12.1.2014 | 01:04
Verða gjaldeyrishöftin út kjörtímabilið?
Ég er farinn að óttast þetta. Eitt af því sem núverandi stjórnarflokkar gagnrýndu síðustu ríkisstjórn fyrir. Var linkind við losun hafta. En miðað við umræðuna í þjóðfélaginu í dag og milli stjórnarflokkanna - - virðist flest benda til þess. Að losun hafta sé bersýnilega ekki á næstunni. Muni líklega taka flr. ár.
Sem bendir til þess að þau geti enn verið uppi við lok kjörtímabil.
- Vandamálið við losun hafta er - - að það mun verða mjög kostnaðarsamt.
AGS útskýrði málið fyrir tæpu ári síðan í skýrslu: Selected Issues
Rétt að árétta að tölur skýrslunnar byggja á tölum frá 2011. Með öðrum orðum, tveggja ára gömlum.
Punkturinn er sá, að snjóskaflinn - - hefur stækkað síðan þá. Þannig að kostnaðurinn er líklega meiri í dag, en þá og líklega verður meiri á morgun.
- "...the potential capital outflows from residents portfolio rebalancing could range from 30 to 45 percent of 2011 GDP"
Og rúmur helmingur af þessu fé, er skv. áætlun AGS skv. tölum 2011, fé lífeyrissjóðanna.
- "...with non - pension - fund residents contributing to slightly below half of the outflows. "
Ástæða þess að skaflinn stækkar - ekki síst vegna upphleðslu fjármagns á vegum lífeyriskerfisins - er sú að sjóðakerfið þarf 3% nettó ávöxtun. Svo það gangi upp. Sem krefst þess m.a. að hagvöxtur á Íslandi sé ekki undir 3%.
Það er hugsanlegt að vegna mjög mikillar aukningar í ferðamennsku á sl. ári, hafi náðst 3% hagvöxtur árið 2013 skv. niðurstöðu Hagstofu, að fyrstu 9 mánuði ársins hafi hagvöxtur verið 3,1%: Hagvöxtur fyrstu níu mánuði ársins 3,1% drifinn áfram af utanríkisverslun.
Svo þ.e. hugsanlegt, að sjóðirnir hafi fundið nægar fjárfestingar sem skiluðu tilskyldri ávöxtun á sl. ári innan hafta, en vöxtur ársins á undan var mun lélegri. Og 3% vöxtur á sl. ári þíðir einfaldlega að hagkerfið hélt í við ávöxtunarþörf sjóðanna það tiltekna ár. En dugar ekki til að jafna út halla áranna á undan þ.s. hagvöxturinn var mun minni en 3% - - en fjármagn sjóðanna sem lokað hefur verið af hér innanlands. Hefur líklega ekki nærri allt verið á tilskyldri raunávöxtun - það sé fé sem sjóðirnir líklega muni vilja flytja út um leið og höft eru losuð.
Sennilega þyrfti hagvöxtur hér að vera út kjörtímabilið nær 5% en 3%, til þess að jafna þann halla út. Svo uppsafnað fé sjóðanna finni nægilega mikið af góðum fjárfestingarkostum.
Tæknilega gæti ísl. hagkerfið stækkað, og síðan losað höft eftir nokkur ár án boðafalla - - ef hagvöxtur yfir þau ár væri á því bili.
- En hverjar eru líkurnar á slíkum hagvexti?
Kostnaður við losun hafta gæti verið ca. 40% af þjóðarframleiðslu!
AGS eins og kemur fram að ofan skv. tölum frá 2011 áætlaði kostnað á bilinu 30-45% af þjóðarframleiðslu. Ef við reiknum með því að skaflinn hafi stækkað 2012. En staðið í stað 2013.
Gæti miðtala verið 40%.
Augljóslega er ekki til gjaldeyrir til að hleypa svo miklu fé út - - sem er það sama og að segja, að það sé miklu mun minna virði - en gengisskráning dagsins í dag segir til um.
En ef höft væru losuð t.d. fljótlega, og sú gengisskráning birtist - - þá lækka lífskjör á landinu fremur duglega. A.m.k. um tíma, meðan féð er að streyma út - meðan að jafnvægi er aftur að komast á hagkerfið.
Síðan tæki nokkurn tíma a.m.k. fyrir kjörin að ná aftur ca. sömu stöðu.
-------------------------
Þegar maður fylgist með ummælum talsmanna Samtaka Iðnaðarins og Alþýðusambands Íslands, og fleiri aðila - m.a. verkalýðsforingja, talsmanna hagsmunasamtaka.
Þá virðist hvergi sjást í þeim ummælum, þó t.d. talsmenn SA og ASÍ reglulega nefni mikilvægi losunar hafta; viðurkenningu á því - að losun mundi líklega hafa í för með sér umtalsverðan kostnað í lífskjörum.
A.m.k. einhverja hríð, sem gæti mælst í árum. Á móti kemur, að Ísland mundi sennilega fá enn öflugari aukningu frá ferðamennsku. Og sennilega mundi ekki taka mörg ár fyrir lífskjör þau sem eru í dag að snúa til baka.
Þess í stað, eru allir að tala um - - lífskjaraaukningu strax!
Sem mér virðist að sé líklega ekki "compatible" við losun hafta í nálægri framtíð.
Ráðherrar ríkisstjórnar, taka undir þessa stefnu!
Þannig, að það er eins og að til staðar sé, þegjandi samþykki - um að halda höftum áfram um óákveðinn tíma. Sem eins og ég sagði, getur þítt til loka kjörtímabils.
Það er eins og það sé til staðar - - þagnarbindindi, þess efnis að nefna ekki - lífskjarakostnaðinn sem því mundi líklega læiklega fylgja, að losa höft.
Ég sé engan - þá meina ég engan meðal helstu hagsmunasamtaka né áhrifamikilla stjórnmálamanna, nefna þetta atriði.
Gengur það upp að halda höftum út kjörtímabilið?
Það gæti þannig séð - lafað. Ef hagvöxtur þetta ár og næstu 2 er 3%. Þá ætti lífeyriskerfið halda sjó, þ.e. ætti að finna fjárfestingartækifæri hér innanlands fyrir allt nýtt fé, þó áfram verði vandi með það fé sem var að safnast upp árin 2008-2012 þegar hagvöxtur var meðaltali mun minni en 3%.
En ef það koma upp ný vandræði í alþjóðahagkerfinu - - t.d. að evrukreppan versnar aftur, t.d. vegna þess að evrukerfið dettur í verðhjöðnun og S-Evr. dettur inn í versnandi hættuspíral.
Þá gæti Ísland lent í nýju efnahagsáfalli.
Það má einnig nefna Kína, en þar hafa verið vísbendingar um áhættu innan hagkerfisins, vísbendingar um það að mörg fyrirtæki þar séu yfirskuldsett, að líkur fari vaxandi á snarpri kreppu - þegar yfirskuldsett fyrirtæki mundu fara á hausinn að líkindum. Hagvöxtur í Kína gæti þá dottið niður í 2-3 ár. Áður en hann mundi líklega snúa við af krafti að nýju.
Þetta mundi einnig geta skapað efnahagsáfall hér - vegna mikilvægis kínv. hagkerfisins í dag.
- Það er einmitt punkturinn, að mál geta lafað meðan hagvöxtur helst nægur - - en kreppa eða ef hægir verulega á hagvexti að nýju.
- Gæti flýtt fyrir því að uppsöfnun skafls innan innlenda fjármálakerfisins, valdi krísuástandi í innanlandskerfinu.
Ef hagvöxtur helst góður út kjörtímabilið - - er hugsanlegt að ríkisstjórnin geti fylgt ráðleggingu AGS um það, að tappa smám saman af skaflinum.
En það verður mjög erfitt, ef hagvexti hnignar aftur!
- Það virðist vera draumurinn, að tappa hægt og rólega af skaflinum - - án þess að það verði neikvæð áhrif á lífskjör fyrir rest.
Þ.e. fræðilega mögulegt, að tappa af honum á nokkrum árum, ef hagvöxtur er nægur - - en þá grunar mig að hann þurfi í reynd að vera ívið betri en 3%. Svo að sjóðirnir geti farið að finna næg fjárfestingartækifæri hér innanlands, fyrir sinn uppsafnaða skafl.
Ríkisstjórnin þarf þá virkilega að hafa heppnina með sér - - ef hagvöxtur á að vera þetta góður þessi 3 ár.
Niðurstaða
Mér virðist að við verðum öll að leggjast á bæn um góðan hagvöxt í Evrópu, Bandaríkjunum og Asíu nk. ár. Svo að hagvöxtur á Íslandi geti verið nægur. Til þess að hér skapist nægur gjaldeyrir til að smá tappa af hinum uppsafnaða skafli - yfir nk. 3 ár.
Þ.e. þó augljós hætta á að hlutir fari ekki þetta vel - - þannig að áætlun um það að smá tappa af skaflinum, nái ekki að klára málið fyrir lok kjörtímabils.
Ef hagvöxtur fer niður fyrir 3%. Þá mun aftur fara að safnast að nýju upp skafl á vegum lífeyrissjóðanna. Þ.s. þá er innanlands hagkerfið ekki að standa undir þeirri ávöxtunarþörf er sjóðakerfið þarf þ.e. 3% raunávöxtun.
Þá auðvitað mun ganga mjög erfiðlega að hleypa fé sjóðanna út.
Það gæti skapast mjög áhugaverð umræða fyrir kosningarnar 2017. Ef höftin verða þá enn uppi.
Þeir sem halda því fram, að ESB muni redda þessu fyrir okkur. Bara ef við höldum áfram með umsóknarferlið að ESB - - gætu þá fengið umtalsverða áheyrn meðal þjóðarinnar.
Þó það sé öldungis órökrétt, að búast við því að aðildarþjóðir ESB séu til í að gefa okkur óinnfyllta ávísun.
Það gætu einnig komið þeir fram, sem muni benda á þ.s. lausn - - að taka þegar í stað einhliða upp annan gjaldmiðil. En það væri óskaplega áhættusöm aðgerð, að losa höftin með þeirri aðferð. Gæti tel ég leitt til allsherjar hruns í innanlandsfjármálakerfinu. Ásamt miklu verri útkomu fyrir lífskjör landsmanna, en ef við t.d. á morgun mundum losa höftin strax um leið og vísitalan væri fryst.
En þeir sem mundu trúa á þá leið, mundu halda því blákalt fram - að það eitt að skipta yfir í alþjóðlegan gjaldmiðil, mundi endurreisa trúverðugleika. Þó það standist í reynd ekki.
- Það er því nokkur áhætta sem ríkisstjórnin tekur fyrir framtíðina, með því að taka þ.s. kannski virðist hin smærri áhætta til skamms tíma, að losa ekki höftin í fyrri lestinni.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:53 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
held að gjaldeyrishöft munu ekki verða aflétt í áföngum eldur verður að gera það í eitni aðgerð og með skipulögðu ferli því þetta eru líka vandamál kröfuhafa. nú virtust seinasta ríkistjórn hafa mist af tækifærum meðan krónan var veikari að koma fyrirtækum til landsins en alt tekur þettað timmma það lesti engan vanda að bíða eftir e.s.b mindi bjarga þjóðabúinu. líst nokkuð vel á hvað iðnaðarráðherran er að reina að gera vonandi vann seinasta ríkistjórn þarft verk til að til að skapa þann útflutníng sem þarf þó ég sjái það ekki maður sér ekki öll verk stjórnasinas og a ekki að trúa öllu sem er skrifað um hana. 2014. verðuir eflaus gott ár en hvernig verða árin 2015-20 skilst að gjaldeyrisforðinn muni klárast í afborganir í nánustu framtíð ef ekkeret verður aðgert. en þá verðum við að birja núna að semja um skuldbreitíngar en ekki alyaf á seinustu syundu einsog virðist vera blagsiður á íslandi
Kristinn Geir Briem, 12.1.2014 kl. 09:23
Einar, góð færsla hjá þér eins og alltaf.
Það er eitt atriði varðandi gjaldeyrishöftin sem heyrist sjaldan nefnt: Eru þau ekki skýlaust brot á EES samningnum? Mér sýnist að ESB geti lagt talsverðan þrýsting á Ísland með því að hóta að rifta EES samningnum.
Nú hefur ríkisstjórnin boðað stórfellda skattlagningu á bankakerfið, þar á meðal þrotabú gömlu bankanna. Ég hef ekki séð nánari útfærslu á þessu, en almennt virðast menn telja að peningarnir verði fyrst og fremst sóttir í þrotabú gömlu bankanna. Eitthvað rúmlega tuttugu milljarðir á ári næstu fjögur árin.
Ef slík skattlagning stenst lög er væntanlega um talsvert merkilegt fordæmi að ræða, ekki bara innanlands heldur innan EES og ESB. Skyldi ESB vilja láta á það reyna? Ef skattlagningin stenst lög þá sé ég ekkert því til fyrirstöðu að eignir þrotabúanna verði skattlagðar út úr þeim um ókomna framtíð, t.d. til að greiða niður gríðarlegar skuldir ríkissjóðs.
Fordæmið væri þá eftirfarandi: Alþjóðlegir kröfuhafar geta vænst þess, ef banki kemst í þrot, að ríkisstjórn í heimalandi bankans skattleggi í burtu eignir þrotabúsins. Ef þetta yrði viðurkennt sem lögleg aðgerð myndi ávöxtunarkrafa til banka almennt hækka innan ESB (og jafnvel víðar), með slæmum afleiðingum fyrir alþjóðlegt hagkerfi.
Skattlagning á þrotabú gömlu bankanna, ef hún stenst lög, kemur væntanlega í veg fyrir að gjaldeyrishöft verði afnumin? Höftin verða aðeins afnumin með samstarfi við erlenda kröfuhafa, varla verða þeir samstarfsfúsir ef ríkið byrjar að hafa af þeim væntanlegar eignir með skattlagningu?
Nú er ég enginn sérfræðingur í þessum málum, má meira en vera að ég misskilji málið gjörsamlega! Ég ræddi við breskan viðskiptafræðing á dögunum, hann taldi að ESB myndi reyna að koma í veg fyrir skattlagningu þrotabúanna með öllum tiltækum ráðum. En kannski tókst mér ekki að skýra stöðuna rétt fyrir honum.
Brynjólfur Þorvarðsson, 12.1.2014 kl. 11:14
Seðlabankinn kallar það að aflétta gjaldeyrishöftunum þegar búið er að gera upp við kröfuhafa. Það verða hinsvegar alltaf höft á stórum fjármagnsflutningum þótt það verði kallað að búið sé að aflétta gjaldeyrishöftum.
Það eiga að vera hér gjaldeyrishöft og verða að vera. Lífeyrissjóðirnir og aðrir stórir sjóðir munu ekki geta keypt og selt gjaldeyri að vild í framtíðinni. Ef það yrði leyft mundum við komast í sama ástand og var fyrir hrun það er að segja að SÍ yrði að spenna vextina uppfyrir strop til þess að reyna að hindra útflæði gjaldeyris.
Ég spái því að á þessu kjörtímabili verði "gjaldeyrishöftum aflétt" en SÍ muni samt sem áður þurfa að gefa leyfi fyrir stórum fjármagnsflutningum. Annað væri óskynsamlegt.
Þórhallur Kristjánsson, 12.1.2014 kl. 12:44
Já, góð færsla eins og vanalega.
Ég held að það sé svo að segja útilokað að ætla að afnema höftin með því að meitla niður snjóhengjuna með hagvexti. Það kann að vera að sú aðferð hafi gengið upp á blaði rétt eftir hrun áður en upphæðir lágu fyrir en núna eru þær ljósar og eru miklu hærri en þær voru áætlaðar t.d. 2011, eins og Einar Björn bendir á.
Til þess að halda eigendum þeirra ca. 1000-1200 milljarða króna (sem virðist vera stærðin á stabbanum sem hraðast vill út) í landinu, þá þyrftu þessir aðilar væntanlega að hafa frjálst aðgengi að vöxtunum af þessum peningum í erlendum gjaldeyri. Þeir vextir gætu numið 30-40 milljörðum á ári, í landi þar sem afgangur af vöruskiptum er af stærðargráðunni 70-80 milljarðar. Ég sé ekki fyrir mér að það gangi þegar allar aðrar óskir um kaup á gjaldeyri t.d. til greiðslu erlendra skulda innlendra aðila eru teknar með í reikninginn.
Hvað brot á EES samningnum varðar þá er það sennileg skýring finnst mér að ESB noti það sem svipu á íslensk stjórnvöld. A.m.k. þá talar samfylkingarfólk alltaf um að það verði að standa við "alþjóðlegar skuldbindingar" þegar höftin verða losuð og þessi orð falla einatt í umræðum þar sem rætt er um að sækja að kröfuhöfum.
En hvað skattlagningu þrotabúanna varðar þá heyrast svo sem ekki hávær mótmæli úr ranni kröfuhafa eða slitastjórna enn sem komið er. Ég held að ástæðan sé einfaldlega sú að á þeim bæjum geri menn ekkert endilega ráð fyrir að það komi nokkurn tíma til skattlagningar. Ég verð að minnsta kosti fyrir miklum vonbrigðum ef að stjórnvöld eru ekki nú þegar að vinna að lagasetningu í sambandi við uppgjör þrotabúanna á bakvið tjöldin og þvinga í framhaldinu af því uppgjör á þeim í krónum. 20 milljarða skattlagning á ári er hnetur í samanburði við það sem eigendur krónueigna í snjóhengjunni þurfa að afskrifa ef slík lög verða að veruleika.
Áður en það gerist þá á væri ég hins vegar hissa ef að það kæmi ekki fram a.m.k. eitt raunhæft tilboð frá kröfuhöfum um stórar afskriftir á krónueignum og þá meina ég hundruði milljarða, gegn því að þeir fái aðgang að erlendum eignum þrotabúanna.
Benedikt Helgason, 12.1.2014 kl. 14:33
Kristinn Geir, já þ.e. einmitt bersýnulega gríðarleg þörf fyrir að ferðamennska haldi áfram á þessum mikla vaxtarhraða. Við erum að tala um það að ferðamenn hafi verið á sl. ári milli 800-900þ. skilst mér, sem þíðir að þeir fara í rúma milljón á þessu ári ef aftur verður rúml. 20% aukning.
Er svartsýnn á álver! Hver veit, kannski verða nægar gjaldeyristekjur fyrir rest, ef þessi mikli vaxtarhraði ferðamennskunnar heldur áfram. Sem vísar til niðurlagsins að ofan, að við verðum að leggjast á bæn um gott árferði í heiminum. Annars lendum við örugglega í vandræðum með þá aðferð, að losa höftin skv. smá skammtalækninga-aðferðinni.
---------------------------
Brynjólfur Þorvarðs: Sannarlega eru þau brot. En við höfum komist upp með þau. Best að muna að til staðar er annað fordæmi. Kýpur á evrusvæði. Ef Kýpur raunverulega losar öll höft í janúar og það gengur upp - krossum fingur. Þá gæti hitnað undir þrýstingi á Ísland, um að uppfylla EES reglur.
Höfum í huga eitt, að skattlagningaraðferðin getur verið leið til að beita kröfuhafa þrýstingi, um að þeir samþykki - - að eignir verði færðar niður. En þrotabú bankanna eiga eftir formlega nauðasamninga. Kröfuhafar vilja að eignirnar séu metnar hærra. En á sl. ári varaði Seðlabanki við því að ekki væri til í landinu nægur gjaldeyrir fyrirséð næstu ár til að greiða kröfuhöfum. Það hefur því ekki verið unnt að heimila þá nauðasamninga. Þetta getur því verið aðferð ríkisins til að semja við kröfuhafa eins og máltækið segir - með tveim hrútshausum. Þ.e. smá rýja þá þar til þeir sætta sig við þá afskrift þeirra eigna. Sem talin er nauðsynleg svo að útgreiðsla til kr0fyhafa lækki ekki gengið - hugsanlega verulega.
Á móti þá er þetta form af "financia repression" áhugavert. En ég bendi þó breska manninum sem þú talaðir við á það, að ESB sjálft beitti "financial repression" gagnvart kröfuhöfum Grikklands er ESB neyddi þá til að afskrifa 50% af "nominal" virði en 70% af framáætluðu raunvirði. Í þeirri aðferð ESB getur legið töluvert fordæmi, er getur skapað lagalegar flækjur. Ef gerð væri tilraun til að sækja mál gegn Íslandi. Á þeim grunni að aðgerð Ísland standist ekki lög. Kannski skapaði ESB óafvitandi fordæmi - sem Ísand getur notfært séð. Þó svo að aðgerð ESB hafi verið útfærð með öðrum hætti. Þá voru kröfuhafar eigi að síður þvingaðir til stórfelldra afskrifta.
---------------------------
Þórhallu - já þ.e. örugglega rétt hjá þér. Að sjóðakerfi lífeyriskerfisins, mun þurfa að lúta takmörkunum. Ef menn ætla að viðhalda kerfinu eins og þ.e. nú uppstillt, með 3% raunávöxtunarþörf. En ef þ.e. gert, þá verður innlend fjármögnunarþörf þeirra stöðugt áhættu atriði. Þegar kemur að hættu á verðbólgu myndun innan ísl. hagkerfisins.
Þ.s. þetta segir er að 3% raunávöxtunarþörf sé of há. Það þurfi að færa kerfið niður. Þannig að raunávöxtunarþörf þess sé t.d. ekki yfir 2%. Helst nær 1,5% - - segi ég. Það þíðir auðvitað, að skerða réttindi. Annars verður kerfið stöðug hætta fyrir innlenda kerfið.
Og ef við heimilum þeim að senda fé sitt úr landi, meðan kerfið er enn of dýrt. Þá alveg rétt hjá þér mundi það örugglega reka Seðlabankann inn í ofurvaxtastefnu. Með kunnugum afleiðingum.
Sem aftur kemur að því, að sjóðakerfið er of dýrt. Hagkerfið ræður ekki við þessa ávöxtunarþörf burtséð frá því hvort sjóðirnir hafa fresli til að senda fé sitt úr landi - eða ef það þarf nær allt að ávaxta hér innanlands.
En jafnvel þó svo að sjóðakerfið væri þannig séð - hamið. Fært niður á viðráðanlegt stig. Þá er líklega rétt að til staðar þurfa að vera einhver varnagla ákvæði.
Ef það varnaglaákvæði er skilgreint síðan vel auglýst. Þá ætti beiting þess ekki að koma markaðinum á óvart.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 12.1.2014 kl. 14:43
Benedikt, eins og ég benti Brynjólfi á, getur skattlagning þrotabúa verið form af því að setja þrýsting á þá aðila sem eiga hér fé, svo þeir samþykki þá stóru afskrift þess fjár - sem þarf gerast. Til að minnka mjög verulega útflæði fjármagns sem annars verður ef höft eru losuð.
Á hinn bóginn varðandi hugsanlegt reglubrot, ítreka ég þá ábendingu um dæmi Kýpur, og síða um það hugsanlega "financial repression" fordæmi ESB sjálfs gagnvart kröfuhöfum Grikklands, sem neyddir voru þó þetta sé kallað svo að þeir hafi skrifað undir sjálfviljugir, til þess að afskrifa kringum 70% af framáætluðu raunvirði.
Ég held að þessi fordæmi gagnist Íslandi a.m.k. að einhverju leiti. Kýpur a.m.k. þangaið til það land losar öll höft, veiti okkur á klakanum nokkurt skálkaskjól. Fordæmi ESB gagnvart kröfuhöfum Grikklands, flæki málin ef tilraun verður gerð til að lögsækja Ísland í tengslum við meðferðina á kröfuhöfum gömlu bankanna.
Ef Ísland væri dæmt, þá auðvitað mundi þá halla verulega á meðferðina á kröfuhöfum Grikklands. Og dómsmál þar einnig blasa við.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 12.1.2014 kl. 14:52
einar vandin við ferðamenn að þeir géta farið á morgun allir til noregs. verksmiðjur fara ekki fyr en eftir áratugi þegar ég skrifa um iðnaðarráðherra var ég ekki að hugsa um álver heldur um gagnaver og fiskeldi á reykjanessi jafnvel gróðurhúsið hjá grindavík sem er hugsuð til útflutníg
Kristinn Geir Briem, 12.1.2014 kl. 15:56
Einar, ég er sammála þér að skattlagning er ágætis leið til að setja þrýsting á kröfuhafana.
En sú staða sem ég var frekar að velta fyrir mér var þessi: Kröfuhafar munu (væntanlega) fara dómsstólaleiðina til að fá úr skorið hvort ríkisstjórnin megi skattleggja þrotabú gömlu bankanna. (Er það annars nokkuð sem gengur og gerist, hér á landi eða annars staðar, að þrotabú séu skattlögð?).
Segjum að málið dæmist Ríkisstjórn í vil í héraði og hæstarétti. Næsta skref yrði þá væntanlega fyrir erlendum dómsstólum (nema kröfuhafar velji að fara þangað strax).
ESB vill (ímynda ég mér) ekki taka áhættuna af að málið dæmist ríkisstjórninni í vil - allt getur jú gerst, samanber ICESAVE. Kröfuhafar gætu beitt sér innan ESB einnig, til að koma í veg fyrir að málið sé dómtekið og Ísland beitt þrýstingi.
Ef ég hef skilið þetta rétt þá er þessi skattlagning óhefðbundin og hugsanlega ólögleg. Ef hún dæmist lögleg er fordæmisgildið alþjóðlegt, millibankavextir myndu væntanlega hækka og hagvexti stefnt í voða ... eða hvað? Vextir endurspegla áhættu, ef alþjóðlegar lánastofnanir geta átt von á því að gjaldþrota bankar séu tæmdir með löglegum hætti af ríkisstjórnum þá vex væntanlega áhætta lánveitenda og vextirnir með.
ESB getur þrýst á ríkisstjórnina gegnum EES samninginn og hótað aðgerðum, í ítrasta falli að segja upp EES samningum við Ísland. Gjaldeyrishöfin er brot á grundvallarreglum samningsins svo hæg eru heimatökin!
Brynjólfur Þorvarðsson, 12.1.2014 kl. 18:04
Meðan mest er lagt upp úr því að halda gengi krónunnar stöðugu og jafnvel hækkandi, verða gjaldeyrishöft óhjákvæmileg að óbreyttu til þess að ná því markmiði.
Ómar Ragnarsson, 12.1.2014 kl. 19:07
Brynjólfur, já þetta gæti verið áhugavert prófmál. Það er líklega rétt að slík skattlagning sé mjög óvenjuleg. Kröfuhafar auðvitað hafa sinn rétt til að leitast við að fremsta megni hnekkja þessum skatti - - þ.e. sjálfsagt hugsanlegt að unnt sé að finna röksemd skv. EES um það að slíkur skattur sé ósanngjörn aðferð, tja - hver veit, kannski að hann skaði rétt til frelsis um fjármagnsflutninga. Það á eiginlega þó mun frekar um höftin.
Ríkisstj. getur þó spilað þessa skattheimtu þannig, að hún snúist um sanngyrni. Það sé verið að taka fé, sem sé öldungis ósanngjarnt af kröfuhöfum að ætla að þeir fái. Þ.s. eftir allt saman - - að eina leiðin til þess að þeir fái það greitt þ.s. ekki sé nægur gjaldeyrir í landinu til þess að greiða þeim það fé út, sé að ríkið sem sé að skattleggja þá taki á sig með einhverjum hætti að tryggja þá greiðslu þ.e. skuldsetji sig til þess. Þ.s. augljóst sé að ómögulegt sé að láta það verðmæti sem kröfuhafar vilja helst fá koma fram með öðrum hætti. Að auki, muni viðbótar afleiðing verða langtíma skerðing lífskjara hér. Þ.s. ríkið mundi ekki geta tryggt þá greiðslu, nema að skerða með mjög margvíslegum hætti almanna þjónustu og skerða lífskjör beint með hækkun skatta.
Það sé ekki nema sanngjarnt að ríkið taki til sín hluta af fénu - til þess að lækka þann skaða sem það mun verða fyrir og restin af samfélaginu, síðan mætist ríkið og kröfuhafar einhvers staðar á milli, ríkið tryggi þeim greiðslu á rest. Með því að skuldsetja sig til þess að tryggja að gjaldeyrir sé til staðar fyrir þeirri upphæð sem þeir fá - - en sú upphæð sem þeir fá verði verulega niðursett.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 12.1.2014 kl. 21:46
Ómar - - þ.e. sennilega rétt á meðan að gjaldeyrissjóðir landsmanna eru mjög smáir. Á hinn bóginn, er ekkert tæknilega sem kemur í veg fyrir gengisstöðugleika í framtíðinni, ef við Íslendingar tökum okkur saman í andlitinu - og gætum þess í framtíðinni að spila okkur ekki eina ferðina enn inn í ástand viðskiptahalla.
En gengið getur aldrei staðist slíkt ástand til lengdar, því að Ísland á aldrei nema takmarkað fjármagn hverju sinni. Gjaldeyrissjóðir klárast alltaf fyrir rest, og í framhaldinu af því væri óskynsamlegt að skuldsetja ríkið til að útvegja frekari gjaldeyri - eins og þjóðirnar í S-Evr. komust að, til þess eins að eyða honum til að fjármagna frekari viðskiptahalla.
Þ.e. eiginlega þetta sem er okkar vandi - - síendurtekin þróun til viðskiptahalla.
Sem aldrei getur staðist til lengdar.
Við þurfum ekki endilega alltaf að leysa þann vanda með því að lækka gengið - - tæknilega er einnig unnt að setja upp innflutningshöft eins og á 6. áratugnum eða eins og þjóðirnar innan evrusvæðis eru að gera tilraunir með þ.e. að lækka laun með beinum hætti, þó í þriðja lægi sé að auki mögulegt að minnka viðskiptahalla með atvinnuleysi eins og gerst hefur á Spáni. En ég mæli síður með því, heldur en launalækkunaraðferðinni.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 12.1.2014 kl. 21:52
Einar, takk fyrir svarið! Ég er í sjálfu sér sammála þér um sanngirnina, að öðru jöfnu hefi ég gjarnan viljað sjá eignir þrotabúanna fara í að greiða niður erlendar skuldir Ríkissjóðs.
En á vissan hátt ýtir það sem þú segir undir punktinn sem ég var að reyna að setja fram: Að EES mun trúlega ekki vilja að á málið verði látið reyna fyrir dómsstólum vegna fordæmisgildis ef málið skyldi vinnast.
Ef skattlagning er lögleg þá er ekkert því til fyrirstöðu að eignir bankanna verði skattlagðar út, að stóru leyti ef ekki öllu. Nú veit ég ekki hversu miklar þessar eignir eru, en þrotabú Landsbankans er víst með eignir fyrir ICESAVE skuldinni og er byrjaður að greiða hana niður.
Ég sé ekki fyrir mér að einhvers konar samningur verði gerður um að skattleggja bara sumt, og greiða svo restina út eftir ákveðinn tíma. Kröfuhafar eiga forgang í eignir þrotabúa, ástæða þess að þrotabúin hafa ekki verið gerð upp er væntanlega tvíþætt: Beðið er eftir því að margvíslegar eignir hækka í verði og semja þarf um uppgjör á krónubréfunum (snjóhengjunni). Hið fyrrnefnda er bara biðleikur, öllum i hag, hið síðarnefnda strandar á gjaldeyrishöftunum (og öfugt). (Samkvæmt mínum mjóa skilningi).
Mér finnst líklegt, í stuttu máli, að ESB vilji ekki láta reyna á málið fyrir dómstólum. Eina leiðin til að koma í veg fyrir það er að þrýsta á Ríkisstjórnina að draga skattlagningarhugmyndir sínar til baka.
Brynjólfur Þorvarðsson, 13.1.2014 kl. 07:03
Það er ekki ólíklegt að ESB sé tregt sjálft, til að láta málið fara dómstólaleiðina.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 13.1.2014 kl. 23:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning