23.1.2014 | 00:12
Getur hin óvænta bjartsýnisbylgja á evrusvæði í augnablikinu haldist?
Það hefur á nýárinu verið í gangi umtalsvert bjartsýniskast á lánamörkuðum, síðan Írland seldi ríkisbréf og fékk mjög hagstæð verð. Nærri 3,4% fyrir 5 ára ríkisbréf. Eftir það hefur gengið í gegn bylgja. Þ.s. vaxtakrafa aðildarlanda í efnahagsvanda hefur lækkað töluvert. Meira að segja Portúgal getur selt nú 10 ára ríkisbréf á rétt rúmlega 5%, í stað þess að ekki svo löngu áður kostaði það rúmlega 6% vexti.
Og nú hefur ríkisstjórn Spánar notfært sér þessa óvæntu bylgju - - með metsölu á ríkisbréfum!
10ma. seldir í einu. Þetta kvá vera stærsta einstaka salan á ríkisbréfum í sögu slíkra sala a.m.k. síðan stofnað var til svokallaðs evrusvæðis. Og verðið fyrir þau var að meðaltali 3,85%.
Spains blockbuster 10-year bond raised to 10bn on huge demand
"Some 65 per cent of the bonds were sold to investors outside the country."
Það er áhugavert! En á sl. 2-ár hefur það einmitt verið áberandi. Að fjárfestar utan evrusvæðis, hundsuðu evr. ríkisbréf.
"Spain returned to growth in the third quarter of last year, and saw gross domestic product rise 0.3 per cent in the last three months of 2013 the fastest rate of quarterly growth in more than six years."
Þetta eru ekki beint svakalegur hagvöxtur - - þannig að þeir sem keyptu þessi bréf. Eru væntanlega bjartsýnir um að ríkisstjórn Spánar - muni takast að bæta í þann hagvöxt síðar meir.
Á sama tíma eru starfsmenn Framkvæmdastjórnar ESB ekkert sérdeilis bjartsýnir sbr. spá þeirra um vöxt fram til 2023!
Quarterly Report on the Euro Area.
- "...actual GDP growth rates are expected to be slightly higher than potential rates over the coming decade since the euro area will still be faced with a significant negative output gap at the end of the short term forecasts in 2015, of the order of 1.5 %."
- "Once the gap is closed, actual GDP growth rates will then simply equal the potential growth rates for the period 2019 up to 2023."
Sem sagt, þeir spá því að hagvöxtur verði einungis 0,9% að meðaltali á evrusvæði - flest ár þess tímabils.
Það þíðir, að mjög erfitt verður fyrir aðildarþjóðir evrusvæðis - - að lækka skuldir.
Meðalskuldastaða í kringum 100% gæti orðið hið nýja norm - - þrátt fyrir að reglur evrusvæðis kveði á um 60% hámark.
Að auki, svo lítill hagvöxtur líklega mun í besta falli draga mjög hægt úr atvinnuleysi.
Áhugaverð ummæli eru höfð eftir Axel Weber fyrrum yfirmanni Bundesbank - á Davos ráðstefnunni!
"Europe is under threat. I am still really concerned. Markets have improved but the economic situation for most countries has not improved," - "Markets are currently disregarding risks, particularly in the periphery. I expect some banks not to pass the test despite political pressure. As that becomes clear, there will be a financial reaction in markets," - "We may see that speculators do not wait until November, but bet on winners and losers before that," - "This is the key issue this year," - "Things feel better than they are. The recovery too weak to generate jobs. It's not about whether things are improving: the levels of growth, jobs, and GDP are way worse than before the crisis," - "The music is now playing in the US and in China. There is a whole world out there that is more competitive,"
---------------------------------------
Hann virðist hafa áhyggjur af svokölluðum "áreynslu-prófum" Seðlabanka Evrópu, sem fyrirhuguð eru á helstu bankastofnunum Evrópu - eins og kemur fram hjá Weber, í nóvember nk.
Hann er ekki sá fyrsti sem ég hef séð nefna slíkar áhyggjur.
En prófin eiga að vera "alvöru áreynslupróf" og meira að segja Draghi hefur varað við því, að einhverjir bankar muni ekki standast það próf.
Reiknað er með því að einhverjir stórir bankar - - fái fyrirmæli um að útvega sér aukið fé. Verði veittur frestur kannski 6 mánuðir.
Líkur eru mestar á því að þeir bankar verði í S-Evrópu.
- Weber er þá að spá því að eftir því sem dregur nær, muni markaðir fara að fókusa meir á þau próf.
- Og líklega fara að veðja á líklega "sigurvegara" og "tapara."
Þ.s. líkur séu einna helstar að þá banka verði að finna í S-Evr. Hafi þetta a.m.k. möguleika á því, að endurreisa áhyggjur af stöðu landa sérstaklega í S-Evr.
Niðurstaða
Ef má lesa eitthvað úr viðvörunum manna eins og Weber, og aðvörun starfsmanna Framkvæmdastjórnar ESB. Þá er það aðvörun um "hlutfallslega afturför." En ef það stenst að hagvöxtur verði einungis kringum 0,9% að meðaltali. Þá mun Evrópa dragast aftur úr lífskjaralega í hlutfalli við önnur heimssvæði þ.s. hagvöxtur verði meiri, sem er eiginlega þá nærri því alls staðar annars staðar.
Með svo lítinn hagvöxt - séu líkur yfirgnæfandi á viðvarandi skuldakreppu.
Og auðvitað atvinnuleysisvanda!
Spurning hvort hann varir eins lengi og í Japan þ.e. 20 ár, áður en loksins er kosinn til valda einhver róttækur sem þorir að taka áhættuna af stærri breytingum.
En ef svo fer, mundi landslagið í heiminum verða gerbreytt. Evrópa væri ekki lengur eitt af mikilvægustu svæðum heimsins. Meira að segja Afríka Sunnan Sahara gæti verið orðin mikilvægari efnahagslega fyrir heiminn. En þar mælist nú síðan ca. 2000 mesti mældi hagvöxtur í heimi hér.
Þetta væri eiginlegt fall "into obscurity."
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning