9.2.2014 | 15:08
Ríkisstjórnin ætlar að hlaupa langhlaup í afnámi gjaldeyrishafta!
Það hefur vakið töluverða athygli hve ríkisstjórnin virðist óstressuð þegar kemur að spurningunni um losun gjaldeyrishafta - - t.d. hefur forsætisráðherra margsinnis sagt - það standa upp á kröfuhafa að koma með tilboð - hann hefur að auki sagt það ekki vera í verkahring ríkisstjórnarinnar að ræða við kröfuhafa.
Bjarni Ben tjáði sig um málið í dag í "þætti Gísla Marteins Sunnudagsmorgunn."
Mér fannst einna merkilegust ummæli sem komu fram í frétt RÚV í hádeginu á sunnudag frá Bjarna Ben - > að kröfuhafar ættu ekki að hafa rétt umfram aðra þar á meðal lífeyrissjóði, Íslendinga í viðskiptum, nýja fjárfesta og Íslendinga í margvíslegum erindagjörðum - þegar kemur að "aðgangi" að takmörkuðum gjaldeyri landsins.
Varðandi ummæli sem höfð eru eftir Bjarna Ben í þætti Gísla Marteins: Afnám hafta gæti hafist í ár
Rifjum upp hvað AGS sagði um losun hafta árið 2012
AGS útskýrði málið í skýrslu: Selected Issues
Rétt að árétta að tölur skýrslunnar byggja á tölum frá 2011.
- "...the potential capital outflows from residents portfolio rebalancing could range from 30 to 45 percent of 2011 GDP"
- "...with non - pension - fund residents contributing to slightly below half of the outflows. "
Þær tölur eru því eðlilega úreltar - - nú er febrúar 2014.
- Úrelt í þessu samhengi þíðir líklega - - að tölurnar eru stærri.
Þannig að þeir nefna kostnaðarsvið frá 30% - 45% af þjóðarframleiðslu.
Þá er líklega kostnaður nær hærri helmingnum.
- Ég bendi á ábendingu AGS þess efnis, að kostnaður vegna lífeyrissjóða sé líklega um helmingur þess fjár sem leita muni úr landi.
- Það er væntanlega á þetta fé sem við hefur bæst - - þ.e. vegna þess að hagvöxtur 2012 var minni en 3% en sjóðirnir þurfa að ávaxta rúmlega 100ma.kr. per ár, svo lífeyriskerfið gangi upp og það á 3% raunávöxtun. Til þess að hagkerfið standi undi því þarf þá a.m.k. 3% hagvöxt.
- Sennilega var 3% hagvöxtur á Íslandi 2013. Þannig að það má vera að nýtt fé sjóðanna hafi fundið nægileg ávöxtunartækifæri árið 2013 hérlendis. Svo viðbótar upphleðsla fjármagns sem vill út sé ekki það ár - bara 2012.
- OK, það mætti hugsa sér að halda landinu í höftum nægilega lengi til þess að uppsafnað fé sjóðanna, geti fundið sjálfbæra ávöxtun hér innanlands.
- Til þess að það gangi upp, yrði hagvöxtur líklega að vera yfir 3% í einhver ótilgreindan árafjöld, þannig að smá gengi á uppsafnað fé sjóðanna og á sama tíma væri ekki um nýja uppsöfnun að ræða.
- Sem þíddi að höftin væntanlega færu ekki af fyrir lok kjörtímabils.
Það stendur ekki til ef marka má Bjarna Ben.
---------------------------------------------
Bjarni Ben - ->
- Afnám gjaldeyrishafta gæti hafist í ár, segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.
- Það getur gerst á þessu ári, en það fer eftir því hvort hægt er að samstilla væntingar allra þeirra sem eiga í hlut."
- Ég vil bara skjóta því að varðandi höftin, þau munu ekki fara í einu vetfangi, þannig að einn daginn eru þau og næsta dag ekki,"
- Þau munu fara í skrefum þannig að þetta verður tímabil þar sem þau smám saman hverfa. Hvað tekur við? Við þurfum að tryggja að við séum með stöðugleika, að við séum ekki að reka ríkissjóð með miklum halla, það sé ekki undirliggjandi gríðarlega mikill verðbólguþrýstur, að það sé þokkaleg ró á vinnumarkaði, að við séum að gera það sem þarf til að draga fram fjárfestingar og skapa ný störf, því það þarf að fylgja í kjölfarið trú á framtíðina. Ella munu Íslendingar, fyrirtæki, aðrir vilja snúa krónunum sínum í erlendan gjaldeyri, með neikvæðum afleiðingum fyrir gengið og geyma peningana sína í öðrum myntum. Við viljum opna fyrir sem allra mest frelsi og erum háð því eins og allar aðrar þjóðir að menn hafi trú á því sem er að gerast. Það er liður í því sem við erum að vinna að núna."
- Við vorum sem sagt, í raun og veru að reka landið á yfirdrætti," sagði Bjarni og kvað síðustu ár hafa farið í að greiða það til baka. Það er mjög sársaukafull aðgerð."
- Hann sagði reynslu Evruþjóða af fjármálakreppu síðustu ára einnig hafa haft áhrif á skoðanir sínar. Það sem við sjáum gerast þar er í raun og veru katastrófa fyrir einstök ríki. Ég hef færst á þá skoðun að við Íslendingar verðum einfaldlega að sýna þann aga sem fylgir því að reka eigin mynt," sagði Bjarni. Það væri agi sem Íslendingar yrðu að tileinka sér sjálfir, hann væri ekki hægt að flytja inn með annarri mynt.
---------------------------------------------
Þetta bendir til þess að ríkissjórnin ætli að fylgja ráðleggingum AGS sem koma fram í skýrslunni að ofan - að losa höft smám saman á löngum tíma.
Ég átta mig þó ekki á því hvernig hún ætlar að leysa vanda þann sem snýr að fjármagni lífeyrissjóðanna - - sem AGS áætlaði skv. tölum 2011 að væri um helmingur þess fjármagns sem vill úr.
Það kemur kannski vísbending í máli Bjarna þess efnis, að það þurfi að "samstilla væntingar allra þeirra sem eiga í hlut" - Ég veit ekki hvernig ríkisstjórnin hyggst stilla af væntingar kröfuhafa "ef hún ræðir ekki við þá."
Það hefur margsinnis fram komið - - að það sé ekki hlutverk ríkisstjórnarinnar að stunda beinar viðræður við þá, en ef það á að samstilla strengi - - tja, hljómar rökrétt að eiga sameiginlega fundi með fulltrúum lífeyrissjóðanna og erlendra kröfuhafa.
En ef marka má ummæli Bjarna Ben þess efnis að kröfuhafar eigi ekki meiri rétt, þá væntanlega eiga þeir þá a.m.k. ekki - - smærri rétt.
- Menn þurfa að muna eftir "jafnræðisreglu ESB sem gildir hér" svo örugglega koma ákvæði stjórnarskrár um vernd eignaréttar eitthvað við sögu.
Ég er samt algerlega sammála Bjarna um eitt
Sem er það - að gagnlegt sé að stuðla að hagvexti og jafnvægi innan íslenska hagkerfisins.
- Hagvöxtur skiptir máli því hann eflir bjartsýni um framtíðina.
- Því meir sem stöðugur hagvöxtur er meiri.
- Í því samhengi að sjálfsögðu skiptir einnig máli hvernig aðrir þættir ganga:
- Hvort allt logi í verkföllum.
- Hvort kjarasamningar séu raunhæfir þannig að ekki stefni í að neysla hérlendis fari upp fyrir þ.s. gjaldeyrir fyrirsjáanlega er til fyrir.
- Þannig að Bjarni er örugglega einnig að tala um - - > Væntingar verkalýðsfélaga.
Hann er þá væntanlega að meina tvennt:
- Framvindan sé "sjálfbær."
- Að hagvöxtur sé stöðugur og a.m.k. bærilegur.
Sjálbærir kjarasamningar - - > þ.e. að ekki stefni í að neysla fari upp fyrir þ.s. fyrirsjáanlega er til af gjaldeyri. Er auðvitað þáttur í því að efla "traust" á gjaldmiðlinum.
En gengið hlýtur að falla ef það ástand skapast að stefni í að neysla fari upp fyrir þ.s. landið hefur í tekjur af gjaldeyri - með teknu tilliti til þess fjármagns sem þarf stöðugt að streyma út til að standa undir erlendum gjaldeyrisskuldum.
Ef þessi framvinda er bersýnilega ekki að ganga upp - - t.d. vegna þess að eftir "langvarandi verkföll" verkalýðsfélög knýja í gegn launahækkanir sem eru umfram þ.s. þjóðarbúið framreiknað á með teknu tilliti til skulda. Þá eðlilega mun gengið lækka meir en ella, ef losað er um höft.
- Það virðist vera töluvert vandamál hérlendis að fá verkalýðsfélög til að - - horfa á heildarmyndina.
- T.d. hafa kennarar sett fram kröfu um ca. 16-17% launahækkun - - > sem er í reynd ekkert minna en krafa um að kennarar fái meira til sín af heildarkökunni. Þ.e. aðrar stéttir fái minna en þær stéttir annars geta fengið - en heildarkakan er af takmarkaðri stærð.
- Ef kennarar eiga að fá þetta mikið, verða aðrir að fá minna en þeir geta annars fengið, ef launahækkun kennara væri í takt við launahækkun annarra.
Framvindan sé sjálfbær - - > Þarna er ég að vísa til útgjalda ríkisins. Þarna blandast þó kjarasamningar inn - - því stærsti einstaki útgjaldaliður ríkisins eru laun.
- Ríkisstjórnin verður þá að sína festu!
- En það getur ekki gengið ef á að skapa sjálfbæra framvindu, að einstakar stéttir fái að komast upp með - - að taka til sín meir en þeim ber. Það hleypir íllu blóði í aðrar stéttir launafólks, og getur sett allt í háa loft. Útilokað sátt við launafólk.
- Það þíðir að ríkisstjórnin getur þurft að "brjóta langvarandi verkfall kennara" sem líklega stefnir í.
Hún getur þurft að taka "Thatcher" á þetta - - kennarar séu á Íslandi hugsanlega í hlutverki "kolanámumanna" og formaður félags kennara sé þá í hlutverki "Scargill" sem var formaður félags kolanámumanna í Bretlandi á sínum tíma.
Á ég ekki von á því að það taki rúmt ár - - eins og það tók að brjóta niður verkfall kolanámumanna.
En þetta getur verið eina leiðin - - já það kostar samfélagið mikið, en það mun einnig kosta samfélagið mikið ef hér fer verðbólga í 10% hugsanlega jafnvel yfir 10%, ef í kjölfar kjarasamninga kennara ef þeir væru upp á mun hærri prósentu en aðrir fá. Þá væru líkur á að önnur félög mundu heimta það sama eða a.m.k. mun meir en þær stéttir hafa fengið.
- Það er ekki eins órökrétt eins og það fljótt virðist - - því að þetta snýst um "skiptingu á kökunni" þegar allir vita að gengið mun lækka og verðbólga fara af stað.
- Þá fara hinar stéttirnar að reyna að toga sneiðaskiptinguna til baka - - þeir vita vel að það hækkar verðbólgu, en ef þær stéttir geta lagað aftur til baka það hlutfall af heildarkökunni sem þær stéttir fá - - þá mundu kennarar aftur lækka launalega hlutfallslega við hina eins og ef þeir hefðu bara fengið svipaðar launahækkanir og aðrir - í fyrra snúningnum.
Og þar með skaða þann hluta launafólks - - sem skuldar verulegar upphæðir.
- Þá mundi baráttan við kennara, nú - - snúast um að forða slíkum millistéttaátökum.
- Því þeirri útkomu að hugsanlega skapist verðbólguholskefla jafnvel langt yfir 10%.
En ef það gerist - - þá er held ég algerlega öruggt einnig.
Að ríkisstjórninni tekst ekki að losa höft fyrir lok kjörtímabils.
Þannig að mín ráðlegging til ríkisstjórnarinnar er:
- Ef kennarar halda fast í kröfur um stórfelldar "launaleiðréttingar" eins og þeir kalla kröfu sína.
- Þá skuli ríkisstjórnin stefna að því að "brjóta verkfall kennara með öllum tiltækum ráðum" og að auki undirbúa að það geti staðið lengi þ.e. mánuðum saman.
Hálft skólaár getur tapast- - jafnvel hugsanlega heilt. En ég efa að félag kennara hafi það langt úthald.
Þó svo að tjón samfélags verði mikið, þegar foreldrar geta ekki unnið báðir tveir fulla vinnu!
Þá líklega verði það stærra ef verðólguholskefla gengur yfir! Í kjölfar "stéttastríðs."
-----------------------------------
Ef ríkisstjórninni tekst að stilla af væntingar - - verkalýðsfélaga!
Þá er "bara eftir" að stilla af væntingar kröfuhafa.
Og fulltrúa lífeyrissjóðanna!
- Og eins og ég sagði, ég veit ekki hvernig hún hefur hugsað sér að stilla af þeirra væntingar, án þess að ætla ræða beint við báða aðila annaðhvort í sitt hvoru lagi eða samtímis.
Niðurstaða
Það er ljóst að framundan er hörð barátta hjá ríkisstjórninni. Ef á að takast að stilla af væntingar samfélagsins svo að framtíðin geti verið sæmilega stöðug og með bærilega lága verðbólgu.
En Bjarni hefur algerlega rétt fyrir sér með það - - að ef það tekst ekki að skapa slíkan stöðugleika væntinga, þannig að ekki sé verið að gera kröfur til meir en þess sem atvinnulíf á Íslandi getur skaffað, og þess sem ríkið með sjálfbærum hætti út frá fjárhagslegri stöðu þess getur skaffað.
Þá líklega verður ekki mögulegt að losa höft.
En það þíðir einnig, að slíkur óstöðugleiki mundi að háum líkindum leiða til vandræða - - ef Ísland mundi hafa annan gjaldmiðil.
En ef neysla eykst hérlendis umfram þ.s. til er gjaldeyrir fyrir, með teknu tilliti til þess fjármagns sem þarf að fara út til að standa undir gjaldeyrisskuldum.
- Þá skapast viðskiptahalli - - og Ísland getur aldrei fjármagnað viðskiptahalla nema í skamman tíma.
- Ennþá skemmri tíma nú en vanalega, vegna slæmrar stöðu þjóðarbúsins.
Mín skoðun er nefnilega sú - - að mjög stór hluti þess óstöðugleika sem hefur verið viðvarandi hérlendis, sé vegna "væntinga" um lífskjör umfram getu hagkerfisins.
En þær væntingar séu stöðugt skapaðar af "samanburði" sem stéttir vinnandi manna eru að gera við "Norðurlönd." Þ.s. laun hafa verið hærri - sannarlega. En við lifum á Íslandi ekki í Noregi með gríðarlegar olíutekjur eða Svíþjóð þ.s. er miklu þróaðra framleiðsluhagkerfi en hérlendis.
Þó svo að Noregur eða Svíþjóð geti skaffað meir - - þíðir það ekki að Ísland sem er minna gjöfult af auðlindum "þó svo þær séu samt umtalsverðar hér" en Noregur geti skaffað það sama - eða að Ísland sem hefur minna þróað framleiðsluhagkerfi en Svíþjóð geti skaffað það sama.
Ef við viljum það sama - - þarf fyrst að skapa grundvöll fyrir því.
Annars getur ekki gengið upp - - að hækka laun til að nálgast stöðu launafólks í þeim löndum.
Slíkar tilraunir meðan grundvöllurinn er ekki fyrir hendi - - leiða þá með fullkomnu öryggi til síendurtekningar "gengisfellinga" þegar viðskiptahalli knýr á um annaðhvort að fella gengi eða taka upp innflutningshöft.
Ég man ekki tilvik þess að stór hagsveifla á Íslandi hafi ekki endað í viðskiptahalla - - þ.e. neysla hafi alltaf endað yfir því sem tekjur eru til fyrir. Þá gengur á gjaldeyrisforða, og á endanum er það alltaf spurning um að "fella gengið" - "taka upp höft" - "að slá lán fyrir hallanum."
4. valkostur er ekki til. Færeyjar hafa "góða mömmu sem gefur mér pening."
----------------------------------
Þ.s. þetta allt virðist segja er - að ríkisstjórnin stefni að losun hafta fyrir lok kjörtímabils. Hún ætli fyrst að skapa hér stöðugt ástand. Núna sé hún í fasanum átök við "vinnandi stéttir."
Síðan þegar því verði lokið ef við gerum ráð fyrir að lending hafi verið skynsamleg, að þá komi að fasanum - - átök við kröfuhafa og fulltrúa lífeyrissjóða.
Ef átök við stéttafélög dragist á langinn, geta þau þá væntanlega tafið úrlausn hins málsins. Jafnvel hindrað alfarið.
Það sé kannski áhættan sem ríkisstjórnin tekur - - að brenna hugsanlega inni með höftin. Ég nefni það í færslu ekki fyrir löngu, hvað þá getur gerst ef ríkisstjórnin lendir í því að brenna inni með höftin við lok kjörtímabils: Verða gjaldeyrishöftin út kjörtímabilið?
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 10.2.2014 kl. 00:13 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
er samála eitt skref í einu stöðuleikan fyrst við losnum aldrei útúr gjaldeyrishöftum alveg en skref fyrir skref munum við géta lifað með þeim
Kristinn Geir Briem, 9.2.2014 kl. 18:59
Á bara að bora göng í gegnum verðtryggingar-fjallið? Stytta sér bara leið í mark með svindli, og alveg ókeypis fyrir heiðarlegt stritandi fólk?
Eða hvernig hefur þú, Einar Björn, hugsað þér heimilisbókhald hins venjulega heiðarlega starfandi borgara á Íslandi í framtíðinni?
Það væri til mikilla bóta fyrir alla, að fá skiljanlega fræðslu/skýringu, og á verkamanna/smáfyrirtækja-einnar-kennitölu-mannamáli.
Evrópufræði eru ekki nothæf fræði, (eins og þau eru í dag), fyrir venjulegt vinnandi fólk og fyrirtæki í Evrópu, og tímabært að viðurkenna þá ömurlegu staðreynd. Gildandi Evrópufræðireglur drepa nefnilega fleiri en þau bjarga.
Og þetta veit Halldór Ásgrímsson og co, (hverjir sem þau co eru)!
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 9.2.2014 kl. 23:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning