27.2.2014 | 23:55
Fellur Krímarskagi í dag? / Það er misskilningur margra að það sé vegna krónunnar að líklega þurfi einhverskonar höft áfram
Útlit fyrir að Rússar hyggist taka Krímarskaga jafnvel strax í dag. En skv. fréttum hafa flugvellir í höfuðborg sjálfstjórnarsvæðisins Krím Skagi og í Sevastopol, megin hafnarborginni við Svartahaf þ.s. Rússar einnig hafa herstöð - verið teknir.
---------------------------------------------Hitt málefnið:
Sannleikurinn er sá, að meginatriðið í þessu er ekki smæð gjaldmiðilsins. Heldur smæð hagkerfisins hér á Íslandi. Ég á við, að þó svo hér væri tekinn upp annar gjaldmiðill - þ.e. gjaldmiðill sem væri stór og alþjóðlegur. Væri nokkurn veginn sú hin sama þörf fyrir svokölluð "varnaglaákvæði" til staðar.
Misskilningur margra er nefnilega sá, að þetta snúist um að forðast - gengissveiflur.
En þ.s. raunverulega skiptir máli, er að forðast mjög stórar og samtímis örar færslur á fjármagni annars vegar - - inn í landið. Og hins vegar - - út úr landinu.
- Málið er að slíkar tilfærslur eru vandamál hvort sem þ.e. króna hér eða erlendur gjaldeyrir í almennri umferð.
Íhugum ástand að hér væri bandarískur dollar í almennri umferð!
Nefni "USD" vegna þess að þ.e. stærsti gjaldmiðill heims, og það þíðir - sá traustasti mundu hinir og þessi segja. Og því sá eftirsóknarverðasti.
Nú skulum við ímynda okkur að hér sé öflugur hagvöxtur - þ.e. hagsveifla sé stödd nærri toppi. Það sé tiltölulega hagstæð ávöxtun í boði, hvort sem á hlutabréfamarkaði eða markaði fyrir skuldabréf fyrirtækja eða ríkis, bankar séu einnig drjúgir í útgáfu slíkra - hagnaður góður af starfsemi þeirra.
Slíkt ástand gæti laðað að sér fjármagn utan úr heimi - svokallað "heitt fjármagn."
En þ.e. ekki endilega eina ástæða þess að slíkt fé lætur á sér kræla, háir stýrivextir.
Heldur eru fjárfestar sem reka slíka peninga, alltaf að snapa ávöxtun - hvar sem þeir finna hana.
-----------------------------------
Ef slíkt fé fer að streyma inn - þá væri áhrif þess. Að hækka verðlag á verðbréfamarkaði hér, og að gera útgáfur bréfa einnig hagstæðari.
Bankar gætu freistast til að gefa meir út af bréfum, til að afla sér frekara fjármagns - til þess að nota það sjálfir síðan til að efla sína starfsemi, m.a. framboð á lánum. Sama um önnur fyrirtæki, þannig að þau fari að safna erlendum skuldum. Þetta leitt til klassíksrar fjárfestingabólu.
- Slíkt fjármagnsinnstreymi - getur hæglega skapað bólukennt verðlag, á verðbréfamarkaði í landi, á markaði fyrir eignir af margvíslegu tagi, og auðvitað einnig gert útgáfu skuldabréfa tímabundið hagstæðari en ella væri.
- Þ.e. gríðarlega algengt við slíkar aðstæður, að samfélög - - gæti ekki varhug á því. Að "heitir peningar" geta verið enn fljótari að fara - en að koma.
- Ef stjv. eru sofandi, þá taka þau ekki eftir því - að þ.e. að myndast viðskiptahalli. En við grunna skoðun gæti sá ekki virst hættulegur. Þ.s. innstreymi fjármagns sé að "fjármagna hann."
- En þ.e. hættulegt að líta þannig á málið. Því ef þ.e. viðskiptahalli meðan "heitt fé" er að streyma inn - er landið líklega að eyða a.m.k. hluta af því fé. Sem þíðir, að þegar kemur að því að það fé vill fara út. Þá getur landið lent í því - að skorta lausafé til að hleypta því út.
-----------------------------------
Ef við íhugum hvað gerðist hér á sl. áratug, þá streymdi hingað inn fé - sem einmitt leitaði í háa ávöxtun sem hér var í boði.
Þ.e. áhugavert að einmitt þau ár þegar innstreymið var hvað mest, setti landið einnig met í viðskiptahalla - - þ.e. landið var að eyða því fé sem streymdi inn.
Það þíddi náttúrulega, að landið tók þá áhættu - að eiga ekki fyrir því að hleypa því fé út síðar.
- Á hinn bóginn, ef ekki hefði orðið bankahrun.
- Þá hefði landið líklega getað reddað slíkum vanda, með "erlendri lántöku."
Skuldir hefðu kannski hækkað úr 30% í kannski 70%. Sem hefði verið óþægilegt en þó viðráðanlegt.
- Ef við veltum fyrir okkur svokölluðum "Nýmarkaðs löndum" eða "Emergent Market Economies."
Þá virðist að þau hafi framið að mörgu leiti - - sambærileg afglöp:
- Þegar dollaraprentunin var í hámarki í Bandar., og ávöxtun þar últralág - einnig í Evrópu.
- Þá streymdi fé inn í helstu "EM" löndin.
- Það virðist að þau hafi fallið í allar hinar klassísku freistingar: Þ.e. fyrirtæki hafi notfært sér það að aðstreymis fjármagnið bauð niður "lánakjör" þá að sjálfsögðu á lánum í dollar - og atvinnulífið skuldsetti sig duglega í gjaldeyri. Samtímis hafi aðstreymis fjármagnið boðið upp verðlag á hlutabréfamörkuðum. Fyrirtækin fóru í stórauknar fjárfestingar - fjárfestingarbóla líklega myndaðist. Lífskjör hækkuðu nokkuð og viðskiptahalli skapaðist í fj. "EM" landa en löndin uggðu ekki að sér meðan að fjármagnsinnstreymið virtist fjármagna hann.
- Um leið og það streymir út - - þá lækkar virði bréfa fyrirtækja, sennilega einnig virði margvíslegra eigna, líklega sveiflast gengið niður á sama tíma þannig að erlend lán atvinnulífsins hækka í hlutfalli við heima gjaldmiðilinn, og í ljós kemur - stór viðskiptahalli samtímis því að hratt gengur á gjaldeyrisforða þegar "heita féð streymir út."
-----------------------------------
Slíkt útstreymi eitt og sér - - getur framkallað "stopp atburð" þ.e. að snögglega hefjist kreppa.
Hversu harkaleg leiðréttingin verður, mun þá ráðast af því - hve lengi stóð viðskiptahallinn yfir.
En það mun hafa töluvert um það að segja - hve mikið gjaldeyrissjóðurinn minnkar, er "heita" féð fer aftur út.
- Við þær aðstæður verður lánstraust ríkisins - - krítískt atriði.
En ef fjöldagjaldþrot fyrirtækja verða, þannig að kreppa verður djúp. Geta tekjur ríkisins skroppið saman töluvert.
Og þá er alveg hugsanlegt, að lánstraust ríkisins - verði fyrir hnekki.
Það getur síðan í slæmu tilfelli - neytt land til að taka upp "höft á fjármagnshreyfingar."
- Menn eru töluvert að horfa á - hvort að rás atburða í "EM" löndum í ár, verður kannski þetta mikið slæm - í einhverjum tilvikum.
- Það þarf ekki að fara svo að það leiði til hafta, en t.d. í Asíukreppunni eftir 1995, þurftu nokkur lönd að fá aðstoð AGS.
-----------------------------------
Áhugavert að muna einnig að rás atburða á sl. áratug á evrusvæði í S-Evr. var um margt lík þessu. Og síðan kom skellurinn, er féð fór að streyma út aftur.
Rétt að muna vegna þess hve Ísland er lítið, þarf ekki mjög mikið fjármagn til - svo að hér verði dugleg sveifla!
Það auðvitað gerir Ísland - viðkvæmara fyrir "heitu" fjármagni. En t.d. land eins og Brasilía eða Indónesía.
Þó svo að hér væri erlendur gjaldmiðill - - getur samt "heitt fjármagn" streymt inn, og síðan út.
Og framkallað stóra hagsveiflu, þ.e. upp og síðan niður.
- Þannig að líklega þarf hérlendis, einhverskonar varnagla ákvæði á streymi fjármagn - - inn í landið.
- En þ.e. best að verja landið gegn "innstreymi."
Þ.s. alveg gerlegt, Brasilía hefur t.d. beitt töluvert úrræðum sérhönnuð til að gera það síður áhugavert fyrir erlend fé, að leita inn í Brasilíu til að fjárfesta þar.
Þ.e. þó galli á að líklega eru þau úrræði ekki "lögleg" skv. EES samningnum, þ.s. þau úrræði fela í sér að framkalla "ójafnræði" á markaðinum, eftir því hvaðan féð kemur.
Þ.e. hvort þ.e. innlendur fjárfestir eða erlendur.
-----------------------------------
Þ.e. atriði sem þarf að skoða - hvaða varnagla er mögulegt að nota.
Og það alveg burtséð frá því hvort við ætlum að hafa krónuna áfram, eða stefna að öðrum gjaldmiðli.
Fall Krímarskaga í dag?
- En þ.e. rökrétt að taka flugvelli í tveim meginborgunum!
- Ef flutningaflugvélarnar með hermenn og hergögn innanborðs.
- Eru þegar á leiðinni.
Eins og sést er eiðið á milli meginlands og skagans - mjótt.
Þannig að ef Rússar geta flutt nægilega hratt lið inn á svæðið.
Og komið sér fyrir á eiðinu.
Mundi ekki þurfa mjög fjölmennt lið, til þess að hindra úkraínska herinn í því.
Að ráðast til atlögu, til þess að ná skaganum að nýju.
En úkraenski herinn er ekki smár, og að auki vel vopnaður.
Þannig að aðgerð Rússa er líklega nokkuð "risky." En ef rétt tímasett gæti dæmið gengið upp.
Niðurstaða
Það er nefnilega málið. Að Ísland mun þurfa "varnagla" til að beita gegn snöggum fjármagnstilfærslum, óháð því hvort við ætlum að hafa krónuna áfram eða taka upp annan gjaldmiðil. Að sumu leiti getur landið verið í jafnvel enn viðkvæmari stöðu með gjaldmiðil annarrar þjóðar í notkun. Því að ef landið tapar lánstrausti með gjaldmiðil annarrar þjóðar í notkun. Getur verið mjög erfitt að tryggja - að nægt fé sé í umferð. Þ.s. erlendan gjaldeyri þarf alltaf að kaupa.
Gildir einnig um evru - en þegar land fær evrur í skiptum fyrir eigin gjaldmiðil. Fara þau skipti einungis fram í eitt skipti. En þaðan í frá ber það land sjálft ábyrgð á því, að kaupa þær evrur sem til þarf til að tryggja jafnvægi í peningamagni í innlenda hagkerfinu í framtíðinni.
-----------------------------------------
PS: Frétt frá Úkraínu - - Stakes raised in Ukraine as armed men seize Crimea airports
Ukraine accuses Russian troops of Crimea incursions
Russian Soldiers Occupy Airports in Crimea, Says Ukraine Interior Minister
Armed Men Occupy Two Airports in Ukraine's Crimea
Óþekktir harðvopnaðir menn hafa tekið flugvelli herskildi í borgunun Simferopol og Sevastopol, sú fyrri er höfuðborg sjálfstjórnarhéraðsins Kríms Skagi, og seinni hin forna höfuðborg þess - einnig mikilvæg hafnarborg. Og þar er að finna stóra rússn. flotastöð.
"Soldiers wearing camouflage and bearing automatic weapons have taken up positions at Belbek Airport in Sevastopol, home of Russia's Black Sea Fleet, and at the airport in Simferopol, the region's capital, Arsen Avakov said."
Aftur pælir maður í því hvort Pútín er að undirbúa að taka Krímskaga?
En vopnaðir menn tóku þinghús og stjórnarskrifstofur hérðasins í Simferopol í gær.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 28.2.2014 kl. 10:40 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 856011
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Erlendis í stórum hagkerfum er framreiðslu fyrir flokkuð Stór, Meðal , Lítil miðað við starfsmann fjölda [Launaeignamyndun]. ESS er stórt hagkerfi per.se. USA er stórt hagkerfi og Kína er stórt hagkerfi. Í samhengi framreiðslurekstrarfyrirtækja [fyrir hin minni] stóra hagkerfa þá til að lækka raunvirði sinnar heildar framreiðslu sem hlutfall af reiðufjárútkomu fyrirtækja heildar hagkerfisins þá getur skipt máli að hafa aðgang að öðrum hagkerfinu. 1 pund á dag fyrir 8 tíma vinnulaunaeign í risaframleiðu í grunni er vaxandi markaðaraunvirði á jörðinni sem væri eitt hagkerfi.
Alþjóða afleiðugeirar, spá í PPP-raunvirði [reiknað PPP] sem kemur út úr afmörkuðu hagkerfi á uppgjörstímabili. PPP verð á t.d. á kíló hveiti er það sama yfir alla jörðina á hverri mínútu. Hinsvegar eru loka söluverð á hveiti mismunandi eftir hvaða ríkisborgari greiðir fyrir þau og á hvaða markaði er greitt.
Ísland er hagkerfi einhæfra framreiðsluþátta sem hefur aðgang að risa hagkerfum, Ísland er ekki einhliða grunnur stórra hagkerfa heldur hluti af t.d. EES.
300.000 manna samfélag sem verslar hlutfalllega raunvirðis meiri PPP-neytenda körfu á mann , skilar þá meira raunvirði launa eigna framleiðslu og þjónustu.
Efni og orka er nauðsynlega eignir , grunnur milliliða= framreiðslu launa eign, til hreinna þjónustulaun eigna. þessar eignir er raunvirði greiðslu gengis markaðar: og ríki sem hafa ekkert PPP-virði á móti Dollar , hafa ekkert á móti krónu,... Ríki verða að hafa PPP-verði á móti innflutning : það er framreiða meira en þau neyta sjálf. Umframið fer í innflutt PPP-virði. Ríkisjóður er tómur gagnvart öðrum Ríkum þegar hann hefur ekkert bakveð [almenn heima neysla er of mikli er stundum skýring.
Júlíus Björnsson, 28.2.2014 kl. 11:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning