Financial Times leggur til þess að lágmarkslaun verði hækkuð í Bandaríkjunum

Það er dálítið forvitnilegt að skoða tölur sem þar koma fram í íslensku samhengi. Skv. Seðlabanka kostar "USD" 113,1kr. Og skv. textanum eru lágmarkslaun í bandar. 7,25$ á tímann sem gera þá 820kr. Sem gerir þá 32.799kr. á viku. Eða 7.380kr. á dag ef unnar eru 8kl.st., og 184.500kr. ef vinnudagar eru 25 ca. í mánuði.

Ef eins og þeir styðja, launin eru hækkuð í 9$ eða 1.018kr. Þá verður 40kr.st. vinnuvikan  40.716kr. Átta kl.st. vinnudagurinn að 8.144kr. Og 25 vinnudaga mánuður að 203.600kr.

Það væri ekki fjarri lagi miðað við lágmarkslaun á Íslandi sbr.: Lágmarkslaun hafa rúmlega tvöfaldast

Sjá einnig frétt FT: Higher pay for America’s poor 

 

  • Þetta þarf ekki endilega að vera "bad for business."

 

En ríkisstjórnin mundi geta "tæknilega" komið á móts við fyrirtæki, með því að lækka tekjuskatt fyrirtækja á sama tíma. En sá er í reynd hærri í Bandar. en t.d. í Svíþjóð.

Meðan að risafyrirtækin hafa flest "skattaundanþágur" sem þingið hefur búið til - klæðskerasniðið fyrir þau gjarnan af þingmönnum á launaskrá hjá þeim. Þannig að skattakerfið, bitnar einna helst á smærri fyrirtækjum og miðlungs. Þ.s. nýmyndun starfa gerist einna helst.

Ef dregið er úr undanþágum risafyrirtækja - gæti heildarbreytingin aukið verulega hagvöxt í Bandar.

Höfum einnig í huga, að aukning neyslu í bandar. samhengi - er ekki endilega "slæmur hagvöxtur" eins og gjarnan vill verða hérlendis, þ.s. verulegt hlutfall neysluvarnings er innlend framleiðsla í Bandar.  

 

  • Heildaraukning hagvaxtar gæti orðið umtalsverð, ásamt fjölgun starfa. 

 

En ég á reyndar erfitt með að sjá "Capitol Hill" taka þetta skynsama nálgun.

 

Niðurstaða

Ef rétt er að málum staðið, gæti hækkun lágmarkslauna verið skynsöm stefna í Bandar. En best væri að nálgast málið í samhengi við víðtæka stefnumörkun með það sem markmið, að efla þrótt hagkerfisins og efla hagvöxt. Fækkun vinnandi fátækra fyrir utan það, er jákvætt félagslegt markmið.

 

Kv. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Vandamálið sem bandaríkjamenn standa frammi fyrir er sú staðreynd að búið er að flytja stórann hluta framleiðslu fyrir innanlandsmarkað til Kína, Víetnam og Mið-Ameríkulanda, þar sem vinnuafl var mun ódýrara en í BNA.  Þetta hefur verið að gerast á mörgum áratugum.  Nú er svo komið að BNA er orðið láglaunaland.  Fólki á vinnumarkaði hefur fækkað stórlega og stærstur hluti þeirra ekki talinn með þegar atvinnuleysistölur eru gefnar upp.  Þar að auki er mikil aukning hjá þeim sem hafa hlutastarf og lenda þar af leiðandi í hópi lágtekjuhópa.

Bandaríks stjórnvöld og stórfyrirtæki hafa verið að leiða þessi ósköp yfir bandarísku þjóðina nú um alllangt skeið.  En það versta er að núverandi stjórnvöld eru ekki að gera neitt til að leiðrétta eða laga ástandið, það er eins og þeim sé alveg sama.  Obama virðist leggja meiri áherslu á að efla Department of Homeland Security (DHS) sem er einskonar innanlands her og nota þann her gegn bandarískum þegnum.  Það er því miður margt óhugnanlegt að gerast þarna fyrir vestan.

Tómas Ibsen Halldórsson, 20.2.2014 kl. 14:04

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þ.e. hætta einmitt á þeirri þróun - þegar "láglaunalöndum" tekst að klifra upp tæknistigann án þess að laun starfsm. hækki nærri eins hratt hlutfallslega og tæknin í boði batnar, á sama tíma og fyrirtæki í Kína eru einnig að vera sífellt skilvirkari.

-------------------

Ef láglaunalandið er með jafn góða tækni, fyrirtæki eru svipað skilvirk - - verður þrýstingur sennilega óhjákvæmilega á laun.

Þetta er grunar mig sé hin eiginlega ástæða að kreppa skall á vesturlöndum ca. 2007. Skuldabólan sem smá óx milli 1995-2007 hafi um sinn dulið það sjónum.

Að atvinnulíf á Vesturlöndum væri smám saman að verða undir.

---------------------

Það verður stórt trix að snúa vörn í sókn - ekki síst að lágmarka lífskjarahrap.

Svo er það, að "elítan" sem á fyrirtækin, heldur áfram að græða meðan að millistéttin á vesturlöndum "lendir undir."

Það skapar hættu á stéttastríði í framtíðinni - ekki bara í Bandar. heldur einnig Evr.

---------------------

Sjáðu t.d. þessa ritgerð eftir ágæta þýska fræðimenn um launaþróun það - taktu eftir sístækkandi launabili og því að verið er að draga úr réttindum sérstaklega hópa í lægri launaþrepum:

http://www.cream-migration.org/publ_uploads/CDP_06_14.pdf

Mig grunar að sama þróun muni ganga í gegnum alla Evr. á nk. árum.

**Bandaríkin hafa þó eitt með sér - - að orkuverð er mun lægra hjá þeim en í Asíu og Evr. Og það nánar tiltekið hefur lækkað umtalsvert í Bandar. sl. 7 ár. Sú þróun gæti hjálpað bandar. atvinnulífi að snúa úr vörn í sókn.

Meðan er orkuverð sífellt að hækka í Evr., þegar meir en 2-falt hærra að meðaltali en í Bandar. Það eiginlega sýnist mér, víkka gjána sem evr. hagkerfi munu þurfa að brúa, ef þau eiga að geta "stöðvað þá óheilaþróun" að framleiðsla flytjist stöðugt til Asíu.

Ef sú óheillaþróun stöðvast ekki - þá geta kjör launafólks fallið óttast ég fallið mjög mikið.

Launabil gæti orðið stærra en meira að segja í Bandar.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 20.2.2014 kl. 15:05

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Forsetin ákveður Lámarks tíma laun í öllum  Ríkjum USA: 7,5$=> atvinnugreiðand  heldur eftir velferðagjaldi : 1,12 $ greiðir  starfsmanni 6,38 $. Skilar svo 2,24 $ í Velferðakerfið. Á Seðla gengi 158,8 eru 6,38 $   1,013 kr. útborgaðar. 2,24 $ í velferða gjald eru 356 k.

Lámarkstíma laun á launaseðli starfamanns: 1,191 kr. Á launaskila seðli  Atvinnurekenda  1,369 kr.

Í Samhengi Kaliforníu eru "tip" stór hluti af innkomu þeirra sem ekki er fastráðnir.

8,5 $ lámarkstíma kaup gildir í ríkjum Norðar 13% hærra eða útborgað 1.145 kr.

Einni gildir í sumum ríkjum að ef Launþegi skilar 40 tímum hjá sama vinnuveitenda þá er 20% lagt á og þá út borgað fyrir 40 tíma:  1,145 x 40 x 1,2= 54.960  kr.

1820 vinnutímar 45,5 vikur er þá alltaf að skila útborguðu:  2.500.680 kr. að meðtali

208.390 kr. í USA. á mánuði Þannig ,má finna út lámarks vikuvinnulaun út frá lámarks vinnulaunastund.    208.390 kt. útborgaðar kosta vinnuveitendur í USA 35%  eða  72,937 kr. Velferðaskatt [engin mismunun eða afláttur].  Laun þess sem fær útborgað 208.390 kr eru  244,858 kr.

Ráðandi ríki á Vestulanda mörkuðum er nánast með samstillt hvað er greitt lámark á tíman til einstaklinga og hvað að kostar vinnuveitendur.

Brúttólaun sem bera þjóðarsparnað: söluskatt eru  hluti að PPP-markaðsþáttum í GDP [PPP] og er prósentur á afhent aðföng.  => Selja hærri verðflokka skilar hærri upp hæðum í útborguð laun á tíma  og því líka velferðasköttum.

Ísland verður að vera eins í hlutfallslegri skiptingu og skattakerfi til að styrkja sitt Alþjóða gengi.     

Sá sem fær útborgað í USA 208.390 kr. Í USA , eyðir um 43% í húsnæði kostnað: 89.608 kr.Hann er þá vsk.kaupmátt   3.959 kr. á dag.   þetta geta verið 6 bjórar og ein heit máltíð, snakk, snyrti vörur , föt , skemmtanir, hársnyrting, lyf, ... og líka þjóðarsparnaður= innlán, tryggingar, og greiðsla söluskatta.

Þjóðarsparnaður á eigin náttúruauðlindum  eru nettóskattar [sölu , niðurgreiðslu, tolla, ..] á raunvirði nýrra eigna [launa með velferðagjaldi og þrepasköttum á þá innkomu  hærri til viðbótar].

Ísland er með allt aðrar hefðir og gefur sér að öllu ríki hugsi eins.  Skilur ekki borgarlegar skatta og markaðshefðir.

Það er heildar árs sala nýrra eigna á raunverðum PPPsem skiptir öllu máli fyrir GDP[PPP] og líka GSP[EES] og líka fyrir Íslenska sölugengið.

Worldbank mælir að nettó skattheimta hér er 42% af GDP[PPP] sem innheldur ekki þjóðar sparnaðinn [vsk, niðurgreiðslur, tolla, sérstaka söluskatta og gjöld] sem er lagður á veltuna innanlands.   

Skattar sem einstaklinga skila á hverju ári í samtíma rekstur Ríkis eru hluti af nýjum eignum. 70% af því eru hrein þjónustu markaðar laun. 

Leggja á 21%  velferða skatta til að taka af heildar innkomu þeirra, skilar 17,3% af GDP,
80% [-90%] er innkoma vegna launa of skilar því framlagi vinnuveitenda minnst 14%.

Þannig er búið að tryggja 31,3% af nettó innkomu Skattmanns, örugglega  eftir er að skattleggja fyrir 42% - 31,3%=  10,7% .

  Þetta eru, fasteigna skattar, þrepa skattar á þá innkomu hæstu og hluti af nettó nettó þjóðarsparnið í kreppum.

USA, Þýskaland, Frakkland, Holland, Belgía, Luxemburg, er ríki sem eru eins og Ísland gerir best að vera eins í skattapælingum og þessi ríki.


USA miðar lámarks tíma laun við það sem gildir í ríkjum sem hugsa eins.  USA flytur út og inn 20% af sínu GDP , ekki 40% eins og Ísland.
Norðmenn er mest mest í þjóðarsparnað , Þjóðverja mjög mikið til að lækka sín heima sölugengi.  Ríki sem yfirbíður lámarks tímakaup, getur ekki haft opin landmæri eða verslað mikið við önnur. 

Lærum að lesa. Íslend skilur ekki erlent stofnannamál. Þar sem aðeins 4,0% erlendis mastera þeim orðforða.   
Ríki nota skatta á vsk. neyslu [efna orku og þjónustu með velferðgjaldi] sem reserve,  varðsjóði og millifærslna milli vsk. geira.   

Ísland hefur ekki ennþá skilið þetta, notar fasteignir sem hýsa almenning til fjármagn  minnkandi raunvirði vsk.  Skatta á olíu [frá Noregi] til hækka útflutning á Sjávar Landframleiðslu sem er flutt út.

Við skattleggjum  samtíma tekju einstaklinga ekki lögaðila, til fjármagna velferðkerfi.  GDP er nettó innkoma allra einstaklinga = loka kaupenda  að meðtali á öllum 5 árum, í versta falli 25 til 30 árum.   Raunvirði þjóðarsparnaðar=0 kr. 

USA er sýna EU samstöðu , en getur ekki sparð mikið meira sinn raunhagvöxt.

Júlíus Björnsson, 20.2.2014 kl. 16:53

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 856011

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband