20.1.2014 | 02:41
Það þarf ekki frekari vitnan við, evran var mistök - en ég held að hún verði ekki afnumin, a.m.k. ekki í náinni framtíð
Þetta er í 3-sinn sem ég segi frá glænýrri skýrslu starfsmanna Framkvæmdastjórnar ESB, en þetta er barasta svo mögnuð skýrsla, að ég eiginlega verða að tala um hana í eitt skipti enn. Segjum að allt er þegar þrennt er!
Það er mynd á bls. 12 sem er svo mögnuð að hún segir nánast ein og sér allt sem þarf að segja!
Quarterly Report on the Euro Area.
Ég er ekki að halda því fram að allt sé evrunni að kenna - - en það sést vel á myndinni að ofan að mögulegur hagvöxtur sbr. "Euro Area Potential Growth" var í minnkun, tja áður en evran var búin til.
Ég veit að það hljómar sérkennilegt, en þeir þ.e. starfsmenn Framkvæmdastjórnarinnar, hljóta að hafa sett inn tölur fyrir sömu meðlimalönd árin á undan áður en evrusvæðið varð til.
Og eins og sjá má lesa í að til staðar hafi verið niðursveifla þá þegar í mögulegum vexti. Það trend varð að sjálfsögðu ekki til af völdum evrunnar.
Þ.e. ekkert sem kemur reyndar á óvart, en Evrópa var farin að finna harkalega fyrir samkeppni frá Asíu þegar á 9. áratugnum, þegar um var að ræða samkeppni frá Japan og S-Kóreu, ásamt svokölluðum Asíu tígrum þ.e. Tævan, Malasíu, Indónesíu og Singapore. Ef einhver man eftir því, voru þau lönd kölluð ásamt S-Kóreu en mínus Japan, asísku tígur hagkerfin.
Innri markaðurinn í Evrópu er búinn til ca. í niðursveiflunni í mögulegum vexti sem var í gangi á 10. áratugnum - - sjá fyrri dalinn.
Og mögulegur vöxtur fer nokkuð upp - höfum í huga að þetta er meðaltal yfir öll þau lönd sem eru í dag í evru.
En síðan er Kína að berja harkalega að dyrum á seinni hl. 10. áratugarins. Og þ.e. í framhaldi af myndum innri markaðarins, sem hugmyndir um stofnun evru komust á flug.
- Og hugmyndin var sem sagt, að toppa 10. áratuginn í hagvexti.
- Að áratugurinn eftir upptöku evru, mundi bæta rjómanum ofan á, þ.s. virtist hafa verið uppsveifla síðan innri markaðurinn varð til.
En eins og þið sjáið, fer mögulegur vöxtur aftur að dala nokkurn veginn um svipað leitið og evrusvæði verður til!
Það er þetta sem er svo kaldhæðið!
Svo endar dæmið í verstu kreppu sem Evrópa hefur gengið í gegnum í um 80 ár!
- Er einhver möguleiki á því að þeir sem bjuggu til evruna - komi og biðjist afsökunar?
- Nei, ekki nokkur hinn minnsti möguleiki.
Ég var í gærkveldi á mynd "The Wolf Of Wall Street" með Leonardo Di Caprio.
Fín mynd - - en þ.e. skemmtilega að íhuga að sá náungi er hann leikur á að vera sölumaður dauðans, þ.e. hann getur selt hvað sem er og mun segja þér hvað sem hann þarf að segja þér - til að selja.
Þ.e. einmitt þ.s. gerðist þegar evrunni var komið á fót, það fór fram eitt allsherjar "sales pitch" þ.s. fólki var sagt, að allt yrði betra.
Evran mundi fela í sér meiri hagvöxt - meiri stöðugleika - minna atvinnuleysi - betri lífskjör og ekki síst "ódýrari" lán.
Öllu þessu var lofað til aðildarþjóðanna, þ.e. einmitt þ.s. ég fór að hugsa er ég horfði á þessa mynd, þetta "sales pitch" þ.s. virkilega er verið að selja "draum" um framtíð eins og bestu sölumenn gera, en eins og á við um sölur glæpamannsins á Wall Street, er ekki um að ræða draum sem verður að veruleika.
Þ.e. draumurinn um betra líf - meiri hagvöxt - minna atvinnuleysi - meiri stöðugleika o.s.frv.
Kemur líklega ekki til að rætast - - nema kannski draumurinn um stöðugleika.
En þá erum við að tala um stöðugleika í ástandi svipuðu því sem Japan gekk í gegnum í 20 ár.
Sem er meir eins og martraðarútgáfan af draumnum, sem þjóðum Evrópu var seldur.
Nema að þ.e. enn verið að selja þennan draum, eftir að hann er þegar orðinn að martröð innan Evrópu, nánar tiltekið á Íslandi.
Eins og ekkert af því sem myndin að ofan sýnir hafi gerst!
Ég segi því við ykkur - - dreifið þessum upplísingum!
Því þær eru raunverulega og nánar tilekið - óhrekjanlegar!
Niðurstaða
Hvað mun þá gerast á evrusvæði. Ég er farinn að hallast að því að það verði ekkert snöggt hrun. Heldur séum við að horfa fram á einmitt - japanskt ástand. Þ.e. mörg ár af stöðugleika í ástandi sem verður svipað og í Japan milli ca. 1990 - 2010. Þ.e. ástand þ.s. skiptist á örlítinn hagvöxt milli 0,5-1%, sem öðru hvoru líklega hverfur. En það eiga örugglega eftir að verða frekari krísur. Því að í ástandi líkt og Japan þ.s. verðbólga er mjög nærri líklega "0%" jafnvel verðhjöðnun sum ár og lág verðbólga sum önnur, en kannski meðaltal mjög nærri "0%." Verður fjandanum erfiðara fyrir löndin í S-Evrópu að greiða lánin sín til baka. Það mun þurfa til að dæmið gangi upp, fáránlega háan afgang af ríkisútgjöldum. Og það mun verða erfitt að viðhalda honum ár eftir ár - tja nk. áratugi.
Sem segir að ég tel að þetta geti ekki gengið án enda. En að endirinn geti verið langt undan.
Svo það má velta fyrir sér hvort þetta endist eins lengi og í Japan, þ.e. það taki 20 ár eins og í Japan, áður en kosinn er til valda. Sá sem þorir að skipta um stefnu.
Eða hvort það verður fyrr.
Þ.e. engin leið að segja fyrir það með vissu - hve lengi. Enda virðast pólit. elíturnar sem eru ráðandi í löndunum, vera allar samdauna um það að vilja láta "projectið" ganga upp. Sem þíðir að þeir munu ætlast til að þjóðirnar gangi í gegnum endalausa röð fórna. Og alltaf sagt að ljósið sé rétt handan við hornið.
Það virðist nánast ekkert eftir af þessu - - nema hinn pólitíski vilji að halda áfram.
Því efnahagslega séð - - væri mun skynsamara að taka evruna niður. Skipulega að sjálfsögðu, best í samkomulagi - þannig að þá væri skuldum hverrar þjóðar einnig skipt í hina endurreisu gömlu gjaldmiðla þannig að engin þjóð þyrfti frekar að vera í þeim vanda, að skulda of mikið í gjaldmiðli sem viðkomandi þjóð ekki ræður yfir.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning