4.2.2014 | 02:28
Bandaríkin og ESB ætla að bjóða Úkraínu "aðstoðarprógramm"
Þetta kemur fram í áhugaverðum pistli á Wall Street Journal: U.S., EU Wade Deeper Into Ukraine Standoff With Aid Plan. Hugmyndirnar virðast ekki fullmótaðar. En skv. frétt virðist í býgerð að Bandaríkin og ESB bjóði Yanukovych það að "halda" Úkraínu á floti með "styrkjum" en ekki "lánum" - - þess vegna nefni ég þetta "aðstoðarprógramm" samhliða því að Úkraína mundi stíga þau skref í átt að endurskipulagningu hagkerfisins sem AGS hefur farið fram á.
Yanukovych hefur verið eins og milli tveggja elda - - en í gangi hefur verið augljóst "reipitog" um Úkraínu milli "vesturveldanna" og "Rússland."
Það er ekkert sérstakt sem bendir til þess að stjórnarandstaða Úkraínu - - sé rekin af "agentum" vesturvelda eins og Rússar halda fram.
Frekar að deilur innan Úkraínu séu raunverulegar deilur milli þeirra hópa sem landið búa, þ.e. svokallaðs rússneska hluta landsins og hins ívið fjölmennari "úkraínska" hluta.
En eigi að síður hafa sumar Evrópuþjóðir styrkt stjórnarandstöðuna í Rússlandi með umtalsverðum hætti - - t.d. var áhugaverður pistill um það fyrir nokkru síðan í Der Spiegel: EU Grooming Klitschko to Lead Ukraine.
Úkraína er sennilega einna helst mikilvæg í alþjóðlegu samhengi af völdum gríðarlega öflugs landbúnaðar, en landið er mjög gjöfult landbúnaðarland. Og framleiðir í hagstæðum árum allt að 1/3 af öllu hveiti í heiminum. Langsamlega mikilvægasta landbúnaðarsvæði Evrópu.
Úkraína hefur einnig öflugan framleiðslu-iðnað einna helst af klassísku tagi, þ.e. málmbræðslur. Og ofan á það er til staðar einhver umtalsverð framleiðsla á vélum og tækjum. En þessi iðnaður þarfnast endurnýjunar! Byggður upp á Sovéttímanum.
Þar er þó töluvert einnig af "legacy" hátækni-starfsemi tengd einna helst "hernaðartækni" t.d. Antonov flugvélaverksmiðjurnar sem enn þann dag í dag framleiða risastórar flutningavélar bæði skrúfuvélar og þotur. Zenit eldflaugar eru notaðar til reglulegra geimskota, þ.e. til að skjóta upp gervihnöttum. Þær eru framleiddar í Úkraínu.
Þarna eru umtalsverðir möguleikar! En einnig þörf fyrir umtalsvert fjármagn, svo að iðnaðurinn geti haldið áfram að endurnýja sig frá þeirri að mörgu leiti úreltu í dag tækni sem byggð var upp á Sovéttímanum.
Fyrir rússneska þjóðernissinna - - er landið ekki neitt minna en "vagga Rússlands" en Kíev ríki 10. - 12. aldar, er af flestum talið marka eiginlegt upphaf Rússlands. En eftir innrás Mongóla á 13. öld, áratugum eftir að Úkraínu konungsdæmið hafði leyst upp í fjölda smá-furstadæma, færðist smám saman valdamiðja á menningarsvæði því sem markar Úkraínu og Rússland. Yfir til Moskvu furstadæmisins.
Fór það að rísa upp sem veldi frá og með 14. öld. Var þó framanaf "dóminerað" af Mongólum sem Rússar kölluðu alltaf "tartara." Varð ekki að eiginlegu ríki fyrr en á 15. öld.
- Fyrir rússneska þjóðernissinna eins og hann Pútín, er það algert stórslys ef Úkraínu ríkið er varð til við hrun Sovétríkjanna 1991, fetar sína vegferð "án Rússlands."
- Þetta tengist þó einnig að sjálfsögðu möguleikum Rússlands að vera stórveldi, en Úkraína meðan Rússland stjórnaði landinu, var ávallt gríðarlega mikilvæg. Án Úkraínu er Rússland miklu mun veikara land.
- Þannig að stuðningur Evrópu og Bandaríkjanna við stjórnarandstöðuna í Úkraínu - - snýst ekkert endilega um "lýðræðisást." Þó það henti sjálfsagt að setja málið fram með þeim hætti.
- En fyrir bæði Evrópu og Bandaríkin - - er veikt Rússland mun hentugra.
- Heldur en "sterkt" Rússland.
Ég er samt ekki á því eins og rússneskir þjóðernissinnar halda, að öll uppreisnin í Úkraínu sé búin til af evr. og bandar. "agentum" sem stýri henni.
Heldur frekar þá sjái Bandaríkin og Evrópa "uppreisnina" sem tækifæri!
Það er þannig séð ekkert að því að nýta tækifæri - þegar þau koma upp í hendurnar á manni.
Niðurstaða
Á hinn bóginn þá held ég ekki að það sé Úkraínu fyrir bestu. Að segja alfarið "bless" við Rússland. Úkraína hefur enn í dag mjög djúpstæð viðskiptatengsl við Rússland. Ekki bara að megnið af orku sé þaðan keypt. Heldur eru framleiðsluvörur Úkraínu þekktar og viðurkenndar innan Rússlands. Meðan að þær eru lítt þekktar í V-Evrópu og að auki gjarnan standast þær ekki kröfur sem gerðar eru í V-Evrópu.
Ég sé ekki að það mundi ganga upp fyrir Úkraínu, að lokað sé á Rússland. Það væri miklu mun alvarlegra áfall fyrir Úkraínu hlutfallslega en það var fyrir Finnland að tapa Rússa viðskiptunum á sínum tíma.
En það væri alls ekki mögulegt jafnvel með óskaplegum styrkjum frá Bandar. og Evrópu, fyrir úkraínskt efnahagslíf að skipta á skammri stundu yfir í að framleiða varning fyrir Evrópumarkað.
- Ef menn eru með hagsmuni Úkraínu í huga held ég að augljóst sé að málamiðlunar sé þörf milli hagsmuna Rússa og hagsmuna Evrópu.
En Úkraína þarf augljóslega á Evrópumarkaði að halda. En þangað getur Úkraína eingöngu leitað smám saman - eftir því sem atvinnulífið endurnýjar sig. Það væri eðlilegt sennilega fyrir evr. framleiðslufyrirtæki að setja upp sjoppu í Úkraínu og notfæra sér ódýrt vinnuafl þar.
En á sama tíma þarf Úkraína einnig mjög bersýnilega á Rússlands markaði að halda. Þ.s. ég sé ekki að ástæða sé að kasta frá sér Rússlands markaði, þó Úkraína hafi áhuga á að leita inn á Evr.markað. Fyrir utan að úkraínsk fyrirtæki eru enn að framleiða vörur til að selja þangað, vörur sem henta ekki V-Evr. markaði.
- Best væri að Úkraína væri brú á milli V-Evrópu og Rússlands.
Úkraínumenn gætu verið mjög góðir milliliðir fyrir fyrirtæki sem hafa áhuga á að nýta Rússlandsmarkað síðar meir, að setja þar upp sjoppu til að framleiða varning fyrir báða markaði.
Ég sé því ekki að fyrir Úkraínu henti þessi framsetning er Pútín annars vegar og hins vegar ESB hafa sett upp.
Að Úkraína verði að velja "annað hvort" - - að velja bæði er að sjálfsögðu hin rökrétta niðurstaða.
Því ættu bæði Pútín og ESB að bakka! Efnahagsaðstoð er örugglega þörf þ.s. Úkraína er í alvarlegum skuldakröggum. Bandar. - ESB - Pútín, ásamt Yanukovyc forseta þurfa að mætast á ráðstefnu er getur verið haldin í Kíev. Og binda enda á þessa deilu! Pútín þarf auðvitað að átta sig á því að í dag er Úkraína sjálfstætt land en ekki fylki í Rússlandi.
Lausnin getur legið í því að Úkraína fái efnahags aðstoð, haldi Rússlands viðskiptum, en ESB bakki að hluta frá þeim samningi sem var í boði (en Pútín þarf einhverja eftirgjöf til að geta bakkað og samtímis haldið andlitinu) - - en Úkraína fái samt bættan markaðs aðgang í Vesturátt.
Þannig gæti Úkraína þrifist á nk. árum!
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:04 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning