Evrusvæði virðist hafa endað síðustu 3. mánuði 2012 á 0,2% hagvexti!

Það virðist með öðrum orðum, ekki hafa hægt frekar á hagvexti. Eftir að um sumarið 2012 mældist vöxtur í um 0,4%. Síðan fór hann í 0,1%. En tölur fyrirtækisins MARKIT sem birtir reglulega svokallaða "pöntunarstjóravísitölu" benda til þess. Að eftir lélegan 3. ársfjórðung. Hafi 4. ársfjórðungur verið ögn betri. Þannig að hagvöxturinn hafi eftir allt saman - - náð líklegu jafnvægisástandi.

Einhvers staðar í kringum 0,2%.

Yfir 50 er aukning / innan við 50 er samdráttur!

Markit Eurozone Composite PM

  1. Eurozone Composite Output Index: 52.1.
  2. Eurozone Services Business Activity Index: 51.0.

Heildaraukning er sosum ekki óskapleg, þ.e. 2,1% í samanlagðri pöntunarstjóravísitölu iðngreina og þjónustugreina, sem væntanlega gefur vísbendingu um heildarstöðu viðskiptalífs.

Áhugavert að aukning innan þjónustugeira á evrusvæði er einungis 1%.

Sem þíðir væntanlega, að aukning innan iðngreina er ögn betri. Lyftir því meðaltalstölunni yfir báðar greinar.

 

Ef við berum einstök lönd saman:

  1. Ireland 58.6...........2 - month high
  2. Germany 55.0........2 - month low
  3. Spain 53.9...........77 - month high
  4. Italy 50.0..............2 - month high
  5. France 47.3...........7 - month low 

Sérstaka athygli vekur aukning á Spáni - - en þar fer talan úr 51,5 mánuðinn á undan, í 53,9 eða 3,9% aukningu. Sem getur bent til þess að hagvöxtur síðustu 3. mánuði 2013, hafi verið betri en mældur vöxtur upp á 0,1% er mældist á 3. fjórðungi sl. árs.

Kannski svo hátt sem 0,4%. Sem ætti ef staðfestist af opinberum hagtölum þegar þær verða gefnar út á Spáni gera Mariano Rajoy kampakátan. Þó líklega dugi það samt ekki til að minnka atvinnuleysi.

------------------------------

Ítalía hengur á slétt 50 þ.e. hvorki aukning né minnkun. Sem samt er skásta talan í 2 mánuði. Það gæti þítt að Ítalía ljúki 2013 í ca. stöðnun þ.e. hvorki með vöxt né samdrátt. Þó verið geti að sama tala komi fram og á 3. ársfjórðungi, þ.e. 0,1% samdráttur.

Þetta er a.m.k. ekki vísbending um snöggan viðsnúning til hagvaxtar.

------------------------------ 

Svo er það auðvitað tossinn Frakkland; 2,8% samdráttur í samanlagðri vísitölu. Sem er skýr vísbending um samdrátt í frönsku atvinnulífi.

Þetta virðist skýr vísbending um mildan efnahagssamdrátt. Þ.s. franska ríkið er svo stórt innan franska hagkerfisins, þá eru þekkt áhrif að umsvif þess - - milda niðursveiflu. 

Þannig að hún er heilt yfir líklega smærri en þessar tölur virðast sýna. 

Þetta er samt vísbending um kannski samdrátt upp á um 0,2%.

------------------------------

Írland og Þýskaland virðast á nokkuð öruggri siglingu, líklega einhvers staðar milli 0,4-0,5% í hagvexti skv. þessum tölum. Sem er ekki beint kröftugt. 

En þó í áttina. Höfum samt í huga að þó traust á Írlandi hafi aukist mjög mikið síðan um mitt ár 2012. Þá eru opinberar skuldir Írlands enn í vexti, írska ríkið þrátt fyrir mjög harkalegan útgjaldaniðurskurð og skattahækkanir - - enn rekið með halla. 

Hafandi í huga skuldastöðu Írlands. Þarf Írland líklega ívið meiri hagvöxt en þetta - - til að raunverulega "meika" það. Þ.e. sennilega því meir á trú markaðarins á því að Írland muni ná fram auknum hagvexti síðar, sem hin mikla aukning á tiltrú byggist.

  • Það varð ekki aukning á atvinnuleysi á evrusvæði skv. tölum þeirra fyrirtækja sem sérfræðingar MARKIT ræddu við.
  • Ekki minnkun heldur.

Það virðist sem svo að útflutningur eigi mest í þeirri aukningu er varð í pöntunum innan iðngeirans, og það var að því er virðist einkum aukning innan iðngeirans sem ber ábyrgð á heildaraukningu þeirri sem MARKIT mælir.

Það verður áhugavert að fylgjast með því áfram - - hvernig evrusvæði gengur með tilraun til!

Útflutningsdrifins vaxtar!

En ég hef verið ákaflega skeptískur á það að slík tilraun virkilega geti mögulega gengið upp!

  • OK, Japan tókst eftir hrunið er varð þar veturinn 1989 að viðhalda öflugum viðskipta-afgangi, sem örugglega var í gegnum stöðnunartímbilið á 10. áratugnum, lykillinn að því að halda japanska hagkerfinu á floti.

En ég er ákaflega sterkt skeptískur á að Evrópa geti sem heild, leikið saman leikinn.

  1. Fyrir hið fyrsta er evrusvæði miklu stærra hagkerfi.
  2. Viðskipta-afgangur evrusvæðis, mun því hafa mun stærri "neikvæð" áhrif á önnur heimssvæði, en viðskipta-afgangur Japans á 10. áratugnum hafði.
  3. Ég tel því öruggt, að önnur heimssvæði muni bregðast við, tilraun evrusvæðis til að viðhalda nettó viðskipta-afgangi. Það getur verið með margvíslegum hætti. En augljósa leiðin er í gegnum gengissveiflu.
  4. Það hefur vakið athygli hægur en þó stöðugur stígandi í gengi evrunnar gagnvart gjaldmiðlum helstu viðskiptakeppinauta. Það getur verið vísbending að þ.s. ég vísa til, sé að gerast.

Þetta kemur líklega betur í ljós eftir því sem árið líður fram!

 

Niðurstaða

"So far so good" - - mætti segja um núverandi stöðu evrusvæðis. Viðsnúningur til löturhægs hagvaxtar hefur a.m.k. staðfest. Þetta er samt ekki betra en þ.s. algengt var í Japan á svokölluðu stöðnunartímabili á 10. áratugnum. Ég ítreka að í gegnum það allt, viðhélt Japan mjög öflugum viðskipta-afgangi. 

Þannig að tilraun Evrópu til að búa til viðskipta-afgang, með því að lama eftirspurn innan Evrópu sjálfrar. Er ekki endilega uppskrift að miklum framtíðar hagvexti. Sérstaklega þegar áfram er haft í huga, mjög alvarleg skuldastaða fjölda aðildarríkja evrusvæðis.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Gíslason

Er ekki stór hluti af skýringunni að sala eykst mikið kringum jólin. Jólin eru jú einn af stærstu sölutímabilinu ársins, eftir jólin kemur síðan afturkippur.

Ómar Gíslason, 7.1.2014 kl. 20:41

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þ.e. hugsanlegt. Það var líka uppkippur sl. sumar.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 7.1.2014 kl. 22:04

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 859313

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband