Spegillinn þurfti auðvitað að skjóta á krónuna í umfjöllun um Kýpur!

Sú umfjöllun annars sagði frá merkilegri staðreynd - - nefnilega að Kýpur mun ekki afnema höft á fjármagnsflæði í janúar eins og áður var auglýst, heldur hafa þau verið framlengd frá og með 20. jan í 21 dag til viðbótar.

Ekki fylgdi sögunni neitt frekar um málið í tilkynningu ráðuneytisins á Kýpur: 

New decrees by Cyprus FinMin maintain capital controls

Það var einnig sagt frá því að 2-áfangaskýrsla AGS um Kýpur er komin út: SECOND REVIEW UNDER THE EXTENDED ARRANGEMENT UNDER THE EXTENDED FUND FACILITY AND REQUEST FOR MODIFICATION OF PE RFORMANCE CRITERIA 

Skv. AGS er "program on track" þ.e. stjórnvöld eru iðin og dugleg við það að framkvæma aðgerðir þær sem stjv. Kýpur hafa skuldbundið sig til að framkvæma skv. prógramminu, í reynd virðist þetta minna meir á Ísland en Grikkland. Áhugavert að skattar skila sér á tíma, skatttekjur reyndust ívið betri en áætlað var vegna ívið grynnri kreppu fyrsta kreppuárið og ríkið sparaði íivð meir í rekstri en meira að segja AGS hafði beðið það um, svo heildarstaða fjárlaga er skárri en reiknað var með, þannig að halli sl. árs er áætlaður 2,6%. Sem er merkilega gott miðað við aðstæður! Vonast til að hallinn verði ekki meiri en 3,3% á þessu ári.

Kýpv. stjv. hljóta að vera að skera virkilega grimmt niður - - til að ná svo litlum halla miðað við það hve djúpt hagkerfið er að falla!

Greinilega að Kýpur er miklu betur stjórnað en Grikklandi, kannski vegna þess að Kýpur var stjórnað af Bretum á sínum tíma meðan að Grikklandi var stjórnað af Tyrklandi.

Það kemur fram flr. sbr:

  • 17% atvinnuleysi.
  • Kreppan á umliðnu ári var grynnri en áður var áætlað eða samdráttur upp á 5,5% fyrstu 3. ársfjórðungana. Tölur fyrir síðasta fjórðung ekki enn komnar fram.
  • En einnig kemur fram að í staðinn er reiknað með að kreppan í ár verði ívið dýpri. En samanlagður samdráttur áranna tveggja er áætlaður 14%. Þ.e. 7,7% fyrir 2013 og 4,8% fyrir 2014. Síðan verður að koma í ljós hvort að hagkerfið nálgast jafnvægi 2015.
  • Neysla hefur dregist saman - innflutningur hefur dregist saman, en útflutningur og ferðamennska aukist - m.a. vegna þess að laun hafa þegar lækkað um 8% í opinera geiranum e-h minna í einka. En í farvatninu eru stórar launalækkanir sbr: "Indications are that wages have continued to adjust in the third quarter, as additional wage cuts of 5-15 percent were agreed in BoC and cuts of 25 percent were negotiated in new collective agreements in the construction sector." Þetta virðist sýna sveigjanlegan vinnumarkað. Sem er nær bresku hefðinni heldur en hinni dæmigerðu S-Evr. Laun á Írlandi fóru t.d. fljótt að lækka eftir að kreppan hófst.
  • Hagkerfið er auðvitað komið í verðhjöðnun - "Core inflation stood at -0.1 percent at end-October." Hún mun auðvitað ágerast hratt á þessu ári. Þegar lækkanir á margíslegum vörum og þjónustu ganga í gegn, í kjölfar launalækkana. Og að sjálfsögðu, munu eignir lækka.
  • Vegna minnkaðs innflutnings að stærstum hluta en einnig að einhverju leiti vegna aukinnar ferðamennsku og útflutnings - er hagkerfið komið með afgang af utanríkisviðskiptum. Mig grunar að höftin hafi mikið um þetta að segja - þ.s. hverjum og einum er skammtað fé: "The current account moved to a surplus of 7.4 percent of GDP in the second quarter . This compares with deficits of about 11.4 (revised from 12.4) and 4 percent of GDP a quarter and a year ago, respectively."
  • Ein ástæða fyrir að losa ekki höftin, gæti verið sú að laun þurfi að lækka fyrst nægilega mikið, svo að losun hafta ógni ekki viðskiptajöfnuðinum - - en landið skuldar nú miklu meir en áður og eins og Ísland þarf að viðhalda digrum viðskiptaafgangi til að geta greitt af þeim skuldum.
  • Akkúrat - - minnkun á innflutningi um 21%, þetta hljómar mjög líkt samdrættinum er varð á Íslandi fyrsta árið í kjölfar gengisfallsins: "The turnaround was largely driven by an improvement in the trade balance, which registered a surplus of 6.5 percent of GDP on the back of a sharp import compression (of 21 percent y-o-y). "

Hvað með fjármagnsútstreymi? Það var 9,7ma.€ milli marsloka til nóvemberloka. Sem er helvíti mikið ef maður hefur í samhengi að björgunarlán þ.s. Kýpur tók er upp á 10ma.€. En fram kemur að upp á síðkastið, virðist útflæðið vera að minnka.

"System-wide average weekly deposit outflows are now about a quarter of the average observed during April-July, and continue to show signs of stabilization."

Skv. því virðist staðan sú upp á síðkastið að allir bankarnir nema "Bank of Cyprus" hafi getað fjármagnað útflæði í allra síðustu tíð án þess að þurfa að fá neyðarstuðning frá Seðlabankanum.

Sá er auðvitað langsamlega stærsti bankinn - - hinir dvergar þar við hlið. 

Það ætti ekki að koma nokkrum á óvart að það sé samdráttur í útlánum - "In October, private non- financial credit contracted by 10.4 percent year-on-year (5.6 percent for residents), with corporate credit falling by 13.3 percent (4.7 percent fo r residents) and household credit declining by 6.7 percent (6.5 percent for residents)."

Úff 46% lána í vandræðum - tja, frekar svipað og var ástatt hérlendis. Hér fór hlutfallið hæst í 60% segir AGS. Lánavandræði á Kýpur eiga örugglega enn eftir að ágerast. Þannig að líklega hækkar hlutfallið þ.e. 46% sé líklega ekki toppurinn á þeim vanda.

  • "Banks’ asset quality continues to deteriorate, with NPLs of domestic banks reaching 46 percent of gross loans at end-September, broadly in line with the PIMCO projections under the adverse scenario.

Hvað með skuldastöðu? Áhugavert að húseigendur skulda ca. 140% af þjóðarframleiðslu, en fyrirtæki um 300%. Þetta hljómar eitthvað svo - - íslenskt. Síðan skuldar ríkið í kringum 120% spáð að hámarkið verði 126% 2015. Það á eftir að koma í ljós. Sem gerir heildarskuldir nærri því eins háar og á Íslandi áður en allt hrundi. En stærsti hluti þeirra skulda hjá okkur hvarf sjálfvirkt er bankarnir hrundu.

  1. "...stress analysis indicates that debt dynamics are particularly susceptible to growth shocks: a deeper or more protract ed recession would lead to a debt ratio of 130-145 percent of GDP by 2020. " 
  2. "Such a shock, if also associated with a fiscal shock (higher interest rates and a lower primary surplus) would result in an unsustainable debt ratio of about 160 percent of GDP by 2020;
  3. similarly, when combined with higher financial sector needs (twice as large as identified needs for the coops), the shock would exhaust the program buffer and result in a debt ratio of close to 170 percent of GDP by the end of the program period..."

Það er galli við prógrammið - - hve snemma Kýpur á að hefja að greiða af skuldum!

  • "...repay the Laiki recapitalization bond of €2.3 billion (principal plus capitalized interest) coming due in mid-2017 and about €5.6 billion of existing medi um- and long-term debt maturing during 2016- 2020)..."

2 heil ár sem þeir eiga eftir í friði fyrir þeim kröfum! Það er ekki það langur tími - miðað við hina ótrúlega svörtu skuldastöðu hagkerfisins.

----------------------------------

Þetta er mjög áhugaverð mynd - - bláu súlurnar hægra megin sína stöðuna í dag á Íslandi og Írlandi til samanburðar við stöðuna í dag á Kýpur. Rauði punkturinn ofan við bláu súluna fyrir Ísland er toppurinn sem hlutfall lána í vandræðum fór hæst í.

Síðan má sjá á súlunum til vinstri, hver þróunin var frá upphafi kreppunnar með löndin hlið við hlið.

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/img_1226338.jpg

Hér Íslandi var það einnig þannig að skuldir atvinnulífsins voru stjarnfræðilega háar. Um of yfir 60% skulda atvinnulífs voru í vanda við upphaf afskrifta- og endurskipulagningarferlis. Kýpv. bankarnir munu þurfa að ganga í gegnum allt sama ferlið og ísl. bankarnir þurftu að ganga í gegnum í kjölfar endurreisnarinnar eftir hrun. Og hlutfall slæmra lána gæti alveg farið í 60%.

Það verður mjög forvitnilegt að fylgjast með því hvernig það afskriftarferli skulda fyrirtækja mun ganga.

Heimili líklega verða í sambærilegum vanda og heimili á Íslandi hafa verið - - a.m.k. á ég ekki von á skárri lendingu hjá þeim.

  1. Hafið í huga að eignir ísl. bankanna á sínum tíma voru færðar yfir á "hálfvirði" ca. bout. Það þíddi að endurreistu bankarnir höfðu verulegt borð fyrir báru til að afskrifa skuldir fyrirtækja.
  2. En flestir kýpv. bankarnir eru enn starfandi - - og þeir hafa ekki fengið slíka þægilega "afskrift."

Verða einhvern veginn, að gleypa sitt hruntjón - án þess að fara á hausinn!

Staða hinna bankanna gæti því reynst áhugaverð síðar meir! Þó þeir virðast virka í augnablikinu.

Ég velti fyrir mér hvort það sé nokkur möguleiki á því að Kýpur geti losað höft - - fyrr en afskriftaferlið er stórum hluta gengið yfir?

En getur nokkuð vitað fyrr, hvort unnt er að treysta fjármálakerfinu?

Losun hafta dregst því örugglega töluvert lengur en bara - - einn mánuð enn.

 

Það var blessunin Sigrún Davíðsdóttir sem lét flögra þau ummæli sem ég geri athugasemd við!

Spegillinn 21/1/2014.

"...til að styðja við aðgerðirnar þurfti fjármagnshöft, ekki eins og á Íslandi að ekki væri til nægur erlendur gjaldeyrir til að skipta fé sem leitaði þar út - Kýpur nýtur þar evrunnar, heldur þurfti að varna því að skelfdir innistæðueigendur tækju allt sitt fé úr bönkunum og felldu þá þar með alla, það voru því sett höft á úttektir og millifærslur milli banka sem olli bæði einstaklingum og fyrirtækjum miklum vandræðum..."

  • Ehem, þ.s. bersýnilega Sigrún áttar sig ekki á.
  • Er að vandi Kýpur stafar einnig af skorti á gjaldeyri.
  1. Að sjálfsögðu er nóg til af evrum á evrusvæði.
  2. En það skiptir ekki máli í samhengi Kýpur.
  3. Þ.s. skiptir máli í þessu tilviki - - var og er hvort þ.e. nóg af evrum á Kýpur!

Þess vegna þurfti höft! Að það er ekki nóg til af evrum á Kýpur þ.e. lausafé, til að borga út allar þessar innistæður. Og á sama tíma, eru kýpv. stjv. komin í vandræði með lánstraust svo þau gátu eingöngu útvegað sér evrur á ofurkjörum á markaði - - eða í gegnum svokallað "neyðarlán." Sem var gert.

Þ.s. margt fólk sem aðhyllist þá hugmynd að öll lönd eigi að nota sama gjaldmiðilinn skilur gjarnan ekki.

Er að það eitt að mörg lönd nota sama gjaldmiðil, þíðir ekki að þá sé það sama og að tilheyra t.d. Bandaríkjunum og vera fylki þar. Þegar fylki kemst í vandræði, þá kemur alríkið fylkinu til aðstoðar, og alríkið hefur drjúgan hluta skattfjár Bandar. til umráða. 

Síðan veitir Seðlabanki Bandar. miklu umfangsmeiri aðstoð heldur en Seðlabanki Evrópu gerir, öfugt Seðlabanka Evrópu - - er Seðlabanki Bandar. til í að endurfjármagna banka með prentuðu fé.

En þ.e. ekki heimilt í evr. samhengi, heldur ef banki þarf endurfjármögnun sem ríki eins og Kýpur ber ábyrgð á, þá ef það tiltekna ríki þ.e. í þessu tilviki Kýpur á ekki nóg af í þessu tilviki evrum til að fjármagna þá aðgerð, og getur ekki útvegað það fé á lánamörkuðum. Og að auki, viðkomandi banki er það stór á Kýpur að landið bersýnilega getur aldrei skuldsett sig fyrir það hárri upphæð að unnt verði alfarið að bjarga honum. Þá þarf að grípa til slíkra afarkosta eins og var gripið til á Kýpur.

Höftin voru vegna þess að Kýpur eins og Ísland, gat ekki útvegað sér nægilegt fjármagn.

  1. Öfugt við þ.s. hún heldur fram, er hún segir Kýpur njóta kostanna af evrunni.
  2. Þá getur Ísland í reynd losað höftin ef þjóðin er til í að færa þá fórn, með því að frysta lánskjaravísitöluna - - og láta allt féð sem er fast inni í landinu verðfalla í takt við þá annað bundið í krónum. Höftin eru eiginlega uppi enn, vegna þess að við höfum ekki enn verið til í að færa þá fórn. Þetta er auðvitað töluverð fórn.
  • En það þíðir að ef þjóðin getur fundið hjá sér viljann til að færa þá fórn - er unnt að losa höftin hér alfarið án nokkurrar viðbótar skuldsetningar þjóðarbúsins í formi gjaldeyris.

Í reynd er ég ekki viss um það hvernig Kýpur mun fara að því að losa höft. En vandinn var stóru bankarnir tveir sem voru risar í samanburði við hina bankana.

Annar var aflagður, gerður að "slæmum banka" en eignir voru færðar yfir í "Bank of Cyprus" sem gerður var að "góðum banka."

 Í leiðinni þurrkaðar að megni til út ótryggðar innistæður. Og á sama tíma, sett höft við því hve mikið fé af reikningi hver og einn má taka út.

Það voru þessir tveir risabankar í samhengi Kýpur er voru vandinn að stærstum hluta, og nú þegar leyfunum af öðrum voru sameinaðar "Bank of Cyprus" þá er hann stóra vandamálið. Í dag er inni í hinum skv. AGS ca. 50% af öllum banka eignum, sem sagt hann er hálfdrættingur á móti öllum hinum.

Þannig að það segir ekki endilega mikið, þó hinir bankarnir geti starfað.

  • Mig hefur lengi grunað, að kýpv. stjv. muni þurfa að ganga lengra með afskriftir í samhengi "BoC" - og afskrifa að auki að hlutfalli a.m.k. "tryggðar innistæður."

Kýpur getur vart dregið sér meira lánsfé - - þannig að slík leið getur verið eina leiðin ef landið á að geta komist úr höftum.

Þ.e. að slátra því fé að stórum hluta sem mun vilja út. En hitt er annað mál, hvort þ.e. mögulegt að gera það með löglegum hætti.

Það getur verið að Kýpur verði fast innan hafta eins og við erum enn, vegna þess að Kýpur getur ekki fundið leið til að framkvæma slíka aðgerð löglega - - þannig að Kýpur muni, eins og Ísland virðist vera að gera tilraun til, ætla sér að vaxa út úr vandamálinu með hagvexti, og þannig smám saman útvega það fé sem upp á vantar.

Nema að á Kýpur á enn eftir að framkalla viðsnúning. Kannski tekst það.

En ég á eftir virkilega að sjá það svo ég trúi, að Kýpur verði á undan okkur úr höftum.

 

Niðurstaða

Ég vona sannarlega að Kýpur muni ganga vel. En hafandi í huga að - enn er að mestu eftir að kemba lánabækurnar, skoða hvert tilvik fyrir sig þ.e. áætla hvað hver getur borgað mikið miðað við núverandi aðstæður og líklegar framtíðar. Hvort sem viðkomandi er einstaklingur eða fyrirtæki.

Að það blasir við að afskriftir eiga eftir að verða miklar. En Kýpur er líklega enn statt í fyrri hluta kreppu. Með langt í frá allar slæmar fréttir frá hagkerfinu komnar fram. 

Þá velti ég fyrir mér - - hvernig bankarnir munu fara að því að fjármagna afskriftir. En það hjálpaði eins og ég nefndi ísl. endurreistu bönkunum, að hafa fengið eignasöfnin á hálfvirði jafnvel minna en það, og hafa því drjúgt borð fyrir báru fyrir líklegum afskriftum. 

En bankarnir á Kýpur starfa flestir enn. Þeir tveir langstærstu komust í vanda. Sá stærsti var lagður niður "Laiki Bank" og sameinaður "Bank of Cyprus" þ.e. í reynd - - tryggðar innistæður auk tiltekins hluta eignasafns. Sumu leiti svipað og hér var gert. 

Þ.e. munurinn að ca. helmingurinn af bankakerfinu miðað við eignir er enn uppistandandi. Ef maður telur ekki "BoC" með. Það verður áhugavert að sjá hvernig þeim bönkum mun ganga. En það virðist verið er að leitast við að halda sem flestu gangandi. Þannig lágmarka efnahagstjón. 

Þ.e. spurning hvernig ástand eignasafns "BoC" raunverulega er? Hve mikið hinir þurfa að afskrifa? Hvort þeir ráði við það?

Ég eiginlega efa að höftin á Kýpur geti fyrsta lagi farið niður - - fyrr en þetta endurskipulagningarferli eigna bankanna er lokið.

Þetta tók dágóðan tíma hér þ.e. rúm 2 ár nærri 3 eiginlega. 

Ljóst virðist að Kýpur getur ekki fengið meira lánsfé, þannig að ef endurreisnin er dýrari en áætlað er. Þá muni það líklega þíða - - vandræði við haftalosun muni verða áframhaldandi. 

En vilji til að lána Kýpur meiri pening virðist ekki fyrir hendi. Og restin af evrusvæði virðist telja Kýpur það lítið land, að líklega lætur það Kýpur frekar róa - detta út úr evrunni. En að taka þá áhættu að lána Kýpur meira fé, sem þeir mundu vita að líklega yrði ekki endurgreitt.

Það verður forvitnilegt að fylgjast áfram með sögu Kýpur innan evrunnar.

Og sjá hvort þ.e. virkilega svo sem Sigrún Davíðsdóttir heldur - að Kýpur njóti kostanna af evrunni.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldinn

Einar.

Þetta er svo löng frærsla að ég gafst upp

Er ekki best að ráða bara hann Georg ( hét hann það ekki fréttastjóra efni framsóknarmanna ) hér um árið, til að taka við Speglinum.  Ég er alveg viss um að þá mun allt kjaftæðið frá ykkur hljóma mjög vel.

Þú skrifar eins og vel greindur maður Einar en svo ertu Framsóknarmaður.  Þetta tvennt fer illa saman enda fá dæmi um greinda framsóknarmenn.

Það breytir þó ekki að ég óska þér vel.

Baldinn, 21.1.2014 kl. 14:39

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ísland framleiðir um 483 milljarða efnislegar PPP krónur í reiðufé á árið 2012 [flytur inn efnislegt og huglægt].  Sala til erlendra ríkisbogara innlögsögu er flokkað sem útflutningur [þeim eru seld huglæg og efnisleg reiðfjárígildi].  Ríki flytja inn reiðfjárígildi  efnisleg og huglæg með því flytja jafnmikið út á öllum fimm árum: reinkað á meðlagengi þeirra eða EES, eða EU eða Jarðarinnar PPP.   Gjaldeyris höft tengjast því að Seðlabanki á ekki  nóg af heima afgangs reiðufjárframleiðu það er umfram  það sem innflutningur [á mót útflutning] kostar samkvæmt samningum.  

Júlíus Björnsson, 21.1.2014 kl. 16:11

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Evrusvæðið er í raun ein stór gjaldeyrishöft.

Þar eru allir skyldaðir til að nota aðeins einn gjaldmiðil í sínum viðskiptum: evruna.

Þannig séð er enginn munur á evrunni og krónunni, allavega ekki í raunveruleikanum.

Bara annar útgefandi en annars sama "shittið".

Guðmundur Ásgeirsson, 21.1.2014 kl. 19:22

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

Svo gildir í lögum allra evru ríkja , að allar nýjar evrur sem koma inn á markað á hverju skatta ári verða að bókast á móti sölukattskyldri vöru og þjónustu til að komast inn á secondary market sama skattaárs.  Kýpur og Íslands er ekki framleiða nóg af nýju reiðufé.   Fakt-or í hagfræðimáli er hugsanlegt reiðufjár ígildi í framtíðinni til að mynda raunhagvöxt [GDP].   Þættir factora í heildar reiðufjárframleiðslu innan lögsögu skipta öllu máli. Íslendingar, með sínar hefðir, skilja  ekki uppanna erlendis , en fá þeir annað uppeldi en við hin. Lokaþáttur er Primary market=common. => Secondary =sub til hliðar frá dögum Rómverja.  

Júlíus Björnsson, 23.1.2014 kl. 03:21

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband