8.2.2014 | 01:00
Skil ekki af hverju verkalýðshreyfingin vill evru
Til þess að skilja hvað ég á við þarf að skoða hvað hefur gerst á evrusvæði síðan það var stofnað. Nýlega kom fram mjög merkileg skýrsla starfsmanna Framkvæmdastjórnar ESB : Quarterly Report on the Euro Area. Þar kemur fram spá um framtíðarvöxt á evrusvæði þess efnis að hagvöxtur verði flest árin til 2023 einungis 0,9%.
En þ.s. áhugaverðast er við greiningu þeirra er þó - að hagvöxtur í aðildarlöndum evrusvæðis skuli hafa verið í rénun alveg frá stofnun evrunnar.
Þetta sést m.a. á myndinni að neðan - - sbr. línuna "Euro Area Potential Growth."
En þetta er ekki allt, önnur mjög áhugaverð skýrsla er einnig komin fram skrifuð af þýskum sérfræðingum, þeim Christian Dustmann, Bernd Fitzenberger, Uta Schönberg, Alexandra Spitz-Oener. Hlekk á það plagg má sjá: "From Sick Man of Europe to Economic Superstar: Germanys Resurgent Economy.".
Þar kemur fram að Þýskaland náði fram efnahagslegum viðsnúningi á sínum tíma, með því að "lækka laun verkafólks" og með því að "skerða réttindi verkafólks" sbr:
- "The percentage of German workers that were not covered by an agreement in 1995 1997 was highest in the tradable services (22 percent), as compared to tradable manufacturing (9.8 percent) and nontradables (12 percent)."
- "By 2006 2007, noncoverage had sharply increased in all three sectors to 40, 27, and 32 percent in the tradable services, manufacturing, and nontradables respectively, and this share continued to rise."
- "By 2010, according to the German Structure of Earnings Survey, 41 percent of all employees in firms with at least 10 employees in the sectors Manufacturing, Mining, and Services are not covered by any collective wage agreement (StaBu 2013)."
- "From 1995 to 2008, the share of employees covered by industry-wide agreements fell from 75 to 56 percent, while the share covered by firm-level agreements fell from 10.5 to 9 percent."
Síðan má skoða á mynd sem sérfræðingarnir hafa teiknað upp - - launaþróun í Þýskalandi!
- Takið eftir því hve laun "verkafólks" þ.e. fólks í lægstu launaþrepum, hafa lækkað mikið síðan 1995.
- Takið síðan eftir því hve laun hæst launuðustu hópanna hafa risið á sama tíma.
- Niðurstaða, gríðarleg aukning "launamunar."
- Á sama tíma og víðtæk skerðing réttinda launafólks sérstaklega þeirra í lægstu launaþrepum, virðist hafa gerst.
Hvað er það sem átt er við með því að "auka sveigjanleika vinnumarkaðar?"
Það er mikil umræða um það, að Evrópulönd verði að "auka sveigjanleika" vinnumarkaðar.
Hvað akkúrat - - er það?
Það herrar mínir og frúr, er það að endurtaka þá þróun sem gerðist í Þýskalandi - í gervallri Evrópu.
- Málið er að sennilega er á ferðinni - - rökrétt afleiðing af upptöku evru. Skerðing réttinda og launa fólks í lægri launaþrepum.
- Á sama tíma og launaðar stéttir sem hafa sterkari samningsstöðu, halda frekar sínum launum og fríðindum.
En vandinn er sá að þegar evra er tekin upp í stað eigin gjaldmiðla sem unnt var að gengisfella, þá þarf að beita launalækkunum í staðinn, ef eins og verið hefur í gangi sl. ár að atvinnuvegir Evrópu lenda í stöðugt erfiðari samkeppni við "láglaunalönd" Asíu.
- Menn standa frammi fyrir því "grimma" vali að láta störfin fara eða lækka laun.
----------------------------
Ef til evrunnar hefði aldrei verið stofnað, og eldra fyrirkomulag enn verið til staðar. Þá hefðu gjaldmiðlar landanna lækkað - - eftir því sem þrýstingur Asíulanda hefði aukist.
- Gengislækkun hefur nefnilega einn kost - - að hún er tiltölulega "réttlát."
- Þ.s. hún lækkar laun um sama hlutfall hjá öllum - - það þíðir að hærra launaðir tapa meira.
En á hinn bóginn, þegar það þarf að beita beinum launalækkunum, þá hafa betur menntaðar og launaðar "stéttir" að því er virðist - - betri aðstöðu til að verja sín kjör og réttindi.
Þannig að "leiðrétting" kostnaðar er þá látin bitna - - langsamlega mest á lægri launum eða jafnvel sbr. grafið að ofan, alfarið á þeim.
Útkoman er þá þ.s. sést - - hratt vaxandi launabil.
----------------------------
Hversu slæmt sem það fyrirkomulag að hvert land hafi sinn gjaldmiðil annars kann að vera, þá hefur launamunur á vesturlöndum verið í rénun lengst af frá Seinna Stríði.
En síðan ca. 2000 hefur öfugþróun verið í gangi, ekki bara í Evrópu heldur í Bandaríkjunum einnig, reyndar má vera að hún hafi hafist nokkru fyrr í Bandar. - - það eru líkur á því að samkeppni frá láglaunalöndum hafi mikið með það að gera.
Það blasir við að ef sú stefna sem einkennt hefur Þýskaland undanfarin ár - - verður endurtekin í Evrópu, eins og er mikill þrýstingu á að gerist m.a. frá Þýskalandi og stofnunum ESB.
Að svipuð þróun muni endurtaka sig um álfuna alla, þ.e. að launabil muni aukast mjög mikið, því að líklega haldi sérfræðingalaun áfram að hækka.
En þörf atvinnulífs fyrir kostnaðarlækkanir, lendir þá alfarið - - á láglaunahópunum.
Því að betur stöddu hóparnir - - hafi betri samningsstöðu, og muni því vera í betri aðstöðu til að halda sínum launum og réttindum.
Þannig að það sama gerist, að lægstu hóparnir séu sviptir þeim réttindum sem verkalýðshreyfingin hefur barist fyrir um áratugi að koma á - - og að auki verði laun þeirra stórlega skert.
En hóparnir fyrir ofan, haldi sínum réttindum og launum.
----------------------------
Svo er það eitt enn, að til þess að viðhalda samkeppnishæfni "launakostnaðar" þurfa evrusvæðis löndin líklega í framtíðinni - - að viðhalda umtalsvert meira atvinnuleysi en líklega hefði verið þörf fyrir ef þau hefðu haldið sínum "gengisfallandi" gjaldmiðlum.
Ástæðan er sú, að líklega er eina leiðin í kerfi þ.s. ekki er mögulegt að fella gengi, ef á að ná fram því markmiði að halda aftur af launahækkunum; að viðhalda nægilega miklu atvinnuleysi - svo að verkafólk hafi ekki nægilega öfluga samningsstöðu til að knýja fram umtalsverðar launahækkanir.
En það fylgir eðli máls að eftir því sem atvinnuleysi skreppur saman, þá styrkist samningsstaða launafólks - - þannig að það á auðveldar um vik í samningum við sína vinnuveitendur.
- Ef menn eru að horfa á samfélagið í heild - - þá er atvinnuleysi skaðlegt.
- Því það þíðir að til staðar eru hendur sem geta unnið, sem ekki nýtast - - þ.e. glötuð framleiðsla.
- Að auki þá þíðir það einnig það, að þær vinnandi hendur sem ekki geta fengið vinnu, ná ekki að þróa sína hæfni - sú hæfni sem býr í þeim einstaklingum nýtist ekki samfélaginu.
Samfélög tapa því með mjög margvíslegum hætti á atvinnuleysi. Það felur í sér "glataðan" hagvöxt þvú glataða velmegun og auðvitað tjón fyrir þá einstaklinga sem lenda í þessu.
----------------------------
Þ.e. nefnilega kostur þess möguleika að geta fellt gengi, að þá "er unnt að aðlaga launakostnað" án þess að þörf sé á að búa til mikið atvinnuleysi - - til að leysa úr aðlögunarþörf.
Þetta er örugglega megin ástæða þess, af hverju atvinnuleysi er meðaltali mun minna í löndum með eigin gjaldmiðil í Evrópu.
- Þegar þú ert með allar vinnandi hendur í vinnu, þá ná allir að þroska sína hæfileika sem hafa áhuga á því - - þetta er því mjög "mannúðlegt."
- Svo leiðir það að þá er einnig verið að nýta allt vinnuafl, til þess að framlag þess til hagvaxtar og velmegunar samfélagsins er þá "hámörkuð."
- Ég held að þarna liggi stór ástæða þess - - af hverju evran hefur dregið svo hratt úr mögulegum hagvexti í aðildarlöndum evrusvæðis.
En með því að skapast hefur þörf fyrir mjög mikla atvinnuleysis aukningu, þá um leið "eðlilega" minnkar til muna framlag vinnuafls til "hagvaxtar."
Þetta má sjá t.d. í skýrslu starfsm. Framkvæmdastjórnar ESB:
Horfið á stöðuna eins og hún er í dag - - núna er framlag vinnuafls "neikvætt" þ.e. þróun á vinnumarkaði er að "draga úr hagvexti."
Restin af myndinni - - er spá um framtíðina, tja - - sem engin leið er að vita í dag hvort rætist.
- Takið eftir - - að framlag vinnuafls hefur farið úr "positive" yfir í "negative."
Vandinn er sá - - að þrýstingurinn frá Asíu er ekkert í rénun á allra næstu árum.
Það verði því stöðugt a.m.k. næstu ár og kannski meir en næsta áratug, til staðar álag á samkeppnishæfni fyrirtækja sem framleiða varning í Evrópu.
Og þ.s. gengislækkanir eru úr myndinni - - sé því þörf fyrir að viðhalda stöðugu ástandi umtalsverðs atvinnuleysis - - svo að fyrirtækin geti haldið að nægilegu marki aftur af launaþróun.
- Það þíði, að framlag launamanna til hagvaxtar - - muni áfram haldast "skert."
Ég skal ekki segja - - skert akkúrat að hvaða marki.
En ég er viss um það, að það mun ekki verða mögulegt að lækka atvinnuleysi niður undir þá stöðu er var til staðar fyrir kreppu, heldur verði þörf fyrir áframhaldandi atvinnuleysi sem muni áfram vera umtalsvert meira en þegar það var lægst fyrir kreppu.
- Þetta þíði í reynd að evrusvæði muni hafa með varanlegum hætti - líklega.
- Skert framlag vinnumarkaðar til hagvaxtar.
- Og ég efa að "meint" aukin skilvirkni sem evran á að framkalla, dugi til að bæta upp það "hagvaxtartjón" sem í því felst.
Hagvaxtartjón - - þíðir einnig "skert framtíðar lífskjör."
Niðurstaða
Ég er í engum vafa á því að evran sé að framkalla umtalsverða aukningu á atvinnuleysi í aðildarlöndum - þá vísa ég til meðaltals. Sem líklega verði varanleg breyting. Það þarf ekki að vera að það geti ekki minnkað úr núverandi stöðu þ.e. 12%. En það sé afar ólíklegt að það minnki í þær tölur sem voru fyrir kreppu.
Það sé vegna þess að aðlögunarþörf atvinnulífs í aðildarlöndum verði stöðug nk. ár og líklega a.m.k. nk. áratug - ef ekki lengur. Því stöðug þörf fyrir aðhald í launakostnaði.
Þegar þú ert í aðstöðu þ.s. engin leið er að fella gengi, þá leiði það rökrétt til þess - að þörf er á að viðahalda nægilega miklu atvinnuleysi svo að samkeppnisstaða vinnuveitenda í samningum á vinnumarkaði, sé nægilega sterk - svo þeir geti haldið aftur af launahækkunum.
Meira atvinnuleysi - - þíði beinan missi á "mögulegum" hagvexti. Því þá sé ekki verið að nýta alla þá framleiðslu sem "tæknilega" sé til staðar.
Það þíði "varanlegan" missi á framtíðar lífskjörum.
----------------------------
Ef við skoðum skýrslu starfsm. Framkvæmdastj. ESB - - þá er skv. spá þeirra, einungis 3-skilvirkustu löndin með sambærilegan hagvöxt árin til 2023 og þau höfðu árin á undan kreppu. Önnur séu með mismunandi mikið skertan framtíðar vöxt samanborið við árin á undan kreppu yfir það tímabil.
Og ég vil meina - - að þetta sé einmitt rökrétt útkoma af evrunni.
Hún skerði hagvöxt - - í stað þess að auka hann.
Þar með skerði hún einnig - - framtíðar lífskjör.
Þessi þróun hefði ekki gerst ef löndin hefðu haldið sínum gjaldmiðlum, en þegar þ.e. mögulegt að fella gengi, þá er ekki þörf á að viðhalda atvinnuleysi til þess að skapa vinnuveitendum samkeppnisstöðu gagnvart verkafólki á vinnumarkaði - - þess í stað er unnt að lækka gengið þegar þess er þörf vegna stöðu atvinnurekenda. Síðan vegna þess að atvinnuleysi helst áfram lítið, þá halda launamenn sterkri samningsstöðu, sem leiðir til þess að laun þeirra hækka hratt að nýju. Þannig að tap þeirra er alltaf tímabundið - þegar kemur að launum.
Sannarlega þíðir það ástand, að leiðrétt sé með gengi - - að verðbólga er hærri og vextir á lánsfé.
En á móti er unnt að viðhalda mun hærra atvinnustigi, þannig tryggja að framlag vinnuafls til hagvaxtar sé hámarkað - - og því er samtímis mögulegur hagvöxtur þess hagkerfis einnig hámarkaður.
Sem þíðir að yfir lengir tíma litið, verði þróun lífskjara hagstæðari - - en í hinni sviðsmyndinni.
----------------------------
Það áhugaverða er - - að líklega verður launamunur í hagkerfinu með "gengisfallandi" gjaldmiðil einnig - - mun minni.
Því leiðrétting með gengi, kemur jafnt á alla launahópa þ.e. í sama hlutfalli.
Meðan að leiðrétting í fastgengiskerfi er líkleg að bitna meir á "láglaunahópum" en öðrum sbr. þróun þá sem hefur verið í gangi innan Þýskalands.
- Það sé því heilt yfir mjög sérstakt að ísl. verkalýðshreyfing skuli vilja endilega taka upp evru.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:39 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Páll Vilhjálmsson er með ágæta skýringu á þessu, myntheimska. ESB-sinnar eru upp til hópa myntheimskir.
http://pallvil.blog.is/blog/pall_vilhjalmsson/entry/1345438/
Eggert Sigurbergsson, 8.2.2014 kl. 08:33
Sæll Einar.
Þakka fróðlega og góða samantekt. Sjálfur var ég reyndar búinn að lesa þessa skýrslu, eftir ábendingu frá þér í fyrra bloggi, en sannleikurinn er aldrei of oft sagður.
En það er misskilningur hjá þér að verkalýðshreyfingin vilji evru. Hins vegar eru nokkrir sem fyrir verkalýðshreyfingunni fara meða svokalla kratasýki. Þeir hafa hátt og hlusta ekki á rök, hlusta ekki einusinni á varnarorð kollega sinna sem eru fastir undir oki evrunnar í Evrópu.
Ég veit ekki til að neitt stéttarfélag hafi samþykkt að stefnt skuli að upptöku evrunnar, þó gæti verið að GG hafi tekist að fá slíka samþykkt meðan hann réð ríkjum innan Rafiðnaðarsambandsins. Ég hef ekki farið yfir allar opinberar samþykktir þess. Að öðru leiti hef ég hvergi rekist á slíka samþykkt.
Varðandi sjálft ASÍ, samband stéttarfélaga á almennum vinnumarkaði, þá var árið 2000 samþykkt innan miðstjórnar, sem er mönnuð tiltölulega fámennum hóp launþega, að skoða skyldi hvort aðild að ESB væri launþegum hagstæð. Út frá þessari samþykkt telur hinn kratasýkti forseti ASÍ að honum sé heimilt að beyta sambandinu til áróðurs fyrir aðild að ESB og upptöku evru. Þessi maður og þeir sem honum eru næst, hafa sennilega skaðað launafólk mest allra, með stöðugum áróðri gegn krónunni og þannig unnið að verðfellingu þess gjaldmiðils sem umbjóðendur þeirra lifa af!!
Það er sorglegt hvernig komið er, en þó nokkrir kratasýktir menn sem hafa komið sér fyrir í æðstu stöðum innan verkalýðshreyfingarinnar stundi sinn áróður er ekki með nokkru móti hægt að setja alla hreyfinguna og þá sem hana mynda, undir sama hatt. Líklegra er að svipað hlutfall innan verkalýðshreyfingarinnar vilji aðild eins og meðal þjóðarinnar. Þó má kannski ætla að hlutfallið sé heldur lægra en almennar skoðanakannanir segja til um, þar sem sumar kannanir segja að fylgi aðildar aukist eftir aukini menntun.
Annars eru nýjustu fréttir um samþykkt stjórnlagadómstóls Þýskalands sennilega stæðsta frétt hin síðustu misseri. Hvaða áhrif þessi samþykkt mun hafa á vanda þeirra ríkja sem evruna nota, á svo eftir að koma í ljós. Þar gæti hæglega orðið mikil breyting á stuttum tíma, breyting til hins verra. Það er hætt við að seinasti hluti línurits 6 í skýrslu framkvæmdarstjórnar, standist þá illa!!
Gunnar Heiðarsson, 8.2.2014 kl. 09:34
Eigum við ekki að segja að ég sé með aðeins öðruvísi útgangspunkt á umfjöllun þ.s. skýrslan góða kemur til sögu. Sannarlega veit ég að langt í frá allir meðal verkalýðs vilja ESB aðild til að geta tekið upp evru.
--------------
En það kann vera að háværir hópar innan hennar sérstaklega þeir sem eru háskólamenntaðir, og kannski halda að þeir græði á "víkkun launabils" styðji evruupptöku. Þeir séu öflugir í því að koma sjónarmiðum sínum á framfæri, að auki vel skipulagðir.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 8.2.2014 kl. 10:56
Atvinnuleysið á Spáni minnka hratt núna og þannig eru 100.000 manns núna með vinnu sem voru atvinnulausir. Atvinnuleysið hefur ekki minnkað meira í 14 ár:
http://www.spiegel.de/wirtschaft/soziales/arbeitslosigkeit-in-spanien-sinkt-deutlich-a-941638.html
Réttindi starfsmanna í mörgum löndum ESB eru gífurleg og erfitt að segja upp fólki þegar það er á annað borð fastráðið. Hér á Íslandi eru reglur um þetta mun losaralegri og hægt að draga saman seglin mjög hratt ef markaðsaðstæður breytast. Af þessum sökum veigra fyrirtæki sér við að ráða fólk til starfa nema þá helst í gegnum starfsmannaleigur. Þetta hefur slæm áhrif á efnahagslífið.
Það er erfitt að tala um atvinnuleysi innan ESB eða evrusvæðisins því munurinn er gífurleða eða bilinu 4,8% - 27,6%. Flest stóru ríkin eru á bilinu 6-10% sem er auðvitað allt of mikið.
Vandamálið hjá okkur er að stjórnvöld vilja með öllu móti hafa hér fullt atvinnustig hvað sem það kostar. Nýleg ummæli Sigmundar Davíð Gunnlaugssonar forsætisráðherra styðja þessa fullyrðingu mína. Hér er hins vegar stór framleiðni vandi í flestum greinum eða frá 6% hjá ríkinu í 20% í framleiðslustarfsemi en mun meiri í versluna og þjónustu að ekki sé talað um bankakerfið, þar sem við erum t.a.m. með þrisvar sinnum fleiri starfsmenn en í Svíþjóð. Þetta er ekkert annað en dulið atvinnuleysi líkt og í kommúnistalöndum fortíðarinnar, þar sem allir voru með vinnu en framleiðni mjög lág.
Persónulega hef ég meiri áhuga á hærri launum með hærri framleiðni en að vinna á 50% launaafslætti. Laun í nágrannalöndunum eru u.þ.b. tvöfalt hærri en hér og þar spilar ónýta krónan stærsta hlutverkið!
Guðbjörn Guðbjörnsson, 8.2.2014 kl. 16:53
Þú ert alveg ágætur Guðbjörn. Hvernig væri að koma með nokkrar samanburðatölur? Ég get til dæmis bent þér á einn samanburð, en það er uppsagnafrestur. Hér hafa menn eins mánaða uppsagnafres fyrstu þrjá mánuði í vinnu en þá færist hann upp í þrjá mánuði. Margir búa við betri kjör en þetta hér á landi, en þetta er lágmarkið. Nýlega var verið að taka enn eitt skrefið í styttingu uppsagnafrests á Spáni. Hversu mörg þau skref eru frá því evrukreppan skall á, hef ég ekki tölu á. En þetta síðasta skref gaf atvinnurekendum rétt til að reka fastráðið fólk með hálfs mánaða fyrirvara og lausráðnir misstu að fullu sinn uppsagnafrest. Þetta er nú öll dýrðin!!
Þú segist frekar hafa áhuga á hærri launum. Sjálfur hef ég meiri áhuga á að hafa vinnu, svona yfirleitt! Ég tel mokkuð víst að þær milljónir manna sem arka um götur evruríkja, án atvinnu, eru mér sammála. A.m.k. er forysta launafólks þessara landa á sama máli. Þeir sjá vanda evrunnar og hvað hefur þurft að skerða réttindi launafólks vegna hennar. Og vissulega hafa þessir menn, sem fara fyrir launahreyfingum evrulanda varað við þeirri skelfingu. Þeirra mat er skýrt og byggt á reynslu á eigin skinni, það mat er að ESB sé fyrst og fremst tæki auðvaldsins gegn lýðnum. Evran er þeirra sterkasta vopn! Skýrsla framkvæmdastjórnarinnar, sem síðuhöfundur ritar um hér fyrir ofan, staðfestir þetta fullkomlega.
Gunnar Heiðarsson, 8.2.2014 kl. 18:26
Guðbjörn, þarna talar þú gegn eigin sannfæringu, en þér vitið mæta vel að launakjör eru ca. 20% lægri hér nú í kjölfar hruns af völdum uppblásinna gjaldeyrisskulda sem hrunið bjó til.
Þetta stórfellt magnar upp þann launamun sem vanalega er við Norðurlönd. Sá viðbótar launamunur mun að sjálfsögðu hverfa - - með skuldunum er þær minnka smám saman.
---------------------
Sá launamunur sem er samt hér við Norðurlönd, þ.s. sá sem hefur verið á bilinu 10-15% burtséð frá þeim viðbótar launamun sem skuldastaðan orsakar.
Er af þeirri ástæðu að til Íslands er hærri flutningskostnaður en til Svíþjóðar!
----------------------
Varðandi tölurnar frá Spáni þá kemur fram í greininni sem þú vitnar til að enn eru á atvinnuleysisskrá 4,7 milljón. Síðan kemur ekki fram hvort þetta voru "skammtímsstörf" t.d. tengd hátíðunum - en þetta eru tölur frá desember kemur skýrt fram í greininni.
----------------------
"Réttindi starfsmanna í mörgum löndum ESB eru gífurleg og erfitt að segja upp fólki þegar það er á annað borð fastráðið."
Sem er einmitt það kerfi - - sem stendur til að brjóta niður sbr. áhersluna á að auka sveigjanleika vinnumarkaðar. En ef þ.e. ekki unnt að reka fólk þá er vinnumarkaðurinn ákaflega ósveigjanlegur, löndin sem hafa það "vinnumarkaðskerfi" eru nú undir gífurlegum þrýstingi úr öllum áttum, að leggja það af.
Þú meira að segja nefndir þetta sjálfur - er þú minntist um daginn á það að verið væri að stuðla að auknum sveigjanleika vinnumarkaðar innan ESB.
"Hér á Íslandi eru reglur um þetta mun losaralegri og hægt að draga saman seglin mjög hratt ef markaðsaðstæður breytast. Af þessum sökum veigra fyrirtæki sér við að ráða fólk til starfa nema þá helst í gegnum starfsmannaleigur. Þetta hefur slæm áhrif á efnahagslífið. "
Þá ertu ósammála þeim breytingum á vinnumarkaði í aðildarlöndum Evru sem stofnanir ESB leggja til - - þ.e. að auka sveigjanleika vinnumarkaðar.
En ég man ekki betur en að þú hafir sjálfur nefnt það, að það geti verið að "ósveigjanlegur vinnumarkaður í sumum löndum sé hugsanleg ástæða þess að hagvöxtur hafi reynst lélegri hjá þeim en búist var við" og þ.e. einmitt - - greining stofnana ESB.
Að það sé þörf á að auka slíkan sveigjanleika - - skv. þinni lýsingu er okkar vinnumarkaður ca. við það "ídeal" sem þykir eftirsóknarvert þarna úti.
Kenningin gengur - - algerlega á hinn veginn.
- Að atvinnurekendur veigir sér við að nýráða fólk - - vegna þeirrar reglu að ekki sé síðan unnt að reka það að nýju.
Þannig að þvert á móti stuðli það að minna atvinnuleysi - - að auðvellt sé að reka fólk."Vandamálið hjá okkur er að stjórnvöld vilja með öllu móti hafa hér fullt atvinnustig hvað sem það kostar."
Þ.e. einfaldlega gríðarlega mikilvægt markmið fyrir samfélög að hafa sem næst verður komist, fulla vinnu.
Það er fátt meir niðurdrepandi fyrir fólk en að vera án atvinnu - - þú getur ekki þjálfað upp hæfni, þú nærð ekki að safna reynslu, þú missir af því að vinna þér inn fyrir ellinni, þú missir af félagslífinu á vinnustöðum - - þú hefur ekki tilgang.
Þetta er einnig tap fyrir samfélagið, að hafa ekki fjölda handa sem geta unnið í starfi. Það er ekki bara vegna - - minnkaðs hagvaxtar.
Heldur einnig vegna kostnaðar sem atvinnuleysi fylgir - ekki bara það að ómögum fjölgar heldur einnig stuðlar þetta að auknu félagslegum óstöðugleika, en atvinnulausir vanalega eru óánægðir - og það stuðlar að aukinni afbrotatíðni.
Þessi kostnaður bætist ofan á þann vanda, að hagvöxtur sé minni vegna minna framlags vinnuafls til hagvaxtar en ella.
"Hér er hins vegar stór framleiðni vandi í flestum greinum eða frá 6% hjá ríkinu í 20% í framleiðslustarfsemi en mun meiri í versluna og þjónustu að ekki sé talað um bankakerfið, þar sem við erum t.a.m. með þrisvar sinnum fleiri starfsmenn en í Svíþjóð."
Þér takið ekki tillit til þess - - að einingar hérlendis eru smærri.
En síðan er það svo að þegar laun eru ívið lægri er unnt að hafa efni á að ráða flr. til vinnu.
En þegar ég var í Svíþjóð tók ég eftir því hvað þjónusta í verslunum var áberandi verri en þ.s. maður var vanur hérlendis - - það var vegna þess að fyrirtækin voru að spara sér starfsmenn, þannig að kom niður á þjónustugæðum.
Líkingin við Sovétríkin er æði sérkennileg, en við erum með einkarekið atvinnulíf - meðan þar var virkilega allt ríkisrekið.
Ef fyrirtækin eru með flr. í vinnu en t.d. sænsk fyrirtæki eru vön að vera með, þá er það þeirra val - engin sem skipar þeim fyrir skv. 5 ára áætlun af sovéskri fyrirmynd.
------------------
Síðan finnst mér viðhorft þitt til vinnandi fólks - kuldalegt. Að láta sem að - - hér sé fullt af fólki að gegna "óþörfum" störfum.
Ég get fullvissað þig um, að hvar sem mér verður litið innan verslana eða þjónustufyrirtækja hérlendis, er mér fyrirmunað að sjá fólk sem ekki er á fullu að vinna.
Ég hef ekki orðið var við augljós merki þess - að fyrirtæki séu ofmönnuð.
En ég sá þess greinilega merki er ég var í Svíþjóð að sænsk þjónustufyrirtæki voru undirmönnuð og því ófær að veita þjónustu innan tímaramma sem var þægilegur fyrir viðskiptavini.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 8.2.2014 kl. 20:21
Í þýsklandi 2012 [Worldbank og AGS]
Labor force - by occupation:2012
Labour notað um launþega: Economics the part of total production that is the return to labour as earned income as distinct from the remuneration received by capital as unearned income.
GDP - composition, by sector of origin:
NÝJAR EIGNIR SEM BÓKAST Á MÓTI REIÐUFÉ TIL FÆRSLU YFIR FJÁRHAGSBÓKHALDIÐ: HINA ÞJÓNUSTU GEIRANNA.
service tradable
and non tradable [opinberir starfsmenn : þar er flesti með lægstu útborganir: atvinnu öruggi og hlunnindi ] Seljanleg vinna með vsk. er hluti Landframleiðslu [gengið sem ákvarða raunvirði reiðufjár á móti]
Capital innkoma reiðufjár með ekki 40% velferðgjald í þýskalandi [grunn lífernistryggingu pension [elli og aðrar uppbætur] sem tyggir stöðuga eftirspurn í grunn vsk. sölu geirum sem selja almennt og borga líka allan kostnað við grunn heilsu geira: afskriftir bygginga og tóla og tækja sem endast lengur en 5 ár.
Í Þýskaland frá um 1990 hefur starfandi sér lagi í skíta störfum og líkamlegu og andlegum erfiðisstörfum fækkað. Þjóðverjar hafa skipt út matvæla uppskeru kvótum á : industry sem selst allmennt.
Ísland er ekki samburðarhæft því hér merkja lykil orð ekki það sama og í flestum Evrópskum tungumálum.
Efnislegu gæðis þættir sem hluti af landframleiðslukörfu þýskra Ríkisborgar er í hærri verðflokkum sem í flestum öðrum Evrópu ríkjum => getur þýtt minni vöru velta í mörgum eignunum. Sterkara gengi á móti, þjóðvera geta allat skipt yfir í drasl til að auka veru veltu og hagvöxt til að byrja með. [Á Íslandi er ekki koma með Bónus ódýru en Bónus á sínum tíma. Lækka aðföng til að hækka prósentu service geiranna.
Evra í dag er úr sögunni. Ríki með evru [Seðlabanki] fær evrur á hverju ári til markaðssetning með bakveði í Landsframleiðslu á hcip raunvirði, miða við meðal landframleiðu notkun síðustu 5 ár.
Þegar örugglega 30% landsframleiðu [velferðgjaldi: þjóðaröryggið á Norsku sem vantar á Íslandi síðust 120 ár] er alltaf í notkun hjá þeim sem geta ekki sparað [tryggja grunn sölu vsk. á heimaframleiðslu] eða flutt fé úr landi , þá mætti ræða evru. Fyllbyttur og fíklar í Vinnuveita sjóðum þurfa gjaldeyri til svala sér.
Ríki geta ekki grætt á öðrum ríkum eftir 1970. Þökk AGS og Worldbank , og PPP-Dollar sem kom í stað gull til bakveðstrygginga í Milli lögsögu viðskiptum. 183 ríki eru aðilar að PPP , ríki sem vilja ekki sen upplýsingar um magn sinna framleiðslu þátta PPP, eru útskúfuð. Þegar innflutningur PPP liggur fyrir þá liggur líka fyrir raunvirði service álagningar vsk. Íslendingar falsa raunvirði innflutnings síðust 120 ár, gagnvar sínum heimska skattmann.
Hvað ríki dælir út efnum til að taka minna raunvirði af efnum inn?
Ríki sem fá gengið leiðrétt. Global fair traite [milli lögsaga] : byggir á PPP-Dollar. Service geiri vsk[virðisauki] er álagning á efni. í EU er þessi álagning eins í öllu ríkum um 333%. Sum ríki er potentiel : góð efni og önnur ekki.
Í Noregi er vín miklu sterkar, vélar og tæki mikið betri en á Íslandi.
Hér má sjá , hvernig vsk. kaupmáttar dreifing er á ríkisborgar í USA , Þýskalandi og Noregi 2012. Skipting á Milli 10% sem eyða mestu , 80% sem eyða í meðalagi . og 10% sem lifa ágætlega. Vsk. er ekki með í upphæðum.
Éf geri ráð fyrir að Ísland [stjórnsýslan] mið hér við USA dreifingu. Þar sem ég vill ekki ímynda mér neitt verra.
http://juliusbearsson.blog.is/blog/juliusbearsson/entry/1352456/
Júlíus Björnsson, 9.2.2014 kl. 05:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning