26.2.2014 | 22:32
Ný frétt; þing og stjórnarráð á Krímskaga tekið af vopnuðum mönnum / Pútín fyrirskipar hernaðaræfingu 150þ. rússneskra hermanna, nærri landamærum Úkraínu
Pútín kann sannarlega að auka spennuna.
Skv. nýjustu fréttum hafa vopnaðir aðilar tekið stjórnarbyggingar og þinghús, á Krímskaga.
Skv. yfirlýsingu rússn. stjv. er þetta "bara æfing." En rétt hjá landamærum Úkraínu. Er þetta augljós og það stórfelld ógn við Úkraínu. En 150þ. hermenn, eru líklega nægur fjöldi. Til að framkvæma umfangsmikla hernaðaraðgerð innan landamæra Úkraínu. Munum að hernámslið Bandar. í Írak var litlu fjölmennara en þetta. Og heildarliðsafli í Afganistan á vegum NATO, var ekki fjarri þessari tölu - þegar sameiginlegur liðsafli var hvað fjölmennastur.
Ukraine protest leaders name ministers, Russian troops on alert
Putin puts armed forces on alert in Ukraine show of strength
- "Mr Putin ordered a surprise drill by forces in western Russia, including areas bordering Ukraine." "
- "Sergei Shoigu, defence minister, insisted the exercise was largely unrelated to events in Ukraine
Við skulum samt ekki alveg afskrifa úkraínska herinn - en hann var auðvitað einn af tæknilega bestu herjum Sovétríkjanna við hrun þeirra. Og Úkraína hefur verksmiðju sem framleiðir T-84 skriðdreka, sem er "legacy" frá Sovéttímanum.
Og flugherinn var einnig með því besta sem Sovétríkin þá höfðu, þ.e. SU-27 vélar og MIG 29.
En líklega hafa þó úkraínsk stjv. síður getað endurnýjað sitt dót - tæknilega. Skv. Wikipedia er herstyrkur ca. 70þ. og flugher ca. 40þ. manns.
Það sem getur veikt hann, er hugsanleg - innri sundrung. Ef deilur innan landsins milli hópa, ná inn í hann.
-------------------------
Í dag framleiðir Rússland þ.s. kallað er T-90. Stór uppfærsla á gamla T-80. Meðan að T-84 Úkraína er með er einnig uppfærsla, sennilega þó minna fullkomin tæknilega. Rússland er enn með Sukhoi og Mig vélar, en nú heita þær SU-30 og 34 - en í grunninn eru þær "variasjónir" af upphaflegu SU-27. Þ.e. mjög uppfærð útgáfa af MIG 29 til staðar einnig.
Ekki veit ég hvernig her Rússa við landamæri Úkraínu væri skipaður, en það væri rökrétt - að nota besta hluta herliðs Rússa.
-------------------------
Rétt að hafa í huga að þetta er sennilega ekki að gerast - alveg strax.
Það mun örugglega taka Rússa a.m.k. nokkrar vikur að færa herliðið til innan Rússlands, þangað til að þ.e. komið í fullum styrk að hinu svokallaða "æfingasvæði." Þó verið geti, að það lið sem þegar er nærstatt, hefji "svokallaðar" æfingar fljótlega eða jafnvel alveg strax.
- Margt getur gerst á þeim vikum - - ég reikna með því að Pútín muni nota þær vikur.
- M.a. til að sauma að Úkraínu á efnahagssviðinu, t.d. með því að beita "heilbrigðiseftirliti Rússlands" láta það, banna tímabundið einstakar úkraínskar vörur "af heilsufarsástæðum."
- Pútín getur einnig, hækkað að nýju - gasverð. En það getur líka verið, að hann bíði með það en það var undirritað við fyrri stjv. samn. um gasverðlag til nk. ára, það hefur verið talað um af Mededev að virða gerða samninga. En hver veit, Pútín getur ákveðið - að samningarnir við fyrri stjv. Úkraínu séu ekki lengur í gildi, þegar þeim stjv. hefur verið steypt af stóli.
- Síðan meðan að hann herði þumalskrúfurnar hægt og rólega, sé herliðið að streyma að landsvæðinu nærri landamærum Úkraínu, og skapa þar annan "þrýstipunkt."
Eins og kemur fram í færslu minni frá því í gær, er Úkraína við barm efnahagshruns:
Samkv. skýrslu "I.I.F." getur Úkraína orðið gjaldþrota fyrir lok þessa árs
Pútín þarf því ekki endilega að setja mikinn efnahagsþrýsting á - ásamt fjölgun hermanna. Til að koma punkti sínum til skila.
Það getur bæst að auki við - 3. hótunin, en fréttir berast af vaxandi óróa í SA-héröðum Úkraínu þ.s. meirihluti er af rússnesku bergi, rússn. flugumenn eru þar kannski að hvetja til æsinga, það má hugsa sér þ.s. átyllu - - hugsanleg sjálfstæðisyfirlýsing SA-héraða Úkraínu frá, tja - Úkraínu.
- Það gæti verið átylla sú er Pútín kannski ætlar að nota, að uppreisnarstjórn í t.d. Sevastopol á Krím, lýsi yfir sjálfstæði og óski eftir aðstoð rússn. yfirvalda.
Er eitthvað sem Bandar. og Evrópa geta gert?
Nánast það eina væri að sjálf senda herlið til Úkraínu, auk peningastyrkja. En ef þau senda ekki herstyrk. Þá tel ég að mótmæli - muni litlu máli skipta.
Vandi Evrópu og Bandar. er ekki síst, að Rússland er of mikilvægt - til þess að raunhæft sé að loka á það land, með sambærilegum hætti - og t.d. Íran.
Evrópa getur ekki bundið enda á viðskipti, t.d. of háð rússnesku gasi. Tollar, mundu aðeins hækka verð til evr. neytenda.
Bandar. þurfa að ræða við Rússa, vegna deilna í Mið-Austurlöndum. Sama hvað gerist í Úkraínu.
--------------------------------
Svo það getur ekki orðið neitt - allsherjar úti frýs.
Þannig að Pútín gæti mjög vel - komist upp með hernaðaraðgerð í Úkraínu.
- Þ.e. auðvitað atriði, sem ég treysti að rússneskir sendimenn, muni benda úkraínskum stjv. á.
- Og þ.e. örugglega trúverðug ábending.
- Þannig að það sé full ástæða til að taka mjög alvarlega, hernaðaruppbyggingu Rússa næstu vikur nærri landamærum Úkraínu.
Niðurstaða
Mér virðist stefna hraðbyri í mjög alvarlega alþjóða krísu í Evrópu. Það verður áhugavert mjög svo að fylgjast með því. Með hvaða hætti Bandar. og Evrópa munu bregðast við því, þegar Pútin mun hefja sennilega á næstu dögum - hraða liðssöfnun á svæðum nærri landamærum Úkraínu.
Samtímis því, að Pútín mun örugglega fara að beita a.m.k. einhverjum efnahagsþrýstingi.
Fréttir fara af vaxandi spennu milli þjóðahópanna innan Úkraínu. Möguleikinn á því að rússn.mælandi héröðin kljúfi sig frá, virðist geta verið raunhæfur. Og þ.e. atriði sem Pútín getur einnig verið að íta undir, og sé að auki með það í áætlun að nýta sér sem hugsanlega átyllu fyrir hernaðaraðgerð.
--------------------------------------
Það verður áhugavert að fylgjast með því hvernig nýjasta dramað á Krímskaga spilast út!
En það má velta því fyrir sér hvort við erum að sjá - formála þess að Rússar taki Krímskaga?
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 27.2.2014 kl. 10:46 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 857479
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heill og sæll Einar Björn - jafnan !
Þakka þér fyrir - fagmannlega samantektina / sem frásöguna.
Gleymum ekki - vaxandi undirróðri Bandaríkjamanna og ESB landa forráðamanna í þeim löndum víðs vegar um veröldina - þar sem gnægð náttúru auðlegðar er að finna sem á þrotum er víðast hvar í Evrópu - og á hverfanda hveli í Bandaríkjunum / utan Alaaka reyndar.
Úkraína og Venezúela - eru einna gleggstu dæma þess - síðuhafi góður.
Með beztu kveðjum sem oftar - af Suðurlandi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 27.2.2014 kl. 21:23
Alaska - átti að standa þar. Afsakið / fljótaskriftina.
ÓHH
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 27.2.2014 kl. 22:25
Sæll Einar Björn
Það er eins og William Engdal talar um hætta á borgarstyrjöld og þar sem að allt er í uppnámi
"William Engdahl: I don’t think that at all. It’s clear that Washington is steering this. The EU compromise that we saw take shape on Feb. 21 in less than 12 hours was shadowed by a group of professional paramilitary snipers that created panic in Kiev and led Klitchko and other opposition leaders to break the deal with the EU and Yanukovich’s government. So the developments that the US is imposing on Ukraine are very clear. Their man is likely to become next prime minister – Victoria Nuland’s preferred choice in the leaked telephone conversation. And the conditions that the US wants to impose are simply looting and plundering of the prime economic areas that are integrally linked since the Soviet Union era to the Russian economy."
"So you have one of the best agricultural lands in the world, western agribusinesses has been salivating for 22 years to get their hands on that, and now the IMF is going to demand the privatization. Coal privatization also in the east, gas prices going up 100 percent, and you wonder what the benefit is of all this great opposition movement which wanted so dearly to become a part of the EU. This is a manipulation from the outside. Even if the military forces, the snipers in the opposition movement and the ones who have been so well-timed in shattering any diplomatic solution repeatedly in Ukraine, the so-called UNA-UNSO appear to be intimately coordinated with the NATO and Washington agenda of destabilizing Russia since 1990.
"They won’t get aid, they will only get pittances. The US government is making verbal sounds about money, the US treasury is not in any political shape to give billions of dollars to the Ukrainian economy which requires 35 billion. I can imagine that the Russian government is not at all disposed to follow through on its pledges made to the previous government about $15 billion of debt purchases to help Ukraine and reduction of natural gas prices. I would expect Russia not to be suicidal. This isn’t Putin, big and nasty, against the peace-loving Ukrainian people, this is a putsch orchestrated by Washington. Victoria Nuland, as we know from YouTube, was involved as coordinator of this. Washington wasn’t invited to the talks when Steinmeier, Sikorski and the French Foreign Minister were mediating a compromised diplomatic solution. Washington's answer came within 12 hours, when the snipers let all hell break loose in Kiev and everything was shattered. Now the new government, which is exactly what Washington wanted and Victoria Nuland said in the leaked conversation to the US Ambassador in Kiev, and the agenda of the IMF is simply to plunder and loot the best parts of the Ukrainian economy, which happen to be in the Russian-speaking part of Ukraine, in the East. It’s very clear that this is a massive assault by neoconservative circles in Washington to weaken Russia, to weaken the Russian part of the economy of Ukraine.(‘Ukraine will only get a pittance from the US and the EU’)http://rt.com/op-edge/ukraine-economy-imf-loans-eu-026/
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 27.2.2014 kl. 22:47
Þ.e. gríðarlega alvarleg ásökun hjá Ekdal að halda því fram að Washington hafi staðið fyrir skipulögðum morðum til þess að æsa til uppþota. Ég sé ekki hvaða upplýsingar hann sé með, en hann virðist einungis - fullyrða þetta sjálfur. Vitnar ekki í nokkurn mann máli sínu til stuðnings.
Ég kannast ekki við einhverjar svaka auðlindir í Úkraínu í þeim hluta þess sem er byggður að meirihluta Rússum. Þar er megnið af iðnaðinum - sem er í grunninn klassískur þ.e. málmbræðslur, efnaiðnaður - síðan ofan á það framleiðsla á vélum, tækjum og farartækjum.
Iðnaðarsvæðin hafa töluvert "potential" en þau keppa auðvitað við iðnsvæði í Asíu og víðar.
Varðandi landbúnaðarsvæði - hafa þau sannarlega mjög mikið "potential" en þ.e. langtíma. Þ.s. til að koma þeim á sambærilegan standard nýtingarhlutfalls og tíðkast í Bandar. Þyrfti mjög mikið fjármagn.
-----------------------------------
Ég er þó sammála einu, að Bandar. og ESB eru líklega ekki í stakk búin til að standa við þau loforð sem þau hafa veitt úkraínsku þjóðinni.
En Pútín er í lófa lagið, að trufla hverja þá efnahagslegu uppbyggingu - sem á sér stað, ef ekki er samið við hann og hans kröfur algerlega hundsaðar.
Rússar gætu því viljað kljúfa SA-héröð Úkraínu frá, þ.e. þau svæði sem eru meirihluta byggð Rússum.
Til þess að færa Úkraínu lengra í Vestur. Svo Rússland hafi stærri land "buffer."
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 28.2.2014 kl. 00:20
Sælir - á ný !
Einar Björn !
Líkast til - hefir slegið saman hjá mér / því sem Venezúela býr að - og Úkraína en þar átti ég við Hveiti- og Kornekrurnar þar eystra vitaskuld Einar Björn.
Svo - ég leiðrétti nú fljótfærni mína - síðuhafi góður.
Ekki síðri kveðjur - hinum fyrri /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 28.2.2014 kl. 01:48
Sæll aftur Einar Björn
Af hverju "gríðarlega alvarleg ásökun", hefur ekki hérna Bandaríkin staðið sig vel eins og t.d. þegar þeir studdu Írak í stríði gegn Íran? Hvað með þessar lygar er Bandaríkin bjuggu til sérstaklega um Gulf of Tonkin tilfellið til þess eins þá að hefja stríð gegn Víetnam, er kostað hefur yfir 60 þúsund manns lífið? Hvað með þessar lygar um gjöreyðingarvopn í Írak til þess eins að hefja þetta stríð gegn Írak? Hver segir að Bandaríkin séu alltaf góði gæi eða Mr. nice, nice? Hver segir að allt sé satt og rétt sem kemur fram í þessum stóru fjölmiðlum ( CNN, NBC, CBS) þeirra? Það er ekki það, þetta hefur gengið mjög vel hjá þeim, blóð fyrir olíu og stríð ofan á frið og/eða með pretext-um, mótmælum og áróðri, og svona fyrir allan vopnaiðnaðinn , olíufyrirtækin, vertakana, bankana og fleiri.
Þú ættir að athuga þetta til sjá "hvaða upplýsingar hann sé með", og/eða þar sem þú segir hann "Vitnar ekki í nokkurn mann máli sínu til stuðnings":
"Anonymous Ukraine releases Klitschko e-mails showing treason" http://voiceofrussia.com/news/2014_02_23/Anonymous-Ukraine-releases-Klitschko-e-mails-showing-treason-3581/
"American Conquest by Subversion: Victoria Nuland’s Admits Washington Has Spent $5 Billion to “Subvert Ukraine” http://www.globalresearch.ca/american-conquest-by-subversion-victoria-nulands-admits-washington-has-spent-5-billion-to-subvert-ukraine/5367782
"Washington Orchestrated Protests Are Destabilizing Ukraine" http://www.paulcraigroberts.org/2014/02/12/washington-orchestrated-protests-destabilizing-ukraine/
"Ron Paul: Leave Ukraine alone!" http://rt.com/op-edge/leave-ukraine-alone-501/
"Ron Paul: State Dept. Plotting Coup d'état Against Ukraine" http://www.youtube.com/watch?v=HvlSqiY7a4M
"Ukraine and Shell sign '$10bn' shale gas deal" http://www.bbc.com/news/world-europe-21191164
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 28.2.2014 kl. 21:25
Newly appointed Prime Minister of Ukraine and former central banker Arseniy Yatsenyuk http://www.hangthebankers.com/central-banker-appointed-as-prime-minister-of-ukraine/
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 28.2.2014 kl. 21:36
Russian Leaders See Plans for U.S. - NATO War With Russia Over Ukraine http://www.youtube.com/watch?v=qyBlHwrqcBw&feature=youtu.be
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 28.2.2014 kl. 21:59
Ukraine was a Playbook CIA Coup d’état http://www.globalresearch.ca/ukraine-was-a-playbook-cia-coup-detat/5371296
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 28.2.2014 kl. 22:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning