11.1.2014 | 01:07
Bretar ákveðnir í að hefja sitt "shale boom" þrátt fyrir harða andstöðu umhverfisverndarmanna gegn "fracking"!
Auðvitað er og verður "fracking" aðferðin umdeild. En hún felur í sér að gríðarlegu magni af vökva gjarnan milljónum lítra er dælt ofan í borholur undir þrýstingi. Vökvaþrýstingurinn síðan losar um olíu eða gas eða hvort tveggja úr "leirsteinslögum" sbr. "shale."
Þessi aðferð hefur margvíslega galla í för með sér sem eru þekktir:
- Það þarf einhvern veginn að losna við vökvann eftir að búið er að nota hann. Og þá er hann gjarnan mengaður margvíslegum efnum úr jarðlögunum sjálfum, sem losnuðu úr læðingi vegna vökvaþrýstingsins er losaði um hárfínar sprungur. En þ.e. ekki endilega bara olía eða gas sem losnar, og berst með vatninu upp á yfirborð. Að auki eru gjarnan notuð efni sem blandað er í vökvann, sem ætlað er að auka hæfni vökvans til að opna hárfínar sprungur í jarðlögunum. Þau efni hafa a.m.k. sum hver verið varasöm umhverfinu! Tæknilega er sjálfsagt unnt að láta vökvann streyma í gegnum skólphreinsikerfi - - þekki ekki hvaða lausn á þessu vandamáli stendur til að beita í Bretlandi.
- Það er óvefengjanlegt, að vatnið er það streymir um jarðlögin, þá gjarnan verða tugir jafnvel hundruðir smáskjálfta, en vökvinn losar spennu í jarðlögum. Þetta t.d. gerðist í Hveragerði á Íslandi er heitu vatni var dælt aftur niður í sprungur til losna við það að nýju. Á hinn bóginn, þá líður þessi skjálftavirkni hjá - - nær hámarki, eftir að spennan er farin úr berginu er þetta búið. En tjón er auðvitað hugsanlegt, þó flestir skjálftarnir séu líklega það smáir að þeir finnist ekki á yfirborðinu.
- Það þriðja er umdeilt, hvort eða hve mikil hætta er á mengun grunnvatns. Ég á von á því að þetta fari eftir aðstæðum á hverju svæði. Þ.e. t.d. hve djúpt er niður á þau jarðlög sem til stendur að nýta. Ef þau eru á verulegu dýpi. Er líklega slík hætta óveruleg eða jafnvel engin. Ég þekki ekki akkúrat hvernig berglögum er háttað í "the British Midlands region" þ.s. til stendur að nýta gas úr "shale" eða leirsteini.
- Sennilega er alvarlegasta vandamálið - - að losna við vökvann eftir að hann er aftur kominn upp á yfirborðið! Ef þ.e. gert klúðurslega, gæti vökvinn mengað auðvitað grunnvant. En mig grunar, að dæmi um mengun grunnvatns frá Bandar. standi fyrst og fremst í tengslum við, klúður í tengslum við förgun á vökvanum - - eftir að honum hefur aftur verið dælt upp á yfirborðið.
- Það hafi ekki verið eiginlega af völdum "fracking" sem tjónið varð, heldur vegna þess að ekki hafði verið hugsað nægilega vel fyrir því, hvað á síðan að gera við allan vökvann. Eftir að hann er aftur kominn upp á yfirborðið. Tæknilega er unnt að varðveita hann í tilbúnum lónum á yfirborðinu. Það held ég að hafi verið gert í einhverjum tilvikum í Bandar.
- Ef það hefur lekið t.d. úr stíflu, eða ef jarðlög undir slíku lóni hafa ekki verið nægilega þétt, þá gæti það skýrt tjón á grunnvatni.
Þetta er verkfræðilegt vandamál sem er leysanlegt. En þarf að rannsaka eins og öll slík - - nægilega vel.
Hverjir eru kostirnir á móti göllunum?
- Í Bandar. síðan "fracking" ævintýrið hófst, hefur verð á náttúrugasi lækkað um 70%. Í dag er það um 1/4 af gasverði í Evrópu. Þetta hefur komið almenningi á svæðum þ.s. gasnotkun á heimilum er útbreidd - - mjög vel.
- Það þíðir - - lægri hitunarkostnað. Lægri eldunarkostnað. Og gjarnan að auki, mun lægri rafmagnsreikning. Því á gassvæðunum í Bandar. er rafmagn gjarnan einnig framleitt í gasorkuverum. Og rafmagnsverð hefur þá eðlilega lækkað mjög verulega á þeim svæðum.
- Þetta eykur sem sagt kaupmátt almennings - - umtalsvert!
- Þá er ekki tekið tillit til þeirrar auknu fjárfestingar, sem hið hagstæða orkuverð á gassvæðunum er að skapa, þ.e. ódýr orka. Er að laða ti gassvæðanna í Bandar. fjölmörg fyrirtæki, sem reka starfsemi t.d. álver sem þarf mikið af rafmagni. En þetta skiptir einnig máli fyrir stálver og aðrar málmbræðslur, og efnaverksmiðjur sem geta notað náttúrugas alveg eins og olíu, til að framleiða plastefni.
- Svo að lífskjör almennings á gassvæðunum í Bandar. eru líka að batna, vegna fjölgunar starfa. Laun fara líka hækkandi, vegna aukinnar eftirspurnar eftir vinnuafli á þeim svæðum.
Þetta er þ.s. Bretar eru að sækjast eftir!
Total joins UKs pursuit of shale boom
- "Total of France is to become the first major oil company to explore for shale gas in the UK,..."
- "Total will announce on Monday a deal to join a shale gas exploration licence in the Midlands currently operated by Ecorp of the US, according to people familiar with the matter. "
Breska ríkisstjórnin segir - " It points to recent estimates that there could be as much as 1,300tn cubic feet of shale gas lying under just 11 English counties in the north and Midlands. Even if just one-10th of that is ultimately extracted, it would be the equivalent of 51 years gas supply for the UK."
Ef þetta er rétt - - þá sé ég ekki hvernig umhverfisverndarmenn geta stöðvað þetta!
En 51 ár af gasi, af miðað er við að 1/10 af áætluðu gasi sé vinnanlegt.
Er líklega það mikilvægt atriði fyrir framtíðar lífskjör Breta, að ég á alls ekki von á öðru, en að málið gangi fram.
En vert er að muna, að olíulyndir Breta í Norðursjó eru að þverra, meira að segja gasið sem þaðan kemur. Er er að klárast á næstu árum.
Ef Bretar finna ekki nýja orkulynd í staðinn - - þá hreinlega skortir Bretland orku.
Gallinn við svokallaðar "náttúruvænar" aðferðir, er að orka framleidd með þeim hætti - - er mjög dýr.
Hátt rafmagnsverð jafngildir - - lægri lífskjörum. Og líklega að auki, lakari samkeppnishæfni framleiðsluatvinnuvega, og því færri störfum - lægri launum og meira framtíðar atvinnuleysi.
- Jafnvel þó það megi vera að umhverfiskostnaður sé verulegur - - þá eru hagsmunir Bretar ef áætlun um framtíðar forða er nærri lagi um gasforða til 51 árs það miklir.
- Að ég sé jafnvel ekki að ábyrg stjórnvöld, geti tekið aðra ákvörðun. En að nýta!
Niðurstaða
Ég á von á því að "fracking" ævintýrið sé rétt að hefjast í Bretlandi. Flr. lönd eru með "fracking" drauma. Erlendir aðilar hafa verið að leita í Póllandi, ekki enn fundið vinnanlegt magn sem skiptir máli. Þó svo að talið sé að mikið magn sé hugsanlega til staðar undir fótunum á Pólverjum víða um Pólland. Og það væri mjög hentugt fyrir Pólland. Að þurfa ekki lengur að kaupa orku frá Rússum.
Ef Bretum gengur vel, þá á ég mikla von á því - að þrýstingur um "fracking" víðsvegar um Evrópu. Verði gríðarlega sterkur í kjölfarið!
Krafan um störf - um lægra orkuverð; verði erfitt að hindra!
- Ég skal ekki neita því, að "fracking" mun valda aukinni losun "CO2" - - það má vera að til lengri tíma litið, þá skaði það Jarðarbúa meir. En þann punkt er engin leið að sanna í dag. Hitt er algerlega öruggt, að hátt orkuverð skaðar lífskjör með margvíslegum hætti, og á móti að lágt orkuverð bætir þau að sama skapi!
- Hlýnun lofthjúps Jarðar er óvefengjanlega, að hluta a.m.k. af manna völdum. Og frekari losun "CO2" mun bæta enn meir í.
- En samt er engin leið að sanna - - að nettó tap almennings sé meir af því að nýta olíu og gas næstu áratugi, en að sleppa að nýta það. Þegar haft er í huga, þau hærri lífskjör sem almenningur getur haft yfir það tímabil.
- Sannarlega bráðna jöklar ef ekkert er að gert. En menn þurfa að átta sig á tímarammanum. Ég neita að trúa því að mannkyn geti ekki nk. 300 ár leyst vandann, áður en Grænlandsjökull er bráðnaður. Eða nk. 1000 ár sem það tekur ísa S-skauts að bráðna. En þessir ísmassar eru það "gígantískir" að þeir taka langan tíma að bráðna. Þó svo við miðum við verstu spár um hitun.
Jöklar á Íslandi bráðna líklega á nk. 100 árum og verða horfnir. En þeir eru of smáir til að skipta máli fyrir yfirborð heimshafa. Og ísinn á N-skautinu að sjálfsögðu, skiptir engu máli frá þeim sjónarhóli þ.s. hann er þegar á floti!
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning