21.2.2014 | 00:05
Líst afskaplega illa á hvað er að gerast í Úkraínu
Yfir 70 manns látnir eftir skotbardaga milli sveita Innanríkisráðuneytis Úkraínu, öryggislögreglu - og mótmælenda. Það áhugaverða við þetta skv. fréttum er, að svo virðist að mótmælendur hafi haft betur í þeim átökum. Atlagan að vígum þeirra á svokölluðu "Frelsistorgi" hafi verið hrundið.
Sem bendir til þess að a.m.k. hluti mótmælenda sé vopnaður. En skv. fréttum voru sveitir Innanríkisráðuneytis vopnaðar "hríðskotabyssum." En ég man eftir úr frétt í Der Spiegel fyrir nokkru, að innan um eru gamlir hermenn með bardagareynslu frá dögum Sovétríkjanna í Afganistan.
Það kannski skýri af hverju mótmælendum hefur tekist að verjast atlögum öryggissveita stjórnvalda, að vígin séu byggð upp skv. ráðgjöf frá einstaklingum með reynslu hafa af raunverulegu stríði.
Dozens Dead in Ukraine as Fresh Violence Flares in Kiev
EU seeks peace as Ukraine death toll hits 75
Fears grow that Ukraines military could be called into the fray
Ukraine urged to pull back from brink
Kiev truce ends in violence and gunfire
Bendi einnig á eigin umfjöllun: Bandaríkin og ESB ætla að bjóða Úkraínu "aðstoðarprógramm"
Úkraína má ekki verða Sýrland Evrópu
Sýrland sýnir okkur hvað getur gerst, ef stjv. beita of mikilli hörku gegn mótmælum. En fyrstu mánuðina sem átök þar stóðu yfir, var þetta ekki stríð - heldur í formi mjög fjölmennra götumótmæla. En sýrlenska öryggislögreglan og síðan herinn. Beitti alltaf mjög miklu ofbeldi gegn mótmælendum.
Stað þess að mótmælendur gæfust upp, mættu uppreisnarmenn hörku stjórnvalda - með því að vopnast sjálfir. Og hefja vopnaða uppreisn.
Síðan hefur þar staðið stríð - og inn í það hafa síðan blandað sér margvísleg öfgaöfl frá löndunum í kring. Svo komið að ein áhrifamesta fylkingin er skipuð að miklu leiti erlendum bardagamönnum, með sínar eigin hugmyndir - sem hafa ekkert að gera með stefnu hinna upphaflegu mótmæla.
- Allan tímann hafa átökin í Sýrlandi markast af því - - að utanafkomandi öfl hafa blandað sér í mál.
- Því miður - virðist mér Úkraínumálið hafa það sameiginlegt, að það eru utanaðkomandi öfl, sem eru að styðja - - sinn hvorn aðilann.
Áhugavert að í báðum tilvikum - - er það Rússland sem styður stjórnvöld.
Og vesturveldi sem "styðja uppreisn" gegn þeim stjv. - sem Rússland styður.
Það sem ég óttast er að hvorki Rússland né Vesturveldi, séu að hugsa um hagsmuni íbúa Úkraínu
Heldur sé þetta liður í átökum við Rússland um "yfirráðasvæði."
Munum einnig að klofningur Úkraínu frá Rússlandi, veikti Rússland.
Án Úkraínu er Rússland umtalsvert veikara ríki - það að toga Úkraínu lengra í "vestur" hefur því bersýnilega "strategíska" vídd - - eða Pútín algerlega örugglega sér það þannig.
- Og þ.e. ekki endilega augljóst að það sé rangt skilið af honum, að slíkar pælingar liggi að baki stuðningi Vesturvelda við mótmælendur í Kíev.
Íhugum einnig þá staðreynd að Úkraína var hluti af Sovétríkjunum þar til að þau hættu að vera til 1991, og þar á undan hafði Úkraína tilheyrt Rússlandi í e-h í kringum 300 ár.
Og það, að á Sovét-tímanum var Úkraína liður í þéttu neti framleiðslu, þ.s. mikilvægri framleiðslu var komið fyrir hér og þar um Sovétríkin, en allt "netið" virkaði sem eitt hagkerfi. Það þíddi að innan Úkraínu voru við hrun Sovétríkjanna, framleiddir fjölmargir þættir. Sem t.d. rússn. herinn gat ekki verið án, og að sjálfsögðu margvíslegar neysluvörur fyrir Rússland.
En Úkraína var helsta matarforðabúr Sovétríkjanna og þar á undan Rússlands, með sjálfstæði er Úkraína líklega "stærsti matvælaframleiðandi Evr." og líklega megnið af því fer á Rússl.markað. Þar fyrir utan er þarna enn umtalsverður þunga-iðnaður af dæmigerðu tagi þ.e. stál-, ál og efnaverksmiðjur. Frá Sovéttímanum. Þó einnig eitthvað af hátækni-iðnaði t.d. skilst mér að Antonov flugvélaverksmiðjurnar séu enn að framleiða flugvélar fyrir "Rússlandsmarkað" og fyrir rússn. herinn.
Í staðinn hefur Úkraína keypt ekki síst - orku. Þ.e. gas og eldsneyti.
- Það augljósa ætti að blasa við - - að Úkraína getur ekki kúplað frá Rússlandsmarkaði.
- Úkraína er örugglega verulega meir tengd inn í hagkerfi Rússl. í dag, en Finnland var við hagkerfi Sovétríkjanna við hrun þeirra 1991.
- Að auki, er Úkraína "fjárhagslega séð" nærri því gjaldþrota.
- Þ.e. alveg öruggt að einhvers konar vinslit við Rússland, gætu jafngilt - - mjög djúpstæðu efnahagshruni í Úkraínu.
- Og auðvitað - öruggu þjóðargjaldþroti.
- Hið minnsta kosti - ekki á skömmum tíma.
- Viðskipti við V-Evrópu séu frekar - - langtímaverkefni.
- Enda tekur tíma að læra að framleiða og selja varning á V-evr. markað, þ.s. kröfur eru líklega töluvert aðrar.
- Ég tel of einfalt að - - setja alla sökina á Pútín.
- Það sé í gangi, varasamt reipitog milli Vesturvelda og Rússland, sem snúist um hagsmuni þeirra aðila - - sennilega ekki nema í mjög grunnum skilningi hagsmuni íbúa landsins.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:35 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 857479
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning