Gjaldmiðlar gengisfalla!

Það mætti halda af sumum á Íslandi að krónan sé eini gjaldmiðillinn í heiminum sem gengisfellur. En þ.e. ekki alveg þannig. Undanfarnar vikur hefur gætt umtalsverðra gengissveifla í gjaldmiðlum svokallaðra - nýmarkaðslanda.

------------------------------------------------

XE Currency Charts (BRL/USD)

Áhugavert að skoða t.d. brasilískt real vs. dollar.

Hástaða ca. í apríl 0,514 á móti dollar. Nú mælist gengið 0,419.

Gengissveifla: 18%.

XE Currency Charts (INR/USD)

Síðan indverska rúpían vs. dollar.

Hástaða ca. 0,01880 á móti dollar.

Staða nú 0,01594.

Gengissveifla: 15%.

XE Currency Charts (TRY/USD)

Síðan tyrkneska líran vs. dollar.

Hágengi ca. 0,56849 á móti dollar.

Gengi nú 0,42797.

Gengissveifla: 24,7%

XE Currency Charts (ZAR/USD)

Síðan er það S-afríska randið vs. dollar.

Skv. sama vefsvæði hágengi sl. 12 mánaða vs. dollar 0,11393.

Gengi nú er ca. 0,09020

Gengissveifla: 20,8%.

XE Currency Charts (ISK/USD)

Svona til gamans, ísl.kr. vs. dollar, lág-gengi sl. 12 mánaða  0,00769.

Vs. gengi í dag 0,00864.

Sem er gengishækkun upp á ca. 12,3%.

Gengið er auðvitað enn lágt miðað við árin á undan 2006 eins og sjá má ef menn taka sig til opna hlekkinn, og svissa yfir á 10 ára yfirlit. 

Við getum þakkað þessa gengissveiflu - - gríðarlegum uppgangi ferðaþjónustu þ.e. ca. 20% fjölgun ferðamanna síðan 2012.

------------------------------------------------ 

Sjálfsagt munu einhverjir mótmæla því að ég sé með sbr. á Íslandi og löndum sem enn teljast í "þróun" þó þau séu nú iðnríki.

En málið með þau lönd t.d. Brasilíu og S-Afríku.

Að um sumt á Ísland töluvert sameiginlegt með þeim, meir en með Evr.ríkjum.

Því þessi lönd eru mjög mikið að stunda útflutning á - - hrávöru. 

Þ.e. matvæli eins og Ísland, en Brasilía er gríðarlegt matvælaútflutningsland - þó að sé ekki fiskur. Eða S-Afríka sem flytur út mikið af demöntum og gulli, ásamt vaxandi matvælaútflutningi.

Þessi lönd eru því eins og Ísland, háð alþjóðaverðum á sínum megin útflutningsgreinum - - sveiflum á þeim verðum.

Og auðvitað hvernig gengur í þeim löndum sem eru þeirra stærstu viðskiptavinir þ.e. kaupendur.

  • Þ.e. einmitt þekkt atriði - - að lönd sem flytja út hrávöru.
  • Hafa meiri gengisóstöðugleika en lönd sem flytja út fullunna vöru, t.d. ekki málma heldur t.d. hluti smíðaða úr málmum.

Takið einnig eftir því - - að allt eru þetta mjög stórir gjaldmiðlar!

Fyrir utan auðvitað - - krónuna! En smæð hennar er gjarnan oft einnig kennt um óstöðugleika hennar.

Þarna eru gjaldmiðlar mjög fjölmennra landa að sýna töluvert meiri gengisóstöðugleika a.m.k. sl. 12 mánuði.

  • Takið eftir að rúpían er töluvert smærri en krónan gagnvart dollar.

 
Niðurstaða

Ég held að það sé mögulegt að viðhafa gengisstöðugleika á Íslandi. En á hinn bóginn verði Ísland sennilega aldrei stöðugt hagkerfi. Meðan að uppbygging þess er sú - - að rúml. 90% gjaldeyristekna eru frá óstöðugum greinum.

Landið muni þurfa að glíma við reglulegar stórar hagsveiflur meðan svo er málum háttað. Og verði að geta unnið með þær sveiflur án þess, að gríðarlegt atvinnuleysi skapist.

Þess vegna ef menn vilja gengisstöðugleika, þurfi laun þess í stað - - að vera óstöðug.

Það væri tæknilega mögulegt, að láta laun hækka eða lækka á víxl algerlega sjálfvirkt skv. fyrirfram skilgreindum viðmiðum - - þá miðað út frá viðskiptajöfnuði landsmanna gagnvart útlöndum.

Það væru blá strik þ.e. ef jöfnuðurinn er jákvæður umfram tiltekið - - og rauð strik ef hann verður neikvæður umfram tiltekið.

Á sama tíma gæti gengi verið algerlega stöðugt, krónan tengd við hvaða gjaldmiðil eða körfu sem við vildum viðhafa fasttengingu við, eins lengi og við vildum.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Með þessum rökum ætti ættu gjaldmiðlar olíuríkja á borð við Noreg að vera mjög óstöðugir. Fiskvinnslan á Íslandi er auðvitað óstöðug varðandi verð, en þó ekkert í líkingu við sveiflur á verði olíu. Kvótakerfið hefur tryggt að magnið er mjög svipað, þótt sveiflur séu auðvitað meiri í loðnu og makríl. Tenging rafmagnsverðs við verð á ál gerði sveifluna meiri í álbransanum, en það var talið skynsamlegt á sínum tíma þegar álverðið hækkaði sem mest og fyrirtækin gleyptu við þessu, því þetta var sennilega meira í þeirra hag en eigenda orkuveranna, íslensku þjóðarinnar. Ferðaþjónustan er háð sveiflum en hefur þó nær alltaf verið upp á við. Það eru helst hryðjuverk sem minnka ferðamennsku. Að þessu sögðu verð ég að komast að þeirri niðurstöðu að Ísland í dag (ekki fyrir 20-50 márum) sé ekkert mikið óstöðugra en mörg önnur ríki heimsins, sem háð eru verði á hráefnum og háð því að kaupgeta almennings sé góð til að geta selt vörur sínar á viðunandi verð. Í heimi okkar í dag erum við öll nátengd, þannig að þegar hagvöxturinn í Kína eða Indlandi minnkar er það bara alls ekki gott fyrir okkur og minnkandi hagvöxtur innan ESB eða BNA er stórhætturlegur fyrir Indland, Kína og ekki síst okkur Íslendinga.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 26.1.2014 kl. 10:35

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Guðbjörn, Norðmenn leystu málið með olíusjóðnum.

Hann er það stór þ.e. e-h í kringum 1,5 þjóðarframleiðsla, að þeir eiga "tæknilega" fyrir nokkrum árum af innflutningi.

Norska krónan var einmitt mjög sveiflukennd, áður en olíusjóðurinn kom til.

-------------------

"Að þessu sögðu verð ég að komast að þeirri niðurstöðu að Ísland í dag (ekki fyrir 20-50 márum) sé ekkert mikið óstöðugra en mörg önnur ríki heimsins, sem háð eru verði á hráefnum og háð því að kaupgeta almennings sé góð til að geta selt vörur sínar á viðunandi verð."

Þ.e. margsannað að verð á "hrávörum" sbr. "commodities" er mun sveiflukenndara almennt séð, en verð á fullunninni vöru - - t.d. hlutum sem smíðaðir eru úr málmum í þessu tilviki áli.

  1. Ef Ísland yrði að iðnríki - mundi þetta breytast.
  2. Þ.e. alveg tæknilega mögulegt fyrir Ísland að framleiða úr því áli sem er hér framleitt.
  3. Og síðan að það mundi vera flutt út fullunnin vara, hlutir úr áli sem nýtast til margvíslegra hluta.

Það er rétt að Ísland er ekki áberandi sveiflukenndara - - en önnur "hrávöru" útflutningslönd.

Þ.e. einmitt punkturinn að ofan, að ef við berum okkur ekki við hið dæmigerða Evr. land, heldur hið dæmigerða "hrávöruútflutningsland" í heimshagkerfinu - þá sést að Ísland er í reynd alls ekki sveiflukenndara en þekkist innan slíkra hagkerfa.

Krónan er ekkert sveiflukenndari en er algengt meðal gjaldmiðla slíkra landa.

  • Hún er bara mun sveiflukenndari en þekkist almennt í evr. samhengi.
  • En þ.e. einmitt mikilvægur punktur, að Ísland er of ólíkt hagkerfi - - ísl. hagkerfið þarf að þróast meir.
  • Eins og hagkerfi Brasilíu og S-Afríku, og Rússlands að auki; þurfa að þróast meir.

Slík náin tenging við hagkerfi Evr. er alls ekki tímabær.

Mikið verk þarf að fara fyrst fram hér á Íslandi, áður en slík náin tenging er orðin að praktískum möguleika.

-------------------

Ég bendi einnig á sveiflur rússnesku rúblunnar. Þegar hrunið varð þar rétt fyrir 2000 er Jeltsín afsalaði völdum til Pútíns. 

Féll rúblan 50%. Sannkallað gengishrun.

Síðan hefur rúblan hækkað töluvert aftur, og öðru hvoru jó-jóar hún einhver prósent til eða frá.

Ef það yrði "stórt verðhrun á olíu" gæti hún hæglega fallið 20% á skömmum tíma - jafnvel meir.

En Rússar eru ekki með sambærilegan olíusjóð.

-------------------

Láttu ekki uppsveifluna í ferðamennsku glepja þér sýn - - ef önnur ferðamannalönd í heiminum eru skoðið. 

Sést að ferðamennska er síst minna óstöðug en t.d. "matvælaútflutningur" eða olíu.

Auðvitað hefðu hryðjuverk alvarleg áhrif - - en þ.s. skiptir máli fyrir ferðamennsku er "efnahagsleg staða í þeim löndum þaðan sem ferðamennirnir koma einna helst."

  • Það vill barasta svo til -að ferðamennirnir koma einna helst frá nákvæmlega sömu löndum. 
  • Og við seljum fiskinn til, þannig að neikvæð hagsveifla í þeim sömu löndum, er líkleg til að hafa samtímis neikvæð áhrif á fiskverð og ferðamennsku.

Ferðamennska mun á einhverjum punkti ná eðlilegum "útbreiðslutoppi" - - eftir það hættir ferðamennska að vera í stöðugri aukningu.

En verður háð árferðissveiflum - - tja, eins og á við um fiskverð. 

Hin stöðuga aukning er vegna þess, að ferðamennska er enn ung grein - ekki kominn enn á sinn "útbreiðslutopp" eins og fiskveiðar hér við land náðu, undir lok 9. áratugarins er miðin voru fullnýtt.

Við vitum ekki enn akkúrat hver sá "útbreiðslutoppur" er hvort þ.e. 1 milljón sem líklega næst á nk. ári eða 1,5 milljón, sem gæti tekið nokkur ár til viðbótar af hröðum vexti að ná upp í.

En þ.e. toppur - - öll ferðamannalönd í heiminum hafa fundið einhvern slíkan topp hingað til.



Kv.

Einar Björn Bjarnason, 26.1.2014 kl. 13:52

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

PPP Index] gengi Alþjóðareiðufjármarkaðarins er reiknuð fyrir 183 ríkismarkaði eftir lokun hvers ár 31. des. Þá liggur fyrir hvað fékkst fyrir öllu reiðfjár ígildi eco-factors] sem seldust með söluskatti yfir alla jörðina. Heildar upphæð GDP[PPP] það er sem fall = vegið meðaltal af öllum PPP- þáttum.  Fjármagnið=reiðufjárígildin eru seld innan lögsögu. VASK. Sala til erlendra ríkja og þeirra ríkisborgara [ferðmanna] telst útflutningur á GDP og telst ekki til hagvaxtar þess ríkis sem flytur út factora.  Ríki getur flutt  inn factora og breytt þeim í reiðufé með vsk  og er það þá hluti af hagvexti þess [þessi með réttu efnin], en Ráðandi Ríki í heimum stilla viðskipta gengi þannig raunvirði innflutninga verður aldrei meira en raunvirði útflutninga á öllum 5 til 30 árum. Fylgst er með fjármagnflutinga og samsetningu factora í vörueiningum.          

  Skilja vegin meðaltöl í PPP bókhaldslegu samhengi geta 96% mannkyns að mati hinna ekki.

Þegar stofnað er til innflutnings frá öðru ríki þá flygir því vanalega  vsk-útflutningur, fyrstu 5 árin, yfir meðlagi næstu 100 ára framtíðar til  fjárfesta ríkisins, Fjárfesta ríkið reiknar þennan innflutning þegar selst hjá því til síns hagvaxtar.  
Ísland er inn á ESS lögsögu og því með stillanlegt viðskipta gengi gagnvart evru og pundi til að tryggja að innflutningur frá EES ríkjum verði alltaf minnst 80% af raunvirði allra eco factora. 

PPP- yfir alla jörðina er í 3 flokkum: A.  raunvirði allar uppskera úr jurta og dýra ríki. B.öll önnur efni vinnslukostnaður á öllu  sem loka kaupendur nýta og staðgreiða. C. þjónustu markaða laun vsk. sem skila huglægu raunvirði í hverju ríki fyrir sig og þeirra ríkisborgarar staðgreiða við afhendingu.

    Í þroskuð ríkum er [A+B] með vægi max 30% og vægi C. í heildar hagvexti er þá um 70% minnst.

Ölll ríki eiga mikið af C.    Þetta er því spurning um  hvort hækkar meira A eða B.  Ríki selja það sem er ódýrast í mengjum  A og B  reiknast með lægra raungengi en þau sem selja það sem reiknast hafa mest raunvirði í Mengjum A og B. 

Ráðandi ríki passa upp á að meira raunvirði streymi inn í þau en út úr þeim.   Er alltaf rétt. => Íslendingar sem hallast að efnislegum útflutning og fjárfestingu honum samfara inn í Risa blokkir  hafa alltaf rangt fyrir sér.  Potentiel eru efnismikil ríki eins Höfunda ríki Evrópsku Sameingunnar. Ekki langvarandi náttúrlega  Potentiel eru flest ríki S-EU. Þessi ríki er Meðlimir og því haldist gengi þeirra stöðugu með innflutningur vsk. er ekki trassaður. 

Elíta á Spáni og Portúgal hér áður aflaði sér áður  Markaða og Punda með túrisma.  Það er búið að sting upp í svona afætu göt.  Erlendar ferðskrifstofur selja í magni og 30 % í umboðslaun. Erlendir fjárfestar stilla viðskiptagengi [tilboð, meðmæli] þannig að 39 milljóna eignarhald [EXTERNA DEBT] á hvern Íslenska ríkisborgar minnkar á snigilshraða næstu öld. 

ESB -sinnar eru með heimsrembu og telja sig jafningja allra annarra ríkja.

Afleiðu markaðir eru innra vandamál hvers ríkis, ríki vogunarsjóðir eru höfuð óvinir Margra Seðlabanka. Valda usla á stöðuleika í vöruviðskipta jafnvægi heimisins.   

Júlíus Björnsson, 27.1.2014 kl. 01:26

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband