Það sem fjölmargir horfa á með draumnum um annan gjaldmiðil. Er að losna við gengisfellingar helst með varanlegum hætti. Að bakki þeim draumi liggur mismunandi hugsun.
Hjá vinstri sinnuðum einstaklingum er líklegt að það tengist þeirri hugsun að gengisfellingar þjóni því eingöngu að skerða kjör, og að með því að losna við þær séu kjör launamanna varin. Ég skal ekki rengja að sannarlega verður kjaraskerðing ef gengið fellur, en þ.e. þó misskilningur að án gengisfellinga séu kjör þar með "tryggð."
Annar hópur sem aðhyllist þá hugsun að gengi gjaldmiðla eigi að vera stöðugt, er hallur undir þýska nálgun - þ.e. stöðugleika verðgildi peninga. Það að gjaldmiðlar eigi að vera einhvers konar "verðmætageymslur" þ.e. þú getir treyst því að hann hafi stöðugt verðmæti til framtíðar. Vandinn við þá hugsun er að aldrei í sögunni hefur tekist að finna nokkurn hlut - sem hefur ætíð stöðugt verðmæti.
Svo eru þeir sem horfa fyrst og fremst á lántökukostnað, telja að stöðugleiki gjaldmiðils fylgi lágir vextir síðan ódýr lán, en þá eru menn að horfa á þ.s. velmegunar aukandi atriði að geta skuldað sem mest. Geta keypt sér stærri eignir eða stærri bíl eða borgað lánin upp fyrr.
Vandi flestra er að menn virðast ekki alfarið skilja hvernig Ísland virkar!
- Gengisfellingar eru ekki til þess að hygla ríkum kvótagreifum. Þessu trúa margir þó.
- Ekki er það eiginlegur tilgangur þeirra að skerða lífskjör, þó kjaraskerðing fylgi ávalt gengisfellingu. En töluverður fjöldi virðist halda að einhver tegund af illmennsku liggi að baki.
- Þetta snýr oftast nær að viðskiptajöfnuði landsins.
Fjölmargir virðast ekki skilja það vandamál sem fylgir því að Ísland er örhagkerfi með afskaplega fáar grunn undirstöður sem skaffa 90% eða þar um bil allra gjaldeyristekna, sem fjármagna allan innflutning.
Á sama tíma eru rúmlega 90% alls neysluvarnings fyrir utan matvæli innflutt - - en ég bendi fólki á að horfa í kringum sig á sínum heimilum og sjá hvort þar er að finna nokkuð sem er búið til á Íslandi annað en matvæli.
Að auki eru okkar atvinnuvegir sveiflukenndir - hvort sem það eru verð á mörkuðum sem sveiflast - eða náttúran er að stríða okkur eitt árið - eða erlendar hagsveiflur.
- Vandamálið í hnotskurn er að tekjurnar eru takmarkaðar.
- Og á sama tíma er geta Íslands til skuldsetningar einnig takmörkuð.
- Í gegnum okkar hagsögu er hin dæmigerða íslenska hagsveifla eftirfarandi.
Í kjölfar stórrar gengisfellingar koma nokkur ár af uppgangi þ.s. hagvöxtur er góður og laun hækka að nýju. Framan af tímabilinu er viðskiptajöfnuður jákvæður þ.e. um afgang er að ræða. En ávallt hingað til á einhverjum tímapunkti. Skiptir úr hagstæðum jöfnuði yfir í halla. Ég man ekki eftir nokkurri undantekningu á því að ísl. hagsveifla hafi ekki endað í halla.
- Vandinn við halla er sá að þá gengur á gjaldeyrisforða Íslands.
- Halli á viðskiptajöfnuðinum er einmitt oftast nær - - ástæða gengisfellingar.
Þetta snýst ekki um - illmennsku.
Ekki heldur um það að hygla ríkum á kostnað fátækra.
Heldur um þann grunnvanda, að þegar viðskiptahalli hefur myndast af einhverri ástæðu. Og skiptir þá engu máli hvernig þ.e. hvort þ.e. vegna þess að tekjur af utanríkisviðskiptum hafa skyndilega skroppið saman vegna áfalls að utan eða frá náttúrunni eða vegna þess að launahækkanir hafa verið umfram aukningu gjaldeyristekna. Þá kemur alltaf á endanum að þeirri spurningu - - hvað á að gera?
- Þegar gengur á gjaldeyrisforðann, þá er tæknilega unnt að slá lán á erlendum mörkuðum til að fjármagna þann halla, og með þeim hætti "verja lífskjör um einhvern tíma."
- En þá taka menn aðra áhættu þ.s. að lánstraust landsins er takmarkað, þ.s. geta þess til að borga af skuldum er takmarkað, vegna þess að tekjur landsins eru takmarkaðar. Svo að ef sú leið er farin og viðskiptahalli heldur áfram, skuldir hrannast upp ár eftir ár - - kemur að því á endanum að markaðurinn hættir að lána landinu "punktur." Þá falla lífskjörin samt en að auki þarf að borga af allri skuldasúpunni sem hefur bæst við, svo að lífskjörin í reynd falla meir en hefði gerst, ef gengið hefði verið fellt áður en til skuldsetningar koma.
- Það er til þriðji valkostur, þegar gengur á gjaldeyrisforða og hann er að verða hættulega lítill, að setja á "innflutningshöft." Líklega er það skárri valkostur en að velja leið skuldsetningar. Svo skuldakreppu í mörg - mörg ár á eftir.
Síðan 1959 hefur Ísland ávalt valið gengisfellingar lausnina á þessum vanda.
Sannarlega er gengisfelling "skammtímalausn" en samanborið við það að "skuldsetja landið" eða að "setja á innflutningshöft" virðast leið gengisfellingar mun skárri.
Það hefur sem sagt - - skort langtímalausn á þessum vanda!
Hvað getur gerst ef tekinn er upp annar gjaldmiðill, og viðskiptahalla vandi landsins er enn óleystur?
Nú geri ég ráð fyrir að komist til valda meirihluti sem telur að vandi Ísland sé stærstum hluta rangur gjaldmiðill. Lausnin sé að fá "alþjóðlegan" gjaldmiðil. Þá komi betri dagar án gengisfellinga með stöðugri lífskjör, lága verðbólgu, ódýr lán - - og mér skilst, meiri fjárfestingar og hagvöxtur.
Tja, þ.e. afskaplega margt sem á að leysa með nýjum gjaldmiðli ef maður hlustar á áhugamenn.
Í stað þess að bíða mörg - mörg ár eftir evru. Þá gæti mönnum dottið í hug "einhliða upptaka" á gjaldmiðli X - - líklegast bandar. dollar. Þó heyrst hafi aðrar tillögur.
Gjarnan heyrirst frá slíkum áhugamönnum að auki sú hugmynd, að viðskiptahalli muni ekki lengur skipta máli, eftir að nýr gjaldmiðill hefur verið tekinn upp.
En slíkur áhugamaður hefur staðhæft við mig - - að þegar alþjóðleg mynt hefur verið upp tekin. Muni aðilar erlendis vera til í að lána einstaklingum hér á grunni þeirra lánstrausts, þ.e. þeirra persónulega lánstrausts. Sama muni gilda um fyrirtæki.
- Þetta er dálítið "sjarmerandi" næív hugmynd.
-----------------------------------------
Ríkisstjórn skipuð slíkum áhugamönnum. Mundi því taka upp einhliða erlendan gjaldmiðil - líklegast dollar. Þeir gætu sameinast um það með áhugamönnum um evru. En tæknilega séð er ekkert því til fyrirstöðu að fara inn í evru síðar meir.
Þá væri hugmyndin að með því væri með einum steini, slegnar þær flugur að lækka hér á skömmum tíma vexti - lækka verðbólgu - auka til muna stöðugleika "því að dómi þessara aðila eru það sjálfar gengisfellingarnar sem eru megin orsök óstöðugleikans á Íslandi og verðbólgunnar að auki."
-----------------------------------------
- Slík ríkisstjórn mundi því ekki neitt sinna "viðskiptahalla vandamálinu" svo að þ.e. líklega 100% öruggt, að það vandamál mundi banka að dyrum.
En Ísland hættir ekki endilega allt í einu að hafa síendurtekinn viðskiptahalla - bara vegna þess að tekinn er upp annar gjaldmiðill.
Margir sem aðhyllast alþjóðlega mynt, eru með þann misskilning að vegna þess að þ.e. gríðarlega mikið til af þeim gjaldmiðli í heiminum, þá muni ekki aftur koma hér upp skortur á gjaldeyri - það tengist líklega þeirri sjarmerandi "naív" hugmynd að persónulegt lánstraust aðila eða einstaklinga verði þá það atriði sem öllu máli skipti. Ef þetta væri rétt, væri engin þörf fyrir höft á Kýpur.
Sennilega er þ.s. hrjáir þetta fólk skortur á læsi á hagfræði.
-----------------------------------------
- Vandinn er sá að þegar viðskiptahalli mundi verða til við þær aðstæður að hér hefur verið tekinn upp "alþjóðlegur" gjaldmiðill sem Ísland sjálft getur ekki prentað.
- Þá þíðir það að myndast hefur stöðugt nettó útstreymi af peningum úr landinu.
- En misskilningur þeirra sem halda að hér verði ekki gjaldeyrisskortur er sá, að ef þ.e. enginn sem sér um það að tryggja við aðstæður viðskiptahalla, að ávalt sé nægt fé í umferð á Íslandi. Þá við aðstæður er stöðugt nettó streymir fé úr landi. Mun jafnt og stöðugt draga úr fé í umferð.
- Punkturinn er sá, að við þessar aðstæður þá erum við í reynd með "gjaldeyrisforðann í daglegri umferð" í stað þess að við varðveitum forðann í Seðlabankanum - en gefum þess í stað út okkar eigin peninga til daglegra nota.
- Það þíðir í reynd að nákvæmlega sami hluturinn gerist - - þ.e. "gjaldeyrisforðinn minnkar" og þ.s. í þessu tilviki hann er í daglegri umferð. Þá minnkar samtímis heildarframboð á lausafé á landinu.
- Það kemur óhjákvæmilega að sömu spurningunum og þegar við erum með krónu, nema að búið er að útiloka þann möguleika að gengisfella.
- En á endanum er forðinn "í umferð" orðinn hættulega lítill, sem í þessu tilviki mundi einnig þíða að raunverulegur skortur væri á fé í umferð - menn hefðu því ekki tryggan aðgang að lausafé til daglegra athafna.
- Það leiðir á endanum til þess - - að aðilar sem ekki hafa gjaldeyristekjur þ.e. í þessu tilviki tengjast ekki með nokkrum hætti útflutningi eða ferðamennsku, og hafa því ekki beinan aðgang að fé frá útlöndum. Eiga það á hættu að geta ekki útvegað sér fé til að greiða af skuldbindingum.
- Það ætti að vera augljóst þeim sem hafa einhvern "hagfræðiskilning" að þá fer að hrikta undir stoðum hagkerfisins á landinu - - en þetta ástand að auki mundi þíða "vandræði við innflutning" því "verslanir" eðli sínu skv. nema þær sem hafa mikla sölu til ferðamanna "hafa ekki sjálfstæðar gjaldeyristekjur" - - þess vegna í slíkri lausafjárþurrð innan hagkerfisins væru þær ófærar um að tryggja örugga greiðslu til "erlendra birgja."
- Jafnvel þó að í tilvikum fái verslanir lán til að tryggja sig, þá væri það í besta falli skammtímavermir ef viðskiptahallinn heldur áfram - - en á endanum mundu kúnnar verslana hér heima lenda í vanda með að útvega sér "lausafé." Þetta myndu erlendir bankar líklega fljótt skilja, og líklega vera fljótir að loka á lán til verslana á Íslandi.
- Þá væri kominn hætta á "innflutningshöftum."
- Gott og vel, ríkisstjórnin loksins skilur að viðskiptahallinn er að skapa alvarlegan vanda. Og ákveður að "taka erlent lán" til þess að útvega meiri "dollara" fyrir Seðlabankann. Og þar með endurreisa lausafjárstöðu í umferð á landinu.
- Gott og vel, en ef viðskiptahallinn heldur áfram. Þá mun lausafjárvandinn koma aftur upp síðar - þegar það fé sem keypt hefur verið með skuldsetningu ríkisins væri óðum að þverra.
- Gott og vel, ríkisstjórnin tekur - aftur lán. Og er nú vöknuð upp með það að "alvarleg krísa er komin." Því miður er seinna lánið dýrt - erlendir bankar heimtuðu háa vexti. Lánstraust landsins komið á brauðfætur. Enda gildir enn það sama í þessari sviðsmynd að tekjur landsins sem og lánstraust er hvort tveggja takmarkað.
- En verkalýðsfélög - - þverneita að lækka laun. Þegar ríkisstjórnin fer fram á það. Til að með þeim hætti leysa viðskiptahalla vandann.
Á endanum býður ríkisstjórnin fullkominn ósigur. Og neyðist til að taka upp "innflutningshöft."
Auk þess hefur hafist óróleiki á innlenda fjármálamarkaðinum er lánstraust ríkisstjórnarinnar beið hnekki, og fjármagnsflótti hefur hafist.
Fljótlega í kjölfarið eru einnig tekin upp "gjaldeyrishöft."
Niðurstaða
Því miður er þessi sviðsmynd sem ég set upp. Langt í frá ósennileg. En ef nýr gjaldmiðill er tekinn upp einhliða án þess að endir sé bundinn á síendurtekningu viðskiptahalla hérlendis. Þá tel ég að "gjaldeyrishöft" væru óumflýjanleg um leið og "viðskiptahalli hefði eyðilagt lánstraust ríkisins."
Þ.e. endalokin væru líklega samtímis - gjaldeyrishöft og innflutningshöft.
Boðskapur minn er ekki sá að "upptaka annars gjaldmiðils leiði óhjákvæmilega til slíkra vandamála."
Heldur að hinn eiginlegi vandi Ísland - sé hin sífellt endurtekna tilhneiging til viðskiptahalla.
Ef þ.e. óleyst vandamál mundi upptaka annars gjaldmiðils líklega enda ákaflega illa.
Meðan að þ.e. enn óleyst vandamál, er líklega minnst slæmt að halda okkur við "gengisfallandi krónu."
Ég á við að af slæmum valkostum sé gengisfelling og verðólga ásamt háum vöxtum, minna slæm afleiðing en það hvað annars getur gerst.
-------------------------------------
Lausnin liggur í því að menn verða að skilja að Ísland verður áfram ákaflega óstöðugt þó svo tekinn sé upp annar gjaldmiðill. Það þíðir að lífskjör hérlendis verða áfram a.m.k. ca. álíka óstöðug sem hingað til. Það þarf eitthvað að taka þann óstöðugleika í staðinn ef við notum ekki gjaldmiðil til þess. Minnst slæmt væri að láta þá launin í staðinn vera ca. álíka óstöðug.
Til þess að tryggja trúverðugleika yrði að ganga frá slíku fyrirkomulagi fyrirfram. Jafnvel festa í stjórnarskrá.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Björn:
Þetta er frábær samantekt hjá þér. Bkv.
Guðmundur Kjartansson, 4.2.2014 kl. 00:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning