Versta verðfall á alþjóðamörkuðum síðan evrukrísan var hvað verst 2010

Það er áhugavert hve stórt ruggið á alþjóðamörkuðum - af völdum þess að "US Federal Reserve" eða seðlabanki Bandaríkjanna hefur ákveðið að minnka prentun, er að reynast vera. Það var vitað, að um leið og það yrði öruggt að dregið yrði úr prentun. Mundi atburðarás fara af stað - einhvern veginn lík þessari.

"Stocks in the US, UK, Europe and Japan have not posted simultaneous declines for January since 2010 when the eurozone debt crisis was at its height, prompting Investors to warn the inauspicious start did not bode well for the rest of the year."

En nú þegar menn eru staddir í miðri markaðspaníkinni, þá rifja menn einnig upp hvað hefur áður gerst þegar markaðir fara í "skrekk ástand" og þ.e. áhugavert að bera - fjármagnsflótta frá "Ný markaðslöndum" eða "Emerging Market Countries" eða "EM Countries" saman við þ.s áður hefur gerst.

Fann þennan hlekk á vef Financial Times: Signs of ‘Panic,’ in Three Charts

Myndin að neðan sókt þangað!

Skv. erlendum fréttavefjum, flúðu 12,2ma.$ úr "Ný markaðs" hlutabréfasjóðum í janúar 2014. Til samanburðar, hvarf allt sl. ár  15ma.$: Emerging market funds lose $9 billion in past week: data

Eins og sést á myndinni að neðan - - er þetta þegar orðin nokkuð myndarleg "fjármagnshreyfing."

Næsta mynd er ekki síður áhugaverð en skv. "emerging-market debt and equity funds over the past three months have seen outflows of about $42 billion, or about 4% of all assets under management."

Ef tekið er 3-mánaða tímabil, er flæðið úr hlutabréfasjóðum í "Ný Markaðslöndum" orðið 42ma.$.

Eins og sést, þá er hreyfingin farin að líkjast skv. því "paníkástandinu" þegar verst var ástandið á mörkuðum, tja - - mitt í Leahmans krísunni. Þá dugar ekki minni samanburður eins og sjá má.

Á þessari stundu er engin leið að vita - - til hvers þetta leiðir. En skv. erlendum fréttamiðlum er markaðs skrekkurinn að fylgja hefðbundnum línum - - þ.e. fyst er fókusað á þau lönd sem talin eru mest viðkvæm, en skv. hreyfingum föstudags er fókus markaða að víkka þ.e. rússneska rúblan féll nokkuð, það gerði ungverska fórintan, og jafnvel pólska slottíið féll nokkuð. Og verð bréfa lækkuðu einnig í þeim löndum. En í "hápaník" getur markaðurinn refsað löndum "án þess að þau eigi það endilega skilið."

Að auki lækkaði vaxtakrafa á bandar. ríkisbréf - - tja alveg eins og gerðist þegar evrukrísan blossaði upp öðru hvoru á árunum 2010-2012. Gull hækkaði í verði. 

Það getur auðvitað verið - - að markaðurinn muni ná botni, síðan muni verð hækka að nýju. En 3-myndin setur fram spá um einmitt það!

Myndin spáir því að markaðurinn muni fara að kaupa - - þegar ca. 15ma.$ hafi flætt út til viðbótar miðað við útflæði í lok vikunnar.

  • Slíkt er hin vanalega sveifla - - en þ.e. alltaf möguleiki á því, að "þessi sveifla" verði öðruvísi.
  • Sumir stara á Kína - jókerinn í hagkerfi heimsins sennilega.
  • Meðan að aðrir - - benda á evrusvæði. En ein ábending er sú, að gengislækkun gjaldmiðla "EM" landa muni "auka líkur á verðhjöðnun í Evrópu" því að "innflutningsverð" afurða sem fluttar eru inn til Evrópu, muni lækka í evrum talið. Þ.e. bent á að skv. EUROSTAT var verðbólga í desember á evrusvæði ekki nema 0,7% að meðaltali.

Það hefur auðvitað verið tekið eftir því, að verðbréfamarkaðir í London, Tokyo, New York og Frankfurt hafa lækkað nú allir samtímis í febrúar - - og þetta er versta sameiginlega fall þeirra síðan 2010.

 

Næsta vika getur verið áhugaverð

En nú er febrúar að hefjast, ef þetta er "meðal" bylgja þá ætti hún að taka enda í fyrri hluta febrúarmánaðar, og bréf hækka að nýju eða a.m.k. verð ná jafnvægi.

Áhugaverð er gagnrýni Seðlabankastjóra Indlandsbanka - "Raghuram Rajan - I have been saying that the U.S. should worry about the effects of its policies on the rest of the world." - "We would like to live in a world where countries take into account the effect of their policies on other countries and do what is right, rather than what is just right given the circumstances of their own country."

Ég velti fyrir mér hvort hann sjálfur mundi fylgja slíku prinsippi!

Þetta er þó ekki líklegt talið hafa áhrif á ákvörðun "US Federal Reserve" að halda áfram að draga smám saman úr prentun.

Það er einmitt punkturinn:

  • Að Seðlabanki Bandaríkjanna er langt í frá hættur prentun, ætlar að halda áfram að tappa hana niður út árið?
Það má allt eins velta því upp hvort umrót á mörkuðum verði allt þetta ár í tengslum við "taper."
  • Seðlabanki Bandaríkjanna hefur enn einungis - - minnkað prentun tvisvar.
  • Hann hefur ekki enn - - langt í frá hætt henni.

Það er því merkilegt hve mikil áhrif minnkun mánaðarlegra kaupa "US Federal Reserve" eru.

  1. Hafandi í huga, að þrátt fyrir að þau hafi verið minnkuð um 10ma.$ í 2-skipti.
  2. Nema þau enn á hverjum mánuði, 65ma.$: Fed To Further Trim Monthly Asset Purchases To $65 Billion As Economic Growth Continues

Það þíðir að mánaðarleg kaup hafa einungis verið minnkuð tæplega um 1/4.

Og seðlabanki Bandaríkjanna stefnir að því að hætta kaupum við árslok.

  • Það getur verið vísbending þess, að peningaflæði til "Ný-markaðs landa" hafi í reynd búið til fjárfestingarbólu, sem hafi verið orðin - þetta viðkvæm.

Ef umrótið á mörkuðum heldur áfram í hvert sinn er seðlabanki Bandar. tilkynnir frekari samdrátt í prentun, þá gæti álagið á einstök lönd innan "Ný Markaðs landa" orðið of mikið, og fréttir farið að berast í ofan á lag um viðkvæmt ástand í einstökum stórum hagkerfum meðal "EM" landa, þá er alveg möguleiki að - - að ástandið verði virkilega "áhugavert."

Þá gæti raunverulega stefnt í "fjármálakrísu" í "Ný-markaðslöndum" eins og eftir 1995.

Sem getur þítt - - að fjármákakreppa í nýmarkaðs löndum sé líkleg - frekar en að vera ólíkleg.

 

Niðurstaða

Ég veit, það hafa flestir verið að pæla í Kína - sem hættu fyrir hagkerfi heimsins. En nú getur verið að skellur sé yfirvofandi í "ný markaðslöndum" sem virðast hafa verið umtalsvert viðkvæmari fyrir "fjármagnsflótta" en nokkurn óraði. Fyrst að einungis um 24% af hlutfalli minnkun á seðlaprentun "US Federal Reserve" getur startað fjármagnsflótta frá Asíu - - sem er á skala við fjármagnsflótta þaðan, í samburði við Leahmans krísuna.

Og "US Fed" ætlar að hætta prentun á árinu. Sem þíðir væntanlega að gjaldmiðlasveiflan nú í gangi, er rétt að hefjast.

Megir þú lifa áhugaverða tíma - - eru gömul kínversk íllmælgi.

Verður þá þess í stað að ástandið róist á næstunni viðvarandi paníkástand út þetta ár? 

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Meðan að aðrir - - benda á evrusvæði. En ein ábending er sú, að gengislækkun gjaldmiðla "EM" landa muni "auka líkur á verðhjöðnun í Evrópu" því að "innflutningsverð" afurða sem fluttar eru inn til Evrópu, muni lækka í evrum talið. Þ.e. bent á að skv. EUROSTAT var verðbólga í desember á evrusvæði ekki nema 0,7% að meðaltali.

Evrópa segist nánast eingöngu flytja inn hrá efni, ef magn í öllu tegundum um er óbreytt,  þá hækkar servive VSK. álaging  í prósentum og það skilar minni verðbólgu þörf.   Verða á hráefnum og orku t.d. hafa þau hækkað miðað við meðalverðhækkanir á evru mörkuðum, lækkað eða haldið sinn hlutdeild í heildar vsk. veltunni?  

Júlíus Björnsson, 2.2.2014 kl. 01:59

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband