Hvað ætli að Pútín geri nú, eftir að forseta Úkraínu hefur verið steypt af stóli?

Það sem virðist hafa komið fyrir Yanukovich er að herinn hafi neitað að styðja hann. Hafnað því að koma honum til aðstoðar. Þegar það blasti við - samtímis því að öryggislögreglan og sveitir Innanríkisráðuneytis virðast hafa verið að niðurlotum komnar.

Þá er eins og að sjálft stjórnkerfið hafi, yfirgefið forsetann. Hann er greinilega flúinn til Kharkiv í landinu A-verðu. Þ.s. stuðningsmenn hans ráða að sögn frétta.

Stjórnarandstaðan skv. því er komin til valda - eða svo virðist a.m.k. við fyrstu sín.

Yulia Tymoshenko fyrrum forsætisráðherra landsins, sem  Yanukovich hafði hneppt í fangelsi, hefur verið sleppt.

Fljótt á litið virðist sigur blasa við!

Yanukovich toppled in new Ukrainian revolution

Ukraine

Stóra spurningin er - - hvað gerir Pútín?

Ég á von á því að nýir aðilar, muni leita hófana um að semja við karlinn í Kreml. En vegna þess hve óskaplega háð Rússlandi Úkraína er sbr. megnið af framleiðsluvörum virðist enn selt þangað, og megnið af orku sem landið kaupir á móti keypt frá Rússlandi. Þá blasir við að Pútín getur mjög auðveldlega gert Úkraínu gjaldþrota. En landið þegar rambar á þeim barmi.

Ein af ástæðum þess hve fjaraði undan Yanukovich, má vera að stjórnin hafi verið komin í megnustu vandræði með að "greiða laun til sinna öryggissveita."

  • Yanukovich forseti var beittur mjög harkalegum þrístingi af hálfu Pútíns - sbr. að setja tolla á útflutning Úkraínu, jafnvel tímabundið banna "af heilbrigðisástæðum" sumar framleiðsluvörur - samtímis því að gasverð var hækkað.
  • Fljótt á litið - virðist að Pútín hafi ofmetið getu Yanukovich til að fylgja þeirri stefnu, sem hann þvingaði hann til.
  • Nákvæmlega það sama - - getur Pútín mjög auðveldlega endurtekið.

Það eru alls engar ýkjur að Úkraína rambar á barmi greiðsluþrots.

En Yanukovich lét ekki undan Pútín fyrr en landið var nærri - -uppiskroppa með gjaldeyri.

Síðan þá, hefur Pútín haldið mjög þétt í ólina á Úkraínu, þ.e. rétt svo látið stjv. hafa næga peninga til að halda þeim á floti.

En nú þegar forsetinn er fallinn, andstaðan virðist tekin við. Getur Pútín náð fram mjög skjótum hefndum, með því að keyra landið í gjaldþrot.

--------------------------------

Þó tæknilega geti AGS veitt neyðarlán - - má AGS í reynd eigin reglum skv. ekki veita slíkt lán, ef það blasir við að viðkomandi land sé ekki mögulegt að endurgreiða neyðarlánið.

En Pútín getur sennilega ef hann vill, hert skrúfurnar það harkalega að Úkraínu að landið muni ekki eiga möguleika á að fá slíkt neyðarlán, þó það óski þess.

Tæknilega gæti Evr. og Bandar. tekið sig saman um að - - halda Úkraínu á floti. Með peningagjöfum.

En án samkomulags við Pútín, gæti Evr. og Bandaríkin þurft að standa í þeirri björgun í mörg ár samfellt, þ.s. nær allt úkraínska hagkerfið sé enn gírað inn á Rússl.markað.

Það mundi auðvitað kosta mikið fé, að umpóla úkraínska hagerfinu. Hver mundi leggja það fé fram?

  • Ég held að ný ríkisstjórn muni neyðast til þess að semja við Pútín, langleiðina í samræmi við þá stefnu sem Pútín hafði uppálagt Yanukovich.


Niðurstaða

Að vera svo óskaplega háð Pútín. Er ekki öfundsverð staða. En þó svo að fljótt á litið geti virst svo að Pútín hafi orðið undir. Þá sé staða Úkraínu svo veik hafandi í huga efnahagslega uppbyggingu landsins. Sem sé enn stærstum hluta gíruð inn á Rússland. Arfleifð þess að landið tilheyrði Sovétríkjunum til 1991. Þegar öll Sovétríkin voru miðstýrð út frá Moskvu. Samtímis því að landið sé nærri því greiðsluþrota.

Þannig að mig grunar að Pútín eigi enn afskaplega öfluga mótleiki.

Ég mundi því ekki veðja gegn sigri Pútín.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Einar Björn
Þetta er athyglisvert þar sem að erlend stjórnvöld eru og hafa verið að borga fyrir að halda uppi þessum mótmælum, eða svo að hægt sé að koma Úkraníu inn í NATO og ESB (The Truth About Ukraine - A US Coup?).

Menn eru því að þetta gæti haft alvarlega afleiðingar :  Ukraine crisis may drag US, Russia into war: Ex-US official

Israeli ex officer leads Ukraine protests Reports

This is a must see! Ukraine. Bercut captures American agent, consultant unrest

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 23.2.2014 kl. 12:43

3 identicon

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 23.2.2014 kl. 14:50

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Sko, við skulum forðast þessa "góðir vs. vondir" framsetningu. Bæði Rússland og Vesturlönd eru að sinna sínum hagsmunum. Hagsmunir Vesturlanda eru að halda Rússlandi veiku. Meðan að hagsmunir Rússlands er að vera sterkt.

Hvorugur aðilinn sé líklega að hugsa um hagsmuni íbúa Úkraínu.

Varðandi stjórnarandstöðu - er ég ekki sammála hinni rússn. túlkun að Rósabyltingin hafi alfarið verið búin til af vesturlöndum eða að núverandi sé það - - það sé einfaldlega ekki hægt að sviðsetja slíkan atburð, kaupa til þess milljónir íbúa landsins o.s.frv. 

Þ.s. sé í gangi sé það, að Vesturlönd séu að færa sér í nyt "raunverulega óánægju og sjálfstæðisþrá stórs fj. íbúa Úkraínu" með því að lofa þeim þ.s. Vesturlönd geta sennilega í reynd ekki staðið við, og styðja "sjálfstæðishreyfingar" Úkraínubúa með peningum - - meðan að Pútín sé að leitast við að snúa við hruni Sovétríkjanna 1991 með því að búa til ástand, þ.s. fyrrum Sovétlýðveldi verði sett inn í ramma undir stj. Moskvu sbr. það tollabandalag sem hann hefur verið að gera tilraun með að búa til, þ.s. viðskipti fara fram í samræmi við klassíkst merkantíískt fyrirkomulag undir stjórn Moskvu þ.e. með þeim hætti að Moskvuvaldið græði mest á því.

Aftur á móti hafi Úkraína líklega ekki þ.s. raunverulegan valkost, að sleppa undan þessari tilraun Pútíns til að snúa klukkunni við, nema að Úkraína nái að spila á togstreitu Vesturlanda og Pútíns um landið og takist að fá fram einhvers konar milli bils ástand þ.s. landið sé  hvorki undir Pútín þar með Rússlandi, eða í NATO.

Sjá t.d. Það má kenna ESB að einhverjum hluta um vandræðin í Úkraínu

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 23.2.2014 kl. 16:03

5 identicon

Sæll aftur Einar

Það er rétt að bæði Rússland og Vesturlönd eru þarna að sinna sínum hagsmunum, en maður spyr, hvað eru Vesturlönd að gera með að standa fyrir því að borga og/eða halda uppi þessum mótmælum. Ég er sammála þér að það má kenna ESB að einhverjum hluta um vandræðin í Úkraníu.
Ég er nú ekki á því að Rússar og/eða stjórnvöld í Rússlandi séu að reyna ná völdum yfir Úkraínu, heldur sýnist mér sem að ESB og NATO  séu þarna að beita sérstökum aðferðum/ aðgerðum. Ef eitthvað þá sýnist manni sem þetta geti bara versna. 
"

"..What is coming in Ukraine, however, is likely to be far worse than what we have seen up to now. For this political crisis has deepened the divide between a western Ukraine that looks to Europe, and an east whose historic, linguistic, cultural and ethnic bonds are with Mother Russia. With reports of police and soldiers in western Ukraine defecting from the government to join the rebellion, Ukraine could be a country sliding into civil war. If so, the spillover effects could be ominous. But, to be candid, what happens in Ukraine has always been more critical to Moscow than it has ever been to us. As Barack Obama said of Syria, this is “somebody else’s civil war.”  http://original.antiwar.com/buchanan/2014/02/20/ukraines-crisis-not-ours/#.UwoTu_-UY60.facebook

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 23.2.2014 kl. 17:01

7 identicon

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 23.2.2014 kl. 18:00

8 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

"Ég er nú ekki á því að Rússar og/eða stjórnvöld í Rússlandi séu að reyna ná völdum yfir Úkraínu"

Hafðu í huga að Pútín er að gera tilraun til að búa til nýtt "Comekon" þ.e. tollabandalag undir stjórn Moskvu.

Og Úkraínu var ætlað að vera þar innan.

Einu löndin sem hafa samþykkt aðild að því, eru Armenía og Hvíta Rússland. Ef þú skoðar kortið, þá sérðu vel hvað það mundi þíða. Ef Úkraína yrði einnig með.

Það eru sennilega litlar ýkjur að segja að það væru endalok efnahagslegs sjálfstæðis.

  • Ég er nokkuð viss um að Rússland er að leitast við, að ná Úkraínu aftur til sín, inn í ástand er væri lítt öðruvísi en það ástand, að landið væri "sjálfstjórnarhérað" innan Rússlands.
  • Það væri enn formlega sjálfstætt.
  • En ekki raunverulega.

---------------------------------

Vesturlönd vilja veikt Rússland - þannig séð frá ísköldu reikningshugarfari, væri það jafnvel skárra að landið klofnaði upp - ef landið allt getur ekki orðið Vestrænt. Að Úkraínu mælandi hlutinn mundi kljúfa sig frá rússn. mælandi og heldur smærri A-hlutanum. Sem þá líklega yrði aftur í reynd rússn. hérað.

Galli að V-hlutinn er held ég mestu án iðnaðar. Meginatvinnuvegur tengdur landbúnaði. Hann er líkleg held ég verulega fátækari, en hinn smærri A-hluti.

Á hinn bóginn er þetta svæði gjarnan kallað "brauðkarfa" Evrópu. Það gerir það "strategískt" séð mikilvægt - stundum hafi hveiti framleiðsla náð því að vera 1/3 af heimsframleiðslunni.

Það má meira að segja vera, að Vesturlönd séu að sækjast eftir - matvælaframleiðslusvæðunum.

  • Rússland verður þá án þeirra, og þar af leiðandi miklu háðari sínum A-svæðum en annars væri. 

Þetta getur orðið útkoma þessarar togstreitu - - það geti þítt átök, flóttamannavanda innan landsins þegar hóparnir væru kannski hraktir á flótta, til að búa til - mennigarlega hrein svæði.

  • Eh, þessi samlíking við fasisma er stórundarleg. 

-------------------------

Þetta sé með öðrum orðum, klassísk stórvelda pólitík þ.s. þjóð er í hlutverki peðs.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 23.2.2014 kl. 18:36

9 identicon

Sæll aftur Einar Björn

Ég er nú frekar á því að Rússar hafi verið byggja upp varnarbandalag, en ekki að þeir séu að reyna ná yfirráðum með einhveri landráðastefnu.

Við getum alveg eins spurt, hvernig væri það ef Rússar tækju upp á því að styðja við mótmæli er höfðu byrjað í Mexico með einhverju CEO’s- lið eins og t.d. þá George Soros Open Society og fleiri aðilum er borguðu mótmælendum áfram til þess að koma upp fleiri Rússneskum herstöðum við landamæri Bandaríkjanna? Er þessi utanríkisstefna hjá bandaríkjamönnum nokkuð ný, eða hvernig er það eigum við ekki vona á sjá meira af svona löguðu í framtíðinni en núna í Úkraínu?

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 24.2.2014 kl. 09:47

10 identicon

Washington Orchestrated Protests Are Destabilizing Ukraine http://www.paulcraigroberts.org/2014/02/12/washington-orchestrated-protests-destabilizing-ukraine/

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 24.2.2014 kl. 09:48

11 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Mjög ólíkleg sviðsmynd - þeir ættu mun betri möguleika á því að egna til mótmæla í Eystrasaltlöndum - það getur verið að þeir það geri síðar meir. Þú þarft að átta þig á því að Rússland græðir heilmikið á því ef því tekst að ná Úkraínu til sín að nýju. Þ.e. skýrt mótív til staðar.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 24.2.2014 kl. 13:07

12 identicon

Einar Björn

Ja, Rússland græðir nákvæmlega ekkert á þessum mótmælum, en hvað græða Bandaríkjamenn á þeim, þar sem að þeir hafa staðið fyrir því að halda þeim uppi og borga allar þessar upphæðir?

" After three visits to Ukraine in five weeks, Victoria Nuland explains that in the past two decades, the United States has spent five Billion dollars ($5,000,000,000) to subvert Ukraine, and assures her listeners that there are prominent businessmen and government officials who support the US project to tear Ukraine away from its historic relationship with Russia and into the US sphere of interest.."

http://www.globalresearch.ca/american-conquest-by-subversion-victoria-nulands-admits-washington-has-spent-5-billion-to-subvert-ukraine/5367782#sthash.IyoUqCdU.dpuf

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 24.2.2014 kl. 17:40

13 identicon

Það er spurning hvort að þetta sé ekki fasismi (og/eða nazismi), þegar að þessu er lýst svona á http://www.globalresearch.ca/there-are-no-neo-nazis-in-the-ukraine-and-the-obama-administration-does-not-support-fascists/5370269 ?

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 25.2.2014 kl. 00:24

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 857479

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband