Það má kenna ESB að einhverjum hluta um vandræðin í Úkraínu

Ummæli hæstvirts utanríkisráðherra hafa farið fyrir brjóstið á mörgum, ég sjálfur er ekki með beina tilvitnun í þau ummæli. Málið er að ég vil meina að "ESB" hafi vakið með úkraínsku þjóðinni "tálvonir" þ.e. vonir sem enginn raunhæfur grundvöllur hafi nokkru sinni verið fyrir að unnt væri að uppfylla.

  • Það hafi verið gersamlega óábyrgt - að vekja slíkar vonir - þegar ljóst átti að vera fyrirfram, að ESB væri ekki fært um að uppfylla þær!

Fólk þarf einnig að átta sig á því að Úkraínu-málið hefur stórpólitíska vídd, út frá skilningi samkeppni stórvelda um völd og áhrif í heiminum, en þ.e. ekki of gróft að segja - að án Úkraínu sé Rússland ekki "heimsveldi" en með Úkraínu, geti Rússland verið það. 

Fyrri umfjallanir:

Líst afskaplega illa á hvað er að gerast í Úkraínu

Bandaríkin og ESB ætla að bjóða Úkraínu "aðstoðarprógramm"

Lesið þennan mjög svo áhugaverða pistil frá Der Spiegel:

The Global Implications of the Ukraine Conflict

Og aftur kortið góða sem sýnir ákaflega vel hvað ég á við!

Ukraine

Úkraína virkar enn að stórum dráttum, eins og landið sé enn fylki í Rússlandi!

Eftir að hafa verið 300 ár hérað í Rússlandi, 73 ár hérað í Sovétríkjunum. Þá er ástandið enn það, að iðnaður Úkraínu sem einna helst er staðsettur í rússn. mælandi A-hlutanum framleiðir varning fyrir Rússlandsmarkað. Og landbúnaður en megnið af Úkraínu mælandi hlutanum er eitt risastórt landbúnaðarsvæði, framleiðir enn að mestu leiti matvæli fyrir Rússl.markað. 

Á móti kaupir Úkraína inn orku frá Rússlandi, þ.e. olía og gas.

--------------------------------

Menn hafa gjarnan fyllst mikilli vandlætingu út í það, að Yanukovych forseti skuli hafa hætt við að skrifa undir að mörgu leiti sambærilegan samning við ESB og þann sem Ísland hefur í dag - - þegar Pútín hótaði í reynd að gera Úkraínu gjaldþrota.

  • En vegna þess hve Úkraína er svakalega háð Rússlandi - - á Pútín nánast allskostar við Úkraínu.
  • Þ.s. viðskiptin við Rússland halda landinu á floti - - var augljóslega mjög mikil ógn fyrir Úkraínu, af aðgerðum Pútíns sbr. "tollur á úkraínskar vörur" og á sama tíma "hækkaði hann gasverð."
  • Muna - - Úkraína er þegar "nærri því gjaldþrota."

Ég held að Yanukovych hafi augljóslega ekki átt annan kost í stöðunni er Pútín setti landið í skrúfstykki - - en að hætta við samninginn við ESB.

Ég held það sé gersamlega augljóst að þ.e. engin leið að landa viðskiptamálinu milli Úkraínu og ESB, nema með þeim hætti að Pútín geti sætt sig við.

Vegna þess, að það sé gersamlega bersýnilegt, að ESB sé alls ekki í "raunhæfri" aðstöðu til að, halda nærri "gjaldþrota" Úkraínu á floti!

En nærri gjaldþrota landið mundi ekki geta bersýnilega, borgað neina vexti - svo það mundi ekki geta verið lán, yrði að vera "gjaf-fé." Höfum einnig í huga, að reiður Pútín væri líklega að sökkva úkraínska hagkerfinu niður í ystu myrkur.

--------------------------------

Þ.s. Pútín ætlaði að gera við Úkraínu, var að þröngva landinu inn í "tollabandalag" við Rússland, sem Pútín hefur verið að gera tilraun til að búa til - utan um a.m.k. einhvern hluta fyrrum "sovétlýðvelda" sem síðar meir hafa orðið að sjálfstæðum ríkjum.

Það er vægast sagt ekki sérlega kræsilegur kostur fyrir Úkraínubúa, þ.s. það líklega mundi töluvert loka landinu frá "hugsanlegum" viðskiptum út fyrir.

  • Á hinn bóginn, þessi meinta "glæsta" ESB framtíð - er ekki raunverulega fyrir hendi sem valkostur.
  • Ég sé enga skynsemi af hálfu ESB, að ætla enn - að halda þeim viðskiptasamningi á lofti.
  1. Ef  málið er hugsað út frá hagsmunum íbúa Úkraínu, þá verður landið mjög augljóslega að halda "núverandi" viðskiptum við Rússland.
  2. Enda er ekkert annað sem getur snögglega komið í þeirra stað, þ.s. eftir allt saman er framleiðsla Úkraínu mjög líklega ekki skv. V-evr. stöðlum, mjög dýrt væri að lagfæra það ástand auk þess að kynna þær vörur fyrir V-evr. markaði, mundi kosta ógrynni fjármagns. Og Úkraína er nokkurn veginn alfarið "krunk" á fé. Ekki síst að slík umskipti geta ekki gengið fyrir sig snögglega.
  3. Úkraína í raun og veru, hafi ekki þ.s. valkost. Að sniðganga Rússland.



Niðurstaða

Ég fagna samt sem áður þeirri sátt er virðist hafa náðst í Kíev. Þ.e. nýjar þingkosningar fljótlega, breytingar á stjórnarskrá er auki völd þings og ríkisstj. á kostnað valda forsetaembættis, og það að nýjar forsetakosningar fari fram í desember.

Yanukovych er samt ekki sá vondi maður í þessu, sem flestir "vestrænir" fjölmiðlar hafa verið að segja hann vera. Það er eins og að nær alla fjölmiðlamenn - skorti grunn hagfræði skilning. Ekki bara á Íslandi. En þ.e. eiginlega "bara" Der Spiegel sem hefur verið með vitrænar umfjallanir.

Íbúar Úkraínu þurfa síðan að átta sig á því, að þessi "glæsta" ESB framtíð var alltaf og getur ekki verið annað en "tálsýn."

Pútín hefur of mörg spil á hendi gagnvart landinu. Hvorki Evrópa né Bandaríkin, séu tilbúin að afhenda alla þá fjármuni sem mundi þurfa til - ef landið ætti að geta tekist að taka aðra stefnu, en þá sem Pútín getur sætt sig við. 

Málið er kannski það - Yanukovych skildi hvað málið gekk út á. Meðan að vestrænir fjölmiðlar flestir, virðast ekki hafa skilið neitt.

--------------------------

Ef ESB virkilega vill gera viðskiptasamning við Úkraínu, er sá aðili sem ESB þarf að semja við - Pútín.

Þetta sé veruleiki stöðu Úkraínu. Hann er beiskur. Ég mundi ekki óska nokkurri þjóð, að vera svo gersamlega háð vilja þess manns. En á sama tíma, sé ég ekki undankomu frá þeim veruleika fyrir landið. Nema að ESB sé raunverulega að hugsa fyrst og fremst um úkraínsku þjóðina, þá getur ESB sýnt það í verki, með því að "bjóða Pútín" einhverjar bitastæðar gulrætur á móti svo hann sé til í að "heimila" Úkraínu að gera viðskiptasamning við ESB, sem væri e-h nærri því sem til stóð.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 856011

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband