Hvað ef hið raunverulega skotmark Kína er Tævan?

Í nóvember á sl. ári hitaði Kína undir deilu sinni við Japan um eyjar sem Japanir kalla Senkaku en Kínverjar kalla Diaoyu. Fljótt á litið virðast þessar eyjar ekki þess virði að rífast um. Enda smærri að heildarflatarmáli en eyjar við Íslandsströnd sem nefnast Vestmannaeyjar. Flestar þeirra eru óbyggileg sker og boðar, en innan um eru örfáar þ.s. unnt er að staðsetja mannlegar vistarverur - ef sterkur áhugi er fyrir hendi. Þær hafa þó lengst af verið alfarið óbyggðar. Voru það líklega er Kína réð yfir þeim, í seinni tíð hafa Japanir ekki séð ástæðu til að reka nema fámenna stöð á einni eyjunni.

Senkaku islands

  • En samt er vitað að Japanir munu ekki gefa þær eftir?
  • Af hverju eru þær þá þetta áhugaverðar?
  • Um hvað snýst málið?

Málið snýst um að tryggja kínverskum herskipum örugga siglingaleið inn á Kyrrahaf!

Málið er að Senkaku eyjar, Ryukyu eyjar ásamt Tævan eyju. Mynda nokkurs konar varnarlínu á hafinu. Og ef einhver annar en Kína ræður yfir þeirri varnarlínu. Sérstaklega af sá aðili er óvinveitt veldi. Er unnt að nota þær eyjar. Til að varna kínverska flotanum leiðar út á Kyrrahaf.

Þetta sést vel á litlu myndinni til hægri, hve stutt er á milli Tævan og Senkaku eyja. Síðan sést vel hve Ryukyu eyjar og síðan Ishigaki, einnig undir stjórn Japans - - mynda öfluga girðingu fyrir Kínahaf!

En það sést einnig, að hinn raunverulegi lykill að því að opna kínverska flotanum leið út á Kyrrahaf - - er Tævan.

  • Hvað ef Kína í reynd er að fiska eftir Tævan?
  • En er einungis að nota deiluna við Japan, sem yfirvarp?

Málið er - - eins og sést vel á myndunum. Að einungis Tævan er nægilega stór. Til þess að á eynni sé nægt pláss til að koma fyrir þeim mikla herstyrk á þurru landi. Sem getur tryggt það að aðrir flotar verði að halda sig í fjarlægð. Þannig að siglingar Kína út á Kyrrahaf séu öruggar!

Ef Kína her ræður yfir landsstöðvum á Tævan. Þá er leiðin út á Kyrrahaf galopin.

 

Ég held nú að deilan um Senkaku sé yfirvarp!

Það sem raunverulega standi til hjá Kína. Sé að safna smám saman nægu liði á Kínahafi. Til þess að Kína geti með leifturárás tekið Tævan.

Með því að búa til deilu við Japan. Fái Kína ástæðu til þess að stækka flotann á svæðinu. Kína geti treyst á það að Japan muni mæta kröfum Kína, sem Kínverjar í reynd eigi ekki von á að Japanir samþykki, af fyllstu hörku. Að Japanir munu mæta flotauppbyggingu Kína, með eigin flotauppbyggingu.

Þannig geti Kína smám saman magnað upp spennuna við Japan, í hvert sinn sem Japan efli sinn herstyrk á móti ögrunum Kínverja í tengslum við Senkaku, geti Kína stækkað sinn flota ögn meir.

Þannig koll af kolli! Kína er með fyrirhuguð risaflugmóðurskip, Kína þegar rekur eitt sem skólaskip sem það fékk frá Rússlandi. Japan er nýlega búið að smíða 2-lítil flugmóðurskip þ.e. smærri en 30þ. tonn. Meðan að hið kínv. mundi verða á skala við bandar. risaskipin.

  • Takið eftir því hve stutt er á milli Tævan og Senkaku?
  • Það þíðir að kínverskur floti sem er að ögra Japan við Senkaku eyjar, getur á skömmum tíma snúið sér að Tævan í staðinn!

Til þess að ráðast á Tævan, stendur Kína frammi fyrir sama vandamáli og Hitler stóð frammi fyrir er hann var með áætlanir um innrás í Bretland.

  1. En til þess að innrás af hafi geti virkað, þarf innrásin að njóta - - algerra eða nær algerra yfirráða í lofti. Þ.s. eftir allt saman eru skip mjög viðkvæm fyrir loftárásum.
  2. Að auki eru herflutningavélar og vélar til liðsflutninga einnig mjög viðkvæmar fyrir slíku.
  3. Auðvitað "tæknilega séð" gæti Kína hafið mikla uppbyggingu herflugvalla á strönd Kína sem næst Tævan, og að auki byggt upp fjölda herstöðva þ.s. liðsafla til innrásar væri safnað saman.
  4. Vandinn við það er að þá hefur Tævan næga aðvörun, til að efla eigin varnir - - síðan má ekki gleyma Bandaríkjunum, sem hafa hingað til skuldbundið sig til að verja Tævan gegn beinni árás. Ef Bandaríkin mundu sjá með nægum fyrirvara fyrirætlun Kína, mundu Bandaríkin hafa nægan tíma til þess að koma með sinn krók á móti bragði.
  • En ef Kína byggir upp liðsafla á hafinu sjálfu, flugherinn verður um borð í flugmóðurskipum, en landherinn um borð í flutningaskipum - - þá getur liðsaflanum verið safnað saman á allt öðrum slóðum við strönd Kína, eða verið dreift víðar um strönd Kína. Síðan tekur ekki nema kannski tvær vikur fyrir liðið að safnast um borð í skipin með sitt hafurtask, og fyrir skipin að sigla á vettvang. Í fylgd flugmóðurskipa og annarra herskipa.

Þetta þyrfti að vera töluverður liðsafli - sennilega ekki minna en 200.000. Menn munu auðvitað verða varir við uppsöfnun slíks hers - - þannig að Kína þarf einhverja "opinbera ástæðu til slíks liðsafnaðar."

Nú, Kína er ekki bara að keyra upp deilu við Japan, heldur einnig við S-Kóreu. Síðan gæti Kína fundið sér tilli-ástæðu til að fjölga liði nærri landamærum Kína og N-Kóreu.

Nokkrir tugir þúsund hér - aðrir nokkrir tugir þúsund þar og síðan gæti Kína haft nokkur tugir þúsunda virka á liðsflutningaskipum, til að ógna Japönum við Senkaku.

  1. Ég er ekki að tala um að þetta gerist allt á morgun, enda hefur fyrsta nýsmíðaða flugmóðurskipi Kína ekki enn verið hleypt af stokknum, og ef slík áætlun á að virka mun Kína þurfa a.m.k. 4 risamóðurskip. Þau verða vart smíðuð á skemmri tíma og komið í fulla notkun en nk. 15 ár.
  2. Ástand mála sé ca. á svipuðum slóðum og er Vilhjálmur keisari af Þýskalandi hleypti fyrsta orrustuskipi þýska flotans af stokknum 1896. Þýski flotinn átti meir en 20 orrustuskip 1914. Risaflugmóðurskip gegna nokkuð svipuðu hlutverki í dag og orrustuskip gerðu fyrir 100 árum. Þ.e. að vera það öflugasta fljótandi. Að vera aðferð til að beita valdi yfir miklar fjarlægðir. 

Mynd: Rússnesk smíðaða flugmóðurskipið Varyag 67þ.tonn, við komuna til Kína!

Eins og sést, dregið af dráttarbátum! 

Í dag hefur það skip verið tekið í notkun sem þjálfunarskip, undir nafninu Liaoning.

Það tók í fyrsta sinn þátt í æfingum með kínverska flotanum á sl. ári!

File:USNWC Varyag01.jpg

Gríðarlega mikið þurfti að gera fyrir það skip áður en unnt var að nota það, þ.s. það lá við festar á Svartahafi, þá voru Rússar búnir að fjarlægja allan verðmætan búnað frá borði - skipið gat ekki einu sinni siglt undir eigin afli.

Skv. óljósum fréttum, eru þegar í smíðum a.m.k. 2 sambærileg skip, ef ekki stærri.

Sem fyrirhugað er að taka í notkun kringum 2020.

Kína er einnig að þróa orrustuvél til notkunar á flugmóðurskipum: Shenyang J-15

Skv. fréttum kínv. fjölmiðla, voru tilraunalendingar framkvæmdar 2012 af slíkum vélum á flugdekki Liaoning.

Það getur allt passað að slíkar vélar séu "in advanced stage of development" ef fyrirhugað er að nýsmíðuð skip verði tilbúin kringum 2020.

Fyrsta kynslóð þeirra getur notast við Liaoning eitt og sér, fyrsta kastið. Meðan verið er að þjálfa upp kynslóð kínv. flugmanna sem kunna að notast við flugmóðurskip.

Ef Tævan er skotmarkið, þá eru keppinautarnir - - eldri týpur af F16 vélum í eigu tævanska flughersins.

Og þeirra eigin þota: AIDC F-CK-1 Ching-kuo. Sú þróun var erfið vegna stöðugs þrístings Kína, sem gerði sitt ýtrasta til að hindra aðgang Tævans að þeirri tækni sem til þurfti. Einkum hafa verið vandræði með að útvega nægilega öfluga hreyfla. Þannig að þotan er nokkuð undirvéluð. Því með minni burð en ella, ekki eins langfleyg og hún hefði getað verið, ekki heldur eins hraðskreið né með eins gott klifur.

En hún er hönnuð samt skv. nútíma tækni, er "óstöðug" eins og tíðkast í dag til að tryggja sem sneggst viðbrögð, ætti að vera lipur í snúningum og er hönnuð upp á að vera "smá á ratsjá!"

Shenyang J15 ætti að vera hraðskreiðari, hafa hraðara klifur, líklega öflugari radar að auki og geta borið meira magn af vopnum.

Tævanski flugherinn samstandur víst af: 160 F16, ca. 50 Mirage 2000, og kringum 130 Ching Kuo.

Shenyang J15 ætti að vera betri en þær allar, sérstaklega hinar gömlu Mirage.

300 J15 ættu að ráð nokkuð vel við tævanska flugherinn, svo fremi sem hann stækkar ekki í millitíðinni eða er uppfærður umtalsvert tæknilega. En vaxandi veldi Kína ætti að tryggja að nánast ekki nokkur þjóð héðan í frá hætti á að reita Kína til reiði, með því að selja frekari herflugvélar til Tævan.

  1. Ef innrás Kína á Tævan er framkvæmd það leiftursnöggt, að á innan við viku hefur nær allt láglendi eyjunnar fallið og síðan er hernaðaraðgerðum lokið á rúmri viku.
  2. Þá ætti allt að vera um garð gengið áður en Bandaríkin eiga möguleika á að koma Tævan til aðstoðar.

Síðan eftir að siglingaleiðin út á Kyrrahaf hefur verið opnuð, og Tævan er orðin að meginflotahöfn Kína - - þá nýtist sú flotauppbygging til að mæta bandaríska flotanum á opnu hafi.

 

Ef Kína ætlar að verða jafnoki Bandaríkjanna, þarf Kína að opna leiðina út á Kyrrahaf!

Eins og málum er háttað, er Kína ákaflega viðkvæmt fyrir möguleikanum á "hafnbanni" sem er hin sögulega klassíska leið ríkjandi flotavelda. En Kína þarf mjög mikið af hráefnum frá öðrum löndum. Kínverska hagkerfið ræður ekki yfir nægilegu magni hráefna, þarf að kaupa þau annars staðar frá. Allt frá málmum yfir í olíu og bensín. 

Með því að hindra siglingar, geta Bandaríkin með einföldum hætti - - beitt Kína þrýstingi. Ef til mjög harða deilna milli Bandaríkjanna og Kína kemur.

Og þ.s. meira er, að bandar. flotinn þarf ekki að hætta sér nærri ströndum Kína. Það er þ.s. drottnun á heimshöfunum þíðir. 

  1. Olíuflutninga er unnt að stöðva við indónesísku sundin, en Indónesía er bandamaður Bandar. Eða jafnvel á Persaflóa sjálfum eða á Indlandshafi miðju. Það eru margir valkostir.
  2. Bandaríkin með sama hætti ættu að geta stöðvað kaupskip á leið til Kína hvar sem þeim sýnist á heimshöfunum, þægilegast sem dýpst úti á ballarhafi sem fjærst öðrum löndum.
  • Það er einmitt punkturinn, að Kína þarf að geta varið siglingar kaupskipa til meginlands Kína.

Það getur Kína einungis gert, eftir að siglingaleiðin frá meginlandi Kína út á Kyrrahaf er orðin örugg.

Þ.s. ég er að segja, er að ef Kína vill verða veldi á við Bandaríkin, og geta tekist á við þau sem jafnoki - - þarf Kína að tryggja öryggi siglinga sinna herskipa inna á Kyrrahaf.

Japanir voru ekki vitlausir 1895 þegar þeir tóku Tævan herskildi í stríði við Kína.

Taka Tævan var lykillinn að því fyrir Japan að byggja sig upp sem ráðandi flotaveldi A-Asíu.

-------------------------------

Til að blekkja Tævanbúa. Mundi Kínastjórn líklega árin fyrir innrás. Meðan að keyrð væri upp spenna gagnvart Japan og S-Kóreu. Leggja áherslu á yfirborðinu á góð samskipti við Tævan. Allt væri lagt í að láta líta svo út að engin spenna væri í samskiptum þar á milli. Tævan gæti fengið hagstæðari viðskiptasamninga við meginlandið. Tævönsk fyrirtæki forgangsaðgang að markaði á meginlandi Kína. Það gæti litið svo út að Kína væri að beita "sjarmanum" gagnvart Tævan, meðan hörkunni væri beitt annað.

Allt til þess að Tævönum detti ekki í hug að hernaðaruppbyggingunni á Kína hafi sé í reynd beint að þeim.

 

Niðurstaða

Segjum sem svo að ég hafi rétt fyrir mér. Að skotmark Kína sé Tævan. Og segjum að auki að aðgerðaáætlun Kína gangi upp fullkomlega. Þ.e. einhvertíma eftir 2020 en fyrir 2030 ráðist Kina á Tævan og hernemi á ca. einni viku. Herförin verði það snögg að Bandaríkin hafi ekki ráðrúm til að bregðast við.

Þá mun sú aðgerð marka upphaf að nýju köldu stríði milli Kína og Bandaríkjanna.

En þó svo að Kína takist hugsanlega sú aðgerð, án þess að lenda í stríði við Bandaríkin eða Japan.

Þá tel ég fullvíst að Bandar. muni aldrei fyrirgefa Kína eyðileggingu tævanska ríkisins, en mannfall yrði örugglega mikið á eyjunni - fj. borga líklega rústir einar eftir harða en snarpa bardaga. 

Mannfall jafnvel svo mikið sem 100þ. Við tæki líklega stíf herstjórn Kína á eyjunni. Lýðréttindi afnumin. 

-------------------------------

Í kjölfarið mundi líklega Asía skiptast í áhrifasvæði Kína annars vegar og Bandar. hins vegar.

  • Málið er að það gengur alls ekki upp, að Kína geti þvingað Japan til að láta Senkaku eyjar af hendi.
  • Því meiri þrýstingi sem Kína mun beita því fastar mun Japan halda í þær eyjar, þ.s. þær eru mikilvægur þáttur í varnarlínu Japana á hafinu einmitt gegn vaxandi styrk kínv. flotans.
  • Ef við gerum ráð fyrir því að kínv. ráðamenn séu ekki fífl. Þá getum við gert ráð fyrir því að þeim sé það algerlega kunnugt, hvernig Japan mun bregðast við þeirra hótunum og þeirra uppbyggingu.
  • Vegna þess að Kína mun aldrei geta náð til sín Senkaku með þeim hætti, þá legg ég til að í reynd sé takmark Kína allt annað - - þ.e. Tævan. Senkaku deilan sé yfirvarp til að þyrla upp ryki, til að villa mönnum sýn. Þangað til að þ.e. um seinan að bregðast við. Þegar í ljós kemur hvert hið raunverulega skotmark Kína er.

Kv.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Mig grunar nú að Kína sé að vinna í því að leggja Tævan friðsamlega undir sig. Það ætti ekki að vera vandi - bara flytja þangað fólk, þar til Kínverjar verða fleiri en Tælendingar í landinu, og svo heimta kosningar um innlimun.

Á hinn bóginn fer Kína að vanta stríð - til þess að gefa fólkinu eitthvað annað að hugsa um en hversu betur náunganum gengur en þeim sjálfum, ofl. En það er svosem hægt að pikka fæt við marga.

Ásgrímur Hartmannsson, 5.1.2014 kl. 17:25

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Slík aðgerð virkar betur ef þú hefur full yfirráð yfir því landsvæði. Kannski eftir að Kína hefur tekið Tævan.

Spennan milli Kína og Japans, ætti að gegna því hlutverki að æsa upp lýðinn heima fyrir, svo að lýðurinn gleymi á meðan slíkum pælingum.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 5.1.2014 kl. 18:03

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Deilan leiðir hugann til baka þegar Bandaríkin og Kína deildu strax við valdatöku kommúnista um eyjarnar Matsu og Quemoy skammt undan Kínaströndum og harkan var slík, að Bandaríkjamenn hótuðu beitingu kjarnorkuvopna.

Ómar Ragnarsson, 5.1.2014 kl. 19:54

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þetta virðist hafa snúist um drauminn um að endurheimta meginlandið. Nálægð þessara smáeyja við meginlandið - gerði það a.m.k. tæknilega hugsanlegt að nota þær sem stökkpall til innrásar á meginlandið. Sjálfsagt hafa menn verið að vonast til þess, að ósigurinn á meginlandinu gæti verið skammtímafyrirbæri. Gagnsókn væri möguleg innan tíðar. Sem reyndiast að sjálfsögðu aldrei raunhæft.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 5.1.2014 kl. 20:40

5 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Þakka góða grein og við höldum að friður sé á jörðu. Hvað er Ísland annað en eitt stökkið í Hervæðingu. Hótel og golfvellir eru nefnilega það sem þeir þurfa fyrir námuverkamenn í Grænlandi og skip þeirra sem koma og fara með járngrýti ef þeir plata okkur ekki til að vinna það.

Valdimar Samúelsson, 6.1.2014 kl. 16:01

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Járngrýtisvinnsla gæti vel skapað störf hér. Væri ekki endilega óskynsamur kostur. Jafnvel þó Kína eigi í hlut. En ég hef ekki miklar áhyggjur af því að heimila Kínverjum e-h umsvif hér. Því að ég tel að Bandaríkin fylgist með. Og muni ekki heimila þeim, að gerast of frekir hérna. Það snúist ekki um greiðasemi við okkur. Heldur hagsmuni þeirra sjálfra. Kína þarf fyrst að byggja upp sitt flotaveldi. Áður en þeir stíga harkalega á tærnar á Könum.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 7.1.2014 kl. 01:07

7 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Kínamenn eru í valdatafl leik. bandaríkin stoppuðu ekki námavinnslu drauma þeirra í Grænlandi. Höfnin í Finnafirði hefir ekkert að gera með siglingar yfir norðurpólinn frekar en golfvöllur uppi á hálendinu. Ég spyr oft sjálfan mig hvort við landarnir séum svo einfaldir að sjá ekki að svona fyrirtæki krefjast 90% fleiri verkamenn en við getum og eða viljum vinna. Kína á hafnir út um allan heim og mig minnir að Malta hafi orðið fyrir barðinu á þeim un 1980 eða svo. Goggaðu Möltu og sjáðu hvernig Valetta lítur út núna.

Valdimar Samúelsson, 7.1.2014 kl. 07:06

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 859313

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband