13.1.2014 | 23:30
Lífskjör á evrusvæði verða 60% af lífskjörum í Bandaríkjunum 2023
Þetta er niðurstaða starfsmanna Framkvæmdastjórnar ESB. En þessi útkoma kemur fram í stórmerkilegri skýrslu: Quarterly Report on the Euro Area. Margt mjög merkilegt kemur fram - t.d. að það hefur orðið alvarleg hnignun í vexti "Total Factor Productivity" eða "TFP" eða "framleiðni í Evrópu. Sem rekja má a.m.k. aftur á miðjan 10. áratuginn.
Þ.s. áhugavert er að sú hnignun virðist hafa haldið áfram eftir 2000!
- Takið eftir línunum tveim - önnur sýnir meðaltal framleiðniaukningar 3-bestu landanna á evrusvæði.
- Meðan sú neðri sýnir þróun framleiðni hjá 3-lökustu meðlimalöndum evrusvæðis.
Þessi mikla hnignun í vexti framleiðni - - getur verið skýring að einhverju verulegu leiti þeirrar miklu hnignunar sem hefur síðan 1995 verið í gangi innan framleiðsluhagkerfið Evrópu.
Á myndinni að neðan, sést að aukið atvinnuleysi dregur úr þátttöku vinnumarkaðar í hagvexti.
Þeir áætla að þetta lagist smám saman á næstu árum, en þó verði atvinnuleysi 2023 samt líklega meira en það var 2007.
Og hvað með áhrif á hagvöxt - - sjá næstu mynd!
Aftur vekja þeir athygli á þeim mikla mun sem er á milli 3-bestu landa og þeirra 3-verstu. Þau 3 bestu séu skv. spánni að sleppa nokkurn veginn án umtalsverðs hagkerfistjóns, og viðhaldi áfram nokkurn veginn fyrri hagvaxtargetu.
Meðan að fyrir þau 3 verstu, sé hagvaxtargeta umtalsvert sköðuð og vöxtur í framhaldi af kreppu umtalsvert lakari en fyrir kreppu.
- Að meðaltali sé vöxtur evrusvæðis eftir kreppu áætlaður - ca. prósenti lakari en fyrir kreppu.
Síðan er önnur yfirlitsmynd ekki síður áhugaverð!
- Takið eftir að mögulegur vöxtur hrapar úr 1,6% í 0,4% meðan kreppan stendur yfir, en réttir við sér einungis upp í 0,9%.
- En samt áætla þeir raunverulegan vöxt örlítið betri þ.s. framan af tímabilinu, verði evrusvæði að vinna upp slaka sem kreppan bjó til.
- "...actual GDP growth rates are expected to be slightly higher than potential rates over the coming decade since the euro area will still be faced with a significant negative output gap at the end of the short term forecasts in 2015, of the order of 1.5 %."
- "Once the gap is closed, actual GDP growth rates will then simply equal the potential growth rates for the period 2019 up to 2023."
Einmitt, hagvöxtur til skamms tíma 2016-2018 verði 1,5% en lækki eftir það í 0,9%.
Samanburður við Bandaríkin!
Þetta er punktur sem starfsmenn Framkvæmdastjórnarinnar kjósa sjálfi að koma fram með.
- "The evidence provided in the table and graph suggests that not only has the US's growth performance been relatively less affected by the financial crisis but also that the US is expected to emerge from the crisis in a stronger position compared with the euro area."
- "Following the inevitable rebalancing / restructuring of their respective economies in the immediate post - cr isis period (i.e. 2008 - 2013), the US is expected to achieve average potential and per capita income growth rates over the period 2014 - 2023 which are broadly comparable with the pre - crisis decade, whereas the euro area's equivalent growth rates are expected to be halved. "
- "On the assumption that the euro area and US forecasts underpinning this scenario prove accurate, the euro area is forecast to end up in 2023 with liv ing standards relative to the US which would be lower than in the mid - 1960's ."
- "If this was to materialise, euro area living standards (potential GDP per capita) would be at only around 60% of US levels in 2023, with close to 2/3 of the gap in living standar ds due to lower labour productivity levels, and with the remaining 1/3 due to differences in the utilisation of labour (i.e. differences in hours worked per worker and the employment rate). "
- Mín skoðun er að starfsmenn Framkvæmdastjórnarinnar séu þarna líklega að vanmeta líklegan mun á framtíðar hagvexti Bandaríkjanna vs. Evrusvæðis.
- En ég bendi á að "fracking" ævintýrið í Bandar. hefur valdið því að verð á náttúrugasi sl. 7 ár hefur hrapað innan Bandar. um 70%. Að auki er olíuframleiðsla í aukningu, stefnir í að Bandar. fari langleiðina með að anna eigin eftirspurn. Mig grunar að þetta til samans muni lyfta meðal hagvexti Bandaríkjanna - - upp um 1% prósent. Þannig að hagvaxtarmunurinn verði heilu prósenti meiri a.m.k. en þeir gera ráð fyrir.
- Að auki er ég ekki viss um að þeir geri fulla grein fyrir neikvæðum áhrifum á samkeppnishæfni atvinnulífs innan evrusvæðis. af stöðugt hærra orkuverði þar, eða líklegum neikvæðum áhrifum á hagvöxt af því - ef fyrirtæki fara í vaxandi mæli að leita til svæða þ.s. orka kostar minna.
Þannig að ef þeir telja - skv. sínum niðurstöðum, að lífskjaramunur milli evrusvæðis og Bandar. verði 40%.
Þá grunar mig að útkoman verði nær 50% eða jafnvel 55% þ.e. að lífskjör á evrusvæði verði einungis 50% eða 45% af lífskjörum í Bandar. árið 2023.
--------------------------------------
Að lokum bendi ég á eina mynd enn:
´
- Það sem ég vek athygli á - - er hið hraða hrun á "mögulegum" vexti eða "potential growth" eftir 2000, þegar evran er tekin upp.
- Þetta er mjög sérstakt, en það virðist að ákveðinn hápunktur sé ca. 1998. Síðan sígur á ógæfuhliðina, og algerlega öfugt við þ.s. haldið var fram - að evran mundi bæta samkeppnishæfni og skilvirkni hagkerfis Evrópu. Virðist hún í besta falli, engin jákvæð áhrif hafa til þeirrar bættu samkeppnisstöðu eða skilvirkni, þannig að þróunin batni.
Það má eiginlega segja - - að þessi mynd undirstriki miklu betur en mörg orð. Hve gersamlega mislukkuð sú tilraun að skapa efnahagslega viðspyrnu fyrir Evrópu með því að búa til sameiginlegan gjaldmiðil hefur reynst vera.
- Þvert á móti er hagvöxtur áranna 2000-2007 einungis svipað góður og árin 1990-2000.
- Þetta eru árin sem evran á að vera að sanna sig!
- Þvert á móti, þ.s. við vitum að innan nokkurra landa þau ár voru í gangi fjárfestingarbólur er voru ósjálfbærar og að þær bólur voru hluti af mældum hagvexti þeirra ára; þá var í reynd hinn sjálfbæri hagvöxtur áranna 2000-2007 minni en áratuginn á undan.
- Myndin að ofan er sýnir stöðugan samdrátt í mögulegum hagvexti, að hann er þau sömu ár minni en áratuginn á undan - - sannar þessa tilfynningu mína.
Tilraunin með evruna misheppnaðist því gersamlega!
Niðurstaða
Það er auðvitað ægilegur hagvaxtarlegur ósigur fyrir Evrópu að skv. niðurstöðu eigin hagfræðinga Framkvæmdastjórnar ESB. Sé evrusvæði að dragast næsta áratug svo harkalega aftur úr Bandaríkjunum hvað lífskjör varðar - - að þeir meta að þau verði 40% lakari en lífskjör í Bandar. að líkindum árið 2023.
Ég held reyndar að munurinn verði líklega vart minni en 50%. Þ.s. hagvöxtur í Bandar. verði líklega nær 3% en þeim rúmum 2% sem þeir áætla.
Þetta þíðir auðvitað að evrusvæði er að dragast hlutfallslega enn herfilegar aftur úr í hlutfallslegu samhengi miðað við heimssvæði - - þ.s. hagvöxtur verður enn meiri á nk. áratug en í Bandar.
- Tek fram að starfsmenn Framkvæmdastjórnarinnar setja þetta fram - sem aðvörun. Og skora í framhaldinu á aðildarþjóðir evrusvæðis, að sjá til þess að þetta verði ekki niðurstaðan.
- En þeir telja að Evrópa verði að vinna upp þann vaxandi mun á framleiðni milli Evrópu og Bandaríkjanna, sem hafi verið að ágerast eftir 1995. Ef fram fer sem horfir, verði framleiðni á evrusvæði einungis 73% af framleiðni í Bandar. árið 2023.
- Evrusvæði hafi dregist aftur úr Bandar. í þróun framleiðni um 10% síðan 1995, og síðan kreppan hófst hafi sú neikvæða þróun ágerst enn frekar. Þjóðir evrusvæðis verði að taka á stóra sínum, og vinna upp þennan mun - stöðva þessa öfugþróun.
Ég legg það í mat hvers og eins af lesendum, hversu líklegt það sé að leiðtogar aðildarþjóða evrusvæðis takist að yfirvinna glataða samkeppnisfærni miðað við Bandaríkin, að þeim takist jafnvel að yfirvinna þá gjá sem hefur verið að myndast milli samkeppnishæfni evrusvæðis og Bandar.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 14.1.2014 kl. 22:46 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Lífskjör að meðaltali eru betri USA en Meðal tali í EU, fyrir 60 árum og hluti af betri lífskjörum í EU var USA factor í Ríki sem fengur ekki Rússa factor. Útvíkkunar stefna höfunda EU hefur lækkað meðalgengið samanborið við USA. Samkomulag um að viðurkenna rétt áður þriðja heimsins til byggja upp factor neytenda borgir, það er auka efnislega neyslu sína á móti minni þá Vesturlöndum sem átti þá auka hlut huglæga factor sem flokkaðir eru service og hafa vaxið hlutafallslega mest á Vesturlöndum , tel ég að skekki eldri hagfræði [ekki raunvísindi] líkön. Lækki svo raunvirði þjónustu launa stigvaxandi að melaltali til minnka efnislega almenna eftirspurn að Meðaltali í EU áfram þá minnkar veltu umfang skammtíma viðskipta áhættu banka og markmið Commission í samræmi við það sem þú segir verða sýnileg.
Það er verið að undirbúa herafla í EU af sömu stærð og í USA, og því þarf að fórna eða minnka geira til að hafa efni í þann nýja. Efni er nauðsynlega forsenda fyir öllum "Sevicelaunageirum" .
Hermenn er ekki svo dýrir í launum og læra margt hagnýtt og minnka atvinnuleysi. Her var stofnuðu í Lissabon og lýst nánar í fylgiskjölum með Samningum. Mig grunar að EU Varnarstofan lendi í UK. EU tekur alfarið yfir fullar varnir á Atlandshafi. USA er þegar farið að byggja sig upp á Kyrrahafi. USA factor í Þýskalandi minnkaði mikið þegar USA fór með sína herþjónustu þaðan.
Júlíus Björnsson, 14.1.2014 kl. 12:09
USA gefur upp að 4,36% af heildar efnahagveltu sé hernaðar factor hjá sér [eftirlaun 50 ára] , EU er nú með 1,63% af sinn efnhagsveltu og Lissabon [Staðreynd her er stofnaður með lögum en ekki sýnilegur] merkir tilfærslur þarf á fjármagni.
þá er rök rétt að spyrja hvað geiri mátti missa sín? Auðvitað fullt af élitu sjóðum um alla EU. Á 19. öld var borgarstétt sem kallaðist klæðskera og til að rýma fyrir verkmiðju framleiðu og skapa fleiri störf samfar því fjöld kælða fór að seljast meir almennt var aðilum borgað fyrir hætta eða settir í þrot. Lög EU segja að til lækka kostnað [raunvirði] við geira í grunni þá eigi að fækka mannafla og eignaraðilum og borga þeim út eins og hefuð haldið ára til æviloka. [Aðferðin er leyndarmál, en tól og tæki Commission eru með Lögum Seðlbanka og þeirra tól kallast lykilibankar]. Til að sperngja upp geira þá er að blása upp : Balloon lánsform [NEGAM] er nýfrjálshyggju form sem auðvelta er að misbeita. Heildasala og smásala kerfi í ríkjum var breytt í Alþjóða Risa, birgja og keðjur.
Íslendingar sem lítið ríki græddi ekkert á breyta þarna til byggja upp störf í fjámálaþjónustu. Ísland breyti hér því sem eru varsjóðir erlendis raunvaxta lausar [max 1,99%] 30 ár veðskuldir fastlaunmanna á 30 árum = efnahagsveltugrunni , í Negam ávöxtuna veðskuldir lengri en 5 ár , til að búa til veltu í kauphöll, þar okur iðgjaldasjóðir til tekina vinnuveitenda klíku eru kaupendur 80% bréfa. þessi sjóðir kaupa svo brér til að tyggjaa ofurlaun og arðgreiðslur sumra fyrirtækja í almennum kreppum.
Vera bláeygður , eða grænn má segja um flest Íslenska langskólamenn. 10% ráða öllu í heiminum. Vinna bak við tjöldin. Dæma eftir verkum síðar , það ætti nú að vera auðveldar en ráða af líkum.
Lána vinnuveitenda hlut laun sinna í 30 ár, og lífeyrir er ekki einu sinni verðtyggður eins og hrunið hér sannaði. Eru Íslendingar nutcase? Okur eða öreigatrygging er á Ný-Íslensku kallað verðtygging.
Júlíus Björnsson, 14.1.2014 kl. 13:37
"Hnignun í vexti"? Andstæða þess væri þá væntanlega "vöxtur í hnignun". ´
Ég hallast að því að betra sé, eins og hingað til, að tala um "hægari/hraðari hnignun" eða minnkandi minnkandi."
Og á hinn bóginn um "hraðari/ hægari vöxt" eða "minnkandi vöxt".
Ómar Ragnarsson, 14.1.2014 kl. 20:18
Hnignun merkir sú athöfn þegar einhverju hnignar [hrörnar, fer aftur]. Sögnin er ópersónuleg og tekur með sér þágufall. Vextinum hnignar => Hnignum í Vexti.
Þegar útlendingar eru tala í samhengi fjármála og bókhaldsmyndmáls, og í samhengi Landsframleiðu að nafninu til [Gross Domestic Product] Debitum [sá fékkst í reiðufé með vsk. í fyrra] og Raunvirði Landsframleiðslu það er efnahagsveltan [economy] það sem fæst fyrir hana í reiðufé með vsk. á nú-skattaári.
Útlendingar eins og Íslendingar hingað til er ekki að leggja áherslu á rúmmál, magn eða afgreiðslu hraða hins hins selda. Heldur breytingar á tölulegum um upphæðum á virði heildar sölunnar.
Innan heildarinnar er hægt að sjá fyrir ein aðila kófsveitan vera selja ónýta tómata á 1 kr. kílóið þegar Ríki hefur tryggt að ekki annað er á boðstólum. Þá er hægt að reikna út að endalaust er hægt að hækka verði og prenta peninga því sauðirnir mun alltaf kaupa það sem er á boðstólum með þeim hefur hnignað.
Við eru orðin sem heyjum okkur á hverjum degi, okkur getur hnignað í orðaforða.
Til að tryggja sölu Landframleiðslu með vsk. þá þarf að markaðasetja reiðfé á árs markaði á móti því selda, passa upp á að gera ráð fyrir að reiðufé getur komið undan koddum og skekkt myndina.
Til að geta borgað öllum sínum starfsmönnum út í reiðufé, verður skattmann að tryggja jákvæðan vöxt til prenta 1,0% mikið. Taka til baka í gengum skatta í framtíðinni. [ekki 6,5% eins hér er gert]
Til hliðar við Landsframleiðslu er eftirinnkomu reiðfjármarkaður [án vsk], sem er fjármagnaður með reiðufé umfram raunvirði Landsframleiðunnar og til auka veltu umfang hans [secondary market] þarf hagvöxt [bólgu] 2,5% ef Þýskaland og 5,0% að meðtali á öllum 30 árum. Heildar verðhækkanir á saman magni landframleiði á 30 árum 75% í Þýskalandi og 150% í UK.
Það kostar að reka happdrætti og elítan í UK telur sig hafa efni á þessu hingað til.
Við tölum um hluti í samhengi Prime og common annarsvegar [landsframleiðu] og hinsvegar subPrime og secondary. Almenningur þar sem skilin eru skýr í lögum , þar ekkert að pæla í hnignun á secondary market. Ef hann fær sitt fyrst til svala sínum fíknum. Secondary market fjármagnar sig á umfram Landsveltunnar, eðlilegt er að Vsk. aðilar greiða umframið út til einstaklinga , frekar en beint í skattmann og happdrætti. Stilling á reiðufjárflæði er gerð með lögum , og eftir hugmyndum yfirgreindra skattfræðinga sem eru kallað hér hagfræðingar. Efnahagsveltufræðingar. Ólæsir á erlent myndmál hingað til.
300.000 manna efnahagsvelta getur ekki fjármagnað mikið hlutfallslega stærri eftir innkomu markað en Skotland. Þjóðverjar og Frakkar , leggja 50% minna á sitt lið til fjármagna sín happadrætti.
AGS segir og ég líka að 150% gengur upp hér á öllum 30 árum . En þá þarf að binda þetta í lög í samhengi veðskulda með lengri endurgreiðslu tíma en 5 ár. Meðan Íslendingar eru að þroskast.
Láta þingið samþykkja laun æðstu embættismanna á hverju ári í samræmi við efnahagsveltu. Fast prómíl. USA gerir það.
Júlíus Björnsson, 15.1.2014 kl. 04:39
Íslendingar hafa ekki góðan borgarlegan yfirstéttar orðforða. Snorri Sturluson hafði það hinsvegar.
Júlíus Björnsson, 15.1.2014 kl. 12:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning