1.3.2014 | 02:47
Pútín herðir tökin á Krímskaga!
Samkvæmt nýjustu fréttum (nú á laugardag), hefur nýskipuð stjórn Krímarskaga beðið rússnesk yfirvöld um aðstoð við það að halda uppi lögum og reglu á svæðinu.
"Russia extended its reach in Crimea on Saturday as officials in the restive Ukrainian region called on Russian troops to help provide security and as Crimea's newly appointed prime minister, who is pro-Russian, said he was taking command of the peninsula's police and army."
Mér sýnist loks að vera að koma í ljós - hvernig Pútína ætlar að ná Krímskaga til sín að nýju.
--------------------------------------
Fyrir þá sem ekki vita, er Krímskagi hluti af Úkraínu. Það er þó tiltölulega nýlega skeð þ.e. í tíð Nikita Khrushchev var skaginn færður undir þ.s. þá var sjálfstjórnarhéraðið Úkraína. En eftir að Úkraína sjálf öðlaðist sjálfstæð í kjölfar hruns Sovétríkjanna sjálfra. Hefur skaginn haft stöðu "sjálfstjórnarhéraðs" innan Úkraínu.
En þ.e. ástæða að ætla að Rússar vilji fá hann til baka, enda þar mikilvæg flotahöfn í Sevastopol, sem er langsamlega besta höfnin við Svartahaf frá náttúrunnar hendi. Kostnaðarsamt væri að gera varahöfn Rússa við Svartahaf - jafngóða, með hafnargörðum sem yrðu þá að vera miklir að umfangi.
Að auki tilheyrði skaginn Rússlandi í 300 ár ca. á undan.
Flestir Rússar virðast þeirrar skoðunar að Khrushchev hafi tekið ranga ákvörðun á sínum tíma.
Íbúar skagans virðast ca. 60% vera Rússar, megnið af rest svokallaðir Krím-tatarar.
Í umliðinni viku hefur áhugaverð atburðarás verið í gangi:
- Vopnaðir menn, hugsanlega "sérsveitarmenn" halda þinghúsi og stjórnarbyggingum í höfuðborg héraðsins Simferopol. Þeir hafa ekki leynt því að vera hallir undir Rússa. En ekki látið neitt uppi um, akkúrat á hverra vegum þeir eru. Búningar án merkinga, og andlit hulin.
- Daginn eftir þ.e. mjög snemma á föstudagsmorgun. Þá tóku vopnaðir menn, einnig með hulin andlit, einnig í búningum án merkinga, og einnig harðvopnaðir - - aðalflugvöllinn í Simferapol og Sevastopol. Það gat vel hugsast að væri undirbúningur undir komu t.d. herflutningavéla. En ekki hefur a.m.k. bólað á slíkum enn.
- En það hefur meira verið að gerast- -sjá fréttaskýringar!
Russia Fosters Ukraine Discord
Riddle remains over who is behind grab for power in Crimea
- "Within 12 hours of the parliament being seized, Sergei Aksyonov, leader of Crimeas largest pro-Russia party, had been appointed as the peninsulas new prime minister in a snap vote in which more than 50 deputies were said to have participated."
Svo á milli atburðanna tveggja - - hefur sá 3-gert. Þ.e. að héraðsþingið skipaði leiðtoga stuðningsflokks rússn. yfirvalda á svæðinu - nýjan héraðsleiðtoga. Og hann hefur myndað nýja héraðsstjórn.
Svo það virðist hafa orðið nokkurs konar "stjórnarbylting" í héraðinu, og við hefur tekið ríkisstjórn aðila, sem hallir eru undir rússn. stjv.
Þetta virðist hafa farið fram í þinghúsinu - meðan að það er í vörslu óþekktra "sérsveitarmanna."
Og sjálfsagt er ætlast til, að menn haldi að það sé einungis tilviljun - að lið sem líkist sérsveit, taki þinghúsið. Síðan innan við 12 klukkutíma þaðan í frá - komi þingmenn saman á fundi í því húsi.
Og eins og fyrir galdur, er stór meirihluti þeirra sammála um að - skipa stuðningsmenn rússn. stjv. hina nýju ríkisstjórn héraðsins.
---------------------------------
Í hinni fréttinni kemur fram að héraðsþingið samþykkti einnig eftirfarandi:
"The Crimean legislature called a referendum on the region's status for May 25."
Einmitt - það á að kjósa um sjálfstæði héraðsins.
- Einhvern veginn á maður afskaplega erfitt með að trúa því, að karlinn hann Pútín komi hvergi við sögu!
1 of 11. Armed servicemen wait in Russian army vehicles outside a Ukranian border guard post in the Crimean town of Balaclava March 1, 2014.
Svo er það nýjasta þróunin nú í gangi í dag, laugardag:
Russia Extends Reach in Crimea with Calls for Troops in Ukrainian Region
- "Russia's State Duma, the lower house of parliament, Saturday issued an appeal to President Vladimir Putin to "use all available means to defend the population of Crimea from disorder and violence,""
- "A top Russian official said the country might send a "limited contingent" of additional military forces to Crimea to protect its citizens and Black Sea Fleet there."
- ""It's a decision for the president," said Valentina Matvienko, speaker of the Federation Council, the upper house of parliament. "We can't exclude that option given the situation today.""
- "Russian state media reported that he said a referendum on the region's status within Ukraine would be brought forward to March 30 from May."
- "Sergei Aksyonov, who was appointed head of Crimea after armed men took over the regional parliament this week, said troops from Russia's Black Sea Fleet are guarding vital facilities in the region and helping with patrols to ensure public order."
Ukraine cites Russian troop movements as Crimea sliding from its grasp
- "(Reuters) - Ukraine accused Russia on Saturday of sending thousands of extra troops to Crimea and placed its military in the area on high alert as the Black Sea peninsula appeared to slip beyond Kiev's control."
Rússar eru því komnir með sína - - > Tilliástæðu!
Hinn nýji "stjórnandi" svæðisins "líklega að nafni til" hefur beðið rússnesk yfirvöld um aðstoð.
Rússn. Dúman, hefur nú formlega samþykkt - að biðja Pútín um að verja Rússa á svæðinu, gagnvart hinni meintu hættu frá hinum nýju úkraínsku yfirvöldum.
Og rússn. embættismenn, tala um að - - senda á svæðið "takmarkaðan fjölda" viðbótar liðs.
- Að sjálfsögðu er liðsafnaður alltaf "takmarkaður" alveg sama hve fjölmennur hann er.
En nú blasir við af hverju rússn. hermenn gæta flugvallanna við Simferopol og Sevastopol.
Því það einmitt stendur til að nota þá.
Niðurstaða
Ég er eiginlega sannfærður um að Pútín er að undirbúa það, að Krímskagi verði aftur hluti af Rússlandi. En hann gæti orðið að "sjálfstjórnarsvæði" undir rússneskri vernd, eins og t.d. "Trans Djéstnía" sem Pútín bjó til fyrir rúmum áratug, þ.e. sneið á landamærum Rússlands og Moldavíu. Eða 2-sjálfstjórnarsvæði sem áður tilheyrðu Georgíu - en eru eftir átökin við það land, nú á valdi Rússa og undir vernd rússn. hersins.
Hin formlega staða svæðisins verður líklega "umdeild" þ.e. líklega mun einungis Rússland viðurkenna sjálfstæðisyfirlísingu héraðsins í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslunnar, Vestræn ríki muni t.d. líklega ekki viðurkenna það sjálfstæði og telja Krímskaga áfram "formlega" tilheyra Úkraínu - - en í reynd undir "vernd" og líklega raunverulega "stjórn" Rússlands, muni svæðið fúnkera sem fylki innan Rússlands.
Það gæti fengið heitið - Krímarlýðveldið eða Lýðveldi Krímskaga.
Líklega er samt víðtækur stuðningur meðal íbúa Krímarskaga sem eins og kemur fram að ofan flestir eru af rússn. bergi, við það að tilheyra Rússlandi að nýju.
Þannig að það væri ekki endilega - ólýðræðisleg útkoma.
En skv. nýjustu fréttum mun þjóðaratkvæðagreiðsla á Krímskaga fara fram í endann á mars, en ekki í mái. Hún fer örugglega fram - og gefur yfirtöku Pútíns á skaganum. Takmarkað lögmæti.
Öll þessi atburðarás er þó bersýnilega í fullri andstöðu við stjv. Úkraínu.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 16:48 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
Nýjustu athugasemdir
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: Ásgrímur - Evr. hefur hingað til fjármagnað stríðið að stærstum... 2.1.2025
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: Grímur Kjartansson , þess vegna mun NATO krefjast trygginga af ... 2.1.2025
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: https://www.youtube.com/watch?v=rkA7Fd8XNyQ Það sem líklega ger... 1.1.2025
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: Ég fylgist nokkuð með fréttum frá nýjasta NATO ríkinu Svíþjóð o... 1.1.2025
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: Grímur Kjartansson , meir en næg orka annars staðar frá. Frekar... 1.1.2025
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: En það gæti nú orðið ESB sem þvingar Selenski loks að samningar... 1.1.2025
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja...: Má orða það þannig. Gleðileg jól. Kv. 25.12.2024
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja...: Fljótt á litið er eins og við höfum farið úr öskunni í einhverj... 24.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.1.): 2
- Sl. sólarhring: 19
- Sl. viku: 895
- Frá upphafi: 858703
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 784
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mér sýnist að það verði létt verk fyrir Rússa að skifta Úkraínu bara upp, og hirða hlutann sem er hliðhollur þeim alveg. Að gera það mun verða umdeilt, jafnvel blóðugt, en ef þeir hirða hana alla verða alvöru leiðindi.
Þeir eru vísir til þess. Það er skrambi auðvelt að leggja undir sig svæði sem eru alveg til í að verða undirlögð. Þetta er ekki eins og Kína vs Tíbet málið.
Áhugaverðir tímar, ekki satt?
Ásgrímur Hartmannsson, 2.3.2014 kl. 01:45
Sannarlega áhugaverðir - eitt í því að her Úkraínu er ekki smár í sniðum, og er vel vopnaður svipaður tækjabúnaður meira að segja; svo ég er ekki viss að Rússar taki auðveldlega önnur svæði en Krím.
En Krím er svo þægilega afskekkt, fyrir utan það að tenging við meginlandið er mjó ræma. Að her Úkraínu er sennilega ekki líklegur að berjast um þetta svæði.
En hann gæti ákveðið að skipta sér af málum, ef Rússar gerast líklegir til að taka tin sín önnur svæði sem einnig eru byggð Rússum að meirihluta.
-------------------------
Í dag framleiðir Rússland þ.s. kallað er T-90. Stór uppfærsla á gamla T-80. Meðan að Úkraína notar T-84 sem einnig er uppfærsla. Virðast er maður skoðar þá mjög sambærilega góðir. Rússland er enn með Sukhoi og Mig vélar, en nú heita þær SU-30 og 34 - en í grunninn eru þær "variasjónir" af upphaflegu SU-27 sem Úkraína notast enn við. Þ.e. mjög uppfærð útgáfa af MIG 29 til staðar einnig í Rússlandi meðan að Úkraína notast við vélar sem eru nær upphaflegu gerðinni.
Fastaher Úkraínu er ca. 70þ. og flugher ca. 40þ. manna. Meðan að Rússar líklega gete beitt her kringum 150þ. og einnig fjölmennari flugher ef þeir vilja.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 2.3.2014 kl. 10:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning