Mario Draghi segir Evrópu að kreppan sé ekki búin, meðan hann heldur stýrivöxtum í 0,25%

Það hefur nefnilega verið í gangi óvenjulega mikil bjartsýni innan Evrópu í janúar. Þessi bylgja hófst eftir að Írland seldi slurk af ríkisbréfum á hagstæðu verði þ.e. 3,54% fyrir 10 ára bréf. Þetta vakti óneitanlega mikla athygli - - í ljósi þess að þessa dagana eru bandar. ríkisbréf að fara á ca. 3%.

Í framhaldinu lækkaði vaxtakrafa á ríkisbréf almennt í S-Evrópu, krafan á spænsk 10. ára bréf datt niður í 3,8% - - meira að segja 10. ára bréf Portúgals eru kominn niður fyrir 6% duttu niður í 5,4%. Krafan fyrir grísk 10 ára, fór í 7,8%. Ítölsk eru í rúmlega 4%.

Áhugavert að Írland er enn með lægri lánshæfismat en Spánn og Ítalía, þó svo að markaðurinn bersýnilega í dag - - meti írsk bréf öruggari.

  • Best að árétta að krafan fyrir bandar. bréf, sem hefur hækkað í seinni tíð upp í 3%. Það stafar ekki af ótta fjárfesta um stöðu Bandar. Þegar markaðurinn var í óttakasti sumarið 2012. Þá var krafan a.m.k. prósent lægri. En þegar markaðurinn óttast fjármálahrun - - virðast menn kaupa bandar. ríkisbréf. Því þau séu talin "örugg eign."
  • Þetta er ekki óttabylgja - - heldur "traustyfirlýsing" - - þ.e. markaðurinn telur að hagvöxtur í Bandar. sé virkilega að fara af stað.

Meðan að enginn er að búast við 3% hagvexti í Evrópu! 

Svo þar markast verðlag ríkisbréfa af öðrum þáttum!

  • Áhugavert er t.d. að Portúgal sem seldi 5 ára bréf á fimmtudag, á 4,657%. Seldi umtalsvert til fjárfesta utan evrusvæðis. Sem er áhugavert!

Svo það er greinilegt að dregið hefur úr ótta fjárfesta um stöðu S-Evrópu. Þannig að markaðurinn úti í heimi, er farinn að nýju að kaupa ríkisbréf S-evr. ríkja, en ekki síst - - Írlands.

En þ.s. verðbólgan á evrusvæði er nú kominn í ca. 0,7% skv. nýjustu fréttum.  Og þ.s. flest bendir til þess að hagvöxtur í Evrópu muni ströggla að ná þó ekki nema 0,5%.

Þá væntanlega telja fjárfestarnir sig vera að gera hagstæð kaup, þ.e. bréf á bilinu 3,54% upp í 5,4% í verðbólgu sem er vel innan við 1%.

 

Mörgum finnst orð Mario Draghi bera vott um auknar áhyggjur af verðhjöðnun

Takið eftir - - undirstrikuðu og feitletruðu hlutunum af textanum!

Mario Draghi, President of the ECB, Frankfurt am Main, 9 January 2014

  1. "Underlying price pressures in the euro area are expected to remain subdued over the medium term. In keeping with this picture, monetary and credit dynamics remain subdued."
  2. "Such a constellation continues to suggest that we may experience a prolonged period of low inflation, to be followed by a gradual upward movement towards inflation rates below, but close to, 2% later on."
  3. "Against this background, the Governing Council strongly emphasises that it will maintain an accommodative stance of monetary policy for as long as necessary, which will assist the gradual economic recovery in the euro area."
  4. "Accordingly, we firmly reiterate our forward guidance that we continue to expect the key ECB interest rates to remain at present or lower levels for an extended period of time.
  5. "With regard to money market conditions and their potential impact on our monetary policy stance, we are monitoring developments closely and are ready to consider all available instruments. "
  6. "Overall, we remain determined to maintain the high degree of monetary accommodation and to take further decisive action if required. "

Eins og Draghi talar í þessum texta - - þá er hann að segja að verðbólga verði ofsalega lág a.m.k. nk. 2-3 ár sbr. orðalagið "medium term." 

Hann á einnig von á því bersýnilega, að framboð af lánum og eftirspurn, verði einnig "subdued over the medium term" - - sem bersýnilega sýnir, að Draghi veit mæta vel. Að nk. 2-3 ár a.m.k. verði hagvöxtur í Evrópu afskaplega slakur!

Hann lofar því að halda stýrivöxtum mjög lágum "eins lengi og þörf er fyrir" sem væntanlega má taka sem loforð um það, að þeir verði það a.m.k. nk. 2-3 ár.

Síðan er spurning um orðalagið "ready to consider all available instruments" taka a.m.k. sumir sem vísbendingu, að bankaráð "ECB" sé virkilega að íhuga - - prentun.

  • "Annual growth in M3 was broadly unchanged at 1.5% in November, after 1.4% in October, following two consecutive declines in September and August."

Áhugavert hve aukning peningamagns er lítil, og enn áhugaverðara að sú litla aukning virðist skýrast af evrum sem leita inn í evruhagkerfið að utan. Spurning hvort það skýrist ekki af því að eftirspurn innan evrusvæðis hefur skroppið saman á sama tíma og útflutningur hefur aðeins aukist. Útkoma, nettó viðskiptajöfnuður evrusvæðis alls er í plús.

Evrur eru þá væntanlega meir að streyma inn í evruhagkerfið að utan, fremur en út! Vegna þeirrar stöðu viðskipta við lönd utan evrulands.

  • "The annual rate of change of loans to non-financial corporations (adjusted for loan sales and securitisation) was -3.1% in November, following -3.0% in October. "

Enn eru lán til fyrirtækja stöðugt að skreppa saman. Þ.s. fyrirtæki í Evr. eru mun háðari lánsfé - - heldur en tíðkast t.d. í Bandar. eða Bretlandi. Þ.s. fyrirtæki stunda meir að útvega sér rekstrarfé frá fjárfestum - á mörkuðum.

Þá er þetta vísbending um viðvarandi samdráttarheilkenni innan mikilvægra þátta atvinnulífs.

Svar við spurningunni - er kreppan búin:

  • "The recovery is there, but it is weak, it is modest. As I have said many times, it is also fragile..." - "But it is still premature to declare victory."

Draghi telur of snemmt að lísa yfir sigri á kreppunni! Þetta kemur fram í svörum við spurningu blaðamanns.

 

Niðurstaða

Af orðum Draghi bæði í undirbúnum texta og svörum til blaðamanna. Er ljóst að Draghi hefur mjög hóflegar væntingar um framhaldið. Hann telur að hagvöxtur muni smá batna þ.e. hægt og rólega. Bersýnilega telur hann að vöxtur verði mjög hægur a.m.k. nk. 2-3 ár. Að verðbólga verði mjög lítil yfir sama tímabil. Að atvinnuleysi verði áfram mjög mikið þau sömu ár. Að aðhaldsstefnan stunduð af ríkjum innan evrusvæðis sem og áframhaldandi tilraunir fyrirtækja sem og almennings, að lækka skuldir. Muni halda áfram a.m.k. þessi 2-3 nk. ár, að halda aftur af hagvexti.

Yfir þetta tímabil verði staðan - - viðkvæm. Þess vegna loforðið að halda vöxtum lágum áfram og líklega út þetta skilgreinda viðkvæma timabil.

Í svörum til blaðamanns hafnaði Draghi eina ferðina enn, að Evrusvæði væri að stefna í sambærilega átt og Japan á 10. áratugnum.

Hann taldi það vera vegna þess, að evrusvæði væri að leggja svo mikla áherslu á "balance sheet repairment" banka! 

Skv. þeirri "analísu" að svokölluð japönsk veiki, hafi einkum stafað af ílla stöddum bönkum, er hafi staðið uppi með mikið af lélegum óafskrifuðum lánum, og verið ófærir um að styðja við atvinnulífið.

  • Reyndar má benda á móti á, að einmitt krafa Seðlabanka Evr. til banka, að þeir hreinsi til í sínu bókhaldi - - er líklega þessi misseri.
  • Að hafa þau áhrif, að draga úr framboði á lánsfé til fyrirtækja. Hvetja þá til að ganga harðar fram gegn skuldugum einstaklingum og fyrirtækjum.
  • Auk þess að bankar, hafi hækkað vexti á ný lán.

Þessi áhrif er einkar að sjá í S-Evrópu. Þessi "balance sheet repairment" krafa, getur einmitt verið mikilvægur þáttur í því að halda aftur af hagvexti í S-Evrópu, þ.s. bankar hafa orðið fyrir mestu tjóni, þ.s. framkölluð þörf fyrir afskriftir eru líklega mestar.

Þetta getur stórum hluta skýrt af hverju útlán til fyrirtækja eru í stöðugum samdrætti.

-------------------------------------

Seðlabankar Bandar. og Bretlands, hafa mætt þessari "balance sheet repairment" kröfu með töluvert öðrum hætti! 

En svokallað "QE" - "Quantitative easing" hefur einmitt verið mikilvægur liður. Með því að seðlabankar Bandar. og Bretlands, hafa keypt upp mikið til - þær slæmu eignir sem bankar hafa þurft að losna við.

Þannig tekið þann kaleik af bönkunum í Bandar. og Bretlandi, að þeir yrðu að láta afskriftakostnað bitna - - á sinni útlánastarfsemi!

Sem einmitt hefur verið mikilvægur þáttur í því innan Bandar. og Bretlands, að lágmarka efnahagstjón af skuldakreppu ástandinu er skall yfir.

Þetta hefur Seðlabanki Evrópu ekki gert - - þess í stað krefst hann þess að evr. bankar leysi vandann sjálfir. Sem þannig séð út frá hugmyndafræði um markaðsfrelsi - - er hin rétta ákvörðun. Meðan að seðlabankar Bretland og Bandar., stunduðu "markaðsinngrip í stórum stíl."

Áhugavert að engilsaxnesku löndin skuli hafa gripið inn í ákvarðanir markaðarins. Meðan að Seðlabanki Evrópu, hefur ekki fengið sig til slíks a.m.k. ekki í nándar nærri þeim mæli sem "US Federal Reserve" og "Bank of England" hafa! 

  • Seðlabanki Evrópu virðist hafa innanborðs miklu harðari kapítalista, skv. því.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband