27.1.2014 | 23:03
Japan birtir tölur sem sýna mesta mælda viðskiptahalla í sögu Japans eftir Seinna Stríð
Það sem hefur farið framhjá mörgum sem hafa verið að gagnrýna stefnu forsætisráðherra Japans gjarnan nefnd "Abenomics" er sú staðreynd, að síðan gríðarlegur jarðskjálfti skók Japan í mars 2011, ásamt flóðbylgju er gekk langt á land - og líklega orsakaði meginpart þess tjóns er varð.
- Hefur Japan búið við - vaxandi viðskiptahalla!
En örlagavaldurinn var kjarnorkuóhappið sem var af völdum flóðbylgjunnar miklu. Þannig að í framhaldinu varð næst versta kjarnorkuóhapp sögunnar. Einungis Tsjernobyl slysið var alvarlegra.
Bersýnilega reis upp mjög öflug hræðslubylgja meðal japansks almennings, og í kjölfar þessarar atburðarásar - tóku japönsk yfirvöld þá ákvörðun að slökkva "ótímabundið" á flestum kjarnorkuverum í Japan.
Þó engin formlega ákvörðun hafi verið tekin - að loka þeim. Þá hefur a.m.k. fram að þessu, verið það öflug andstaða við hugmyndi um að kveikja aftur á þeim, að ekki hefur a.m.k. enn orðið af því.
- En punkturinn er sá - - að Japan hefur ekki geta bætt upp það "orkutap" sem lokun veranna hefur orsakað nema með því; að flytja í staðinn inn - - olíu og gas.
- Í stað orku sem framleidd er innan lands, kemur - - innflutt orka.
Japan records worst trade deficit following nuclear shutdown
"In 2013 the gap between imports and exports was a record high Y11.5tn ($111bn), the finance ministry reported on Monday, widening from the Y6.9tn and Y2.6tn deficits recorded in 2012 and 2011 respectively."
Tilgangur umdeildrar gengislækkunar japanska jensins, er því ekki síst sá - - að slá á innflutning
Þó svo að Japan eigi enn stórar fúlgur fjár frá hinum löngu árum á undan þegar landið hefur haft gjarnan "digran viðskipta-afgang."
Þá get ég skilið að japönsk stjv. hafi áhyggjur af framtíðinni - - en ég geri ráð fyrir því að þau hafi skoðað málið, og komist að þeirri niðurstöðu að fátt bendi til þess.
Að viðskiptahallinn mundi minnka af sjálfu sér.
En fram kemur í greininni, að innan Japans í seinni tíð, er að verða sambærileg "de-industrialization" þeirri sem Evr. hefur verið að glíma við á seinni árum.
Þ.s. fyrirtæki hafi í vaxandi mæli verið að flytja framleiðslueiningar frá Japan, líklega er Japan að glíma við samkeppni frá Kína.
Þ.s. laun eru mun lægri!
Japan er líklega að auki að verða fyrir sama vanda, að kínv. fyrirtæki séu stöðugt að verða samkeppnisfærari, þeirra tækni batni hröðum skrefum - - samkeppnisforskot fari þverrandi.
- Þannig að eins og í Evr. - - grafi undan getu hagkerfisins til að viðhalda hærri launum, en í því landi þaðan sem öflugasta samkeppnin við japanska framleiðsluhagkerfið kemur.
"The steady hollowing out of Japans industrial base has kept a lid on export volumes and opened up individual deficits all over Japans trade account."
------------------------------
Að sjálfsögðu getur "launalækkun" með gengislækkun - virkað. Þá á ég við, að ef samkeppnisstaðan hefur dalað það mikið, að fyrirtæki eru í hratt vaxandi mæli að flytja starfsemina annað.
Tilgangur gengislækkunar er örugglega einnig sá, að takast á við þessa þróun.
En ef hún heldur áfram, heldur líklega "viðskiptahalli" áfram að hækka!
Það getur verið að Japan hafi efni á viðskiptahalla í áratug eða svo, miðað við sína gömlu uppsöfnuðu sjóði - - en þ.e. rétt einnig að muna eftir óskaplegri skuldastöðu Japans.
Kringum 240%. En ef hagkerfið er að holast upp, þá þíðir það einnig að möguleiki til hagvaxtar - er þá einnig að dala.
Það eru slæm tíðindi upp á framtíðar getu Japans til að standa undir sínum skuldum.
- Þannig að þegar allt þetta er tekið saman, átti Japan líklega ekki annan valkost í stöðunni í kjölfar jarðskjálftanna miklu og flóðbylgjunnar, sem leiddi til lokunar kjarnorkuveranna.
- En þá, að fara í þá aðgerð að lækka gengi jensins - - en sú gríðarlega aukning á innflutningi er varð við það að Japan svissaði yfir í "innflutta" orku.
- Hafi líklega neytt Japan til að bregðast mun fyrr við "holun" hagkerfisins út af samkeppninni frá Kína en annars hefði líklega verið.
Niðurstaða
Vonandi tekst forsætisráðherra Japans með stefnu sinni, að sigla Japan út úr þeim vanda sem hefur smá vaxið alla tíð síðan hrunið mikla varð þar veturinn 1989, og síðan tóku við 2 áratugir af efnahagsstöðnun og vaxandi skuldasöfnun.
Þegar Japan allt í einu lenti í viðskiptahalla - algerlega óplanlagt og ófyrirséð.
Hafi skuldastaða Japans við það orðið "ósjálfbær" landið á öruggri leið í gjaldþrot.
En meðan að Japan hafði afgang af viðskiptum, hafa fjárfestar ekki óttast uppsöfnun skulda ríkisins, því að eignir þær sem Japan hefur átt á móti - m.a. vegna digurs viðskiptaafgangs. Hafa komið á móti, gert heildarskuldastöðuna mun lægri en annars.
En viðskiptahalli breytir þeirri stöðu, því hann étur upp þann uppsafnaða sjóð, og ef hagkerfið hefði áfram haldið að holast upp, þannig framtíðar hagvaxtargeta á sama tíma haldið áfram að dala - - er ég algerlega viss að sá tímapunktur hefði komið. Að Japan hefði lent í mjög alvarlegri krísu.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ríki leggja velferða tryggingar skatta og vsk. innflutt GDP. ein og heima framleitt GDP. Ríki þar sem Ríkisborgurum fjölgar ekki [Japan] þurfa því ekki að auka raunvirði á GDP.vsk heimsölu. Viðhalda sömu sölu það er sama innhaldi neytenda körfu ár eftir ár. Til auka magn af nauðsynlegu innfluttu efnislegu GDP þá verða ríki að vera samkeppni hæf um útflutning á efnislegu GDP eða innheimta uppsafnaðar kröfur með veði í efnislegu GDP annarra ríkja.
Huglægt vsk. er flokkað service GDP og reikast t.d. á útborgað til starfmanna Bónus á Íslandi. Það er þetta huglæga GDP innflutt frá Afríku sem eykur hlutfall huglæga GDP í ríkinu sem flytur inn og leggur velferðagjöld og Vsk. á.
Holland flytur inn blóm til að auka heima Service álagningu með vsk. þar hefur skítastörfum fækkað og starfsmönnum afleiðugeira fjölgað. Þetta er allt spurning um örugg reiðfjár endurgreiðslu bakveð [á raunviði PPP eða EES. Fjárfesta beint í öðrum ríkjum eða í gegnum milliliði [Factor á Bankmáli vær gott fyrir að leppa]. [helst leynilega og án þess að vekja mikla athygli].
Japan að mati Háskólans í Chicago er í ágætum málum. Kína er með 800 milljónir af ríkisborgurum sem bíða eftir að vera virkir í neyslunni.
þess vegn er Kína að festa sér allt efnistengt sem er í boði út um allan heim. Þeir eru háðir innflutning en USA ekki. USA minnkar raunvirði almennrar neyslu til að sýna UK og fleiri vestrænum samstöðu. Við skiljum Ríkis viðskipta hluti í 100 ára reynslu samhengi minnst.
Þöggun á Ísland er um eignarhald erlendra fjárfesta á GDP framleiðslu næst öld. Ísland á sögulegt heims met í veðsetningu. Eignarhald erlendra fjárfesta [beint og með milliliðum] hér á Alþjóðlegu efnislegu GDP er um : 320.000 x 39.000.000 kr. á PPP gengi í dag. PPP gengi [verðlag yfir alla jörðina á hverju ári] má umreikna í allrar myntir heims.
Japan er í góðum málum. [miðað við Ísland. Erlendir fjárfestar hafa hag af því að hámarka innheimtur af Íslandi og þegja því þunnu hljóði. Ísland ætlar borga þetta hratt niður með þörf almennings til búa í húsnæði.
Ég tel að þeir erlendu [lífeyrissjóðir líka] vilji frekar fá lítið og jafnara til baka. Verðtygging eru max raunvextir 1,99% með veði í sínu heima gengi. Ísland græðir ekkert á því að halda áfram að lækka GDP heimsölu. Erlendir langtíma lánadrottnar ekki heldur.
Júlíus Björnsson, 28.1.2014 kl. 01:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning