Óvænt hræðslukast á alþjóðamörkuðum!

Meginskýringin virðist vera slæmar fréttir frá Kína. En skv. nýlegum óháðum mælingum mældist óvenjulágur hagvöxtur í Kína í desember og síðan nú aftur í janúar skv. bráðabirgðatölum. Þessi tveggja mánaða samdráttur í pantanavísitölu kínverskra iðnfyrirtækja virðist hafa hleypt íllu blóði í fjárfesta - segir a.m.k. í frétt Financial Times að verðfallið hafi hafist þá þegar, fréttirnar bárust sl. fimmtudag af slæmum janúar ofan á slæman desember.

Á sama tíma hafa borist fréttir af vandræðum innan "skuggabankakerfis" Kína nú í janúar. En stór lánavöndull sbr. "Loan-trust" - - virðist við það að rúlla. Þarna virðist á ferðinni áhugaverð aðferð við lánveitingar - - þ.e. fyrirtæki falast eftir fé, bankar taka að sér að vera milliliðir, og menn kaupa sig inn í gegnt því að fá vexti bankinn sér um að halda utan um dæmið - - fyrirtækið lofar að borga eins og um venjulegt lán sé að ræða.

"The Rmb3bn ($500m) loan, to a now-defunct Shanxi coal mining company, is due to be repaid on January 31. When it was packaged as a trust product and sold in 2010, it promised investors a yield of 10 per cent. However, in 2012 it became clear that the company, Zhenfu Energy, was struggling for cash after the coal sector was hit hard by Beijing’s efforts to reduce pollution levels across the country."

Nýlega kynnti síðan bankinn að hann mundi hætta að styðja við "dæmið" eftir að ljóst er að fyrirtækið er komið í vandræði - og getur ekki staðið við sitt.

Fjárfestar standa þá frammi fyrir tapi, bankinn tapar þá ekki fé beint - - en fær þá ekki frekar "commission."

  • Spurning um það hvaða áhrif þetta hefur á markaðinn fyrir þetta lánsform - ef allt í einu í fyrsta sinn verður stórt tap?

"Trust loans, which are typically two years in duration, make up the largest slice of China’s vast shadow banking sector." - - "Trusts currently have around Rmb7tn ($1.2tn) in assets, up from just Rmb2tn three years ago."

Svo það hefur verið gríðarlegur vöxtur í þessu lánaformi - - áhugaverð aðferð hjá bönkunum.

Kannski eru þeir einnig með þessu, að íta "hæpnum" lánaviðskiptum - yfir á kaupendur.

Bankinn sleppur sjálfur við skaða, en kaupendurnir taka áhættuna í staðinn.

  • Sem beinir aftur sjónum að því hvað getur hugsanlega gerst, ef það verður - - paník á þeim markaði.

En þ.s. mér dettur í hug er samanburður við "undirlánakrísuna" í Bandar., þegar afleiður sem innihéldu slík húsnæðislán - - verðféllu í stórum stíl er markaðurinn varð allt í einu hræddur. Og mikill fj. aðila neyddist til að verðfella afleiður innan sinna eignasafna - - sem leiddi til þess að fj. einkaaðila er hafði keypt mikið af slíkum afleiðum, lentu allt í einu í því að þeirra eigið fjár hlutfall varð mun óhagstæðara allt í einu - jafnvel neikvætt í einhverjum tilvikum í hlutfalli við skuldir.

  • Í gegnum afleiðustorminn - - varð undirlánakrísan að alþjóða fjármálakrísu.

Failing trust loans pose severe test for Beijing

China races to prevent trust loan default

"Chinese authorities are racing to prevent the default of a soured $500m high-yield investment trust, in a closely watched test case for the country’s shadow banking sector."

Það eru vangaveltur í gangi um meint viðbrögð kínv. ríkisins - - hvort það standi til að framkvæma einhverskonar björgun á fjárfestum - - eða ekki. Enginn veit!

------------------------------------------------

  1. Hvort sem akkúrat þetta er ástæðan ofan í fréttir af minnkuðum hagvexti - - þá varð verðfall mörkuðum víða um heim.
  2. En sérstaklega var áberandi - - gengisfall gjaldmiðla svokallaðra nýmarkaðs landa.
  3. En þ.e. með vissum hætti rökrétt að þeir gjaldmiðlar falli - - eftir slæmar fregnir af Kína, því Kína hefur á seinni árum gerst mjög mikilvægur viðskiptavinur margra þeirra landa.

Emerging markets sell-off spreads

Investors dump equities and EM currencies

  • "In New York, the S&P 500 equity index dived 2.1 per cent on Friday, leaving it 2.6 per cent lower over the holiday-shortened week – its worst weekly performance since June 2012." 
  • "In Europe, the FTSE Eurofirst 300 index tumbled 2.4 per cent on Friday – its worst session in seven months – for a weekly slide of 3.2 per cent."
  • "In Tokyo, a 1.9 per cent fall for the Nikkei 225 left the indicator at a one-month low and nursing a 2.2 per cent drop over the five-day period."
  • "investors poured money into US Treasuries, the yield on 10-year US government debt falling to 2.73 per cent."
  • "Tellingly, the CBOE Vix volatility index, which gauges the cost of US equity portfolio protection and is often called Wall Street’s “fear gauge”, soared nearly 30 per cent on Friday to its highest since mid-October."

Lækkanir voru á gengi tyrknesku lírunnar, suður afríska randsins, mexikóska pesósins, brasilíska realsins, en enginn gjaldmiðill féll meir - - en argentísta persóið.

Hefur argentíska pesóið nú fallið rúm 20% á tveim dögum.

Argentina woes weigh on EM currencies

Það stafar þó líklegar af vandamálum í Argentínu, en því að minnkaður vöxtur í Kína bitni harkalegar á því landi en öðrum löndum.

Um aðra gjaldmiðla er ekki um risafall - - þ.e. nokkur prósent.

Reyndar hefur tyrkneska líran fallið töluvert umtalsvert nú á nokkrum vikum, kannski lagt saman svo mikið.

 

Niðurstaða 

Spurning hvort að kínverska hagkerfið sé við það að bræða úr sér, eins og margir hafa óttast. Eða hvort að þessi óttabylgja muni sefast yfir helgina. Og næsta mánudag verði allt með kyrrð á mörkuðum.

Þessari stund hefur maður ekki minnstu hugmynd.

En vandræði í Kína ef þau eru raunverulega að hefjast, gæti skapað dálítið stórt rugg innan alþjóða kerfisins, vegna þess hve gríðar stórt kínv. hagkerfið er orðið.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband