Væri það mjög sanngjarnt að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um þá spurningu hvort þjóðin vill hefja aðildarviðræður á ný?

Ég ætla aðeins að leiða hjá mér allra nýjustu umræðuna, þ.s. stungið er upp á því að spurt sé beint "vill þjóðin aðild að ESB." En ég er eiginlega sammála því, að eðlilega spurningin sé - - "vill fólk hefja viðræður um aðild að nýju." Skoðanakannanir hafa hingað til sýnt meirihluta stuðning fyrir viðræðum um aðild, en sem er áhugavert - að þegar spurt er beint jafnvel í sömu könnum sama hóp hvort menn vilja aðild að ESB, þá er niðurstaðan oftast nær á annan veg - að þá segir meirihlutinn "nei."

  1. En það gæti verið óheppilegt - að binda hendur samninganefndar, með því að spyrja áður en samið er um aðild, beint um það hvort fólk vill aðild eða ekki.
  2. Á hinn bóginn er seinni spurningin, hvort fólk vill viðræður eða ekki, ekki þess eðlis að samninganefnd væri með nokkrum hætti bundin af öðru en því, að láta viðræður fara fram!
  • Viðræður skv. því, þurfa þá ekki einu sinni að klárast!
  • Þ.e. einmitt sá seinni punktur sem ég vill vekja athygli á!

 

Hvað mundi gerast ef haldin er þjóðaratkvæðagreiðsla, og niðurstaða meirihlutans er sú - að skipa núverandi ríkisstjórn að hefja viðræður að nýju?

Það sem fólk þarf að átta sig á er að þetta væri algerlega absúrd útkoma - að ætla stjórnarflokkum sem eru andvígir aðild það, að klára viðræður fyrir lok kjörtímabils.

Það er gersamlega kýrskýrt að - að sjálfsögðu, mundu stjórnarflokkarnir þá mæta þeirri tilskipun þjóðarinnar að hefja viðræður - - en þ.e. ekki séns í helvíti að þær yrðu kláraðar innan ramma kjörtímabilsins.

Að auki mundu stjórnarflokkarnir skipa sitt eigið fólk í samninganefnd, ekki mundi koma til greina að skipa þá nefnd sem samdi fyrir hönd síðustu ríkisstjórnar. En ef einhver telur þetta ósanngjarna afstöðu, bendi ég viðkomandi á það - - að sá viðkomandi mundi líklega ekki ráða þá samninganefnd til verka sem stjórnarflokkarnir núverandi mundu skipa. Það sé ekki sanngjarnt að ætla, stjórnarflokkunum að ráða samninganefnd sinna pólit. andstæðinga.

Sú nefnd mundi auðvitað fylgja öðrum samningsmarkmiðum en þeim sem fylgt var þegar samið var við ESB í tíð síðustu ríkisstjórnar, þeim sem stjórnarflokkarnir sem andvígir eru aðild - mundu setja.

Ég get algerlega ábyrgst það, að útkoman yrði - - löng röð árangurslausra samningafunda. Þ.s. mjög ólíklegt er að hugmyndir stjórnarflokkanna um það hvað sé ásættanleg samningsútkoma, sé samrýmanleg við hugmyndir samningamanna ESB um þau atriði eða líklega afstöðu aðildarþjóðanna til þeirra sömu atriða.

 

Niðurstaða

Punkturinn er einfaldlega sá. Að langsamlega skynsamlegast er að láta þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort hefja skal viðræður að nýju. Fara fram samhliða kosningum til Alþingis 2017. Þar sem að engar líkur eru hvort sem er á því að núverandi stjórnarflokkar mundu skila af sér samningi fyrir lok kjörtímabils. Þá felst ekki í því nokkur viðbótar töf á samningaferlinu, ef niðurstaða þjóðarinnar verður sú 2017 að hefja viðræður að nýju - - samhliða því að hún hefur þá "svo fremi sem þjóðinni er alvara með það að láta viðræður klárast" væntanlega kosið aftur til valda meirihluta sem er aðildarsinnaður.

Þó tæknilega geti kosningar farið þannig, að þjóðaratkvæðagreiðslan fer með þeim hætti að meirihlutinn samþykki að hefja viðræður að nýju, meðan að núverandi stjórnarflokkar allt eins þess vegna geta fengið svipað fylgi og í kosningunum 2013.

Á hinn bóginn, þá þíðir það ekki endilega það að sama ríkisstjórn verði mynduð. Þá er a.m.k. tækifæri til þess fyrir aðildarsinna - - að mynda stjórn annaðhvort með Sjálfstæðisfl. eða Framsóknarfl.

Ef niðurstaðan um það að hefja viðræður liggur þegar fyrir - - þá mundu hugsanlegir stjórnarflokkar þurfa að semja sín á milli um samningsmarkmið, og það að fá sitt fólk í samningsnefnd.

Þ.e. auðvitað ekki fyrirfram öruggt að kosningarnar 2017 tryggi sömu flokkum sem nú stjórna, getu til áframhaldandi stjórnarsetu.

Þ.e. því alls ekki fyrirfram öruggt. Að aðildarsinnar geti ekki mögulega náð fram niðurstöðu sem þeir geta sætt sig við - þannig að viðræður geti hafist á næsta kjörtímabili eins og þá dreymir um.

En ég get algerlega ábyrgst það að ef það verður þjóðaratkvæðagreiðsla um málið á þessu kjörtímabili, þá hefst ekkert annað út úr því en að nokkrir einstaklingar á vegum núverandi stjórnarflokka, fá vel launað starf sem litla vinnu þarf að leggja í. Sem þeir mundu auk þess hugsanlega eiga möguleika á að halda þess vegna út næsta kjörtímabil einnig, ef þingkosningar 2017 mundu staðfesta núverandi meirihluta.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Jæja? Getur þá verið að til séu 4 mismunandi hópar á landinu:

1: Þeir sem hafa engan áhuga á að ganga í ESB, ekki einu sinni að ræða það,

2: Þeir sem hafa engan áhuga á að ganga í ESB, en vilja endilega tala um það sem lengst,

3: þeir sem hafa áhuga á að ganga í ESB, og vilja þess vegna ræða um það, 0g loks:

4: þeir sem vilja endilega ganga í ES án allra umræðna, enda fyrirfram vitað hvað verið er að skrifa undir?

Ja hérna.

Ásgrímur Hartmannsson, 13.1.2014 kl. 19:11

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband