Bitcoin

Eins og ég skil fyrirbærið "Bitcoin" þá er það ekki gjaldmiðill - þó áhugasamir tali um "Bitcoin" sem slíkan. En mér skilst að heildarfjöldi í heiminum skv. áætlun, muni ekki fara yfir 21 milljón eintök. Það er alltof lítið fyrir "fúnkerandi" gjaldmiðil - ef við miðum við dæmigert þjóðríki upp á nokkra milljón íbúa. Hvað þá ef við miðum við heiminn allan með yfir 6 þúsund milljón íbúum.

Hafandi í huga lítið magn, þá "fræðilega" gæti "bitcoin" fúnkerað meir eins og eign á "gulli" þ.e. gullstöngum eða eðalsteinum eða skartgripum.

Þá mundi ég búast við því, að markaður fyrir "Bitcoin" eftir að fullt framboð af "Bitcoin" er til staðar, muni fúnkera eins og markaður fyrir slíka þætti.

Hugmyndin virðist vera að búa til e-h, sem hafi traust virði - því meir verður ekki gefið út af "Bitcoin."

Sem vegna þess hve lítið er til hafi "rarity value" eins og tja, gull - eðalsteinar og skartgripir.

En slíkir þættir fúnkera ekki sem gjaldmiðlar, heldur sem eign sem þú getur "varðveitt" auð þinn í, tja - ef hlutir fara á verri veg í heimshagkerfinu.

  • Það má ímynda sér - - að eftir því sem "Bitcoin" spyrjist meir út, þá tryggi "rarity value" svipað virði, og ef viðkomandi ætti gullstöng, dýran eðalstein eða verðmætan skartgrip.
  • Þá auðvitað verða þeir sem fjárfestu í "Bitcoin early" afskaplega rýkir - - eða hvað?

 

Þetta er auðvitað of gott til að vera satt!

  1. Vandamálið er auðvitað það - - að þó það verði aldrei búnir til flr. en 21 millj. "Bitcoin" þá kemur ekkert í veg fyrir eftirapanir.
  2. Það er, að fullt af sjálfstæðum einkaaðilum, fari að búa til eftirapanir sem bjóði sambærilega þjónustu og "Bitcoin."
  3. Vandinn er sá, að því flr. sem veita sambærilega þjónustu og þeir sem bjuggu til "Bitcoin" því minna sérstakur mun "Bitcoin" virðast.

Jafnvel þó það sé ekki orsök "inflation" í "Bitcoin" að of mikið sé búið til af "Bitcoin" - - þá er hætt við því, að markaðurinn geri ekki greinarmun á milli þeirra fjölda eftirapana á "Bitcoin" sem líklegar eru að koma fram og "Bitcoin" sjálfu; þannig að það verði "market saturation effect" og virði allra svokallaðra "electronic currencies" muni falla samtímis.

  • En ef út í þ.e. farið, er "Bitcoin" ekkert annað en hugmynd.

Og hvenær hefur mannkyn ekki eftirapað hugmynd, sem virðist vera að skaffa frumkvöðlunum gróða?

Reyndar grunar mig, að fyrst í stað - - muni eftirapanir auka virði "Bitcoin" því að fyrirbærið "electronic currency" muni þá fá aukna útbreiðslu og því aukna athygli.

Sem fyrst í stað, muni sennilega auka eftirspurn - - umfram heildaraukningu á framboði.

En þá muni eftiröpunum fjölga enn meir, og mig grunar - - það mikið. Að á endanum verði "market saturation" og virði allra "electronic currencies" muni falla.

------------------------------------

Á þessari stundu er ég ekki viss um það hvort að markaðsvirði "electronic currencies" gæti náð einhverju jafnvægi, þegar verðin fara að falla.

En þannig séð er ekkert augljóst gólf til staðar, þ.s. enginn í reynd ber nokkra ábyrgð á fyrirbæri sambærilegu við "Bitcoin" og þ.e. ekkert andvirði í reynd að baki, öfugt við þjóðagjaldmiðla sem ávallt hafa baktryggingu ríkisins sjálf og þess hagkerfis sem þeir þjóna - - því ekkert sem augljóslega kemur í veg fyrir "0" virði í tilviki fyrirbæris sambærilegu við "Bitcoin."

En það er hugsanlegt að "market saturation" og "controversy" í kjölfarið, vegna þess að fjölmargir einstaklingar mundu hafa tapað miklu fé.

Gæti gert markaðinn, alfarið afhuga "electronic currency" hugmyndinni. Þannig að "0" virði yrði útkoman jafnvel hjá þeim öllum.

En ég sé í reynd ekkert sem skapar virði fyrir fyrirbæri sambærilegt við "Bitcoin" en áhugi, og þ.e. fátt sem er meir breytingum undirorpið en einmitt áhugi.

 

Niðurstaða

Hvers konar fyrirbæri er þá "Bitcoin?" Tja, eins og kemur fram á "Wiki" síðunni hlekkjað á að ofan. Þá hefur skráð virði "Bitcon" aukist gríðarlega mikið. Þannig að þeir sem áttu fyrstu eintökin. Hafa getað grætt mjög verulegan pening, með sölu sinna eintaka. 

Þeir sem hafa komið inn "tiltölulega" snemma, eru sennilega einnig í gróða.

En spurning um þá sem koma inn á seinni stigum - - þeir gætu orðið fyrir miklu tapi.

Svar - líklega: Pýramídaskím.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Svona álíka mikils virði og Herbalife......sérstu nógu ofarlega í keðjunni.

Hvað fólk getur verið mikil fífl.

Halldór Egill Guðnason, 8.1.2014 kl. 01:28

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Hugmyndaflug mannsins virðist endalaust, þegar kemur að úrræðum ætlað að hafa af fólki fé.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 8.1.2014 kl. 03:12

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 3
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 857481

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband