24.2.2014 | 04:29
Tekur ríkisstjórnin áhættu með því að formlega hætta aðildarviðræðum?
Ég er auðvitað að tala um allt aðra áhættu, en forstjórar Marels og CCP töluðu um - þegar þeir sögðu ríkisstjórnina vera að loka á möguleika, að það væri engin önnur efnahagsáætlun í boði; auglýstu þá eftir efnahagsáætlun ríkisstjórnarinnar: Gjaldeyrishöftin hefta nýsköpun.
En þ.e. að sjálfsögðu ekki rétt, að engin efnahagsáætlun sé til staðar - að ríkisstjórnin ætli sér ekki að fylgja henni fram - og losa höft áður en kjörtímabili er lokið.
En sú áætlun er á hinn bóginn viðkvæm - þ.e. þ.s. ég á við með "áhættu."
Eiga aðildarsinnar þetta skilið?
Þeirra málflutningur er oftast nær svo einstrengingslegur - þ.e. að einungis ein raunhæf leið sé boði. Sem eiginlega er gjarnan oft sagt alfarið án nokkurs rökstuðnings.
Sérstaklega pirrandi eins og þessir tveir forstjórar nálgast málið, að íja að því að höftin séu vegna þess að það sé rangur gjaldmiðill - - eins og það væri auðveldar viðfangs í öðrum gjaldmiðli, að greiða út þær miklu upphæðir "AGS áætlaðir það lauslega 40% af þjóðarframleiðslu" sem líklega vilja komast úr landi, ef og þegar höft eru aflögð.
- Að sjálfsögðu liggur vandinn í þessu fé - - þ.e. umfangi þess miðað við þjóðarframleiðslu.
- Munum að skuldastaða ríkisins er ca. 100% af þjóðarframleiðslu.
- Að sjálfsögðu væri landið einnig með höft, "ef hér væri annar gjaldmiðill."
Rök þess að það sé auðveldar að losna undan þeim án "eigin gjaldmiðils" eru ósannfærandi. Sem kemur ekki í veg fyrir að ótal talsmenn aðildarsinna, fullyrði að evran sé eina leiðin fyrir okkur út úr höftum.
Ef maður gengur á þá, og bendir á ofangreind atriði - - þá svara þeir gjarnan á þá leið, að landið þurfi aðstoð við losun hafta.
Þannig séð væri ágætt - ef einhver góður mundi taka að sér "að borga hallann fyrir okkur."
- Ég hef meira að segja séð því haldið fram, af "fáránlega einföldum einstaklingum" að allt og sumt sem þurfi, er að ganga inn í ESB og tengja krónuna við evruna - - og Seðlabanki Evr. muni þá verja hana falli.
- Þetta er auðvitað hlægileg tillaga, en það þíddi að Seðlab.Evr. væri að borga í reynd ofangreindan 40% af þjóðarframleiðslu reikning fyrir Ísland - ef hann mundi kaupa krónur meðan að aðrir selja þær er þeir losa sitt fé úr landi, væri það einmitt útkoman. Sem ég er gersamlega viss um, að geti ekki staðið Íslandi til boða.
Ég geri ráð fyrir því að forstjórarnir tveir - átti sig á þessu. Þó þeir nefni ekki - í hverju aðstoð við Ísland ætti að felast. Þá sé ég ekki nema eitt form sem "meint aðstoð" geti tekið.
- Þ.e. lán!
Jafnvel þó það væri á niðurgreiddum vöxtum miðað við þ.s. isl. ríkið annars mundi geta fengið, þá þíddi það samt - - að skuldastaða ríkisins mundi fara í e-h í kringum 140% - jafnvel meir.
Sem að sjálfsögðu mundi leiða til - - umtalsverðrar skerðingar lífskjara hér þ.s. ríkið yrði þá að borga mun hærri vaxtagjöld "heilt yfir" og því yrði afgangur Íslands af viðskiptum gagnvart útlöndum að stækka - - sem ekki verður gert nema með þeim hætti að "innflutningur sé minnkaður" sem verður einungis gert með því að kjör launafólks séu lækkuð.
- Þetta atriði forðast auðvitað "hugsandi" aðildarsinnar að nefna!
- Höfum einnig í huga, að skuldsetning - - felur í sér kjaraskerðingu til margra ára, þ.s. skuldir eru einungis lækkaðar niður á einhverju umtalsverðu árabili.
Hvernig aukin skuldsetning ríkisins á að skila - - auknu trausti, og þar með hvetja til fjárfestinga. Fæ ég ekki séð, en ef maður skoðar lönd innan evrusvæðis í skuldavanda - hefur einmitt fylgt honum veruleg minnkun fjárfestinga bæði innlend sem og erlend.
--------------------------------
Hinn stöðugi villandi áróður er auðvitað afskaplega pirrandi.
Aðildarsinnar í hefndarhug
Ég er gersamlega öruggur, að ef ríkisstjórnin slær formlega af viðræðuferlið.
Þannig að ef aðildarsinnar hafa hug á að starta því aftur seinna. Þurfi að hefja það á "0" punkti með ferskri umsókn - sem þíðir að aðildarlöndin yrðu að taka nýja ákvörðun um það hvort þau hafi áhuga á að ræða við Ísland. Ákvörðun sem tja - - gæti orðið önnur en sú ákvörðun er tekin var í fyrra skiptið. Þ.e. alveg hugsanlegt að aðildarríkin verði þá svo þreytt á Íslendingum að það yrði fjarskalega lítill áhugi á því að hefja aftur viðræður.
- Þá munu aðildarsinnar - vera í hefndarhug "restina af kjörtímabilinu."
- Að auki grunar mig að slík ákvörðun muni útiloka framtíðar samstarf milli Framsóknarfl. og flokka aðildarsinna.
- Þannig fækka mögulegum stjórnarmyndunarvalkostum Framsóknarflokksins.
En ef fólk er farið að gleyma, þá beitti Sigmundur Davíð möguleikum Framsóknarfl. til að mynda annan hugsanlega starfhæfan meirihluta - - til þess að ná fram hagstæðum "stjórnarsáttmála."
- Þannig að ef ákvörðun um það að hætta formlega viðræðum við ESB, leiðir til þess að Framsóknarflokknum stendur einungis - - einn mögulegur meirihluti til boða.
- Þá gæti það leitt til - þrengri samnings stöðu flokksins síðar meir við stjórnarmyndun. Sem gæti þá leitt til síður hagstæðari stjórnarsáttmála í framtíðinni.
Svo er það spurningin - - hve miklu tjóni geta aðildarsinnar mögulega valdið?
Þá árétta ég að markmið stjórnarflokkanna um stöðugleika, eru viðkvæm.
- T.d. þá var einungis gengið frá kjarasamningum til 1. árs.
- Forseti ASÍ er aðildarsinni - þ.e. alveg hugsanlegt að hann og aðrir áhrifamiklir aðildarsinnar innan verkalýðshreyfingarinnar. Muni beita sér "einmitt til þess" að hámarka glundroða.
- Markmiðið yrði það - - að fella ríkisstjórnina.
- En ef aðildarsinnum mundi takast að skapa nægilegt tjón á tilraunum ríkisstjórnarinnar, til þess að skapa stöðugleika - þ.e. auka traust, skapa ástand lágverðbólgu, lækka skuldir ríkisins o.s.frv.
- Þá er alveg hugsanlegt, að þeim mundi takast að koma í veg fyrir að ríkisstjórninni muni takast það markmið, að losa höftin fyrir lok kjörtímabils. Þannig að hún brenni þá inni með þau.
Ég sé fyrir mér möguleikann - - á "pólitískum verkföllum" skv. kröfugerð er væri "pólitísk" þó svo að hún væri að sjálfsögðu ekki sögð vera um nokkurt annað, en að sækja "sanngjarnar launahækkanir."
--------------------------------
Ég held að verkalýðshreyfingin hafi töluverða möguleika til þess að skapa glundroða og efnahagstjón og verðbólgu, ef hún kýs að beita sér með þeim hætti að slík vá sé hámörkuð.
Þannig að möguleikar hennar á því að skemma fyrir ríkisstjórninni að henni takist að losa höft, séu því umtalsverðir.
Svo er það auðvitað Ólafur Ragnar Grímsson
En nú er hafin undirskriftasöfnun - - sbr: EKKI draga umsóknina tilbaka
Það voru komnar 14þ. rúmlega er ég gáði síðast. Lesendur geta sjálfið virkjað hlekkinn og séð hve margar eru komnar inn, þegar þeir eru að lesa þessa færslu.
Önnur undirskriftasöfnun í gangi: http://thjod.is/
11þ. undirskriftir komnar þar.
- Það er ekkert ólíklegt að það safnist 30þ. undirskriftir.
- Fljótt á litið virðist blasa við skýrt dæmi um rof milli þings og þjóðar sbr. sterkan stuðning meðal þjóðar við framhald viðræðna.
Á hinn bóginn tel ég víst, að þingsályktunartillögur þurfi ekki undirritun forseta.
Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands - - eins og fram kemur nefnir 26. gr. einungis "nýsamþykkt" lög.
Þannig að þó svo að safnist vel yfir 30þ. undirskriftir. Þá muni það lítt stoða. Þ.s. ekki komi til kasta embættis forseta.
--------------------------------
Auðvitað mun það magna enn frekar reiði aðildarsinna, ef þeim tekst að safna mjög mörgum undirskriftum - og þ.e. síðan hundsað.
Niðurstaða
Það er vegna þeirrar áhættu sem ég tel mig sjá af því að skapa svo mikla reiði meðal "fjölmenns minnihluta" þjóðarinnar. Að ég hef talið og tel enn - skynsamara fyrir stjórnarflokkana.
- Að láta umsóknina áfram vera gilda.
Hættan á því að aðildarsinnum takist að fremja nægileg efnahagsleg skemmdarverk á kjörtímabilinu sé það mikil, að aukin áhætta á því að stjórnarflokkarnir nái ekki fram mikilvægum markmiðum um stöðugleika -sem eru forsenda losunar hafta- þíði að betra sé fyrir stjórnarflokkana sjálfa lofa aðildarumsókninni að "lafa uppi" út kjörtímabilið.
Fyrir utan það, að samningsstaða Framsóknarflokksins eftir nk. kosningar er sterkari við stjórnarmyndun, ef flokkurinn a.m.k. "tæknilega" hefur möguleika á að mynda stjórn með einhverjum aðildarsinnuðum flokki. Sem þíðir betri fyrir Framsóknarfl. stjórnarsáttmáli en annars. Og auðvitað stærri líkur á að Framsóknarfl. lendi í stjórn.
--------------------------------
Sú ákvörðun að slá af aðildarferlið með formlegum hætti - - gæti því reynst skammsýn.
En þ.s. er verra, er að hún gæti einnig reynst vera "hættuleg."
- Það er vegna þess, hvaða hugmynd mundi geta orðið ofan á - ef flokkar aðildarsinna komast til valda eftir nk. Alþingiskosningar - "aðild reynist lokað sund" - "höft eru áfram uppi" - "þeir eru áfram sannfærðir um að mjög mikilvægt sé að losna við krónuna."
- Þá gæti þeim dottið í hug tiltekin ákaflega "heimskuleg" og yfirmáta hættuleg aðgerð - sjá gamla færslu þ.s. ég útlista hvað þá getur gerst: Einhliða upptaka annars gjaldmiðils getur leitt til algers fjármálahruns á Íslandi, og stærra falls lífskjara almennings en okt. 2008!
Það má ekki vanmeta heimsku þeirra sem telja fá markmið mikilvægari en það að losna við krónuna!
--------------------------------
Það þíðir þó ekki að umræða á Alþingi um ályktun til þingsályktunar, að hætta formlega viðræðum - geti ekki verið gagnleg. En ég bendi á að tæknilega þarf sú nefnd sem fær tillöguna til meðferðar - - aldrei að senda hana frá sér. Hún getur legið þar inni þess vegna út kjörtímabilið - óafgreidd.
Og verið aðildarsinnum til "aðvörunar" svo þeir haldi sér á mottunni. Þá yrði hún eins og "sverð Damoklesar" þ.e. hangandi yfir - án þess að endilega falla. Það gæti knúið aðildarsinna, til þess að vera til muna samstarfsfúsari við ríkisstjórnina en þeir hingað til hafa verið þ.s. af er kjörtímabili.
- Þannig yrði "þingsályktunartillagan" óafgreidd - en samt virk, að svipu!
- Þetta gæti verið langsamlega gagnlegasta notkunin á þeirri þingsályktunartillögu.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:07 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 856011
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hehe.. Skemtileg útlistun hjá þér og, nokkuð merkileg fyrir margra hluta sakir. Sérstaklega niðurlagið varðandi sverð Damoklesar...
Með kveðju
Ólafur Björn Ólafsson, 24.2.2014 kl. 15:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning