9.1.2014 | 00:23
Þýskaland hefur ekki brennt meir af kolum í 20 ár
Dálítið sérstök staðreynd sem blaðamenn þýsku fréttaveitunnar "Der Spiegal" vöktu athygli á. En þ.e. mikil kaldhæðni í hinu þýska "energy wende" að þeirri aðgerð hefur fylgt - stöðug aukning í brennslu kola. Fyrir bragðið er CO2 losun þýska orkukerfisins í stöðugri aukningu, þrátt fyrir að framleiðsla rafmagns með svokölluðum umhverfisvænum aðferðum sé komin í ca. 25%.
Kolaorkuver nærri Brandenburg
Sjá frétt Der Spiegel: German Brown Coal Power Output Hits New High
En þ.e. mjög sérkennileg staðreynd - - að í augnablikinu geta kolastöðvar framleitt raforku með minni tilkostnaði, en aðrar tegundir af orkustöðvum sem losa CO2. Þar með þær sem brenna dísil eða gasi.
Þ.s. orkukerfið í Þýskalandi er rekið af einkafyrirtækjum eins og tja í Bandar., þá fjölgar kolastöðvum meðan að gasorkuverum er lokað - þó svo gasorkuver losi miklu minna CO2 per framleidda kílóvattstund af rafmagni.
Þarna kemur líklega til óvænt hliðarverkun af gasævintýrinu í Bandaríkjunum, en sl. 6 ár hefur verð á náttúrugasi lækkað um 70%. Sem þíðir að innan Bandar. eru gasorkuver allt í einu gríðarlega samkeppnisfær - - svo að kolaorkuver hafa verið að loka því þau geta ekki keppt við hið ódýra gas.
En þeir sem grafa kol úr jörðu, þurfa samt að selja sina afurð - - og þeir hafa sl. 2 ár verið að selja kol til Evrópu á mjög niðursettu verði. Tja, miðað við þau verð sem tíðkuðust á undan.
- Fyrir bragðið kemur fram sú sérkennilega staða, að kolaorkuver í Þýskalandi eru allt í einu mun ódýrari í rekstri, geta framleitt rafmagn á lægra verði heldur en gasver eða dísilrafstöðvar.
- Þrátt fyrir að rafstöðvar þurfi að kaupa svokallaða "losunarkvóta" og eðlilega þ.s. kolastöðvar losa hlutfallslega mest, þurfa þær að kaupa meir af losunarheimildum.
Sem ætti að gefa einhverja hugmynd um það, hve óeðlilega aðstæður á markaði eru þessa stundina.
Því miður virðist fátt benda til þess, að gasverð muni hækka í Bandar. á næstunni, þannig að líklega fást áfram kol frá Bandar. - - mjög ódýrt.
Þýskur sérfræðingur telur sig hafa svar:
"Patrick Graichen, a power market analyst at Berlin-based think tank Agora Energiewende." - "In 2013 Germany exported more power than it imported on eight out of 10 days. Most of it was generated by from brown coal and anthracite power stations," - "They are crowding out gas plants not just in Germany but also abroad -- especially in the Netherlands." - "The European market for emissions certificates must urgently be repaired to change that," - "The volume of emissions certificates must be reduced in order to boost the price of CO2."
Það er sjálfsagt rétt hjá honum, að ef kostnaður við kaup á losunarheimildum mundi vera aukinn, þá væri mögulegt að fjarlægja markaðsforskot það sem kolaver njóta þessa stundina, fram yfir gasorkuver.
Það hefði þó að auki þá hliðarverkun, að auka enn frekar rafmagnskostnað atvinnulífs í Þýskalandi.
Af hverju annars hefur "energy wende" fram að þessu stuðlað að aukinni losun?
Um er að ræða grundvallar vandamál, að þegar til stendur að framleiða þriðjung rafmagns með annars vegar "vindi" og "sól." Að þeir orkugjafar framleiða mjög mis mikið eftir aðstæðum.
Þ.e. suma dagana ekki neitt - - aðra dagana mjög mikið. Hættan er sú að spenna innan kerfisins rokki upp og niður meira eða minna stöðugt, sem gengur ekki í heimi viðkvæmra tækja sem nota rafmagn.
Tölvur og sjónvörp sem dæmi myndu ekki þola þær spennusveiflur, ekki heldur viðkvæmur búnaður verksmiðja út um land.
Þetta þíðir, að það þarf að vera til staðar - - í vaxandi mæli. Orkuver sem unnt er að kveikja og slökkva á eftir þörfum. Og aflstöðvar sem ganga fyrir gasi eða dísil eða kolum, henta mjög til þessara hluta.
Þetta hefur framkallað þá öfugsnúnu útkomu, að eftir því sem hlutfall rafmagns framleitt af "vindi" og "sól" hefur aukist, því meir hefur heildarlosun orkukerfisins í Þýskalandi aukist.
Fram að þessu hefur ekki verið unnt að finna aðrar tæknilausnir. Þó margvíslegar hugmyndir séu ræddar - - eins og risastórar rafhlöður til að varðveita rafmagn svo unnt sé að tappa því inn á kerfið eftir þörfum, eða í staðinn svokallaðar orkuhlöður "fuel cells" í sama tilgangi er einnig værur þá frekar gígantískar til að mæta þörfinni.
Það þíðir þá að sjálfsögðu, að umfram framleiðsla þyrfti að vera til staðar á hverju svæði, til að hlaða upp slíkt - geymslukerfi. Líklega þyrftu samt að vera til staðar varastöðvar til að setja inn, til vonavara.
Slíkt kerfi hefur ekki verið sett inn enn - - kannski verðu það einhvertíma. En líklega ekki á næstunni.
Niðurstaða
Hið þýska "energy wende" heldur áfram að framkalla sínar aftursnúnu niðurstöður. En "energy wende" er kallað ákvörðun er Angela Merkel tók nú fyrir nokkrum árum. Að loka öllum kjarnorkuverum í Þýskalandi er þá framleiddu um fjórðung allrar orku. Og skipta þeim alfarið út fyrir raforku framleidd af vindi og sól.
Síðan kostar þetta óskaplegar summur.
"In 2014, the surcharge on electricity bills will provide some 23.5 billion of subsidies for renewable energies. A four-person household will pay a surcharge of almost 220 this year."
4 manna heimili borgar aukalega 35þ.kr. sem leggst á rafmagnsreikninginn. Til að niðurgreiða rafmagn framleitt af vindi og sól. En þ.e. tryggt hagstætt rafmagnsverð - - svo einkaaðilar haldi áfram að reisa slíkar rafstöðvar út um allt.
Þetta auðvitað tekur ekki tillit til allra raflínanna sem þarf að byggja út um allt land, því annars vegar verður sífellt aukið hlutfall rafmagns framleitt utan þeirra svæða þ.s. eftirspurnin er mest og síðan þarf að flytja rafmagn í auknum mæli milli svæða, vegna þess að veðrátta mun óhjákvæmilega skapa miklar svæðisbundnar sveiflur í rafmagnsframleiðslu með vindi og sól.
Þ.e. sífelld aukning á kostnaði, sem leggst á heimili og atvinnulíf. Gjaldið hefur þurft að endurskoða reglulega, því reglulega hefur þurft að hækka hið tryggða verð sem þeir aðilar fá sem framleiða með vindi og sól. Til að viðhalda hinni öflugu hvatningu til að reisa slík ver út um allar jarðir.
Það verður forvitnilegt að fylgjast með því hvaða áhrif stöðugt hækkandi rafmagnsverð mun hafa á samkeppnishæfni þýsks atvinnulífs á þessu kjörtímabili.
En nú er annað kjörtímabil "energy wende" hafið - - einungis rétt byrjað.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 34
- Frá upphafi: 859313
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning