Samkv. skýrslu "I.I.F." getur Úkraína orðið gjaldþrota fyrir lok þessa árs

Alphaville hjá Financial Times vakti athygli á skýrslu "Institute of International Finance" sjá: A Step Back From the Brink?. Við Íslendingar höfum upplifað nokkuð sambærilegt ástand þ.e. í okt. 2008 rétt eftir bankahrun. Þegar einungis nokkrir mánuðir voru í þjóðargjaldþrot - Bretar og Hollendingar beittu okkur þrýstingi.

Skv. útreikningum "IIF" er gjaldeyrissjóður Úkraínu kominn líklega í svo lítið sem 12 milljarða dollara. Þó það hljómi mikið. 

Þá er gríðarlegur viðskiptahalli til staðar - ríkið er með svakalegan hallarekstur - og bankar eru að leka fé í stríðum straumum og það eru lán sem falla á gjalddaga á þessu ári.

  • "Ukraine has roughly $25bn in financing needs this year, according to the IIF"
  1. "a projected $13bn current account deficit, "
  2. "$9bn in external debt repayments,"
  3. "and $3bn owed to Gazprom in natural gas payments."

Gjaldeyrissjóðurinn er í hraðri lækkun, 12 milljarðar dala er staða í febrúar.

  • "Press reports suggest that bank deposits fell by 3.2% during the first half of February alone."
  • "This decline follows a 2.3% decline in January."
  • "With the cumulative decline in deposits since the start of the year exceeding 5%, the liquidity shortfall among domestic banks is likely to have exceeded $3 billion."
  • "This liquidity shortfall came against the background of NPLs amounting to more than 40% of all loans and significant losses resulting from the recent hryvnia depreciation and the banks’ large net open foreign exchange positions."

Mjög alvarlegt ástand í fjármálakerfinu virðist því - yfirvofandi.

En gjaldmiðillinn skv. þessu - - hlýtur að falla og það "mjög stórt" alveg eins og þegar sambærileg krísa skall á Íslandi 2008 þá féll gengið 50%.

Það mun væntanlega þíða, að lán í vandræðum - hlutfall þeirra mun þá líklega fara vel yfir 40%, jafnvel í 60% sem var hámarkið á Íslandi.

Þeirra innlendu eignir munu skreppa minnka mjög mikið að verðmætum - samtímis því að þeirra gjaldeyrisskuldbindingar munu munu hækka, þegar gengið mun falla stórt.

Þetta þíðir þá væntanlega mjög mikið lífskjarahrap - - en versnandi lífskjör kvá hafa verið hluti af því, af hverju almenningur reis upp gegn stjv.

Almenningur hafi gert sér svo mikla von um nýjan samn. v. ESB - ekki síst vegna þeirrar þróunar, því reiði almennings orðið það mikil - er Pútín neyddi fyrrum forseta Úkraínu til að hætta við viðsk. samn. v. ESB.

"Budget financing has become virtually unavailable. The new acting president Mr. Turchinov announced on February 23 that the Treasury account is empty and that the Pension fund does not have enough money to meet pension obligations. On the other hand, tax revenues appear to have collapsed along with economic activity during the weeks of the political standoff. With no access to foreign markets, and domestic banks under intense liquidity pressure, the central bank has become the sole financier of the government."

Þetta er þráðbein uppskrift - - að óðaverðbólgu. Þ.e. stórt efnahagshrun - - innlenda hagkerfið það lamað vegna óróa, að skatttekjur hafa hrunið - bankakerfið við það að hrynja og getur ekki verið stjv. stoð og stytta; þannig að "prentun" er orðin eina lífæð stjórnvalda - svo þau geti áfram borgað starfsmönnum laun.

Þetta líkist vandanum sem Robert Mugabe "bjó til" þegar hann rústaði útflutningshagkerfi Simbabve, þ.e. hrun skatttekna - - ríkið beitti þá prentun svo það væri um megn að borga eigin fólki laun.

 

Svo skv. fréttum er Pútín þegar farinn að hóta því að "herða þumalskrúfurnar"

Russia steps up pressure on Ukraine by issuing warning on imports

  •   "Sergey Dankvert, head of Rosselkhoznadzor, the Federal Service for Veterinary and Phytosanitary Surveillance, expressed “serious concern about the capacity of the Veterinary Service of Ukraine in connection with the political changes that led to the weakening of some national authorities structures”, the regulator said in a statement."
  • “We do not rule out that we can impose restrictions on the import of products of high veterinary and phytosanitary risk [from Ukraine],”

Best að rifja upp, að þegar Pútín beitti Yanukovich þrístingi, þá beitti hann einmitt mikið fyrir vagn sinn - - "Rosselkhoznadzor." Þ.e. einstakar útflutningsvörur á matvælasviði, voru tímabundið bannaðar af "heilsufarsástæðum."

Þ.e. fátt sem bendir til annars en að sú notkun á  "Rosselkhoznadzor" hafi verið skv. skipunum frá Moskvu.

Og það virðist ákaflega líklegt, að aðvörun  Sergey Dankvert komi í reynd - - beint frá Pútín.

 

Haukar á Bandar.þingi vilja að Obama sendi Pútín - - mjög alvarlega aðvörun!

Washington hawks urge tougher stance on Ukraine

John McCain - “One of the things the US president could do is to make a statement publicly and privately to our friend Vladimir that any interference in Ukraine would have the most serious repercussions,”

"Susan Rice, Mr Obama’s national security adviser, did publicly warn at the weekend that it would be “a grave mistake” for Russian troops to intervene in Ukraine..."

-----------------------------

Það virðist að aðilar í Washington, séu farnir að óttast endurtekningu á aðgerðum Rússa fyrir nokkrum árum í  Georgíu.

Þ.e. að rússneski herinn, mundi skapa sér átyllu, til að fara með herlið inn fyrir landamærin - - líklega til þess að "hernema" rússneska hluta Úkraínu.

Það gæti verið hluti af undirbúningi, að lama sem allra mest - - úkraínskt efnahagslíf.

Á meðan mundu rússn. flugumenn æsa til uppþota í borgum og bæjum á Krímskaga og víðar innan rússn. mælandi hluta Úkraínu.

Síðan á "réttu augnabliki" mundi rússn. herinn koma eins og "frelsandi engill" - kljúfa rússn. mælandi hlutann frá landinu. 

Sá mundi lísa yfir sjálfstæði, sem einungis Rússland mundi viðurkenna. Í staðinn fengi sá landshluti efnahagsaðstoð frá Rússum, og aftur - fullan aðgang að rússn. markaðinum.

  • Þetta gæti einnig líkst inngripi Rússa, er þeir bjuggu til svokallaða "Trans Djestríu" á landamærum Moldavíu og Rússlands fyrir nokkrum árum. Mjó ræma sem inniheldur rússn. mælandi meirihluta.
  • Sem ekkert ríki nema Rússland viðurkennir.


 
Niðurstaða

Efnahagsstaða Úkraínu er greinilega svakaleg. Það verður ekki með nokkrum hætti ýkt. Það skýrir auðvitað ósk úkraínskra stjv. um 32ma.$ efnahagsaðstoð til nk. 2-ja ára.

Landið getur þurft svo mikið sem 20ma.$ bara á þessu ári.

Á sama tíma og það á einungis eftir - - 12ma.$ í gjaldeyrisvarasjóði. Sem minnkar hratt.

Það blasir því við að landið er á leið í "stopp atburð" sem verður mjög harkalegur, og auðvitað enn harkalegri - ef Rússar ganga á lagið. Eins og flest bendir til að þeir geri.

Samtímis virðast ESB og Bandaríkin ekki vera að flýta sér mjög mikið, báðir aðilar kynnt að ekki komi til greina að afhenda fé - fyrr en eftir þingkosningar að 4. mánuðum liðnum.

Og þ.e. einfaldlega ekki víst að landið haldi út það lengi.

Ég held að þeir komist ekki hjá því að rétta fram - t.d. 10ma.$ til að brúa bilið.

Þ.e. líka augljós hætta á - - mjög hratt versnandi samskiptum Rússa og Bandar., og ESB.

Það getur stefnt á mjög alvarlega alþjóða krísu.

-------------------------

Ps: fyrir áhugasama - - ný efnahagsspá ESB: European Commission Directorate General for Economic and Financial Affairs - European Economic Forecast Winter 2014

 

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 857479

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband