Engir hveitibrauðsdagar hjá nýjum forsætisráðherra Ítalíu!

Það hefur verið í gangi sterkur orðrómur þess efnis að Matteo Renzi hafi áhuga á að auka a.m.k. tímabundið ríkishalla Ítalíu - upp fyrir 3%. Letta sem var sparkað rétt fyrir sl. helgi, hafði nýverið tekist að uppfylla "gullnu" regluna um 3% halla.

Það í raun og veru þíðir að ítalska ríkið er rekið með nokkuð duglegum afgangi, áður en tekið er tillit til kostnaðar af skuldum, þ.s. skuldirnar eru í dag ca. 133%.

Skv. núverandi reglum ESB, ber Renzi að herða frekar aðhaldsaðgerðir nema að hann geti sýnt fram á aðra leið til þess að lækka skuldir, t.d. sölu ríkiseigna.

  • Vandinn auðvitað er að hið stífa aðhald gefur ríkinu ákaflega lítið svigrúm, ef það vill beita sér með einhverjum hætti.
  • En ég get alveg t.d. ímyndað mér, að ítalska ríkið gæti selt eignir til að minnka skuldir, en samtímis aukið á "atvinnuskapandi" fjárfestingar af sinni hálfu.

Hið minnsta hefur Renzi talað með þeim hætti bersýnilega í fortíðinni, að hann muni tala fyrir rétti Ítalíu.

------------------------------------

Skv. frétt FT í gær: Matteo Renzi sets out plans for first 100 days

  • Hann ætlar að tryggja að stjórnarskrárbreytingu sem mun ef gengur fram breyta ítölskum stjórnmálum líklega í 2-ja flokka kerfi. 
  • Hann ætlar að gera breytingar á löggjöf um vinnumarkað á Ítalíu, þegar í mars.
  • Hann ætlar að gera e-h óskilgreint í vanda atvinnulausra ungra Ítala.
  • Og hann ætlar að auka hagvöxt - ekki endilega á fyrstu 100 dögunum, en í tíð sinni sem forsætisráðherra. Minnka atvinnuleysi að sjálfsögðu.
Í frétt um aðvaranir frá Brussel: Brussels warns Italy’s Renzi to stick to EU budget rules
Kemur fram að Ollie Rehn hafi sent honum línu, opinberlega sagði Rehn;
 
"I trust Italy and the Italian authorities will continue to stay committed to the European treaties, and that covers the stability and growth pact." - "We all know Italy has a very high level of public debt, and piling new debt on top of this old debt does not seem to improve the economic competitiveness of Italy."
 
Jereon Dijsselbloem, sem er yfir svokölluðum evruhóp, sagði "The room to meanoeuvre for Italy given its debt level is pretty negligible."
------------------------------------
 
Það verður áhugavert að sjá hvernig Renzi fer að þessu, en það virðist ljóst að "stöðugleika sáttmáli" ESB einfaldlega leyfir ekkert svigrúm, fyrr en Ítalía er talin hafa - - sannað sig.
 
Skv. því ef Ítalía á að f'á "góðfúslega heimild" til að reka sig með halla yfir 3%, frá Brussel. En höfum í huga að Rehn er bundinn af þeim reglum, sem honum hefur verið uppálagt. Hendur hans eru bundnar.
 
Verður Renzi að taka á óvinsælum málum, og það eiginlega strax. Hingað til hefur engin ítölsk ríkisstjórn getað "snert" að ráði við ítölsku vinnumarkaðslöggjöfinni.
 
Sem veitir "fastráðnum" mjög öfluga vernd gegn því að vera reknir. Allar tilraunir til að snerta við henni, t.d. þegar Mario Monti gerði slíka tilraun - - hafa leitt til mjög fjölmennra mótmælaaðgerða.
 
Höfum í huga, að Monti bakkaði með málið. Hörkukallinn frá Brussel, treysti sér ekki í verkalýðsfélögin.
 
Og þá mun virkilega reyna á samstöðu innan ríkisstjórnarinnar, en þ.e. vert að muna að Renzy ætlar að spila með "sama klofna" þingið og Letta sem hann er ný búinn að þvinga til afsagnar hafði að spila með, og niðurstaðan var - - ríkisstjórn sem virtist algerlega ófær um það að taka mikilvægar ákvarðanir. 
  • Hann verður örugglega einnig knúinn annaðhvort til þess, að selja ríkiseignir - sem einnig verður örugglega óvinsælt, eða til frekari útgjaldaniðurskurðar.
Með öðrum orðum, hann á það augljóslega á hættu - að lenda í því nákvæmlega sama, að eiga ekki annan valkost en að fylgja "planinu" eins og "stöðugleika sáttmálinn" leggur það upp.
 
Hættan er augljóslega sú, að hann verði fljótlega eins og Monti--ákaflega óvinsæll.
 
Sem er örugglega útkoma sem hann mun ekki geta sætt sig við.
  • Það gæti því orðið forvitnilegt að fylgjast með stjórnun Renzi á Ítalíu.
 
Niðurstaða
Ég er viss um eitt, að miðað við það hvað erlendir fjölmiðlar segja um karakter hins nýja forsætisráðherra, þá muni hann ekki sætta sig við það - að verða eins óvinsæll og Monti eða Letta.
 
Hvaða ummæli voru þ.s. aðilar í Brussel óttast? "We certainly have to call into question the Maastricht treaty because the 3% deficit limit it based on a model in which Europe's econom was growin, and now it isn't any more," - "Going beyond austerity as religion and the accounts as the objective is the first step to build apolitical Europe that is able to choose rather than just administering."
 
Spurningin er- -hversu óþekkur hann verði til í að vera, ef hann starir fram á hrun vinsælda?
 
 
Kv. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 857479

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband