrirskipað - - almenna hervæðingu.
Ukraine orders full military mobilisation over Russia moves
"Several other measures were announced on Sunday by national security officials:
- The armed forces would be put on "full combat readiness".
- Reserves to be mobilised and trained
- Ukraine's foreign minister will seek the help of US and UK leaders in guaranteeing its security
- Emergency headquarters to be set up
- Increased security at key sites, including nuclear plants.
- Airspace closed to all non-civilian aircraft.
The BBC has seen what appear to be Russian troops digging trenches on the Crimean border."
Úkraína virðist hafa tvær megingerðir skriðdrega þ.e. T-84 sem virðist vera velheppnuð uppfærsla á eldri T-80. Siðan er það T-64BM Bulat sem er uppfærsla á T-64 upp í sama standard og T-84.
"T-64U, BM Bulat, or Ob'yekt 447AM-1 Ukrainian modernisation, bringing the T-64B to the standard of the T-84. Fitted with "Nozh" reactive armour, 9K120 "Refleks" missile (NATO code "AT-11 Sniper"), 1A45 "Irtysh" fire control, TKN-4S commander's sight, PZU-7 antiaircraft machine-gun sight, TPN-4E "Buran-E" night vision, 6TDF 1,000-hp (735 kW) engine."
Hin nýja 1000 hestafla dísilvél gefur þeim mjög hagstætt þyngdar afls hlutfall miðað við þ.s. þekkist í stórum skriðdrekum. Það kemur til vegna þess að þessir skriðdrekar eru um 20 tonnum léttari en venja er í dag í NATO löndum. Þ.s. brynvörn er orðin svo þykk og öflug að tækin verða mjög þung.
En í staðinn stenst brynvörnin mun frekar ef skotið er á tækið.
Á hinn bóginn eru þeir skriðdrekar sem Rússar hafa mjög sambærilegir við þá sem Úkraína beitir sbr: T-90. Rússar eru einnig með T-64 og hafa útbúið sína eigin uppfærslu pakka á þeim. T-90 er í reynd stór uppfærsla á T-80, eins og að hinn úkraínski T-84 er það einnig. Líklega mjög sambærilegir að getu.
T-64 var skriðdreki sem var miklu tæknilega fullkomnari heldur en T-70 til T-80 línan. T-64 var aldrei seldur til 3-landa. Meðan að Rússar seldu út um víðan heim, mikinn fjölda T-70 og T-80.
Á hinn bóginn vegna þess að T-70 og T-80 eru mun minna flóknir tæknilega, eru þeir einnig mun ódýrari í rekstri. Það er líklega af hverju, að þó svo að Sovétríkin settu í framleiðslu T-64.
Var T-70 og T-80 línan einnig framleidd. Og að auki framleiddir í mun meira magni.
T-64 var hugsaður fyrir elítu hersveitir Sovéska hersins. Við hrun Sovétríkjanna, var hluti þeirra staðsettur í Úkraínu. Sem skýrir af hverju Úkraína er eina landið ásamt Rússlandi í dag, að hafa T-64 í notkun.
Að auki lentu verksmiðjur sem framleiða hvora tegund innan landamæra Úkraínu. Sem gefur Úkraínu sjálfstæða getu til að framleiða þunga skriðdreka og uppfæra þá tæknilega. Úkraína er auk þess farin að selja sínar uppfærðu útgáfur til 3-landa, sbr. sölu nýverið á T-84 til Tælands.
------------------------------
Fastaher Úkraínu er þó ekki neitt gríðarlega fjölmennur - - þ.e. ca. 70 þúsund skilst mér.
Á sama tíma og flugher hefur rúmlega 40þ. liðsmenn.
Á móti kemur, að þessi her er nú "professional" þ.e. ekki "conscript."
Hefur að mörgu leiti verið endurskipulagður í samræmi við NATO standard.
En í almennri hervæðingu, mun þurfa að þjálfa fullt af fólki sem í dag hefur enga herþjálfun. Og væntanlega mundi þurfa að taka þá úr geymslum, eldri óuppfærðar útgáfur af skriðdrekum og öðrum tækjum.
En líklega hefur Úkraína eingöngu haft efni á að búa fastaherinn, tæknilega uppfærðum búnaði.
"Conscript" hluti hersins þó hann tæknilega gæti verið mun fjölmennari, væri því með takmarkaða hernaðarlega þíðingu - ekki síst vegna þess a.m.k. hálft ár mun taka að gefa óþjálfuðum einstaklingum lágmarks þjálfun.
------------------------------
En fyrir utan landher, hefur Úkraína einnig flugvélar sambærilegar þeim bestu sem Sovétríkin höfðu 1991 við hrun þeirra, þ.e. Sukhoi SU-27 og Mikoyan MIG-29.
Líklega hefur Úkraína einungis að takmörkuðu leiti getað uppfært þær vélar.
Meðan að í dag, ræður rússn. flugherinn yfir útgáfum af Sukhoi og Mikoyan sem hafa fengið umtalsverða tæknilega uppfærslu sbr: SU-27, MIG 29, SU-30 og 34.
SU-30 og SU-34 eru hvor tveggja, þróaðar út frá grunn gerðinni SU-27.
Ástæða þess að MIG 29 var framleidd, var að hver MIG 29 er ódýrari í rekstri en hver SU-27. Þannig að Sovétríkin höfðu efni á að reka fleiri MIG 29 heldur en SU 27 vélar.
MIG 29 var hugsuð sem keppinautur F-16. Meðan að SU-27 var hugsuð sem keppinautur F-15.
------------------------------
Landher og flugher Rússlands er fjölmennari, og flugher sennilega verið ívið meir uppfærður tæknilega. Meðan að landherir séu sambærilegir líklega að gæðum.
- Rússneski herinn einnig hefur veikleika sem eru að mörgu leiti sambærilegir veikleikum úkraínska hersins.
- Ég hugsa að almenn innrás sé ekki líkleg.
Niðurstaða
Það virðist komin upp hætta á raunverulegri stórstyrjöld milli Rússlands og Úkraínu. Sem væri stærsta stríðið innan Evrópu - tja, síðan í Seinni Styrjöld.
Á hinn bóginn, þá efa ég að Pútín leggi í þá áhættu - að gera tilraun til að seilast til valda í héröðum Úkraínu þ.s. íbúar eru meirihluta rússn. mælandi við landamærin að Rússlandi.
Þ.s. að her Úkraínu er þá í miklu mun betri aðstöðu til að snúast til varnar, en hann hefur verið gagnvart aðgerðum Rússa á Krímskaga.
En vegna þess hve fámennt lið var bersýnilega til staðar af hálfu úkraínskra stjv. á Krímskaga, og vegna þess hve þröng leiðin er inn á Krímskaga - sjá kort.
Sem gerir að verkum að fámennur her getur varið svæðið fyrir atlögu mun fjölmennara herliðs með fremur auðveldum hætti.
Þá sé ég ekki það sem raunhæfan möguleika fyrir úkraínsk stjv. að ná Krímskaga til baka, sem Rússar virðast nú hafa tekið skv. nýjustu erlendu fréttum.
Aðgerðir NATO og Vesturlanda almennt gagnvart Rússlandi, séu ekki líklegar að vera sérlega harðar. Þ.s. Rússland er einfaldlega það mikilvægt land, að þ.e. ekki raunhæft að beita sambærilegum lokunum á Rússland, og Vesturlönd hafa t.d. beitt á Íran.
T.d. er Evrópa of efnahagslega háð Rússlandi, til þess að það sé raunhæfur kostur að setja á almennt viðskiptabann.
Síðan þurfa Bandaríkin að hafa samskipti og samstarf við Rússland, ef á að vera mögulegt að t.d. binda enda á styrjöld í Sýrlandi, eða leysa vandamál tengd vaxandi spennu milli Írans og súnní múslíma landa í Mið-Austurlöndum.
Bandaríkin geta því ekki lokað á samskipti og allt samstarf við Rússland.
Það verða líklega einhverjar "sýndarmennsku" refsiaðgerðir - og að auki hörð mótmæli.
Sem Rússar munu láta sem vind um eyru þjóta.
Refsiaðgerðir ólíklegar að vera harðari en það, að Rússland muni lítt taka eftir þeim.
Þannig að Pútín að flestum líkindum komist fullkomlega upp með það, að hafa hrifsað Krímarskaga undir rússnesk yfirráð að nýju.
- Svo er það spurning; kemur það nokkrum manni á óvart að Pútin skuli hafa tekið Krímskaga?
En flotastöðin í Sevastopol er mikilvæg fyrir getu Rússlands að vera flotaveldi við Svartahaf og við Miðjarðarhaf.
Höfum í huga að þessi aðgerð hefur alfarið verið án blóðsúthellinga, a.m.k. fram að þessu.
Þ.e. afskaplega líklegt að meirihluti íbúa Krímskaga sé sáttur við það, að vera nú komnir aftur undir rússnesk stjórnvöld.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 20:41 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
Nýjustu athugasemdir
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: Ásgrímur - Evr. hefur hingað til fjármagnað stríðið að stærstum... 2.1.2025
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: Grímur Kjartansson , þess vegna mun NATO krefjast trygginga af ... 2.1.2025
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: https://www.youtube.com/watch?v=rkA7Fd8XNyQ Það sem líklega ger... 1.1.2025
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: Ég fylgist nokkuð með fréttum frá nýjasta NATO ríkinu Svíþjóð o... 1.1.2025
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: Grímur Kjartansson , meir en næg orka annars staðar frá. Frekar... 1.1.2025
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: En það gæti nú orðið ESB sem þvingar Selenski loks að samningar... 1.1.2025
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja...: Má orða það þannig. Gleðileg jól. Kv. 25.12.2024
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja...: Fljótt á litið er eins og við höfum farið úr öskunni í einhverj... 24.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.1.): 2
- Sl. sólarhring: 22
- Sl. viku: 881
- Frá upphafi: 858734
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 789
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ágætt, nema eins og oft áður þá eru niðurstöðurnar alveg út í hött. Sjálvsagt vegna þess að skoðanirnar eru heilaþvegnar amerískar skoðanir.
Það sem er að gerast á Krímskaga er refskák milli bandaríkjanna og rússlands. Bandaríkinn eru að leggja upp vopn í evrópu, sem þú lest ekkert um í fréttum, sem rússar hafa mótmælt. Og sjá því þessa "stöðu" á krímskaga sem árás. Rúsar líta á alla "slava" sem rússa, sem þýðir það að þeir eru í miklum meirihluta í Úkraínu. Hvort hluti þeirra séu "heilaþvegnir" af von um ríkidæmi í atvinnuleysi evrópu/bandaríkjanna er eitthvað sem hann horfir gersamlega fram hjá.
Það hafa þegar orðið blóðsúthellingar í Ukraínu, en Ukraína hefur enn yfir að ráða vopnum frá sovét tímanum, sem "ekki kemur til greina" að leifa að fara í hendurnar á Evrópu/Bandaríkjunum.
Hvað sem úr verður, verður aldrei neitt stríð sem heitir getur ... sem betur fer. En hitt er annað mál, að ef á að tala um nasista og hitler. Þá væri hægt að líkja Íslendingum og Bandaríkjamönnum við þennan ófögnuð.
Í ykkar augum er það í lagi að fara til Mið austurlanda og myrða miljón manns, í hefnd fyrir 4000 manns sem dóu í Bandaríkjunum. Í ykkar augum er það í lagi, að saka gyðingana (bankafólkið) um afglöpin af völdum eigin græðgi. Og síðan en ekki síst, má benda á að maður gleypir allt sem kaninn segir, eins og þjóðverjar gerðu við hitler, án þess að horfa hálfu auga á aðrar hliðar málsins.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 2.3.2014 kl. 16:05
Þú ert ekki alveg með réttu ráði, en ég var alltaf andvígur herför Bush inn í Írak. Taldi það alvarleg mistök fyrir Bandar., sem hefur komið á daginn.
Fyndið eiginlega að segja, að fyrrum sovésk vopn megi ekki falla í hendur NATO. En fullt af þeim gerði það, er A-Þýskaland sameinaðist V-Þýskalandi, og er lönd eins og Pólland, Tékkland, Slóvakía, Rúmenía, Ungverjaland - - gengu í NATO. Eina vopnið sem NATO hefur aldrei átt, er T-64. En NATO hefur í dag miklu betri tæki en þann úrelta skriðdreka.
Ef einhverjir Rússar halda sig við sína gömlu "pan slavnesku" kenningu - eru þeir Rússar einnig alvarlega úreltir. En sú hugmynd varð eiginlega úrelt þegar í Fyrra Stríði. En það má vera, að rússn. últra þjóðernissinnar, séu enn með þann gamla draum - að öll slavnesk lönd séu undir þeirra jánhæl. En ég sé það ekki gerast. Virkilega aldrei - eiginlega.
Það blasir því við að Úkraína þarf á friðsamlegum samskiptum við Rússland að halda.
Á sama tíma, held ég að V-Evr. og Bandar. og Rússland að auki; til lengri tíma litið. Hafi þörf fyrir hvert annað.
Að hinn eiginlegi óvinur Rússa, sé Kína - Rússar eigi eftir að komast að því fljótlega.
--------------------
Ég spái því að á þessari öld, kannski innan nk. 20 ára - mundi myndast þríeykis bandalag Rússlands - Evrópu og Bandar.; gegn Kína.
Það muni þó ekki líklega gerast fyrr, en Kína er búið að ná Mið Asíulöndunum, af rússn. yfirráðasvæði. En ég á von á því að það gerist innan næstu 10 ára - alveg örugglega innan nk. 15. Sú breyting, muni vekja Rússa upp svo um munar, um það frá hverjum þeim raunverulega stafar hætta.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 2.3.2014 kl. 18:37
Sæll Einar Björn
Athugaðu þetta hérna : The Truth About Ukraine - A US Coup? http://www.youtube.com/watch?v=UQcthWzgt6Y
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 2.3.2014 kl. 19:45
Sko mikið af lýsingu hans er alveg rétt, þ.e. hvernig hann lýsir gríðarlegri spillingu úkraínskra stjórnvalda - sem einmitt uppreisnin var að steypa.
En síðan fer hann eiginlega yfir í mjög skrítnar álykanir, en það ætti að blasa við - að gríðarleg spilling fyrri valdhafa, að þeir skuli hafa stolið megninu af skattfé landsmanna um nokkurra ára skeið, gert sjálfa sig óskaplega ríka, stolið síðan AGS láni án þess að framkvæma nokkrar efnahagsumbætur; á sama tíma og efnahagur landsins var kominn í frjálst fall landið orðið of skuldsett, komið að efnahagshruni.
Það er eiginlega fullkomlega nægileg skýring þess, af hverju almenningur rís upp.
En hver maður ætti að sjá, að almenningur sem býr við slíka geigvænlega spillingu valdhafa, er síðan að upplifa jafnan og stöðugan samdrátt í lífskjörum og þ.s. verra er - yfirvofandi efnahagshrun.
Að þá er að safnast upp reiði meðal almennings - - þá spurning um að einhver atburður komi til sem "trigger" sem ýti undir það að uppsöfnuð reiði verði að eiginlegri reiðiöldu er brýst upp á yfirborðið.
Þó það virðist honum ekki sennilegt þá er samn. ESB v. Úkraínu miklu meir en dæmigerður viðskiptasamningur, hann felur í sér fulla auka-aðild að ESB.
Tja alveg eins og EES felur í sér fyrir Ísland.
En skv. samningum þá ber að leiða í lög margvíslegar breytingar á lögum og reglum innan Úkraínu, og um leið - opna hagkerfið fyrir samkeppni.
Ég held að það sé vonin um betri framtíð - - sem almenningur í Úkraínu batt við þann samning; sem hafi vakið upp þessa miklu reiðiöldu þegar forsetinn hætti við að undirrita hann.
En þá hafi almenningi fundist að hann væri sviptur þeirri von um betri framtíð.
En þ.e. fátt sem skapar meiri reiði hjá fólki - ef það heldur að þú hafir svipt það voninni um betri tíð með grænni haga, þó sú framtíð komin einhverntíma seinna.
Sú von þarf ekki í reynd að vera "raunhæf" allt og sumt sem til þarf, er að almenningur hafi trúað á þá von, til þess að slík reiðialda geti brotist fram.
Það sé alger óþarfi að halda því fram, að reiðialdan hafi ekki getað verið sjálfsprottin innan Úkraínu.
Fyrir hendi séu algerlega fullnægjandi skilyrði fyrir hendi, fyrir einmitt uppreisn af því tagi sem hefur nú gengið alla leið.
Á samt sem áður ekki von á því að Vesturlönd geti fyllilega komið til móts við þá drauma sem gosið hafa upp á yfirborðið hjá úkraínskum almenningi.
Einhvern veginn þurfi Úkraína að finna leið til þess, að lenda deilum sínum við Rússland með einhverri sátt.
En ég sé ekki að það gangi upp efnahagslega fyrir Úkraínu að loka á Rússland, löndin séu of nátengd efnahagslega til þess að það sé praktístk - - það þíði ekki að Úkraína eigi ekki að halla sér ívið meir en landið hefur gert að Vesturlöndum. Og taka upp efnahagslega uppbyggingu meir í ætt við þá uppbyggingu er tíðkast á vesturlöndum.
Úkraína geti hugsanlega orðið ákveðinn hliðvörður, þ.e. verið fordyri fyrir Rússland sjálft að Vesturlöndum, fyrir Vestræn áhrif. En það væri í reynd gott fyrir Rússland sjálft, að "vestrænast" smávegis.
Það þíðir ekki að bæði löndin geti ekki gert það með sínu nefi, þurfi að apa nákvæmlega eftir það fyrirkomulag sem tíðkast hér.
Kv.Einar Björn Bjarnason, 2.3.2014 kl. 20:39
Þú ættir að hlusta á þennan skandal og/eða samtal er lekið var á http://www.youtube.com/watch?v=MSxaa-67yGM&feature=youtu.be
Sjá einnig 'This is what you cook for Ukraine?' State Dept Psaki grilled over leaked tape" http://www.youtube.com/watch?v=jW1WDbDX7wE
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 2.3.2014 kl. 23:51
Þetta er ekkert nýtt.
Það var verið að gera tilraun til að mynda stjórn, fá forsetann til að sætta sig við það að völd forsetaembættisins vær minnkuð verulega, að stjórnarandstaðan mundi taka við völdum - að hann mundi hætta fljótlega í kjölfarið.
Ef það hefði tekist. Hefðu atburðir er síðan áttu sér stað er tugir manna létust. Líklega ekki gerst. Forsetinn hefði að líkindum ekki þurft að flýja land, heldur fengið að láta af völdum í sæmilegum friði.
En þess í stað fór þessi tilraun til friðsamlegrar lausnar út um þúfur, forsetinn barðist áfram, og hann fór mun verr út úr niðurstöðunni er varð fyrir rest. Er nú í útlegð í Rússlandi. Eignir hans teknar yfir af ríkinu. Evr. hefur samþykkt að frysta bankareikninga hans, hvar sem þá má finna í aðildarlöndum ESB.
"Fuck the EU" vakti nokkra athygli í Evrópu. En ég held að þessi ummæli hafi síðan verið fyrirgefin.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 3.3.2014 kl. 00:41
Það er rétt hjá þér þetta er ekkert nýtt, en þetta hefur ekki verið fréttum hér, og hvað þetta ætlar allt saman að ganga upp hjá þeim:
"The United States has been trying to pry Ukraine away from a close relationship with Russia. Assistant Secretary of State Victoria Nuland said in December to a group of business leaders that the US invested $5 billion in helping Ukraine achieve its European aspirations...So obviously the US has played a role in trying to achieve this anti-democratic transition."
-Investigative journalist Robert Parry
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 4.3.2014 kl. 00:36
"This is the situation that Washington created and defends, while accusing Russia of stifling Ukrainian democracy. An elected democracy is what Ukraine had before Washington overthrew it.
At this time there is no legitimate Ukrainian government.
Everyone needs to understand that Washington is lying about Ukraine just as Washington lied about Saddam Hussein and weapons of mass destruction in Iraq, just as Washington lied about Iranian nukes, just as Washington lied about Syrian president Assad using chemical weapons, just as Washington lied about Afghanistan, Libya, NSA spying, torture. What hasn’t Washington lied about?
Washington is comprised of three elements: Arrogance, Hubris, and Evil. There is nothing else there." (Washington’s Arrogance, Hubris, and Evil Have Set the Stage for War" http://www.globalresearch.ca/washingtons-arrogance-hubris-and-evil-have-set-the-stage-for-war/5371695 )
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 4.3.2014 kl. 00:48
Sjá einnig "Did the U.S. Carry Out a Ukrainian Coup?" http://therealnews.com/t2/index.php?option=com_content&task=view&id=31&Itemid=74&jumival=11541
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 4.3.2014 kl. 00:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning