Stjórnarskipti yfirvofandi á Ítalíu

Dagar ríkisstjórnar Enrico Letta virðast á enda skv. frétt Reuters - - Italy PM Letta to resign after party withdraws support. Skv. Reuters gerðist þetta eftir að flokkur ítalskra krata samþykkti að tilbeiðni foringja síns, að hætta stuðningi við - Letta. Reiknað er með því að Mattheo Renzi foringi ítalskra krata taki sjálfur við sem forsætisráðherra einhverntíma á næstu dögum. En hann virðist langsamlega sterkasti einstaklingurinn þessa dagana á vinstri væng Ítalíu. Hann hefur lagt fram frumvarp sem er þegar í þinglegri meðferð um víðtæka stjórnarskrárbreytingu, en mér skilst að skv. henni þá fái sá flokkur er nær a.m.k. 35% atkvæða hreinan meirihluta. Ef enginn flokkur nær svo miklu fylgi. Verði önnur umferð milli tveggja stærstu flokkanna. Ítalska senatið eða efri deildin sé annaðhvort lögð niður eða gerð áhrifalaus. Þinglegri meðferð er ekki lokið svo ekki er endanlega ljóst hver niðurstaðan akkúrat verður.

 

Það vekur athygli að Renzi 39 ára er miklu yngri en venja er um áhrifamikla pólitíkusa á Ítalíu.

Áhættan sem borgarstjóri Flórens og nú leiðtogi ítalskra krata tekur, með því að taka yfir stjórn Letta - - án kosninga; er umtalsverð.

En kosningar eiga ekki að fara fram fyrr en 2018. Hann verður þá 3-forsætisráðherrann skipaður sl. 12 mánuði.

 

Vinsæll grínisti á Ítalíu, Gianelli, minnti á þá áhættu með því að gera grín að útistandandi loforðum Renzi:

  1. Að hann mundi aldrei stunda baktjaldamakk.
  2. Að hann gæti ekki hugsað sér að komast til valda án kosninga.
  3. Að hann mundi aldrei starfa með "mið-hægri."

Það virðist ljóst að hann hafi verið um einhverja hríð að plotta gegn Letta.

Hann sagði í ræðu á fimmtudag, að þörf væri á nýrri stjórn, en að nýjar kosningar undir núverandi kosningakerfi væru ekki líklegar til að skila nothæfri niðurstöðu.

Og ef hann tekur yfir stól forsætisráðherra í núverandi stjórn af Letta, þá er hann um leið kominn í stjórnarsamstarf ásamt mið-hægri á Ítalíu.

Síðan til að kóróna allt saman, áður en hann lagði fram áhugavert frumvarp sitt um breytingu á kosningafyrirkomulagi og þingskipan, þá átti hann fund með Berlusconi - - til að fá stuðning hans við það frumvarp. Sem eldri fréttir segja að hann hafi fengið. En auk þess var þá sagt í fréttum að vel hefði farið á með þeim. En ef þ.e. hataðri maður á Ítalíu meðal vinstri manna en Berlusconi, veit ég ekki hver sá getur hugsanlega verið. 

Italy's Renzi Calls for New Government

Renzi says Italy needs new government with same majority

Renzi moves closer to ousting Italy’s prime minister Letta 

Að taka yfir stjórn Ítalíu núna er alls ekki öfundsvert - - þó það sé talað um að hagkerfið muni hefja vöxt á þessu ári, hefur ekki mælst ársfjórðungur ofan við "0" í töluverðan tíma.

Ekkert endilega augljóslega bendir til slíks viðsnúnings. Nema helst pöntunarstjóra vísitölur, en slíkar tölur hafa ekki hingað til sýnt vöxt. Heldur minnkaðan samdrátt.

Sem eiginlega bendir til stöðnunar frekar en vaxtar. AGS spáir 0,5% vexti per ár til 2018.

Hvort um sig svo lítill vöxtur eða stöðnun er of lítið, til þess að skuldastaða Ítalíu sé líklega sjálfbær.

----------------------------------

Á sama tíma er mjög mikil andstaða við þær breytingar sem líklega eru nauðsynlegar, ef Ítalía á að geta framkvæmt þá innri aðlögun sem ítalska hagkerfið þarf að framkvæma.

Ef það á að vera mögulegt fyrir Ítalíu að endurreisa samkeppnishæfni innan evrunnar. 

Renzi er í dag líklega vinsælasti stjórnmálamaður Ítalíu - - en hann gæti mjög hæglega fórnað þeim vinsældum.

  •  Spurning af hverju er hann að þessu akkúrat núna?

Það er óneitanlega rétt að stjórn Letta virtist algerlega lömuð. 

En þ.e. ekki endilega Letta að kenna, en stefna stjórnarflokkanna þ.e. "kratar" - "mið fl. Letta" - "hægri menn" hefur ekki virst sérlega samstæð.

Þ.e. alls ekki víst að Renzi gangi betur að ná fram einhverri samstæðri stefnu - eða vilja til umtalsverðra en líklega óvinsælla breytinga.

  • Ef vinsældir Renzi dala verulega, ef hagkerfið heldur áfram að vera slappt - - þá gæti það reynst vatn á myllu Berlusconi. Sem telur sig alls ekki hættan. Og auðvita mótmælaflokks Peppe Grillo.

Berlusconi getur einmitt hentað að vera um skeið í stjórnarandstöðu, stundað sína gagnrýni á stjórnarstefnu, kennt þeirri stefnu um allt sem miður er að fara. Treyst á gleymsku Ítala.

 

Niðurstaða

Það er sennilega hugrökk ákvörðun af Renzi að taka nú við. En flokkur hans hefði getað grætt atkvæði ef hann hefði heimtað kosningar. Á hinn bóginn virðist hann vilja að næstu kosningar fari fram undir nýju fyrirkomulagi. En það fyrirkomulag er líklegt að stuðla að 2-ja flokka kerfi á Ítalíu.

Þá ætlar hann sér örugglega að stjórna vinstri fylkingunni, meðan að Berlusconi örugglega dreymir um að ná stjórn að nýju á hægri mönnum á Ítalíu.

  • Spurning hvort að Renzi tekur þessa ákvörðun allt í einu núna, vegna þess að hann "viti" að staða Ítalíu sé verri - - en ríkisstjórnin hefur fram að þessu viðurkennt?

En það er ekki lengra síðan en um sl. helgi, að Enrico Letta hafnaði því að stofna til formlegs "slæms" banka að t.d. írskri fyrirmynd, til að aðstoða ítalska bankakerfið. Sem er víst stöðugt að verða meir hlaðið og þar með stíflað af slæmum lánum. Helst til fyrirtækja.

Ég get vel trúað því að staðan sé í reynd verri en fram að þessu hefur komið fram. Það gæti skýrt snögga ákvörðun Renzi, að taka yfir stjórn mála.

 

Kv. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 856011

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband