Leggja til afnám Íslandslánsins

Það virðist vera einna áhugaverðasta tillaga "Sérfræðihóps um afnám verðtryggingar." Að leggja til afnám hins svokallaða "Íslandsláns" þ.e. 40 ára verðtryggðs jafngreiðsluláns. Eigi verði heimiluð lengri verðtryggð lán en til 25 ára. Þau megi ekki heldur vera til skemmri tíma en 10 ára. Og að auki er lagt til að heimilað hlutfall í veðsetningu verði lækkað.

Skýrsla sérfræðihópsins. (pdf)

 

Áhrif?

Líklega til lækkunar á fasteignaverði - sérstaklega á húsnæði í stærra kantinum. Á móti gætu smærri íbúðir og smærri raðhús, jafnvel hækkað í verði.

Kostur við 25 ára lán er auðvitað að, fólk mun greiða þau upp á endanum. Í stað þess að lán séu stundum að ganga á milli kynslóða. 

Annar kostur er væntanlega að sennilega er auðveldar að áætla fram í tímann, hver líkleg framvinda efnahagsmála verður - en þegar lán er veitt til 40 ára. Því ættu áhættureikningar fjármálastofnana að vera ívið nákvæmari. Það þarf því ekki endilega vera, að raunvextir 25 ára láns væru hærri.

Á móti kemur, þ.s. lagt er til að heimilt veðhlutfall sé lækkað, að fólk þarf að eiga meira fé - áður en það leggur í íbúðakaup. Sem er bæði gott og slæmt.

  • Góði hlutinn er að slíkt hvetur til sparnaðar hjá ungu fólki.
  • Slæmi hlutinn að líklega við það hækkar aldur fyrstu kaupenda þ.s. væntanlega tekur það lengri tíma fyrir fólk að eignast sína fyrstu íbúð.
  • Að auki líklega leiðir það til þess að kaupendur hafa síður efni á stærri eignum - frekar þeim smærri.

Fólk í lágtekjuhópum - - gæti lent í vanda!

Tími því kominn til að endurvekja - - gamla verkamannabústaðakerfið.

 

Þetta gæti þítt að Reykjavíkurborg þarf að breyta sínu glænýja skipulagi!

En skipulagið gerir ráð fyrir tiltekinni eftirspurn. T.d. vegna þess að nýir hópar koma inn á markaðinn. En þessar breytingar gætu - -:

  1. Seinkað því að nýir hópar kaupi sér húsnæði og því minnkað eftirspurn þá sem búist er við.
  2. Að auki gæti eftirspurn eftir stærra húsnæði orðið umtalsvert minni en borgin gerir ráð fyrir, en að sama skapi aukist hlutfallslega a.m.k. eftir smærra.
  3. Það þarf kannski ekki að fara svo að um eiginlega aukningu á eftirspurn eftir smærra húsnæði væri að ræða, heldur að aukið hlutfall þeirra sem sækjast eftir húsnæði væru að leita eftir smærra húsnæði, þannig að eftirspurnin verði í öðrum hlutföllum en reiknað er með.
  • Þetta gæti leitt til þess að næstu borgarstjórnarkosningar snúist einkum um, aukinn stuðning við "fátækari kaupendur."
  • Eða þá sem sækjast eftir sinni fyrstu íbúð.


Niðurstaða

Ef þessar tillögur ríkisstjórnar verða að veruleika. Mun Framsóknarfélag Reykjavíkur, þurfa að íhuga mjög vendilega hvernig það bregst við þeim. En það mun þurfa að móta nýja kosningastefnu.

Ef tillögur nefndarinnar ná allar fram að ganga, gætu þær verulega breytt húsnæðismarkaðinum hérlendis, hugsanlega það mikið að glænýtt skipulag Reykjavíkur sé þegar orðið úrelt.

Yfir þetta allt þarf þá að fara, væntanlega einnig af öðrum flokkum sem ætla að bjóða fram í Reykjavík. Það gæti vel farið svo að kosningarnar snúist einna helst um það, hvernig borgin geti stutt við fátækari hópa í húsnæðisvandræðum sem og þá sem þurfa að eignast sitt fyrsta húsnæði.

Það að sjálfsögðu brennur á Velferðarráðuneytinu, að taka af skarið með það hvernig ríkisstjórnin hyggst útfæra stuðning við þá sem eru í lægri tekjum, og/eða fyrstu kaupendur.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Geir Briem

ef lífeyrisjóðir stofnuðu íbúðarlanasjóð þá gætu þeir lækkað vexti umtalsvert því þeir þurfa ekki að borga öðrum vexti og hvort það eru 40.ára lán ef vextir eru samgjarnir eða verðtryggínginn sé borguð jafn óðum skiptir í raun ekki máli mér sínist nemdarmen ganga útfrá því að ríkið niðurgreiði vexti frekar en sð peningar séu eins og önnur viðskipti með framboð og eftirspurn og ríkið er ekki skildugt til að útvega fólki húsnæði neldur er það sveitarfélagana

Kristinn Geir Briem, 25.1.2014 kl. 10:57

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband