Alger fyrra að halda því fram að upptaka evru væri jafnt og stöðugleiki

Vandinn er sá að margir horfa eingöngu á 2-þætti. Þ.e. verðbólgu sem sannarlega er ákaflega lág í aðildarlöndum evru. Og vexti - - sem reyndar eru lægri víðast hvar en á Íslandi. En samt ekki þeir sömu alls staðar.

En ef maður horfir á atvinnuleysi, þá hefur það aukist í flestum aðildarlöndum evru eftir að evran var tekin upp, þó að í tilteknum þröngum hópi ríkja í N-Evrópu sé atvinnuleysi ca. það sama og áður.

Einnig hefur hagvöxtur minnkað og almenn velmegun að auki í flestum aðildarlöndum evru, nema í sama þrönga hópnum er ástand þeirra atriða ca. það sama og áður.

  • Ef þið trúið mér ekki að atvinnuleysi hafi aukist.
  • Velmegun minnkað.
  • Hagvöxtur dalað!
  • Lesið þá eftirfarandi skýrslu starfsm. Framkvæmdastjórnar ESB: Quarterly Report on the Euro Area
  1. Minnkaður hagvöxtur - aukið atvinnuleysi - minnkuð velmegun.
  2. En á móti, minni verðbólga og sennilega lægri vextir.
  • Er ekki beint þ.s. menn hafa í huga þegar menn dreyma um evru!

 

Af hverju hefur evran leitt til minni hagvaxtar í Evrópu, aukins atvinnuleysis og að auki minni velmegunar?

Líklega vegna þess að það fóru inn í evruna lönd sem ekkert erindi áttu þar inn. Þegar ég tala um lönd sem áttu þar ekkert erindi. Þá á ég við öll aðildarlönd evru í S-Evrópu. Að auki fátæk lönd í N-Evrópu sem sem tilheyrðu fyrrum Sovétríkjunum eða A-Evrópu svokölluðu "Járntjaldi" en þ.s. ráðamenn halda enn að evran sé einhvers konar lykill - - að því að komast inn í 21. aldar velmegun.

  1. Vandinn við það að búa við evru er sá, að ef þú ert samtímis fullur meðlimur að "innra markaði" ESB, þá hefur atvinnulífið engan "buffer" til að verja það - - fullum afleiðingum samkeppni við fyrirtæki í öðrum löndum innan sambandsins. Má líkja eigin gjaldmiðli við "samkeppnishindrun."
  2. Málið að baki bjartsýni í tengslum við evruupptöku, beinist að þeirri hugmynd að "samkeppni leiði til skilvirkni" og "framþróunar." Ég er ekki að segja að ekkert sé til í því. En málið er að menn gleyma neikvæða þætti á samkeppni, nefnilega þeirri. Að þeir minna skilvirku lenda undir.
  3. Það atriði skiptir máli, ef þ.e. verulegur munur á skilvirkni atvinnulífs milli hagkerfa þegar þau afnema þann "buffer" sem felst í eigin gjaldmiðli. En "bjartsýnismenn" hafa gjarnan tilhneigingu að ofáætla jákvæðar afleiðingar af aukinni samkeppni. Sérstaklega - eigin getu til að sigra í þeirri samkeppni. En ef samkeppnishæfnisgjáin er of víð - - getur það gerst að þess í stað að styrkjast af aukinni samkeppni. Láti atvinnulíf þjóðar undan síga og við taki síðan kreppa. Og síðan vaxandi kreppa.
  4. Ef það gerist, þá kemur mikið atvinnuleysi - velmegun í því samfélagi verður fyrir áfalli - ríkið verður fyrir tekjutjóni og hallarekstri - og ef það sker ekki nægilega hratt niður þá lendir það einnig í skuldasöfnun.
  • Það ástand sem ég sé fyrir mér sem mögulega endaútkomu af því, að hagkerfi gangi inn sem ekkert erindi átti inn - - er ástandið "fátæktargildra."

Þessi vandamál eiga ekki við, þegar það eiga í hlut lönd sem eru í hagkerfisþróun samkeppnisfær við kjarnaríki evrunnar í N-Evrópu.

Þau lönd hafa líklega hagkerfi sem standast þá auknu samkeppni sem af verður, þegar þau afnema "bufferinn" á milli sinna hagkerfa, sem eigin gjaldmiðill er.

  1. Vandinn er einfaldlega sá að Ísland er ekki eitt af þeim löndum, sem líklegt er til að plumma sig innan evru.
  2. Vegna þess að Ísland er með "ranga hagkerfis uppbyggingu."

 
Þegar land gengur inn í evru sem á ekkert erindi inn, þá lendir það í efnahagsvandræðum - lífskjaratapi og auknu atvinnuleysi!

Ef við viljum ekki vera þannig land. Þá eigum við ekki að stefna að evru fyrr en Ísland hefur umbreytt sínu hagkerfi að nægilegu marki.

Í reynd er alls ekki víst að eftir 20-30 ár þegar Ísland gæti verið búið að endurskapa sitt hagkerfi, að þá væri það evran sem mundi verða fyrir valinu. Enda stefnir Evrópa inn í langvarandi stöðnunartímabil.

  1. Ísland þarf að klára að iðnvæðast.
  2. Svo að Ísland sé ekki að flytja út "hrávöru" að 70% hlutfalli gjaldeyristekna.

Ég sé ekkert tæknilega ómögulegt við slíka aðgerð - - hér er framleitt ál. En hér eru ekki framleiddur neinn varningur úr áli, engin tæki sem eru verulega gerð úr áli.

  • Hrávöruhagkerfi eru alltaf ákaflega óstöðug.
  • Þau hafa því gjaldmiðla sem sveiflast stórt öðru hvoru.

Það er vegna þess að sjálft hagkerfið verður fyrir slíkum sveiflum, af völdum sveifla innan framleiðslunnar hvort þ.e. þættir í framleiðslunni sjálfri sem skapa þá sveiflu eða náttúrufarssveiflur eða verðsveiflur á mörkuðum.

Á sama tíma eru hagkerfi sem framleiða fullunna hátæknivöru yfirleitt miklu stöðugri.

Því að verðin fyrir slíka framleiðslu - - eru það oftast nær til mikilla muna stöðugri en verð á hrávörum.

  • Við höfum nú horft á hvert Asíulandið á fætur öðru iðnvæðast.
  • Ísland þarf að iðnvæðast einnig - (ég á ekki við að bæta við álverum).

Það blasir við, að framleiða úr áli. Hingað til virðist svo vera að menn stari á þennan möguleika. En fallist ávallt hendur. Því að það verður augljóslega ekki auðvelt að byrja.

Þ.e. töluverður þröskuldur að komast yfir - fyrsta kastið.

  1. Hér skortir þekkingu á framleiðslu af því tagi. Því verða verð framanaf líklega lág þ.s. gæði framleiðslunnar líklega verða lakari því laun, og líklega hagnaður lítill sem enginn fyrsta áratug framleiðslutilrauna.
  2. Það eru líkindi á verulegum taprekstri fyrstu árin jafnvel fyrsta heila áratuginn. Slík starfsemi þyrfti því á því að halda að þeir sem standa í henni hafi djúpa vasa og séu þolinmóðir. Meðan að þekking á því að framleiða gæðavöru er að myndast, meðan að starfsmenn eru að læra góða færni - - þannig að smám saman batni verð.
  3. Að auki tekur tíma að vinna sér trausta kúnna.

Þess vegna má það ekki gerast eins og þegar farið var í "fiskeldið" á sínum tíma, að of margir fari af stað í einu.

Ef það gerist væru gjaldþrot og fjárhagsleg töp algerlega örugg útkoma.

Eftir að fyrsti áratugurinn er liðinn, ætti starfsemin vera farin að skila sæmilegum arði. Tja, eins og það tók fiskeldið a.m.k. þann tíma að komast í þannig stöðu. Sama um loðdýrarækt.

Þ.e. talað um að það taki allt að 20 ár fyrir nýja grein að ná þroska. 10 ár er þannig séð lágmarks viðmið.

  • Óhjákvæmilega held ég að stjórnvöld þurfi að taka þátt í þessari uppbyggingu að einhverju leiti, með einhvers konar nálgun sem sé vinsamleg þeirri þróun.

Fjármögnun þarf að vera hagstæð og helst lán að vera víkjandi.

Þetta er auðvitað þyrnir í augum - - frjálshyggjumanna. Sem segja að slík afskipti skaði samkeppni. Að ef grein getur ekki plummað sig án aðstoðar. Eigi hún ekkert erindi - sé ekki arðbær.

Slík harðlínuviðhorf hafa einnig staðið slíkum hugmyndum fyrir þrifum.

  • En við sjáum að í Asíu, þar eru allt önnur viðhorf til slíkra hluta.
  • Í Asíu hafa stjv. einmitt haft mjög mikil afskipti af atvinnuuppbyggingu. Og tekið mjög virkan þátt.
  • Þ.e. alveg sama til hvaða Asíulands er horft. 

Munum í hvaða löndum hefur nú ítrekað farið fram - - sennilega best heppnaða atvinnuuppbygging á plánetunni.

 

Niðurstaða

Ég segi að Ísland þurfi og eigi að fókusa á uppbyggingu atvinnulífs með markvissri atvinnuuppbyggingarstefnu, að fyrirmynd Asíuþjóða. Tja, ef við förum 100-150 ár aftur í tímann. Var farið í Evrópu einnig í sambærilega atvinnuuppbyggingu t.d. í Þýskalandi þ.s. stjórnvöld lögðu mikið fé til hennar. Studdu hana með hagstæðum lánum og margvíslegum inngripum sem gerðu nýrri framleiðslu auðveldar um vik að komast á legg.

Við höfum þegar of lengi beðið þess, að uppbygging gerist af sjálfu sér. Eins og vinsælar hægri sinnaðar hagfræðikenningar segja að eigi að gerast. 

Það þíðir ekki að Ísland eigi ekki - - einnig að skapa atvinnulífinu hagstæð samkeppnisskilyrði með hagstæðum sköttum, skilvirku innanlandskerfi og reglukerfi sem hvorki er of veikt né of íþyngjandi.

En sumt gerist ekki af sjálfu sér. Stundum þarf íta hlutum úr vör, svo að einkaframtak fáist til þátttöku. En þó menn tali gjarnan um það að einkaframtak sé áhættusækið. Þá er það smávegis villandi, því að menn taka áhættu þegar þeir sjá gróða "rétt handan við hornið." En menn eru miklu mun tregari til að hætta sínu fé, þegar gróði tekur mörg ár að framkalla.

Þess vegna getur ríkið stöku sinnum þurft að koma til skjalanna! 

Ef ríkið sér að til staðar er flöskuháls sem það getur rutt úr vegi.

En um leið og fyrstu fyrirtækin eru farin að skila góðum hagnaði. Búin að útvega sér viðunandi markaðsstöðu og kúnnahóp. Starfsmenn hafa lært að framleiða vandaða vöru. Þá munu fjárfestar fá áhuga á frekari uppbyggingu. Og ríkið getur hætt að skipta sér af málum. Frekari aukning umsvifa getur farið fram alfarið í takt við dæmigerð hægri sinnuð hagfræðilögmál.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Gíslason

Það hefur vafist fyrir mér hvers vegna við eigum að ganga í 500 milljóna sértrúarsöfnuð eins og ESB en ekki taka þátt í viðskiptum þar sem 7 milljarðar manna hafa viðskipti sín á milli.

Ómar Gíslason, 2.2.2014 kl. 20:37

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Það eiginlega virðist stóra ástæðan - sú hugsun að við séum Evrópumenn og eigum að vera Evrópumenn. Eins og þjóðir heims væru lið.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 3.2.2014 kl. 03:37

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband