16.2.2014 | 01:38
Um algengi lífs í vetrarbrautinni okkar
Ég hef við og við fjallað um málefni tengd geimtækni og geimsins, þó við og við í þessu tilfelli sé meir eins og einu sinni per ár, t.d. sjá: Hinar miklu sandauðnir tunglsins Títan!. Þar benti ég á þá áhugaverðu staðreynd að stærstu sandauðnir sólkerfisins eru á tunglinu Títan sem er á sporbaug um plánetuna Satúrnus. Sá sandur er þó ekki úr steinefnum eins og hér á Jörð. Mjög merkileg veröld Títan.
Hér eru aðrar umfjallanir:
- Magnað sjónarspil í Rússlandi! Loftsteinn springur yfir borg!
- Bandarískt einkaframtak stefnir á mannaðar geimferðir, og byltingu á sviði geimferða á næstu árum, og áratugum
SETI hefur ákveðið að beina sjónum að rauðum dvergsólum
Það var umfjöllun um þetta sem vakti athygli mína. En "Search for Extra Terrestrial Intelligence" er áhugaprógramm stjarnvísindamanna og nema í stjarnvísindum, og ímyssa annarra sem - eru áhugasamir.
Ég hef persónulega ekki haft gríðarlegan áhuga á SETI því mér hefur fundist ólíklegt að ef verur í öðrum sólkerfum eru til, að líklegt sé að þær noti enn útvarpsbylgjur - - laser finnst mér miklu sennilegra.
Útvarpsloftnet fyrir þeim væri eins og að nota enn hestvagna til fólksflutninga á öld bifreiða. Þetta sé tækni sem þeir líklega hafa löngu sinni skilið eftir - - en laser má senda langar vegalengdir ef geislinn er fókusaður nægilega vel og samtímis er ákaflega öflugur.
Þannig mætti hugsa sér öfluga lasera í sólkerfum, jafnvel þ.s. enginn býr, en þetta væru "relay" ekki ósvipað og í gamla daga menn vöruðu við innrás með því að kveikja varðelda á fjallstoppum. Ef verurnar hafa sest að í nokkrum sólkerfum, gætu þau hafa komið sér upp boðskiptakerfi.
En það væri örugglega ekki í formi útvarpssenda og risaloftneta. Kosturinn við laser er að sjálfsögðu að þú getur betur tryggt að einungis þeir nái boðskiptunum sem þú ætlast til.
- Ég held að leit "SETI" byggist því á "false premise" og muni sennilega aldrei bera árangur.
- Við erum þannig séð að hlusta á útvarpsbylgjur vegna þess að við getum það.
En rökin fyrir því að skoða dvergsólirnar eru samt áhugaverð!
- Vandamál við rauðar dvergstjörnur sem eru ca. 1/10 af massa sólarinnar, er það að lífhvolf þeirra er það smátt að pláneta þarf að vera á sporbaug það nærri, að hún væri "þyngdarafls læst" til að snúa ætíð sömu hlið að sinni sól - til þess að þar geti yfirborðshiti verið nægur svo að rennandi vatn geti þar verið að finna.
- Þetta hefur leitt til þess að menn hafa talið sennilegt að slík veröld væri óbyggileg. Þ.s. hliðin er snýr að sólinni væri of heit en sú sem snýr frá væri of köld. En nýlegar rannsóknir með aukinni þekkingu á því hvernig lofthjúpur starfar, hefur leitt til þeirrar niðurstöðu að lofthjúpur þarf einungis að vera 1/10 af þéttni lofthjúps Jarðar, til þess að hann geti viðhaldið loftþrýstingi einnig á dökku hliðinni.
- Ef lofthjúpurinn er aðeins þykkari, geti verið til staðar haf sem ekki frýs til botns meira að segja á dökku hliðinni. En líkur séu á því að heitir vatns og loftstraumar frá heitu hliðinni, mundu duga til þess að tryggja að fljótandi vatn væri undir ísnum á dökku hliðinni, og nægur loftþrístingur þar einnig. Þessir loft- og hafstraumar mundu nokkuð dreifa hitanum á milli.
- Slík veröld væri augljóslega mjög sérstök í okkar augum, þ.e. engin breyting á birtuskilyrðum. Engar árstíðir- alltaf dagur og sumar á annarri hliðinni, en alltaf vetur og nótt á hinni.
- Birtan væri rauðleit frá slíkri stjörnu, hún er einnig mun orkuminni en frá gulri sól. E-h á milli 5-10% af birtumagni Sólarinnar. Plöntur gætu samt ljóstilllífað liturinn á blöðum væri líklega "svartur."
Það sem er þó langsamlega áhugaverðast út frá spurningunni um líf er:
- Allar rauðar sólir sem nokkru sinni hafa orðið til, eru enn til staðar. En líftími rauðra sóla er 10 faldur líftími sóla á við okkar. Það hefur t.d. sýnt sig á Jörð að það tók lífið 3,5 milljarð ára að þróa vitsmunaverur.
- Sem þíðir að plánetur á sporbaug um margar þeirra. Geta verið ákaflega mikið eldri en Jörðin.
- Rauðar sólir eru langsamlega algengasti "klassi" sóla líklega 60-70% allra sólstjarna séu rauðir dvergar.
- Ályktunin er því sú að ef þ.e. vitsmunalíf þarna úti, sé langsamlega sennilegast að það sé upprunnið á plánetu á sporbaug um rauða dvergsól.
Þeir hjá SETI hafa ályktað að ef 16% regla heldur um dvergsólir varðandi tilvist pláneta innan þess svæðis er vatn getur runnið, þá geti lífvænlegar plánetur um rauðar dvergsólir verið 24 milljónir, ef bætt er við skærgulum dvergum og gulum stjörnum bætast við 9 milljón hugsanlega lífvænlegar plánetur, eða samtals 33 milljón.
Líkur á vitsmunalífi geta þó verið minni en 1/1.000.000
Um er að ræða auðvitað fjölda breyta.
- Sem dæmi, kemur líf upp á Jörð ca. 3,5 milljarði ára síðan, en fjölfrumungar ca. 700 milljón árum síðan. Það þíðir að einfalt líf hefur verið til staðar 80% af þeim tíma sem líf hefur verið til á Jörðinni.
- Það er mjög merkilegt, en engin leið er að vita hversu líkleg sú þróun er sem leiddi til fjölfrumunga, eða þar á undan til þróunar fruma með kjarna frá einfaldari frumum án kjarna. Slík þróun gæti tekið mjög misjafnlega langan tíma. Þetta getur bent til þess að langsamlega flestar plánetur með líf - - hafi einfalt líf.
- Svo er merkilegt að íhuga allar þær tilviljanir sem einkenna þróun lífsins á Jörðinni. En þ.e. engin leið að vita að t.d. þróun "dinosaurs" hefði leitt til vitsmunalífs. En flest bendir til þess að hending ein hafi leitt til aldauða þeirra. Svo að þeim dýrum var hleypt að, þaðan sem vitsmunalíf spratt upp af fyrir rest.
- Þetta bendir ekki til þess að þróun vitsmunalífs sé líkleg útkoma jafnvel þó það hafi þróast flókið líf og það verið til í mörg hundruð milljón ár. T.d. ganga fyrstu dýrin með innri stoðgrind á land ca. fyrir 400 milljón árum. En mannkyn hefur bara verið til í ca. 160þ.ár.
- Það má nefna að auki það að líkur á tilvist pláneta um sólir aukast með aldri alheimsins. Því að efnin í plánetum sem eru úr grjóti verða til þegar sólir farast eftir að hafa lifað fullan lífaldur, verða síðan að sprengistjörnum - þeyta efnunum út um geim.
- Eftir því sem frá líður fjölgar sprengistjörnum sem hafa gengið yfir. Og magn efna í geimþokum af því tagi sem mynda steinefnaplánetur eykst. Því vex tíðni slíkra pláneta um sólir með aldri alheimsins.
- Það er því afskaplega ólíklegt að 12ma.ára gamlar rauðar sólir hafi plánetur úr grjóti á sporbaug. Sem þíðir ekki samt sem áður, að 6-8ma.ára gamlar plánetur séu ekki til staðar sem eru úr steinefnum.
- Það bætist að auki við, að því eldri sem alheimurinn verður. Því ríkari verði slíkar plánetur að jafnaði af málmum og öðrum þyngri frumefnum. Gamlar plánetur úr grjóti geti verið mun snauðari af þyngri frumefnum hlutfallslega en t.d. Jörðin sem er ca. 4 ma. ára gömul.
Það er mikilvægt atriði einmitt í því. Að plánetur geta einungis haft segulsvið ef þær hafa enn bráðinn kjarna. En sá er talinn haldast bráðinn vegna tilvistar nægilegs magns af geislavirkum efnum í kjarnanum. Hann sé knúinn af þeirri geislavirkni. Þetta eru þyngstu frumefnin.
Mjög gamlar plánetur með mun minna hlutfallslega af geislavirkum þungum frumefnum, séu því líklega flestar orðnar kulnaðar - - þ.e. segulsviðið horfið eftir að geislunin í kjarnanum hætti að geta viðhaldið hitanum þar.
- Það er hugsanlegt að þetta atriði dragi mjög úr líkum á því að plánetur mun eldri en Jörðin t.d. meir en 6 ma. ára gamlar, séu lífvænlegar.
- En líklega mundi brotthvarf segulsviðs leiða til þess að lofthjúpur mundi smám saman hverfa. Slíkar veraldir á nokkrum milljónum ára yrðu að auðn eins og Mars er nú.
Ég get lagt fleiri atriði í púkkið:
- Það er t.d. talið að meira öryggi sé fyrir líf, ef "sól" er staðsett innan Vetrarbrautarinnar þ.s. tiltölulega langt er á milli sóla. Þ.e. vegna þess að þá eru líkur smærri á því að "kosmískir" atburðir eins og risa "flares" sem eru risasólsprengingar sem samt eru ekki "sprengistjörnur" en geta í ýktum tilvikum sent frá sér bylgju af geislun er mundi drepa líf í nærstöddu sólkerfi, þetta er einkum hætta í nágrenni risastjarna og svokallaðra "nifteindastjarna." En að auki er minna líklegt að sprengistjarna sé nærri en sprengistjörnur geta drepið allt líf í nokkurra ljósára radíus allt í kring. Jafnvel tugi ljósára radíus þegar allra stærstu stjörnur farast.
- Þetta er mikilvægt atriði vegna þess að lífið þarf langan tíma til að þróast. Á 3 ma. ára ef mikið er af stjörnum í kring, eru umtalsverðar líkur á einhverjum þessara atburða í nágrenni.
- Síðan er talið að geislun í innsta þriðjung vetrarbrautarinnar sé svo mikil, þéttni stjarna það mikil. Að litlar líkur séu á að vitsmunalíf geti komist á legg.
Menn eru farnir að tala um "lífhvolf" innan vetrarbrautarinnar.
Og að lokum:
- Tímarammi, en tegundir á Jörðinni virðast vera til að meðaltali ca. 3 milljónir ára.
- Lífið á Jörðinni mun að mestu farast innan næstu 1000 milljóna ára. Þ.e. vitað. Jörðin verður ekki byggileg lengur vegna þess að aukning geislunar Sólar sem alltaf er stöðugt í gangi, mun fara yfir krítískan þröskuld þegar höfin fara að gufa upp síðan hverfur allt yfirborðs vatn smám saman og Jörðin verður að örfoka eyðimörk með þunnu loftslagi.
- Mannkyn hefur bara verið til í um 160þ.ár.
Ef við gerum ráð fyrir að vitsmunalíf sé ólíklegt á plánetum eldri en 8 ma.ára.
Þá er samt gríðarlegt tímaforskot ca. aldur Jarðar að lengd.
Þ.e. engin leið að vita hvort vitsmunalíf lifi lengur en meðal-líftími tegunda á Jörðinni ca. 3 milljón ár eða jafnvel skemur.
Punkturinn er sá - - að fjarskalega ólíklegt virðist að önnur tegund sé uppi á sama tima og mannkyn, jafnvel með alla vetrarbrautina sem viðmið. Ef líftími tegunda vitsmunavera er ekki umfram nokkrar ármilljónir, þær verða síðan aldauða.
Hafandi í huga hve afskaplega sjaldgæft vitsmunalíf líklega sé. Við gætum hugsanlega fundið á einhverjum enda gamlar rústir líklega hundruð milljóna gamlar eða milljóna tuga gamlar.
Það væri mjög sérstök óheppni eða heppni, að aðrar verur séu til staðar á sama tíma.
Niðurstaða
Ályktunin er sú að líkleg skýring þess af hverju vitsmunalíf hafi ekki komið til Jarðar svo sannanlegt sé. Líklega sé sú að við séum eina vitsmunalífið í vetrarbrautinni á þessum tiltekna tíma. Þetta á auðvitað einungis við, ef lífaldur tegunda vitsmunavera er takmarkaður. Það geti vel verið að hundruð tegunda hafi verið til í fyrndinni, en séu ekki lengur til.
Nema auðvitað að tegundir geti fundið leið til þess að verða -- eilífar. Afnema dauðann. Það auðvitað breytir öllu. Slíkar verur gætu verið hundruð milljónum ára eldri, jafnvel meir en milljarði ára.
Þannig eilífar verur líklega þurfa að búa í geimnum sjálfum. Því plánetur séu ekki nægilega stöðugar miðað við eilífðina sjálfa. Að auki líklega þyrftu þær að umbreyta sér á annað efnisform. Því okkar sé ekki nægilega stöðugt né endingagott.
Það geti auðvitað skýrt af hverju vetrarbrautin virðist ekki full af lífi. Að þegar verur ná tilteknu tæknistigi. Þá umbreyti þær sér í eitthvert tækniform. Og hafi ekki lengur áhuga á plánetulífi.
Þær hafi komið sér fyrir þ.s. stöðuga orku má fá. Þ.s. aðstæður eru stöðugar til langs tíma. Sumir hafa bent á sporbauga við svarthol. Þar eru svokölluð "tidal" áhrif mjög harkaleg það mikið að verur yrðu að vera úr sterkari efnum en við erum úr. En ef þær hafa þegar breytt sínu formi í annað og endingarbetra form, þá er ekki loku skotið fyrir að það form geti einnig verið sterkt og að auki þolað mikla geislun. Þá sé ekki endilega útilokuð viðvera í sterkbyggðum geimsstöðum á braut við svarthol. En þau verða til löngu eftir að síðasta stjarnan í alheiminum er kulnuð. Þar gætu því verur hafst við í ákaflega langan tíma.
Slíkar eilífar verur væru að sjálfsögðu með tækni er væri goðum lík samanborið við okkar.
Kv.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 16:33 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 856011
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Málið er að bæði góðar mennskar og líka ómennskar óæskilegar verur vita af okkar tilvist.
Góðu mennsku geimgestirnir líta á jarðarbúa eins og leikskólakrakkka sem ekki væri hægt að treysta fyrir neinum tækjum.
=Hver ætti t.d. verið talsmaður jarðarbúa/Formaður móttökunefndarinnar ef að góðu mennsku geimgestirnir vildu koma í heimsókn?
http://thjodarskutan.blog.is/blog/gudspekifelag_s/entry/1284008/
Jón Þórhallsson, 16.2.2014 kl. 10:26
Hvort viljið þið góðu eða slæmu fréttirnar fyrst? Er oft spurt þegar stóra atburði ber að garði.
http://thjodarskutan.blog.is/blog/gudspekifelag_s/entry/1296551/
Jón Þórhallsson, 16.2.2014 kl. 10:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning