15.1.2014 | 19:05
Heimsbankinn varar við möguleika á kreppu í nýmarkaðslöndum!
"World Bank" varar við þeim möguleika að peningastreymi til svokallaðra "nýmarkaðslanda" geti skroppið saman um allt að 80%, svartsýnasta spá - eða 50% miðspá eða einungis 20% þeirra "góða" spá. Mestu um þetta valdi peningastefna á dollarasvæðinu - - en þ.s. dollarinn hefur um 80% heims viðskipta. Hafa breytingar á peningastefnu Seðlabanka Bandaríkjanna eðs "US Federal Reserve" mjög umfangsmikil áhrif innan peningakerfis heimsins.
Sjá mynd sem sjá má á síðu "World Bank":
Developing economies need robust blueprints to sustain growth
- In a disorderly adjustment scenario, financial inflows to developing countries could decline by as much as 80 per cent for several months, falling to about 0.6 per cent of developing country gross domestic product,"
- Nearly a quarter of developing countries could experience sudden stops in their access to global capital, substantially increasing the probability of economic and financial instability . . . For some countries, the effects of a rapid adjustment in global interest rates and a pullback in capital flows could trigger a balance of payments or domestic financial crisis.
Punkturinn er sá - að hin mikla seðlaprentun í Bandaríkjunum, ásamt mjög lágum vöxtum. Hafi haft þau áhrif að fé hafi leitað til - nýmarkaðslandanna. Í leit að betri ávöxtun, en hefur verið í boði innan Bandar. meðan "US Federal" reserve hefur verið á sama tíma að hamast við að viðhalda lágu vaxtastigi sem víðast innan bandar. hagkerfisins.
Það sem menn óttast er, að það takist ekki að gera sveifluna "mjúka" þ.e. hæga en aflíðandi brekku. Eins og til stendur.
Heldur verði á einhverjum punkti innan ferlisins - snögg sveifla á flæði fjármagns til nýmarkaðs landanna - vegna markaðshræðslu. Þannig að það snögg minnki í einhverjum fjölda ríkja.
Þ.s. nokkur þessara hagkerfa hafi upp á síðkastið viðhaldið "viðskiptahalla" sbr. Indónesía og einnig Tyrkland, og nokkur flr. svo sem Malasía og Tæland.
Að auki hefur töluvert verið ástundað í fj. þessara landa, að taka dollaralán - til að hagnýta sér hina hagstæðu vexti á dollarasvæðinu. En í staðinn taka menn gengisáhættu - tja eins og Íslendingar lærðu 2008 að getur skapað vissa tegund af hættu.
Líkur eru auk þessa taldar á því að nokkuð sé um skuldug til ofurskuldug fyrirtæki innan þeirra hagkerfa.
Með öðrum orðum, að í nokkrum fj. þessara landa - - sé möguleiki á svokölluðu "snögg stoppi" þ.e. "sudden stop" þegar peningaflæðið allt í einu snýr við eins og við t.d. fundum harkalega fyrir hérlendis 2008.
Vandinn við þetta, að slíkar hreyfinga er erfitt að - spá fyrir um. Menn geta bent á hættur, en hvar punktarnir liggja þegar hreyfingar hætta að vera mjúkar og verða allt í einu hraðar - veit í reynd enginn.
Fjöldi hagfræðinga hefur bent á að ástand í nýmarkaðslöndum í dag líkist um margt ástandinu rétt fyrir svokallaða Asíufjármálakreppu upp úr miðjum 10. áratugnum, sem þá skók nýmarkaðslönd Asíu svokallaða "asíu tígur hagkerfi."
- Nú hefur Heimsbankinn, bæst í hóp þeirra radda. Sem vara við þessum möguleika.
Niðurstaða
Heimsbankinn er ekki að spá nýmarkaðslanda-kreppu. Telur að það verði neikvæð áhrif, þegar dragi úr peningastreymi til þeirra. Það er talið öruggt, að úr því muni draga, eftir því sem "US Federal Reserve" minnkar prentun og síðan lýkur henni við árslok - ef allt fer skv. áætlun. Þau neikvæðu áhrif verði skammvinn - þ.e. eftir 6 mánuði muni þau líklegast vera liðin hjá.
Auðvitað annað verður uppi á teningnum, ef einhver þessara hagkerfa detta í snögga kreppu, jafnvel nokkur þeirra.
Hún gæti þá lýst sér svipað og Asíukreppan á 10. áratugnum. Ef versta sviðsmyndin verður ofan á.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning